Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 enmng Misskilinn snillingur Bjössi í Kleinur og karrí er niu ára og á heima í Péturs- húsi á Akranesi hjá pabba sínum og litla bróður. Mamma hans er dáin. í hús- inu búa fjórar kynslóðir. Langamma hans býr í risinu. Hún er nokkuð dæmigerð langamma nútimans, rúm- lega sjötug og segist vera lög- gilt gamalmenni. Hún spilar bridds, fondrar, syngur í kór, fer í gönguferðir og á dansæf- ingar. Amma hans og afi búa á fyrstu hæðinni. Amman vinnur í frystihúsinu og af- inn rær á trillunni sinni þeg- ar veður leyfír og stundum fær Bjössi að fara með hon- um. Svo gerist það einn góðan veður- dag að nýtt fólk flytur inn í kjallarann. Nýju ibúamir em frá Indlandi og þeir flytja með sér framandi siði og menningu. Þrátt fyrir breitt persónugallerí tekst Kristínu Steinsdóttur frábærlega vel að draga þær skýrum og sannfærandi dráttum. Hún leggur mikla alúð í persónusköpunina og er það aðal bókarinnar. Segja má að sagan sé þroska- saga Bjössa. Hann er sveimhuga og vinafár, spilar á fiðlu og er listamaður fram í fingurgóma. En hann er misskilinn listamaður, talinn latur og skræfa í skólan- um þar sem hann er lagður í einelti. í sögunni kemst hann meðal annars í kynni við kynþáttafordóma og fyrstu ástina, og vangaveltur hans um lífið og tilveruna eru skemmtilegar. Til dæmis veltir hann fyrir sér af hverju menn mega ekki bara vera eins og þeir vilja: „Af hverju er ekki allt í lagi að vera skrýtinn og af hverju þarf maður alltaf að vera að drífa sig?“ segir hann. Úlfhildur frænka hans, sem er árinu eldri en hann, er algjör andstæða hans. Um leið og hún vaknar á morgn- ana byrjar hún að drífa sig, ..og hún drífur sig allan dag- inn, alveg sama hvað hún er að gera. Svo drífur hún sig í rúmið á kvöldin til þess að geta aftur byrjað að drífa sig næsta dag“. Að auki er hún sterkust í sínum bekk og for- ingi i sínum stóra vinahópi. Höfundur vinnur vel úr þeim vandamálum sem upp Bókmenntir Oddný Árnadóttir koma. Hún notar Úlfhildi sem málpípu kynþáttafordóma og gerir lesanda ljóst að þeir byggjast fyrst og fremst á fá- fræði. Úlfliildur vill í fyrst- unni ekki kynnast indversku krökkunum og kallar þau svertingja. En þegar Bjössa tekst að leiða henni fyrir sjónir hvað fordómamir eru ósanngjarnir kemur í ljós að hún hefur guflhjarta. í sjávarþorpum landsins er lífið samofið náttúrunni og dauðinn alltaf nálægur, og kemur höfundur því andrúmslofti vel til skila. Það er ekki auðvelt að sætta sig við dauðann, hvorki fyrir unga né aldna en sú indverska speki að dauðinn sé bara fram- hald af lífínu er nokkuð góð. Kleinur og karrí er heilsteypt og vönduð saga. Höf- undur dregur ekki bara persónur sínar upp af nærfærni heldur umhverfið einnig. Hún fléttar þjóðsögur af svæð- inu inn í lýsingar sínar og tekst þannig að gæða náttúr- una og umhverfið lífi sem kemur efninu frábærlega til skila fyrir unga lesendur. Kristín Steinsdóttir Kleinur og karrí Vaka-Helgafell 1999 Kristín Steinsdóttir - hefur skrifað heil- steypta og vandaða sögu. DV-mynd ÞÖK Sprelligosakonsert Helga Bryndís og Anna Guðný léku tært og örugglega hin erfiðustu hlaup. DV-mynd E.ÓI. Konsertar fyr- ir tvö píanó eru fremur fátíðir af skiljanlegum or- sökum, flest tón- leikahús eiga bara einn flygfl og því þarf að fá annan lánaðan. Það er ekkert sjálfsagt mál eins og Richard Clyderman ætti að vita manna best, fæstir vildu lána honum flygil fyrir tónleikana hans í Laugar- dalshöllinni fyrir skemmstu. En jafnvel. þegar annar flygill er á lausu þarf að flytja hann, og það er aðeins á færi sérfræðinga sem fá sér stera í morgunmat. Því var það kærkomin tilbreyting í tónleikaflóruna að heyra þær Ónnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur leika konsert fyrir tvö píanó og hljóm- sveit eftir Francis Poulenc á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í gærkvöldi. Og jafnvel spennandi líka, þvi sviðið er fremur lítið, og ekki laust við að maður óttað- ist að annar hvor píanistinn myndi fá fiðlu- eða sellóboga í bakið. Það gerð- ist þó aldrei. Poulenc samdi píanókonsert sinn árið 1932, og er hann talinn eitt af bestu verkum hans. Þetta er litrík og fjörleg tónsmíð, og oftar en ekki er eins og tónskáldið hafi verið að grín- ast, því sumt er afar sprelligosalegt. Helga Bryndís og Anna Guðný höfðu konsertinn fuflkomlega á valdi sínu og léku tært og örugglega hin erfið- ustu hlaup. Sömuleiðis var samspilið nákvæmt, bæði á milli hljóðfæranna og hljómsveitarinnar í heild sinni. Tónlist Jónas Sen Túlkunin var létt og fullkomlega í anda verksins, en hægi þátturinn lýrískur og fallegur. Þar heíði þó mátt heyrast meira í píanistunum sem léku óþarflega veikt, sérstaklega Anna Guðný sem spilaði á lánsflygilinn. Hann er af Fazioli-gerð og í eigu Tón- listarskólans í Garðabæ, að mörgu leyti gott hljóðfæri. Sérstaklega er bassinn magnaður og hljómfagur, en diskantinn er á hinn bóginn fremur flatur og óspennandi. Flygillinn á eng- an veginn heima í lítilli endurómun- inni í Háskólabíói, laglínurnar í hæga þættinum bárust illa og sumt sem leikið var á efra sviðinu hljómaði hálfkæft og beinlínis undarlega. Tvö önnur verk voru flutt á tónleik- unum, Haustspil eftir Leif Þórar- insson og Myndir á sýningu eftir Modest Mússorg- skí í hljómsveit- arbúningi Maurice Ravel. Kínverjinn Zuohuang Chen stjórnaði hljóm- sveitinni og gerði það með glæsi- brag. Túlkun hans á Haustspili Leifs var svo mögnuð og inn- blásin að tormelt tónlistin naut sín til fullnustu. Haustspil ber hugmyndaauðgi Leifs fagurt vitni og sömuleiðis þekkingu hans á eðli og möguleik- um hljómsveitar- innar, því allir hljóðfærahóparnir njóta sín án þess að eitthvaö annað skyggi þar á og aldrei neitt sem virk- ar banalt og klisjukennt. Óneitanlega heyrir maður eitt og eitt sem hugsan- lega minnir á eitthvað kunnuglegt, en einnig þar kemur úrvinnsla hug- myndanna á óvart. Áhrifamest var hin mikla styrkleikabreidd verksins, allt frá óræðum nið sem maður hélt í fyrstu að væri veðrið úti, upp í ær- andi gný. Myndir á sýningu voru sömuleiðis stórfenglegar, samspilið var fullkomið og hrynjandin svo hárnákvæm að hver einasta nóta heyrðist skýrt og greinilega. Sumt er afar erfitt, sér- staklega hröðu, veiku kaflamir, og einnig þar var leikur hljómsveitarinn- ar til fyrirmyndar. Zuohuang Chen hafði fullt vald á hljómsveitinni, og var túlkun hans svo rafmögnuð að óhætt er að fullyrða að þetta hafi ver- ið besti flutningur Sinfóníunnar á þessu verki hingað til. 11 jólan1^ ðtU KLAUSTRÍÐ A N N O MCMXCIX Veitinga- og skemmtistaðurinn Klaustrið Klapparstíg 26 • Sími 552 6022 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík, tillaga að deilskipulagi athafnasvæðis í Grafarholti í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar að nýju deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði í Grafarholti austan Vesturlandsvegar. Tiliagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 3. desember til 31. desember 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 17. janúar 2000. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 26. nóvember 1999. Borgarskipulag Reykjavíkur ®3TC03 Teppa- hreinsivélar Áhaldaleiga Húsasmiðjxmnar leigir út teppa- hreinsivélar fyrir stofnanir, heimili og bíla HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.