Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 Fréttir Niðurstöður skoðanakannana DV - til samanburöar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - I ■ 9/l'99 Kosningar 8/5 '99 I 28-29/1 2 '99 9/199 28-29/1 2'99 9/l'99 28-29/1 2'99 I ------------------------► I 9/1'" 28-29/1 2 '99 SKOÐANAKÖNNUN DV VINSTRIHREYFiNGIN grœnt framboð Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: Framsóknarflokkur minnstur fjórflokkanna - Sjálfstæðisflokkur með hreinan meirihluta - Vinstri-grænir næststærstir Fylgið heldur áfram að tínast af Framsókn og Samfylkingunni en Vinstri-grænir sækja í sig veðrið og eru næststærsti stjórnmálaflokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum sem fær hreinan þingmeirihluta. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var þriðjudaginn 28. og miðviku- daginn 29. desember. Þá var þegar ljóst að Finnur Ingólfsson færi i Seðla- bankann og að Valgerður Sverrisdótt- ir tæki við stöðu iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar, sem og kynja. Hringt var í kjósendur og þeir spurðir: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Óákveðnir reyndust 33,1% eða vildu ekki svara sem þýðir að 66,9% tóku afstöðu í könnuninni. Er það svipað hlutfall og í síðustu könnun DV sem gerð var síðari hluta október. Þegar svör allra í könnuninni eru skoðuð fær Framsóknarflokkurinn stuðning 8,8% þátttakenda, Sjálfstæð- isflokkur 34,5%, Frjálslyndi flokkur- inn 1,7%, Samfylkingin 10,3%, Vinstrihreyfmgin - grænt framboö 11,2%, Húmanistar og Anarkistar á ís- landi 0,2% hvor. Enginn styður Kristi- legt framboð. Óákveðnir reyndust 25,7% og 7,4 neituðu að svara. Ef einungis er litið til þeirra sem af- stöðu tóku skiptist stuðningur við flokkana sem nú hafa fulltrúa á þingi þannig: Framsóknarflokkur 13,2%, Sjálfstæðisflokkur 51,6%, Frjálslyndi flokkurinn 2,5%, Samfylkingin 15,5% og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 16,8%. Framsóknarhrun Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt stöðugt við fylgi sitt frá kosningunum þegar hann fékk 40,7% atkvæða. Fylg- ið hefur hins vegar hrunið af sam- starfsflokknum í ríkisstjóm, Fram- sóknarflokknum sem nú er orðinn langminnsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi með stuðning 13,2% kjósenda. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokk- anna nú er 64,8% samanborðið við 59,1% í kosningunum. Skrifast fylgis- aukningin á Sjálfstæðisflokkinn. Þróun á fylgi flokkanna á þingi frá kosningunum má sjá á meðfylgjandi grafi. Þar sést greinilega fylgistap Framsóknar og Samfylkingar og fylg- isaukning Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna. Skipting þingsæta Sjálfstæðisflokkurinn fengi 33 þing- menn kjörna samkvæmt þessari skoð- anakönnun, bætti 7 þingmönnum við sig frá kosningunum. Framsókn fengi ekki nema 8 þingmenn, tapaði 4 frá kosningunum. Saman fengju stjómar- flokkarnir nú 41 þingmann samanbor- ið við 38 í kosningum. Er sú viðbót eingöngu að þakka fylgisaukningu Sjálfstæðisflokks. Vinstrigrænir fengju 11 þingmenn samkvæmt könnun DV, hafa nú 9 menn á þingi, Samfylking fengi 10 menn, hefur nú 17 og Frjálslyndir fengju 1 í stað tveggja. Karlar vilja Sverri 7 af hverjum 10 stuðningsmönnum Frjálslynda flokksins em karlar og búa 9 af hverjum 10 þeirra á lands- byggðinni. Allar konur sem styðja flokk Sverris em af landsbyggðinni. Jafn mikiO munur eftir stuðningi kynja sést ekki í fylgi við hina flokk- ana, er ekki marktækur. Sem fyrr er meirihluti stuðnings- manna Framsóknar af landsbyggðinni eða 68%. Ívíð fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæöinu styðja Vinstri-græna og eru karlar þar i af- gerandi meirihluta eða 62%. -hlh 50% 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Fylgi flokka - rniðaö viö þá sem tóku afstööu - DV 28-29/12 '99 DV 20/10 '99 DV 13/09 '99 Kosningar 40,7 Skipan þingsæta — samkvæmt atkvæðafjölda — SKOÐANAKÖNNUN DV DV 28-29/12 '99 | DV 20/10 '99 HDV 13/09 '99 K j Kosnlngar © Samfylklngin rf rfjUx* 38. S> Finnur byrjaður í Seðlabankanum Finnur Ingólfsson, fyrrum iönaö- ar- og viöskiptaráöherra, mætti til vinnu í fyrsta sinn í gær á sín- um nýja vinnustaö. Hann varö, sem kunnugt er, seölabanka- stjóri um áramót. Finnur tekur stööu Steingríms Hermannssonar, sem var laus í hálft annaö ár, eöa frá því aö Steingrímur lét af störfum fyrir aldurs sakir. Paö bregst ekki aö fyrrum bankastjórar fá málverk af sér upp á vegg. Steingrímur er þar engin undantekning. Hér horfir nýi bankastjórinn á forvera sinn og flokksbróöur. DV-mynd GVA Stuttar fréttir i>v Ákvæði nægir ekki Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir að undanþáguá- kvæðið sem rík- islögreglustjóri beitir til að ráða fólk sem ekki hefur tilskylda lögi-eglumennt- un nægi ekki til að gera slíkar ráðningar löglegar. Stöð 2 greindi frá. Fangi fundinn Um hálfellefuleytið í gærkvöld fann lögreglan í Reykjavík átján ára strokufanga sem leitað hafði verið að frá því fyrir áramót. Bíða hækkana Lítil hreyfing er á fasteigna- markaði á Austurlandi og ljóst að margir bíða þess hvað verður með stóriðjuframkvæmdir þar og telja að þá muni eftirspum aukast og fasteignaverð hækka umtals- vert. Dagur greindi frá. Siv staðfestir Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra hefur staðfest úrskurð skipulagsstjóra um mat á um- hverfisáhrifuní, vegna áforma um lagningu nýs vegar yflr Vatna- heiði í staö Kerlingarskarðs á Snæfellsnesi, með ákveðnum skil- yrðum. Út um þúfur Viðræður um sameiningu slát- urleyfishafa á svæði allt frá Höfn í Hornafirði, vestur um Norður- land og í Búðardal ásamt Kjötum- boðinu í Reykjavík eru farnar út um þúfur. Dagur greindi frá. Vill birta nöfnin Þrif og hreinlæti er ófullnægj- andi í meirihluta veitingastaða, mötuneyta og kjötvinnsla, sam- kvæmt könnim heilbrigðiseftir- lits sveitarfé- laga og Holl- ustuverndar ríkisins. Jó- hannes Gunn- arsson, formað- ur Neytenda- samtakanna, vill að nöfn viðkom- andi fyrirtækja verði birt. Lítil löggæsla Félagsmálayfirvöld í MosfeOs- bæ segja að löggæsla sé í lág- marki í sveitarfélaginu og það hafi leitt til fleiri afbrota meðal barna og unglinga. RÚV greindi frá. 10 ára afmæli Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri fagnar þessa dagana tíu ára afmæli sínu en hún tók til starfa þann 4. janúar 1990. Garðar forseti Á fundi dómara Hæstaréttar þann 16. desember sl. fór fram kosning forseta og varaforseta Hæstaréttar árin 2000 og 2001. Forseti réttarins var kjörinn Garðar Gíslason og varaforseti Guðrún Erlendsdóttir. Mengun og slys Loftmengun fór langt fram úr viðmiöunarmörkum skömmu eft- ir miðnætti á gamlárskvöld. Slys á augum af völdum öflugra skot- elda voru þau verstu í rúman ára- tug að mati lækna. Mbl. greindi frá. Vilja virkjun Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, telur að mikill meirihluti þjóðarinnar sé í raun fylgjandi áformum um virkjun og ál- ver á Austur- landi, en krafan um lögformlegt umhverfismat hafi flækt fram- setningu máls- ins. RÚV greindi frá. -hlh Tiilitssamara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.