Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 Fréttir i>v Hjónin á Hóli afsala sér vatns- og hitaréttindum: Heldur höfðinu - segir Össur Skarphéðinsson um fyrrverandi landbúnaðarráðherra Guömundur Bjarnason, fyrr- verandi landbún- aöarráðherra. „Þetta eru góöar málalyktir. Glæpurinn er horfinn úr málinu og það gleður mig að Guðmundur Bjarnason heldur höfði sínu, enda fagurt á að líta,“ sagði Össur Skarphéðinsson alþingismaður þegar hjónin sem keyptu eyðijörðina Hól á Fljótsdalshér- aði höfðu gefið út yfirlýsingu í gær þess eöiis þau afsöluðu sér öllum vatns- og hitaréttindum umfram heimil- isnot sem kunna að tilheyra jörðinni. Hólsmálið tók þannig óvænta stefnu í gær. Áður en yfirlýsing hjónanna var send út höfðu núver- andi og fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, Guðni Ágústsson og Guðmundur Bjamason, orðið sam- mála um að lélegt upplýsingaflæði og skjalavarsla í ráðuneytinu hefðu valdið þvi að salan á Hóli hefði ekki orðið ljós fyrr en löngu eftir að hún fór fram. Með yfirlýsingu hjónanna eystra þykir ljóst að jörðin hafi verið seld með öllum hlunnindum, þar með töldum vatnsréttindum, þó menn hafi eitthvað velkst í vafa um það fram til þessa og talið að um vatnsréttindin hefði verið Guömundur Bjarnason seldí ríkisjörö í trássí viö regilu síöasta dagínn i einbaotti^ Ráðherrann brotlegur> - seglr ráftuneytlsstjórlnn |r samið sérstaklega. Gegn eigin reglum DV sagði frá sölunni á Hóli í frétt 19. október vmdir fyrirsögninni Ráð- herra brotlegur. Þar var því lýst hvemig Guðmundur Bjamason seldi ríkisjörðina Hól á Fljótsdals- héraði 11. maí sl., síðasta dag sinn í embætti, þrátt fryrir að hafa, fáum dögum áður, 1. maí, skrifað undir reglur um að engin eyðijörð yrði seld nema að undangenginni auglýs- ingu. Guðmundur hafði þá nýlega feng- ið í hendur ítarlega skýrslu Jónasar Jónssonar, fyrrverandi búnaðar- málastjóra, um eyðijarðir. Þar lagði Jónas til að jörðin Hóll yrði ekki seld enda gætu mikil verðmæti ver- ið fólgin í henni vegna nálægðarinn- ar við virkjunarstæði fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Sala jarðarinnar uppgötvaðist ekki í landbúnaðarráðuneytinu fyrr en löngu síðar. í iðnaðarráðuneyt- inu hmkku menn upp með andfæl- um þegar fréttist af sölunni enda hagsmunamál eigandans, ríkisins, að selja ekki jörð á um 1700 þúsund krónur sem gæti verið margfalt verðmeiri vegna vatnsréttinda. Þá þótti það styrkja grun manna um að ekki væri allt með felldu að kaup- andinn, Sólveig Dagmar, skyldi vera kosningastjóri Framsóknar- flokksins á Austurlandi. Lá beint við að álykta að Guðmundur hefði verið að hygla flokksgæðingi. Samkvæmt „bestu manna vit- und“ nema vatnsréttindi Hóls um 1-2% af heildarvatnsréttindum landeigenda vegna fyrirhugaðra virkjunarframkæmda á Fljótsdal. Samkvæmt því getur andvirði vatnsréttindanna numið um 6 millj- ónum króna sem er fjórfalt kaup- verð jarðarinnar. En með yfirlýsingu sinni í gær þykir ljóst að hjónin á Hóli munu ekki krefja Landsvirkjun um bætur vegna virkjanaframkvæmda. Undanþegin reglum Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra átti fund með Guðmundi Bjamasyni, fyrrverandi landbúnað- arráðherra, í fyrradag þar sem farið var yfir Hólsmálið. Síðar átti Guðni fund með Birni Sigurbjömssyni ráðuneytisstjóra sem sakað hafði Guðmund um að brjóta eigin reglur um bann við sölu ríkisjarða. „Jóni Höskuldssyni, sem fór í launalaust leyfi, var falið að ljúka 40 málum, þar af 20 jarðarsölum sem beðið höfðu í lengri eða skemmri tíma. Það var með vitund ráðuneyt- isins og ráðuneytisstjórans og er viðurkennt af Guðmundi og Birni. Það er alveg ljóst, hvar sem það hef- ur gerst, að eftir að Hóll er seldur, 11. maí, hefur eitthvað farið úr- skeiðis í upplýsingaflæðinu eða skjalavörslunni í ráðuneytinu. Því koma upplýsingarnar um sölu Hóls allt of seint fram,“ sagði Guðni við DV í gær. Ekki náðist í Bjöm Sigurbjöms- son ráðuneytisstjóra vegna um- mæla ráðherra um brotalöm í upp- lýsingaflæði og skjalavörslu ráðu- neytisins. -hlh Kvótalaus Kambur endurreistur Frá fiskvinnslu Kambs á Flateyri. Fyrirtækið hefur verið endurreist kvótalaust á rústum Básafells. DV-mynd Hilmar Þór DV; Flateyri: Fyrirtækið Kambur á Flateyri hef- ur nú keypt saltfiskvinnslu Básafells á staðnum í kjölfar þess að Básafell sagði upp öllum starfsmönnum fyrir- tækisins í fyrradag. Kambur sem áður rak fiskvinnslu á Flateyri undir sama nafni er nú aftur komið í rekstur fiskvinnslu og sagöi Hinrik Kristjánsson, framkvæmdar- stjóri í ljósvakamiðlum í gær, að þar væri komið á laggimar nýtt og vel rekstarhæft fyrirtæki. Kambur var sem kunnugt er stofnað upp úr öðm fyrirtæki sem Hjálmur hét og var undir stjórn Einars Odds Kristjánson- ar alþingismanns sem líka stóð fyrir skelflskvinnslunni á staðnum sem nú er hætt starfsemi og leitar nauða- samninga. Ekki er ýkja langt síðan Kambur sem átti í verulegum rekstarerfiðleik- um var sameinað Básafelli eins og fleiri fyrirtæki á svæðinu. Þá var líka talið að með sameiningunni væri búið að mynda öflugt og arðvænlegt fyrir- tæki sem væri betur í stakk búið til að takast á við harða samkeppni í sjávarútvegi. Eins og flestum er kunn- ugt urðu þær væntingar að engu þeg- ar ljóst var að skuldir Básafells eftir allar sameiningamar vora orðnar um fimm þúsund milljðnir og vaxta- greiðslur um ein til tvær milljónir á dag. Nú er verið að selja eignir Bás- fells til að létta á geigvænlegum skuld- um fyrirtækisins sem kostuðu um þúsund milljóna tapi á síðasta rekstr- arári. Búið er að selja skip og fasteign- ir og nýverið var fyrram Fiskiðjan Freyja á Suðureyri seld heimamönn- um 1 sama tilgangi. Pétur Sigurðsson, formaður verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði sem átti umtalsveröan hlut í Togarútgerð ísafjarðar og lagði rækjutogarann Skutul inn í Básafell á sínum tíma, telur að leysa hefði átt Básafell upp strax. Það sem nú sé verið að gera verði aðeins til þess að rýra það sem eftir verður og fjölmargir hlutafar sitji uppi með „hræið“ og allar skuld- irnar. Nú er hugmyndin að snúa dæminu til baka og endurreisa fyrr- um vel stönduga togaraútgerð. Talið er að það kosti um einn milljarð króna. -HKr. Áskrifendur DV fá geisladiska á tilboði Allar vikur til jóla verður áskrif- endum DV boðið upp á geisladiska á veglegum afslætti í samstarfi við Skífuna. Frá og með deginum i dag og til næsta fostudags verður Dans gleðinnar eftir Vilhjálm Vilhjálms- son á tilboðsverði, 1.699 krónur, til áskrifenda. Dans gleðinnar er tvöfaldur geisladiskur sem inniheldur úrval allra vinsælustu laga Vilhjálms, einum dáöasta söngvara þjóðarinn- ar. Á undanfomum árum hafa komið í leitimar segul- bönd sem hafa að geyma frumeintök af lögum Vil- hjálms og voru þau nýtt við gerð þessa geisladisks. Þessi útgáfa er afar vönduð, sérstaklega hvað varðar hljómgæði. Þess má geta að Sögur 1980-1990 eftir Bubba verða áfram á tilboðsverði til áskrifenda á kr. 2.399 meðan birgð- ir endast en diskurinn var tilboðsdiskur síð- ustu viku. Og ekki má gleyma bömunum. Áskrifend- um DV býðst nú geisladiskurinn Jabadabadú, sem er vandaður barnadiskur með vinsælum lögum úr teiknimyndum síðustu ára. Diskurinn býðst áskrifendum á til- boðsverði, kr. 1.499. Flytjendur eru m.a. Hreimur Öm Heimisson, Selma, Stefán Karl Stefánsson, Margrét Eir, Bergsveinn Arilíus- son og Páll Rósinkranz. Áskrifendur geta hringt í sima 535 1045 hvenær sem er sólar- hringsins alla daga vikunnar nema sunnudaga og pantað. Hægt er að velja um hvort greitt sé með greiðslukorti eða með póstgíró. -hól ■ /V . ■ , ■ - sandkorn Háll sem áll í borgarstjórn Reykjavikur er Al- freð Þorsteinsson smám saman að verða sterki maðurinn á eftir Ingi- björgu S. Gísladóttur borgarstjóra, enda bæði háll og hugvitssamur. Það sást í fréttum í vik- unni þegar Alfreð kom í sjónvarp og bauð fram aðstoð Orkuveitu Reykja- vikur, þar sem hann er stjómar- formaður, til að lýsa upp Hellisheiði fyrir lítinn pening. Sömu daga höfðu Hvergerðingar til umræðu kauptilboð Orkuveitunnar í rafveitu Hveragerðis. Fyrir austan er sagt að tilboð Alfreðs um ljósastaurana hafl verið meistaralega vel tímasett... Mistök Finns Innan Framsóknar era menn ekki lengur vissir um að það hafl verið snjallt að láta Alþingi fjalla um til- lögu Finns Ingólfssonar um að sökkva Eyjabökkum. Tillagan er nú fóst í umhverflsnefnd þar sem þrír erfiðustu andstæðingar Finns í málinu sitja. Það er formaðurinn, Ólaf- ur Öm Haralds- son, sem hefur sagt að Framsókn sé í útrýmingarhættu vegna málsins, Össur Skarphéðins- son, sem slátraði skýrslu Landsvirkj- unar í þingræðu á dögunum, og loks Kolbrún Halldórsdóttir, sem berst einsog valkyrja gegn málinu. Eftir fund Landsvirkjunar með nefndinni á dögimum höfðu undirmenn Frið- riks Sophussonar orð á því hve kát- ir þremenningamir hefðu verið og töldu það ekki boða gott fyrir málið... Alla leið? Viðtal DV á dögunum við Lýð Árnason, lækni og múltíkúnstner á Flateyri, vakti nokkra athygli. Var þar haft eftir Lýð að hann vildi að konan sín dansaði súludans og vísað í þau ummæh hans að meira væri upp úr þeirri iðju að hafa en venjubundnu streði. Sagan segir að nefndur Lýður hafl þuft á iðnað- armanni að halda heima hjá sér skömmu eftir viðtalið. Lýður býr í húsi með turni og því reyndist iðn- aðarmanninum, ókunnugmn pípu- lagningarmanni, ekki erfitt að rata. Hann knýr dyra og þegar Lýður, sá víðfrægi maður, birtist í gættinni fæddist glott á andliti piparans sem greinilega hafði lesið viðtalið. Hann spxu-ði því án þess að hika: Hvemig viltu hafa súluna, á hún að ná alla leið upp í tuminn?... Hirðfífl gott Noregsför Hákons Aðalsteinssonar hefur gefið hagyrð- ingum innblástur. Þessi vísa eftir Benedikt Vil- hjálmsson á Egils- stöðum barst inn á borð Sandkoms- ritara: Hirðflfl gott hann yrði Herra gef oss þá von að norska hirðin hirði Hákon Aðalsteinsson Og Pétur Pétursson, læknir á Akureyri, mun hafa ort þessa: Áheym hjá kóngsa hann enga fékk sem undan reyndi að flýja. Vasklega Hákon til verks þar gekk, vandræðaskáldið nýja. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.