Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 7 DV Fréttir 120 milljóna byggðakvóti Vesturbyggðar til bæjarfulltrúa: Beitti engum brögðum - segir bæjarfulltrúinn. Málið bæjarstjórn til vansa, segir fiskverkandi sem situr með sárt ennið Byggðarkvóti fer til Bíldudals við lítinn fögnuð Patreksfirðinga. „Við erum alveg rasandi og vit- um ekki okkar rjúkandi ráð,“ seg- ir Jón Hermann Óskarsson, fisk- verkandi á Patreksfirði og einn tæplega 30 umsækjenda um byggðakvóta Vesturbyggðar. Stjóm Byggðastofnunar ákvað á föstudag að úthluta einu fyrirtæki á Bíldudal, Þórði Jónssyni ehf., öll- um byggðakvóta Vesturbyggðar, 205 þorskígildistonnum, þrátt fyrir áköf mótmæli fjölda íbúa á Pat- reksfirði sem vRdu fá hluta kvót- ans til sín. Þórður Jónsson ehf. er í eigu Jóns Þórðarsonar sem er fram- sóknarmaður og bæjarfulltrúi Samstöðulistans sem myndar meirihluta í bæjarstjóm Vestur- byggðar. Fyrirtæki hans fær kvót- ann til fimm ára gegn þvi að leggja hann upp til vinnslu á Bíldudal og leggja sjálft jafnframt upp a.m.k. 410 tonn á móti. Leiguverð á þorskkvóta er nú 115 krónur kíló- ið og því má meta þessa fimm ára úthlutun til tæplega 120 milljóna króna. Saklausir sveitamenn Bæjarstjórnin í Vesturbyggð gafst upp á að gera tillögu um út- hlutun kvótans og Byggðastofnun hafnaði hugmynd bæjarstjómar- innar um að selja kvótann hæst- bjóðanda i sveitarfélaginu. Stefán Þórarinsson, fyrrum starfsmaður á Fiskistofu og í sjávarútvegsráðu- Jón Þórðarson: „Ég hef ekki, eins og að hefur verið látið liggja, beitt neinum þrýstingi eða brögðum eða nýtt mér stöðu mína sem sveitar- stjórnarmaður gagnvart þessu.“ neytinu, var fenginn til þess af Byggðastofnun að kanna bestu leiðir í stöðunni og taldi hann til mestra hagsbóta fyrir Vestur- byggð að úthluta kvótanum til Þórðar Jónssonar ehf. því þar yrðu margfeldisáhrif hans mest. „Við héldum hér saklausir sveitamennirnir að það yrði á ein- hvem hátt farið eftir því sem fólk- ið vUl og telur eðlilegt," segir Jón Hermann. „Stjómmálamenn hér komu þessu yfir til Byggðastofn- unar og halda að þeir geti þannig þvegið hendur sínar af þessari út- hlutun en það var tekin ákvörðun um það strax í upphafi að Jón Þórðarson fengi þetta og það er bæjarstjóminni til vansa að standa ekki og falla með þeirri ákvörðun sinni." Jón Hermann segir sjálfan sig og þá sem með honum sóttu um byggðakvótann nánast alla vera stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Hann lýsir vonbrigðum með framgöngu flokksins i málinu og dregur hann til ábyrgðar fyrir það hvemig fór. „Það kvisaðist að það þætti erfitt að taka ákvörðun um að gefa okkur svona mikla pen- inga. En það er merkilegt að það virðist vera betra að taka ákvörð- un um að gefa manni úr öðrum flokki slíka peninga. Ég lýsi opin- berlega eftir flokki sjálfstæðis- manna í bæjarstjóm Vesturbyggð- ar. Hvað varð um hann allan í heilu lagi?“ spyr Jón Hermann. Engum brögðum beitt Jón Þórðarson segist ekki vita til þess að ákveðið hafi verið frá upp- hafi að fyrirtæki hans fengi byggða- kvóta Vesturbyggðar. „Ég hef ekki tekið þátt í umræð- um um þessi mál eða afgreiðslu þeirra á einn eða annan hátt á veg- um sveitarstjórnarinnar. Ég hef al- gjörlega verið utan við þessa hluti," segir hann. „Og ég hef ekki, eins og að hefur verið látið liggja, beitt neinum þrýstingi eða brögðum eða nýtt mér stöðu mína sem sveitar- stjórnarmaður gagnvart þessu. Ég vildi gjarnan heyra i þeim sem tel- ur svo vera eöa hefur einhverja vit- neskju um það. Sá skal fá að standa fyrir máli sínu.“ Jón segir að nú sé stefnt að því að Þórður Jónsson ehf. leggi upp á bil- inu 800 til 1000 tonn af bolfiski til vinnslu á Bíldudal og að staðurinn í heild fái þannig 1400 til 1500 tonn til vinnslu miðað við um 800 tonn í dag. „Ef allir hlutir ganga upp eins og ætlunin er þá er búið að tryggja hér bolfiskvinnslu næstu árin og á þeim tíma verður fyrirtækið að byggja sig upp og þarf ekki frekari aðstoðar við,“ segir Jón Þórðarson. -GAR Vegna fjölda fyrirspurna frá neytendum, vekur ísfugl ehf athygli á að eftirfarandi verslanir og veitingahús hjóða upp á kjuklingafrá fyrirtœkinu. Verslanir Kjöthöllin, Skipholti 70,105 Reykjavík Þín verslun - Melabúðin, Hagamel 39, 107 Reykjavík Kjöthöllin, Háaleitisbraut 58-60,108 Reykjavík Þín verslun - Miðbúðin, Seljabraut 54, 109 Reykjavík Þín verslun - Hólmgarður, Hólmgarði 2, 230 Reykjavík Þín verslun - Skagaver, Miðbæ 3, 300 Akranes Verslunin Grundarval, Garðagrund 1, 300 Akranes Verslun Einars Ólafssonar, Skagabraut 9-11,300 Akranes Þín verslun - Ásakjör, Grundargötu 35, 350 Grundarfjörður Þín verlsun - Kassinn, Ólafsbraut 35, 355 Ólafsvík Verslunin Dalakjör, Vesturbraut 10, 370 Búðardal Björnsbúð, Silfurgötu 1,400 ísafjörður Mettubúð, 460 Tálknafjörður Mettubúð, Dalbraut 25, 465 Bíldudalur Kjöt og fiskur, strandgötu 5, 450 Patreksfirði Verslunin Hlíðarkaup, Akurhlíð 1, 550 Sauðárkrókur Þín verslun - Verslunarfélagið Ásgeir, Lækjargötu 2, 580 Siglufjörður Þín verslun - Valberg, Aðalgötu 16, 625 Ólafsfjörður Þín verslun - Hornabær, Álaugavegi 1, 780 Höfn Kaupfélag A-Skaftafelli, 780 Höfn Þín verslun - Hornið, Tryggvagötu 40, 800 Selfoss Þín verslun - Hverakaup, Breiðumörk 21, 810 Hveragerði NETTÓ Mjódd, Þönglabakka, 109 Reykjavík STRAX, Hófgerði 30, 200 Kópavogi KEA NETTÓ, Óseyri 1, 600 Akureyri KEA STRAX, Hrísalundi 5, 600 Akureyri KEA STRAX, Sunnuhlíð 12, 600 Akureyri KEA STRAX, Byggðavegi 98, 600 Akureyri KEA STRAX, Hafnartorgi, 620 Dalvík KEA STRAX, Suðurgötu 2-4, 580 Siglufjörður KEA STRAX, Aðalgötu 2-4, 625 Ólafsfjörður Veitingahús ISFUGL Reykjavíkurvegi 36 ■ 270 Mosfellsbær Sími 566 6103 • Bréfsími 566 6762 Brasserie Borg, Pósthússtræti, 101 Reykjavík Veitingahúsið Sjanghæ, Laugavegi 28b, 101 Reykjavík Veitingahúsið Ari í Ögri, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík Veitingahúsið Jómfrúin, Lækjargötu4, 101 Reykjavík Veitingahúsið Kaffivagninn, Grandagarði 10, 101 Reykjavík Salatbarinn hjá Eika, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík Veitingahúsið Naustið, Vesturgötu, 101 Reykjavík Veitingastaðurinn Kína Húsið, Lækjargötu 8, 101 Reykjavík Veitingahúsið Indókína, Laugavegi 178, 105 Reykjavík Veitingahúsið Creole & Mex, Laugavegi 178, 105 Reykjavík Veitingahúsið Banthai, Laugavegi 130,105 Reykjavík Veitingahúsið Rauðará, Rauðarárstígur 39,105 Reykjavík Veitingahúsið B.K. Kjúklingur, Grensásvegi 5, 108 Reykjavík Kjúklingastaðurinn KFC, Faxafeni 2, 108 Reykjavík Hjá Dóra í Mjódd, Þönglabakka 1,109 Reykjavík Veitingahúsið Ghengis Khan, Þönglabakka 8, 109 Reykjavík Borgarnesti - Skalli, Grjóthálsi v/Vesturlandsveg, 110 Reykjavík Hamragrill, Hamraborg, 200 Kópavogur Kjúklingastaðurinn KFC, Hjallahrauni 15, 220 Hafnarfjörður Hótel Borgarnes, Egilsgötu 3, 310 Borgarnes MótelVenus, Hafnarskógi, 311 Borgarnes Hópið, Hrafndalsvegi, 460Tálknarfjörður Hótel Egilsbúð, 740 Neskaupsstaður ls«3fl»tf8sfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.