Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR. 4 JANÚAR S2000 Fréttir scmdkorn Kolbrún Sverrisdóttir var kjörin maður ársins af þremur fjölmiðlum: DV fylgdi máli mínu fast eftir - segir Kolbrún sem vaktar alþingismenn „Ég er auðvitað mjög stolt af þessum titlum. Þetta er mikill heiður fyrir mig og þá sem studdu baráttu mína fyrir bættum örygg- ismálum sjómanna. Málið vakti fyrst og fremst athygli vegna þess að barátta mín varð sýnileg. Fjöl- miðlar hjálpuðu mér mikið og þá sérstaklega DV sem fylgdi málinu fast eftir og sýndi fólki fram á all- ar þær brotalamir sem voru í ör- yggismálum sjómanna," segir Kol- brún Sverrisdóttir á ísafirði sem sópaði aö sér titlum vegna baráttu sinnar í Æsumálinu. Eins og DV hefur sagt frá fór Kolbrún í mál við útgerð skelfiskbátsins Æsu sem fórst 25. júlí 1996 og með skip- inu eiginmaður Kolbrúnar og fað- ir hennar. Kolbrún sótti málið fyr- ir sina hönd og þriggja barna hennar og Harðar Bjarnasonar. Málinu lauk fyrir héraðsdómi sl. haust með því að henni og böm- um hennar voru dæmdar tæplega sjö milljónir króna í bætur. Þrír fjölmiðlar útneöidu Kolbrúnu sem mann ársins 1999. Nýtt líf reið á vaðið í upphafl desembermánaðar þegar tímaritið útnefndi Kolbrúnu sem mann ársins. Síðan fylgdu Rás 2 og fréttastofa Stöðvar 2 í kjöl- farið á gamlársdag. Á Rás tvö var Kolbrún kosin með yfirburðum þeg- ar hátt á þriðja hundrað manns hringdu inn til að kjósa hana. Langt á hæla hennar komu öm Amarson Kolbrún Sverrisdóttir er ekkja vestur á ísafiröi sem neitaöi aö gefast upp. Hún missti eiginmann og fööur í sjóslysi og fór í mál viö útgeröina. Hér er hún ásamt börnum sín- um. DV-mynd Rögnvaldur fólks aö þetta eru mál sem brenna á almenningi. Ég hef fengið ijölda heillaskeyta og upphringinga, svo ekki sé talað um alla blómvendina. Þetta er fyrst og fremst upphefð fyr- ir alla þá sem láta sig slysavamir sundkappi og Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri. Kolbrún segir ánægjulegt að almenningur hafl átt- að sig á mikilvægi slysavamamála sjómanna. „Það sést á þessum viðbrögðum sjómanna einhverju varða,“ segir hún. „Þó Æsumálinu sé lokið þá er baráttunni alls ekki lokið. Ég vil sjá að öryggismálum sjómanna verði betur sinnt og þar er víða brotalöm. Það þarf að sýna störf- um sjómanna meiri virðingu en gert hefur verið. Það er ekkert sjálfsagt að skip sökkvi án þess að rannsakað sé til hlítar hvað bar út af. Menn komast ekki lengur upp með að yppta öxlum,“ segir Kol- brún sem segist ekki vera hætt að berjast fyrir bættum öryggismál- um. „Næstu skref em þau að gera alþingismönnum ljóst með skýr- um hætti að breyta þurfl lögum og hækka lífbætur sjómanna. Mér koma mál þessi við, einfaldlega vegna þess að fjöldi ættingja minna stundar sjómennsku og ég á mér þann draum að starf þeirra verði eins öruggt og í mannlegu valdi stendur," segir Kolbrún. Hún segist ekki hafa nein áform um að taka beinan þátt í pólítík til að fylgja sínum málum eftir. Það sé þó aldrei að vita og ráðist af frammistöðu þingmanna. „Það getur vel verið að ég fari í pólitík ef önnur úrræði þrýtur. Ég skora á alþingismenn að taka til hendinni, annars mega þeir eiga von á því að ég birtist í þingsölum til að hressa þá við,“ segir Kolbrún. -rt Kærumál á Netinu í vinnslu hjá lögreglunni: Kærufyrirmynd frá Madrid Lögregluembætti landsins munu, væntanlega á fyrstu mán- uöum ársins, taka í þjónustu sína nýtt fyrirkomulag í sakamálum og öðrum málum þar sem hægt verð- ur að leggja fram kærur á Netinu. Innan 24 klukkustunda verður kærandi síðan að koma á næstu lögreglustöð, gera grein fyrir sjálf- um sér og undirrita kæruna. í sumum flóknari málum er eðli málsins samkvæmt hins vegar gert ráð fyrir frekari skýrslutök- um. Að sögn Jónmundar Kjartans- sonar, yflrlögregluþjóns hjá ríkis- lögreglustjóra, fór lögreglan nýlega á ráðstefnu á Spáni þar sem menn kynntu sér fyrirkomulag Internets- ins hjá lögreglu í öðrum löndum. Jónmundur kveðst eiga von á að ís- lenska lögreglan muni taka upp hlið- stæð vinnubrögð hvað varðar kærur á Netinu og lögreglan í Madrid. -Ótt Vísindamenn og sprengilægðir m Veðurfræðingar boðuðu skömmu fyrir meint aldamót að þess væri að vænta að sprengilægð ein ógurleg kæmi upp að ströndum íslands og gerði allar flugelda- sýningar óþarfar. Þetta fór mjög fyrir brjóst rakettusala sem töldu Veðurstofuna þannig komna í beina samkeppni við þá um ljósasjóv á himnum. Fyrstu merki um yfirvofandi geimstríð var þegar vísndamenn á Veöurstofunni gerðu stórmerka veðurfræðilega uppgötv- un eftir ítarlegar rannsóknir. Uppgötvun- inni var lekið út til fjölmiðla og djúp- hyggnir veðurfræðingar sögðu stoltir frá því að aldamótalægð sem nálgaðist væri ekkert venjuleg. Þama var um að ræða sprengilægð sem áþreifanleg yrði á vest- anverðu landinu um sama leyti og klukk- an slægi 12 á miðnætti með þeim afleiö- ingum að árið 2000 gengi í garð. Svo var að skilja að sprengilægðin tæki ómakiö af sprengióðum íslendingum og legði undir sig himinhvolflð. Þannig yrði ekki aðeins óþarft heldur beinlínis hættulegt að skjóta upp flugeld- um eða tendra tívolíbombur sem hefur um hver áramót verið hjartans mál íslendinga. Yfirlýsing veðurfræðinga um sprengilægð sprakk þvi eins og öflug tívolíbomba í andlit rakettusalanna sem fram að hinni stórmerku uppgötvun höfðu séð fram á metsölu. Talið var gulltryggt að sprengju- fíklar myndu kaupa sem aldrei fyrr dót til að sprengja sjálfum sér til gleði en öörum til ama. AUt þetta fór á annan veg því væntanlegir kaup- endur hrukku tU baka og ákváðu að bíða sprengilægðarinnar ógurlegu sem þeir töldu að leggja myndi undir sig himinhvolfið. Það fór því svo aö aldamóta- og árþúsundaflugeldamir lágu óhreyfðir í hiUum flugeldasalanna sem hugsuöu sitt mál í kreppunni. Þegar nálgaðist árþúsunda- mótin dró af vísindamönnum Veðurstofunnar sem ýjuðu að því að sprengUægðin væri líklega ekki eins öflug og áður var ætlaö. Var svo að skUja aö þessi mesta tívolíbomba aUra tima myndi springa yfir hafi áður en strönd hinnar sprengjuglöðu þjóðar yrði náð. Flugelda- salar íhuguðu um hrið að kæra Veðurstof- una tU Samkeppnisstofnunar vegna krepp- unnar sem skaU á þeim í stað lægðarinnar ógurlegu. Þegar árþúsundamótin gengu í garð var fast að því heiðskír himinn og þeir sem sterkustu sjónina höfðu sáu fleiri stjömur en þeir kærðu sig um. Ein og ein ýlurak- etta skaust á ská örfáa metra tU himins en aldamótaflugeldamir hvíldu makindalega í hiUum púðursalanna. Það var ljóst að sprengilægðin hafði brugðist og líklega spmngið með fllheyrandi látum á haf- svæðinu suður af íslandi - engum til ánægju eða hreUingar. Nú eru veðurfræð- ingar og rakettusalar komnir í hár saman og ekki sér fyrir endann á þeim ósköpum. Búist er við nýrri sprengUægð á þrettánd- anum. Sjálfur veðurstofustjóri hefur risið tU vamar sínum vísindamönnmn og er ekki tilbúinn að kyngja því að merkasta uppgötvun seinni tíma, sjálf sprengUægðin, hafi verið blöff. Hans skýring er einfóld. Stöð 2 og aðr- ir fjölmiðlar sprengdu lægðina áður en hún komst tU íslands. Hún þoldi ekki álagið og spenn- una sem varð af ákafri umfjöUun um uppgötvun- ina og svo fór sem fór. Það er því ekki við veður- fræðingana að sakast heldur fjölmiðla sem engu eira og em með nefið ofan í því sem þeim kemur ekki við. Þaö er huggun harmi gegn að aldamót- in em ekki fyrr en næst og enn hafa veöurfræð- ingar ekki séð fyrir aöra sprengUægð. Dagfari Vigdís verndari Innan Reykjavíkurlistans er lítil ánægja með að bæði forseti Islands og Davið Oddsson höfnuðu boði um að mæta í snobbveislu ald- arinnar í Perlunni þeg- ar Reykjavík tók við á gamlárskvöld sem ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Vig- dis Finnbogadóttir hljóp í skarðið fyrir Ólaf Ragnar með mik- Uli ánægju. Ríflega 300 opnan- ir munu verða í tengslum við árið og í Ráðhúsinu tala menn nú fuUum fet- um um að réttast sé að fá bara Vigdísi tU að verða hinn raunverulegi vernd- ari menningarborgarinnar fyrst for- setinn brást svona við. Vopn voru þó borin á klæðin þegar Þórunn Sig- urðardóttir, framkvæmdastjóri menningarborgarinnar, fékk fálka- orðuna á nýársdag... Prímadonnur Á hátíðardagskránni í Perlunni, þar sem mættir voru aUir fiUltrúar menningarborga Evrópu, átti Vigdis Finnbogadóttir að færa þehn öUum blóm. Hún gerði það svo sannarlega en tveir aðrir blómvendir voru æflað- ir stjómanda kórsins Raddir Evrópu, Þor- gerði Ingólfsdóttur, og söngkonunni Björk Guðmimdsdóttur sem stuttu áður hafði sungið með kórnum. Þegar Vigdís æflaði að færa Björk blómin var hún horfin út í buskann. Einhver kom og sagði að hún væri að skipta um fót. Nokkrar mínútur liðu en ekk- ert bólaði á Björk. Vigdís lét ekki á neinu bera þar tU hún var komin nið- ur af sviðinu. Þá gat hún ekki leynt óánægju sinni yfir framkomunni. Hafði einhver á oröi að skrattinn hefði þarna hitt ömmu sína, ekki hefði verið pláss fyrir nema eina prímadonnu á sviðinu... Silfurglit Egils Flestum þótti Silfur Egils Helga- sonar baka hina afdönkuðu Krydd- sUd Stöðvar 2 á gamlársdag. Þar sátu þreyttir flokksformenn og drógu ýsur meðan EgUl fiskaði tU sín frísk- ustu stjórnmálamenn dagsins. Guðlaugur Þór Þórðarson skylmdist við Ingi- björgu borgarstjóra og virðist vera að styrkja sig sem leið- togaefni, Össur Skarphéðinsson deUdi að vanda við umhverfisráð- herra á meðan Bjöm Bjamason brosti út að eyrum enda á leið í stór- veislu Perlunnar. Stjama þáttarins var þó EgUl sjálfur sem í lokin vipp- aði sér upp á svið og tók tvö lög með Geirfuglunum sem léku miUi atriða. Gamlir bítlaaðdáendur fengu næst- um tár í augun þegar EgUl söng af innlifim Please please me... Kristinn í slaginn Innan Framsóknar fjölgar þeim óðum sem vUja verða varaformenn eftir Finn Ingólfsson. Valgerður Sverrisdóttur hefur fiUlan hug á framboði en margir telja hana ekki anna því með erfiðum ráðu- neytum. Menn líta einnig tU Hjálmars Árnasonar sem kandídats. Sterkasti kandídatinn er talinn Ágústsson sem þó er sagður skorta áhuga. Óvæntur kandídat er þó að sögn farinn að kanna baklandið. Það er Kristinn H. Gunnarsson, for- maður þingflokksins, sem gekk til liðs við Framsókn úr Alþýðubanda- laginu fyrir kosningar... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.