Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 9 DV Utlönd Flokkur Tudjmans sáluga í Króatíu tapar þingkosningum: Fyrrum kommúnisti til- búinn að mynda stjórn Stjómarandstæðingar í mið- og vinstriflokkum í Króatíu tryggðu sér öruggan sigur á HDZ, flokki Franjos Tudjmans heitins, fyrrum forseta, í þingkosningunum þar í gær, að því er fyrstu kosningatölur benda til. Þegar búið var að telja 27 prósent atkvæða var helsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, undir forystu Ivica Racans, fyrrum leiðtoga kommúnistaflokksins, með örugga forystu í níu kjördæmum af tíu sem eiga fleiri en einn fulltrúa á þingi. Racan er mikið í mun að endur- heimta traust Vesturlanda sem hafa sniðgengið Króatíu í mót- mælaskyni við einræðistilburði Tudjmans heitins. Racan sagðist þess fullviss að hann gæti myndað trausta meirihlutastjórn. Kosið verður um eftirmann Tudjmans 24. janúar. „Eins og málum er háttað nú náðum við betri árangri en skoð- anakannanir spáðu fyrir um. Það er sönnun þess að þjóðin vill breyt- ingar og viðurkennir að við getum komið þeim til leiðar," sagði hinn 55 ára gamli Racan. „Ég er reiðubú- inn að verða forsætisráðherra og veit að það verður ekki auðvelt." Hinn þjóðemissinnaði HDZ, sem hefur stjórnað Króatíu frá árinu 1990 og ekki tapað kosningum til þessa, beið ekki eftir endanlegmn úrslitum til að játa sig sigraðan. Ivica Racan, sem er til hægri á myndinni, fagnar kosningasigri stjórnarandstöðuflokkanna í Króatíu með Drazen Bu- disa. Nýs þingmeirihluta í Króatíu bíða mörg erfið verkefni. Efnahagslífið er í molum, atvinnuleysi er 20 prósent, sí- fellt minna er um fjárfestingar og meðalmánaðarlaun eru ekki nema sem svarar 30 þúsund krónum. í megrun til að geta borgað reikningana Monica Lewinsky, fyrrverandi lærlingur í Hvíta húsinu, viður- kenndi í sjónvarpsþætti Larrys Kings í gærkvöld að það væri svo- lítið skrýtið af henni að auglýsa megrunarkúr samtímis því sem hún reyndi að forðast sviðsljósið i kjölfar uppljóstrananna um sam- band hennar og Bills Clintons Bandarikjaforseta. Að sögn Mon- icu ákvað hún hins vegar að ger- ast talsmaður megrunarkúrs Jenny Craig þar sem henni fannst það þess virði og þar sem hún þurfti að greiða reikninga frá lög- mönnum. Samkvæmt talsmönnum megr- unaraðferðarinnar hefur Monica lést um 15 kiló frá því síðastliðið sumar. Talsmennirnir hafa ekki viljað staðfesta fregnir um að Monica fái 1 milljón dollara í þóknun léttist hún um 30 kíló. Myndir birtast nú af Monicu fyr- ir og eftir kúrinn. Óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin og viðtökur á nýliðnu ári Otsalan hefst 5. janúar í Reykjavík 6. janúar á Akureyri 108 Reykjavík Faxafeni 8 sími: 533 1555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.