Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 29
DV FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 37 Jóhann G. Jóhannsson frumflytur verk sitt 3 pýramídar fyrir utan Perluna í dag. 3 pýramídar Raftónverkiö 3 pýramídar eftir Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- og myndlistarmann, er að koma út á geislaplötu. Útgáfudagur er i dag og af því tilefni verður verkið frumflutt í heild sinni á útgáfu- degi geislaplötunnar fyrir utan Perluna kl.15. Verkið er samið í tilefni alda- mótanna og fjallar um vegferð mannsins í tíma og rúmi. Það skiptist í þrjá sjáifstæða jafnlanga þætti: Framtíð, nútíð, fortíð. Geislaplatan byrjar á þessum þátt- um, síðan koma þijár blandanir af þeim, eins konar hringhljóðbland- anir: Framtíðarhringur-Nútíðar- hringm--Fortíðarhringur. Að auki er á geislaplötunni ein útgáfa þar sem hægt er að hlusta á alla þætt- ina samtímis í sömu afstöðu á jöfiium styrk. Eistlenskur djass í Múlanum í kvöld verður djassað á Múlan- um, en Múlinn hefur aðsetur sitt í Sölvasal Sólon íslandus. Að þessu sinni heiðra erlendir gestir Múl- ann. Hljómsveitin sem um ræðir er skipuð söngkonunni Margot Kiis, básúnuleikaranum Kaldo Kiis og pianistanum Jan Alavera. Einnig leika með þeim tveir ís- Jendingar, þeir Stefán Ingólfsson á bassa og Benedikt Brynleifsson á trommur. Nemendur í Tónskóla Sigursveins halda tónleika í Grensáskirkju. Tvö hundruð nemend- ur á tónleikum Um tvö hundruð nemendur koma fram á tónleikum Tónskóla Sigursveins á morgun. Kl. 11 verða tónleikar Suzuki-deildar Tónskólans í Grensáskirkju þar sem flutt verða verk eftir Bach og Vivaldi. Tónleikar Kl. 14 verða tónleikar forskóla- nemenda og strengjasveitar í Langholtskirkju. Á efhisskrá er meðal annars Jólasumbl fyrir kór, blokkflautukór, trompet og strengjasveit eftir Sigursvein D. Kristinsson og Grím Thomsen. Kórtónleikar í Njarðvík Karlakór Keflavíkur og Karla- kórinn Lóuþrælar halda tónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju á morgun kl. 17. Einnig kemur fram söng- hópurinn Sandlóur. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk og erlend lög. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óperukóra og dæg- urlög. Kóramir munu syngja hvor í sínu lagi og einnig saman. Stjómandi Lóuþræla er Ólöf Páls- dóttir. Stjómandi Karlakórs Keflavikur er Vilberg Viggósson. Undirleik annast Ágota Joó á pi- anó, Ásgeir Gunnarsson á harm- onikku, Þorvaldur Pálsson á harmonikku og Þorvarður Guð- mundsson á gítar. Einsöng syngja Harpa Þorvaldsdóttir og Steinn Erlingsson. Tvísöng syngja Amar og Eyjólfúr Gunnarssynir. Möguleikhúsið: Jónas týnir jólunum í dag frumsýnir Möguleikhúsið bamaleikritið Jónas týnir jólunum eftir Pétur Eggerz. Þar segir frá Jónasi sem situr við tölvuna sína á aðfangadag, eins og hann gerir raunar alla daga ársins. Hann er svo upptekinn í nýja tölvu- leiknum sem hann var að kaupa sér að hann má ekki vera að því að halda jól. Himinþöfl jólaengill er send af stað frá jólastjömunni til að kanna hvort nokkur sé að gleyma að halda jólin. Þegar hún kemur til Jónasar þarf hún að ná athygli hans og hjálpa honum að finna jólin í Leikhús hjarta sér. Það reynist erfiðara en það virðist í fyrstu. Hún grípur því til þess ráös að bregða sér í ýmis dulargervi í von um að geta þannig endurvakið jólatilfinninguna hjá Jónasi. Leikarar eru Hrefna Hallgríms- dóttir og Pétur Eggerz, leikstjóri og höfundur leikmyndar Bjarni Ingv- arsson, búninga gerði Katrin Þor- valdsdóttir og tónlist er eftir Vfl- hjálm Guðjónsson. Hrefna Hallgrímsdóttir og Pétur Eggerz eru einu leikararnir. Santiago Segura leikur titilhlut- verkið og leikstýrir myndinni. Torrente Háskólabíó sýnir spænsku kvikmyndina Torrente, el brazzo tonto de la ley. Fjallar hún um José Luis Torrente, subbulega fyrrverandi löggu sem er allt í senn foðurlandsvinur, fasisti, kynþáttahatari og drykkjubolti. Hann býr og vinnur i Madrid og er harður stuðningsmaður fót- boltaliðsins Atlético de Madrid. Kvöldunum eyðir hann í bfl sín- um sem er Seat árgerð 1978 og hlustar á rúmbu. Dag einn þegar búið er að henda honum út af veit- ingahúsi vegna skuldar álpast hann inn á kínverskan veitingastað. Hann '///////, grunar að ekki sé Kvikmyndir Lengst af léttskýjað Norðlæg átt, víöa 13-18 m/s norð- vestanlands og á annesjum suðvest- anlands. Hægari annars staðar. Dregur úr vindi er líður á daginn. Veðrið í dag Norðlæg átt, víða 8-13 í kvöld en 5- 10 seint í nótt. Lengst af léttskýjað suðaustanlands en víöa annars stað- ar snjókoma eða él, einkum þó norð- vestanlands. Frost yfirleitt 0-7 stig, mildast úti við sjóinn. Höfuðborgarsvæðið: Norðlæg átt 10-15 m/s og él en dregur úr vindi er líður á daginn. Norðan 5-10 og smáél seint í nótt. Frost 0 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.45 Sólarupprás á morgun: 10.52 Siðdegisflóð í Reykjavík: 15.39 Árdegisflóð á morgun: 04.14 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma 0 Bergstaóir skafrenningur -2 Bolungarvík snjók. á síð. kls. -4 Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. skafrenningur -4 Keflavíkurflv. snjóél -2 Raufarhöfn skafrenningur 0 Reykjavík snjóél -1 Stórhöfði úrkonm í grennd -5 Bergen slydduél 1 Helsinki skýjað -1 Kaupmhöfn hálfskýjað 3 Ósló heiðskírt -5 Stokkhólmur -6 Þórshöfn snjóél -2 Þrándheimur skýjað 1 Algarve heiöskírt 14 Amsterdam alskýjað 8 Barcelona heiðskírt 7 Berlín rigning 4 Chicago alskýjað 13 Dublin rigning 10 Halifax alskýjað 4 Frankfurt skýjað 7 Hamborg alskýjað 7 Jan Mayen skafrenningur -7 London alskýjað 11 Lúxemborg léttskýjaó 4 Mallorca þoka 5 Montreal alskýjaó 1 Narssarssuaq léttskýjað -15 New York hálfskýjaó 7 Orlando París skýjað 4 Róm þokumóóa Vín léttskýjaö 4 Washington léttskýjaö -2 Winnipeg heiöskírt -3 aflt með felldu þar og þegar hon- um er kastað út af staðnum ákveð- ur hann að hefja rannsókn og kemur í ljós að staðurinn er að- eins framhliðin á eiturlyfjasölu í stórum stíl. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: The World Is not En- ough Saga-bíó: The Enemy of IVIy Enemy Bíóborgin: Theory of Flight Háskólabíó: Myrkrahöfðinginn Háskólabíó: Life Kringlubíó: Tarzan Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: An Ideal Husband Stjörnubíó: Spegill, Spegill Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 ) 10 11 12 13 14 1^ 16 17 18 19 20 21 22 Snjór á vegum Mikil snjókoma hefur gert það aö verkum að sumar leiðir eru þungfærar eða ófærar, sérstaklega er erfið færð á Vestfjörðum þar sem snjóaö hefur stanslaust. Hálka og skafrenningur er á veginum Færð á vegum um Hellisheiði. Snjóþekja er á vegum í uppsveitum Ámessýslu og um Mosfellsheiði. I morgun var far- ið að moka aðalleiðir á Snæfellsnesi. Nokkuö góð færð er um Austurland og með suðurströndinni. Ástand vega 4^- Skafrenningur E3 Steinkast 0 Hálka CD Ófært 0 Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir IH Þungfært © Fært fjallabilum Bimir Bimir Mikael, sem er á myndinni með þriggja ára systur sinni Hug- rúnu Pálu, fæddist á fæðingardeild Bam dagsins Mikael Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar 27. september síðastliðinn. Hann var við fæðingu 2900 grömm og 47 sentí- metrar. Foreldrar systkinanna eru Gunnlaug Björk Guðbjömsdóttir og Bimir Freyr Bjömsson. Fjölskyldan býr í Ólafsfirði. Lárétt: 1 sýn, 5 forfeður, 8 fiskilína, 9 haldi, 10 þýtur, 11 gangur, 12 skoða, 14 tarfur, 16 armur, 17 snjór, 18 tröll, 20 ónæði, 22 málmurinn. Lóðrétt: 1 slóttug, 2 bam, 3 guð, 4 fóöra, 5 spilið, 6 fæði, 7 glufur, 13 virðing, 15 eydd, 16 fljóts, 17 stofu, 19 leit, 21 gelt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 mer, 4 æfir, 8 óráð, 9 iða, 10 storð, 12 ók, 13 kapall, 14 agi, 16 saga, 17 kant, 18 man, 19 furan. Lóðrétt: 1 móska, 2 erta, 3 rá, 4 æðr- ■*- ast, 5 fiðla, 6 ið, 7 rakkana, 11 opinu, 12 ólgan, 15 gaf, 17 ká, 18 MA. Gengið Almennt gengi LÍ 03. 12. 1999 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollgenqi Dollar 72,920 73,300 73,680 Pund 116,690 117,280 117,050 Kan. dollar 49,160 49,460 49,480 Dönsk kr. 9,8390 9,8930 10,3640 Norsk kr 9,0140 9,0630 9,2800 Sænsk kr. 8,4840 8,5310 8,8410 Fi. mark 12,3011 12,3750 12,9603 Fra. franki 11,1500 11,2170 11,7475 Belg. franki 1,8131 1,8240 1,9102 Sviss. franki 45,7700 46,0200 48,0900 Holl. gyllini 33,1891 33,3885 34,9676 Þýskt mark 373955 37,6202 39,3993 ít líra 0,037770 0,03800 0,039790 Aust sch. 5,3152 5,3472 5,6000 Port escudo 0,3648 0,3670 0,3844 Spá. peseti 0,4396 0,4422 0,4631 Jap. yen 0,712700 0,71690 0,663600 frskt pund 92,867 93,425 97,844 SDR 99,800000 100,40000 100,360000 ECU 73,1400 73,5800 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.