Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Side 10
10
wnnmg
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
Kaldhæðnin á undanhaldi
- en tilfinningin leyfð
Listin er dauð er setning sem
reglulega heyrist þegar rætt er
um listir á 20. öldinni, og margir
halda fram að tækni, iðnaður og
afþreying hafi stuðlað að andlát-
inu með því að þurrka út mörk
hámenningar og lágmenningar.
En Helgi Þorgils Friðjónsson
myndlistarmaður, sem í nær
þrjá áratugi hefur fengist við að
mála eins og ekkert hafi í
skorist, virðist ekki hafa miklar
áhyggjur af þessum andláts-
fregnum, allra síst nú þegar
hann er beðinn um að horfa inn
í nýja öld.
„Auðvitað hefur listin að ein-
hverju leyti færst nær afþreying-
unni. Hún notar líka meðul af-
þreyingarinnar og ekkert óeðli-
legt við það. Eflaust á eftir að
verða enn harðari samkeppni
um peninga og athygli varðandi
list og afþreyingu, en málið er að
listin er ekkert um þetta, hún á
ekkert að keppa um fjöldahylli.
Hún fjallar um frumspurningar
sem menn eiga alltaf eftir að
spyrja sig. Þess vegna er ég
bjartsýnn á framtíð hennar.“
Tæki til frásagnar
„Listin hefur liklega sjaldan
verið jafnfjölskrúðug og nú,“
heldur Helgi áfram. „Myndlistar-
menn nota öll efni. Mér þykir
sjálfum jafngaman að góðri ljós-
mynd og málverki og finnst að
við eigum að skoða listaverkið
sjálft en ekki einblína á efnið
sem það er gert úr. Samt er ekki
hægt að bera þetta tvennt sam-
an, á þann hátt sem oft er gert,
að ljósmynd komi í staðinn fyrir
málverk og öfugt.
Fyrsta stig málverksins er
teikningin eða skipulagningin. Með henni er
hægt að segja sögu eða framkvæma eitthvað,
ekki ósvipað vísindalegu ferli sem tekur lang-
an tíma að þjáifa til að framsetningin sé ná-
kvæmlega eins og hún þarf til að gera mynd-
verkið heilt. í upphafi líkti ljósmyndin eftir
málverkinu en á allra síðustu árum hefur hún
þróast í þá átt að vera tekin sem sjálfstætt efni.
Þegar ég var í skóla var ljósmyndin fyrst og
fremst frásögn til að styðja við ákveðinn gjöm-
ing líkt og Sigurður Guðmundsson gerði. Nú
sýnist mér sem menn vilji þekkja efnið og láta
miðilinn vera hluta af hugmyndinni. Það sama
má segja um teikninguna; ef hún er tæknilega
röng og ekki eins og hún á að vera eyðileggur
það hugmyndina á bak við verkið.
Kosturinn við að mála er að því fylgir ein-
hvers konar íhugun. Það er hægt að sitja fyrir
framan málverk og tæma hugann. Maður vinn-
ur sleitulaust og sá langi tími sem fer í að búa
til verkið, sem er hægur og að því er virðist
ómögulegur, verður hluti af sköpuninni. Þeir
sem hafa þekkingu á þessu verða að einhverju
Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaöur hefur tekið eftir ákveönum
breytingum á myndlist undanfarið. Hann tengir þær nýjum viðhorfum sem
hafna módernismanum og þá um leið póstmódernismanum.
leyti skapendur líka. Þannig skynjar maður
t.d. að einhverju leyti mannkynssöguna í gegn-
um skoðun á verkinu. Þetta er gerólíkt því að
horfa á kvikmynd sem er alltaf á hreyfmgu. Ég
allavega kemst ekki í þetta hugleiðsluástand."
- Hvað heldurðu að verði um málverkið nú
þegar sumir eru farnir að sjá fyrir sér að þeir
geti haft tölvuskjái upp á vegg með mynd af
málverki sem þeir skipta út ef þeir fá leiða á
myndinni?
„Fólk sem ekki vinnur með málverk finnur
eflaust ekki muninn. Samt gildir það sama um
málara og trésmið. Góður trésmiður þarf að
skynja viöinn sem hann vinnur með ef hann
ætlar að ná út úr honum góðum hlut. Ég held
að þessi hæga skynjun verði bráðum endur-
metin og að þessi harði módemismi, sem hef-
ur verið ríkjandi alla öldina, sé á undanhaldi."
Myndband í stað túpu
- Þú hefur engar áhyggjur af tölvunni sem
nýjum tjáningarmiðli?
„I framtíðinni munu menn ör-
ugglega nota það efni sem er nær-
tækast til að skapa þann hlut sem
þeir eru að velta fyrir sér. Mér sýn-
ist að myndlistarmenn sem nota
tölvur og myndbönd séu þegar
farnir að nota þau meira sem efni.
Þeir eru ekki eins uppteknir af
miðlinum sem slíkum og þeir voru
fyrir þrjátíu árum. Dæmi um þetta
er vídeólistamaðurinn Bill Viola.
Hann byrjaði á tilraunum en í dag
eru verkin hans meira í ætt við
monumental skúlptúrverk. Hann
er ekkert að fást við ólíka hluti í
sjálfu sér. Munurinn er sá að hann
einblínir ekki jafnmikið á hug-
myndina. Síðasta verk Viola sem
ég sá var þrír risastórir skjáir með
myndum þar sem hann heldur
niðri í sér andanum þangað til
hann missir hann út úr sér og þá
kemur alveg rosalegur hávaði. Ég
man eftir að hafa séð hugmyndina
áður í verki eftir annan listamann
en hún var notuð á allt annan hátt.
Viola er farinn að nota miðilinn
svipað og ég nota málaratúpuna."
Einlægari myndlist
- Fagurfræðin er kannski meira
áberandi í myndlist í dag en hún
var fyrir þrjátíu árum. Sjálf fram-
setningin er farin að skipta meira
máli en hún gerði á tímum
konseptsins.
„Á þann hátt kannski að efnið
sjálft og hugmyndin eru að verða
heildstæðari. Þau renna saman í
heild," segir Helgi. „Ég tók eftir því
síðast þegar ég var í New York að
galleríin sýndu ekki aðeins fleiri
málverk en þau hafa gert lengi
heldur voru þetta verk eftir lista-
menn sem eru að vinna mjög fína
vinnu. John Currin, sem er mjög
vinsæll um þessar mundir, er einmitt gott
dæmi um þetta. Einnig mætti nefna Odd Ner-
drum. Þetta held ég að sé merki um að kald-
hæðnislega hliðin á póstmódemismanum sé
búin að bíta í skottið á sér. Menn eru farnir að
sækja fyrirmyndir tæknilega lengra aftur en í
módemismann. Þeir eru líka farnir að leggja
meiri áherslu á kunnáttu í efnismeðferð án
þess að verkin séu um sjálft efnið og sagan sé
samhljómur en ekki eilíf leit að einhverju
óvæntu, bara fyrir þá uppákomu í sjálfu sér.
Núna nálgast myndlistarmenn viðfangsefnið á
dýpri hátt og af meiri tilfinningu en sleppa
agressjóninni sem jafnvel veldur þá aftur
agressjón þvi þrátt fyrir allt þá er það nýtt og
óvænt.
Ég myndi vilja taka fram líkingu af
módernismanum og virkjunum og taka nær-
tækt dæmi í þjóðfélaginu, Eyjabakka. Þar
virðast menn vilja virkja virkjunarinnar
vegna. Pennastrikið hefur verið sett á blað og
allir hlutir í kringum það virðast afstrakt."
-MEÓ
Rifrildi flaututóna og kraftmikið logn
Mörgum finnst nútímatónlist óskiljanleg.
Sumum finnst meira að segja öll „sígild" tón-
list vera óskiljanleg og leiðinleg eftir því. Til að
upplýsa sauðsvartan almúgann reyna mörg
tónskáld því að útskýra verk sín í stað þess að
láta verkin tala. Þá er tónsmíðunum lýst,
hvernig þær byrja, hver framvindan er, and-
stæðumar tíundaðar og endirinn upplýstur.
Þetta getur verið fróðlegt, en dulúðinni er svipt
af tónlistinni í leiðinni og þá er ekkert gaman
lengur. Það er eins og þegar einhver leiðinda-
náungi segir manni allt um bíómyndina sem
maður er að fara að sjá. Stundum er samt gagn-
legt að lesa svona útskýringartexta, því ef
hann er vel gerður getur hann komið manni í
réttu stemninguna til að meðtaka tónlistina.
Hljómplötur
Jónas Sen
Mér varð hugsað til þessa þegar ég setti
geisladisk með verkum eftir Karólínu Eiríks-
dóttur á fóninn og gluggaði i meðfylgjandi
bækling. Textinn er eftir Hjálmar H. Ragnars-
son og er hann svo skáldlegur og magnaður að
stundum er hann miklu betri en tónlistin. Hér
er dæmi: „í upphafi þriðja kafl-
ans [á verki sem heitir Spil og
er fyrir tvær flautur] liggja
flautumar í efsta tónsviði.
Langar yfirtónalínur, oft í óm-
stríðum tónbilum, mynda eins
og þunna slæðu sem svífur
yfir. Smám saman kvarnast úr
lfnunum, brotin leita niður á
við, og raðast saman að nýju,
en nú á neðsta sviði. Aftur
leysist úr samfellunni, tónlist-
in verður kvik á ný og leikur-
inn berst um allt sviðið. Ör-
stutt stefjabrot eflast að magni,
skarast í fyrstu en falla saman
er líður á. Brotin mynda kraft-
mikla bálka sem leiða verkið
til loka.“
Á geisladiskinum eru nokkur verk eftir Kar-
ólínu og eru þau misgóð. Tónsmíðin sem
Hjálmar lýsir svo fjálglega og er leikin af
flautuleikurunum Martial Nardeau og Guð-
rúnu S. Birgisdóttur er óskaplega óaðgengileg.
Hún byrjar að vísu á fallegri laglínu sem leik-
in er á altflautu, en þegar hin flautan kemur
inn í fer tónlistin að minna á tvö illfygli i
hörkurifrildi. Á endanum er maður goggaður
til blóös af ómstriðum hljómum og óþægilegum
Karólína Eiríksdóttir.
tónbilum.
Annað á geisladiskinum
er betra, Skýin, sem leikið
er af Gunnari Kvaran selló-
leikara, er gott verk, dreym-
andi og frjálslegt og er
prýðilega flutt. Hvaðan
kemur lognið? er dulúðug
og kraftmikil tónlist sem er
glæsilega flutt af Einari
Kristjáni Einarssyni gítar-
leikara. Best er samt Heim-
kynni við sjó við ljóð eftir
Hannes Pétursson í ágætum
flutningi Ingibjargar Guð-
jónsdóttur sópran og Tinnu
Þorsteinsdóttur píanóleik-
ara. Þar er tónmálið svo
myndrænt að það liggur við
að manni finnist hinn sungni texti vera óþarf-
ur.
í heild er þetta ágætis geisladiskur, verk
Karólínu flokkast að vísu seint sem einhver
skemmtitónlist, en þau eru vel unnin og oft
áheyrileg.
Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur
Ýmsir flytjendur
Smekkleysa 1999
Jesús með Rómverjum á
Mokka
Bjarni Þór Júlíusson hefur opnað
sýningu á koparstungum á Mokka.
Bjarni tileinkar sýninguna Jesú Kristi
sem hann telur vera upphafsmann
upplýsingabyltingarinnar. Hann þakk-
ar honum allar þær framfarir og þróun
sem orðið hefur í tækni og vísindum
undanfarin tvö þúsund ár enda
kannski erfitt að ímynda sér meiri
hugsjónamann. Bjami segist einnig
hafa orðið fyrir áhrifum frá byggingar-
list Rómverja og Grikkja og ber sýn-
ingin merki þess. Henni lýkur 9. janú-
ar.
Sólskinsstund með
Signýju og Bergþóri
Bergþór Pálsson
og Signý Sæ-
mundsdóttir
syngja saman lög
eftir Jóhann
Helgason á geisla-
disknum Sólskins-
stundir sem ný-
lega kom út. Lögin
eru gerð við ljóð
Þorsteins Erlingssonar og Margrétar
Jónsdóttur sem líklega er þekktust fyr-
ir að hafa ort ísland er land þitt. Und-
irleikinn annast tíu manna hljómsveit
en útsending og upptaka var í höndum
Áma Harðarsonar. Útgefandi er Tóna-
flóð.
Póstkort á undan bók
Ljósmyndabók eftir Guðmund Pál
Ólafsson um Hálendið í náttúru ís-
lands er væntanleg
í bókabúðir með
vorinu. Þeir fjöl-
mörgu aðdáendur
mynda Guðmund-
ar sem ekki hafa
þolinmæði til að
bíða geta nú þegar orðið sér úti um
átta mismunandi póstkort með ljós-
myndum hans af náttúru Islands. Á
hverju korti eru hugleiðingar og til-
vitnamir í skáldskap tengt myndefn-
inu. Mál og menning gefur út.
Söngbræður
syngja inn á disk
Karlakórinn Söngbræður frá Borg-
arfirði hefur sent frá sér geisladisk
með þekktum
sönglögum á borð
við Hrausta menn
og Kvöldblíðuna
lognværa. Þetta er
i fyrsta skipti sem
kórinn sendir frá
sér hljóðritun en
hann hefur nú
starfað í rúm 20 ár.
Lengi vel var stjómandi hans Sigurður
Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli en
það er einmitt honum að þakka að
þessi diskur skuli nú vera kominn út.
Síðustu fjögur árin hefur Jacek Tosik-
Warzawiak stýrt Söngbræðrum. Japis
sér um dreifingu.
Skólahald á Sigló
í eina öld
Margir eru vísdóms vegir eftir Þ.
Ragnar Jónsson er ijórða bókin í bóka-
flokknum Úr Siglufjaröarbyggð. í bók-
inni er greint frá skólastarfi á Siglu-
firði í hundrað ár, aðdragandanum að
stofnun skólans og starfinu allt fram á
níunda áratug þessarar aldar. Ragnar
hefur ekki látið sér nægja aö afla efnis
með því að fletta skjölum og fundabók-
um heldur tekið nokkur viðtöl við
gamla nemendur og kennara skólans.
Bókin er gefln út af Grunnskóla Siglu-
íjarðar og fæst í helstu bókaverslun-
um.
Umsjón
Margrát Elísabet Ólafsdátdr