Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 7 dv____________________________________________Fréttír Ættfræðigrunnur á Netinu opnaður almenningi i fyrsta lagi i febrúar: Viðþolslausir sendi bréf - segir Friðrik Skúlason. Hægt að skrifa strax eftir ókeypis upplýsingum „Það eru ýmis tæknileg atriði enn ófrágengin en við stefnum að því að þetta verði opnað eins fljótt og nokkur kostur er,“ segir Friðrik Skúlason tölvufræðingur um það hvenær ættfræðigagnagrunnur fyr- irtækis hans og íslenskrar erfða- greiningar verður opnaður almenn- ingi á Internetinu. „Þetta tekur að minnsta kosti mánuð, jafnvel tvo eða þrjá mánuði, og ef illa gengur verður þetta ekki opnað fyrr en 17. júní.“ Friðrik segir vel geta verið að að- gangur að grunninum verði opnað- ur að takmörkuð leyti áður en end- anleg mynd verður komin á vefsíð- una. Aftur til þjóðarinnar „Þangað til bjóðum við þeim sem geta ekki beðið að senda okkur bréf og fá þeir þá sent til baka útprent með upplýsingum um sig. Það þarf að merkja bréfið íslendingabók og senda í pósthólf 7180,127 Reykjavík. Þannig getur það flett upp sjálfu sér en þegar þetta verður komið getur það flett upp hverjum sem er og rak- ið ættir sínar saman við ættir ann- arra,“ segir Friðrik. Aðspurður játar Friðrik að ætt- fræðigrunnurinn sé rándýr. Hann bendir þó á að ekki verði hægt að keyra ókeypis út úr honum hvað sem er, t.d. niðjatöl, og því ýmsir möguleikar eftir fyrir eigendurnar að fénýta sér grunninn. “En ættfræðigrunnurinn er auð- vitað byggður á beinu og óbeinu framlagi gifurlegs fjölda manna í Friörik Skúlason: „Fyrr eða síðar verðum við komin með allar hand- bærar upplýsingar og eina vinnan sem þá er eftir er að bæta við ný- fæddum og nýlátnum." 80 þúsund vegna hasskaupa DV, Akureyri: Átján ára Akureyringur hefur verið dæmdur til greiðslu 80 þúsund króna sektar vegna hasskaupa ásamt tveimur öörum piltum. Þeir höfðu keypt tæp 8 g af hassi frá Reykjavík og fjórði pilturinn var sendur á Umferðarmiðstöðina á Ak- ureyri til að sækja hassiö. Sá var handtekinn á staðnum og hald lagt á efnið. Máli þriggja piltanna lauk án dóms en fjórði pilturinn var dæmd- ur. Hann hefur fengið 4 aðra dóma á tveimur árum fyrir ýmis afbrot, m.a. 2 mánaða skilorðsbundinn fangelsis- dóm sl. sumar. Þrátt fyrir aíbrotið nú var fullnustu refsingar frestað en pilturinn var sem fyrr sagði dæmdur til greiðslu sektar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. -gk gegnum tíðina. Við notum sem heimildir ýmis ættfræðirit sem síð- an byggjast aftur á enn þá eldri rit- um. Maður er því að taka við arf- leifð um ættir annarra og nýta sér annarra verk með því að safna öllu sem er til á einn stað. Við erum ein- faldlega skila þessu til baka - gefa þetta aftur til þjóðarinnar,“ segir Friðrik. Ættfræöi er alvörumál Nú sér fyrir endann á skráningu nafna þeirra um það bil 600 þús- und íslendinga sem heimildir eru til um af þeim á að giska 1.500 mönnum sem talið er að hér hafi lifað. Mjög margir þeirra sem vantar eru reyndar börn sem dóu í æsku, eiga sér því enga afkom- endur og setja því ekki mikið strik í reikninginn. Nær allir íslending- ar síðustu tvö hundruð árin eru þekktir en mikil gloppa er um tímabilið 1250 til 1400. „Um 1250 datt þjóðin niður í það að hætta að skrifa en eftir 1400 þurftu menn aftur að fara að vesenast í ætt- fræði. Þá var svartidauði genginn yfir og ættfræðin aftur orðin al- vörumál því þá var spurningin hver átti að erfa hvað eftir hvern," segir Friðrik. „Fyrr eða síðar verð- um við komin með allar handbær- ar upplýsingar og eina vinnan sem þá er eftir er að bæta við nýfædd- um og nýlátnum. En við erum komin með nógu mikið til þess að það sé gaman og gagn af því að hleypa fólki í þetta.“ -GAR Nú rýmum við til fyrir nýjum vörum: Ötrúlegt verð á heimilistækjum SINGER • VCaravell • PFAFF • HOOVER, • Cjaiidif Dæmi um verð: UPPÞVOmVÉLAR SAUMAVÉLAR 47.905. - Verð áður 55.385- KÆIISKÁPAR 37.905. - Verð áður 43.605.- ÞVOmVÉLAR Verð áður 49-970,- Verðáður 45.505.- BAKAROFN 28.405." Verð áður 34.865.- HELLUBORÐ 28.405. " Verð áður 43.605.- FRYSHKISTUR 28.405. - Verðáður 33.820.- RYKSUGUR 7.980.- Verð áður 9-975.- Mikiðúrval. Góð þjónusta, góð vörumerki. Nú er tækifærið, -verið velkomin. P *Q xo V XO *2 !> ^Heimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 333 2222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.