Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Síða 32
Vinningstölur miðvikudaginn 01.12. ’99
7 13 20 21 30 33
’v.
Fjöldi
Vinníngar vinninga Vinning&upphœð
1. 6 aí 6 1 39.077.763
2-Sdt 6* o» 0 401.800
.1.5 0(6 2 157.850
4-4 o( 6 231 2.170
5-3°(67, V 521 410
Heildarvinning&upphœð
40.510.143
Á í&landi
1.432.380
LÍTT9
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
Varaþingmanni seld ríkisjörð fyrir luktum dyrum:
Önnur leynisala
- kaupsamningi haldið leyndum. Sala án auglýsingar
Landbúnaðarráðuneytið hefur
neitað að afhenda kaupsamning
vegna sölu eyðijarðarinnar
Kambsels sem Guðmundur Bjarna-
son, fyrrverandi landbúnaðarráð-
herra, seldi eiginmanni fyrrverandi
varaþingmanns Framsólmarflokks-
ins á Austurlandi. Ráðuneytið ber
því við að kaupsamningnum, sem
Guðmundur Bjarnason gerði í nóv-
ember 1998 við kaupendur
Kambsels, Atla Ámason, lækni á
Seltjarnamesi, og Helga Jensson,
lögmann á Egilsstöðum, hafi ekki
verið þinglýst. Ráðuneytið hefur
sömuleiðis neitað að upplýsa um
kaupverð Kambsels og hefur synjað
um afrit að þeim leigusamningi sem
í gildi var vegna Kambsels áður en
jörðin var seld.
Jón Erlingur Jónasson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra, skýrði
Morgunblaðinu hins vegar frá því í
lok maí sl. að kaupverðið hefði ver-
ið 750 þúsund krónur og samkvæmt
afsali frá í febrúar sl. er kaupverðið
þegar greitt.
Þúsundkall á mánuði
Eiginkona Atla er Kristjana
Bergsdóttir en hún tók þrívegis
sæti á Alþingi á síðasta kjörtíma-
bili sem varamaður Halldórs Ás-
grímssonar, utanríkisráðherra og
alþingismanns af Austurlandi.
dasar
Kristjana Guðmundur
Bergsdóttir.' Bjarnason.
Kambsel er í Álftafirði í Djúpa-
vogshreppi og höfðu bændur úr
sveitinni haft jörðina á leigu og
nýtt hana til beitar. Þeim gafst
ekki kostur á að kaupa jörðina þar
sem Guðmundur Bjamason seldi
hana eiginmanni flokkssystur
sinnar án auglýsingar og til frí-
stundanota. Fyrrverandi leigjend-
ur Kambsels greiddu rúmar eitt
þúsund krónur á mánuði fyrir af-
not af jörðinni samkvæmt upplýs-
ingum sem DV hefur aflað sér.
í lok september 1998 var Jónasi
Jónssyni, fyrrum búnaðarmála-
stjóra, falið að meta eyðijarðir í
eigu ríkisins og gera tillögur um
meðferð þeirra og var þá ákveðin sú
vinnuregla í ráðuneytinu að engar
eyðijarðir skyldu seldar um óákveð-
inn tíma. Þrátt fyrir það var gerður
samningur um sölu Kambsels
nokkru síðar, eða í nóvember 1998.
-GAR
Árni Finnsson:
Afstaða Norðmanna
hefur ekkert breyst
„í þeirri yfirlýsingu sem Finnur
Ingólfsson krafði Norsk Hydro um í
gær sýnir þrátt fyrir allt að afstaða
Norðmanna er ekki dregin til baka.
Hún hefur í raun ekkert breyst.
Norðmennirnir lýstu því yfir að í
rauninni myndu þeir fagna um-
hverfismati á Eyjabökkum sé slíkt
vilji íslendinga. Töf af þeim sökum
myndi ekki valda því að þeir misstu
áhuga á álveri við Reyðarfjörð,"
sagði Árni Finnsson, talsmaður
Náttúruverndarsamtaka íslands,
um atburði síðustu tveggja daga þar
sem talsmenn Norsk Hydro hafa
gefið út tvær yfirlýsingar.
í fyrri yfirlýsingunni sagði að
umhverfismat þýddi ekki að Norð-
menn misstu áhugann á álverinu -
sú seinni, frá í gær, segir að tafir
myndu auka áhættuna á að ekkert
yrði af verkefninu. -Ótt
Vann 39 milljónir:
Hringdi í morgun
„Það hringdi einstaklingur í okk-
ur um leið og ég opnaði skiptiborð-
ið hér klukkan rúmlega 8 í morgun.
Sá sagðist vera með réttu tölurnar
og ég sagði honum bara að koma
hingað til okkar með miðann,"
sagði símastúlkan hjá íslenskri get-
spá sem að öllum likindum var fyrst
til að ræða við nýjan milljónamær-
ing sem vann 39 milljónir í Víkinga-
lottóinu í gær. Miðinn var keyptur í
sölutuminum Miðvangi í Hafnar-
firði.
- Var þetta karlmaður eða kona?
„Má ekki segja það.“
-EIR
Fókus í sjálfsrækt
I Fókus sem fylgir DV á morgun
er að finna viðtal við Selmu Björns-
dóttur, Herra ísland, Quarashi og
Mörthu Nordal. Rifjuð er upp
stemningin á unglingaskemmti-
staðnum Villta tryllta Villa og
sjálfsrækt í Reykjavík skoðuð. Fók-
us hefur einnig fengið fagfólk til að
dæma verstu og bestu bókarkápur
og plötuumslög
ársins. Lífið eftir
vinnu, nákvæmur
leiðarvísir um
skemmtana- og
menningarlíf
landsins er. svo að
sjálfsögðu á sínum
stað.
Selma Björnsdóttir hélt útgáfutónleika í gærkvöld f Islensku óperunni í tilefni
geisladisksins I am sem er fyrsti sólódiskur hennar. Selma, sem söng sig
svo eftirminnilega inn íhjörtu landsmanna í síðustu Evróvisjónkeppni, verð-
ur í beinni á Vísi.is á morgun, föstudag. DV-mynd Teitur
Veðriö á morgun:
Snjókoma
norðan til
Á morgun verður norðlæg átt,
13-18 m/s vestan til en 8-13 m/s
um landið austanvert. Éljagang-
ur eða snjókoma verður norðan
til en úrkomulítið sunnanlands.
Dregur úr vindi vestan til sið-
degis.
Frost verður á bilinu 1 til 6
stig.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Fyrsta
dúkkuvaggan
píW
Sími 567 4151 & 567 4280
Heildverslun með leikföng og glafavörur
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4