Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 11 I>V Fréttir Hugaö að stóriðjuframkvæmdum á Eyjafjarðarsvæðinu: Við viljum spila með - segir framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar DV, Akureyri: „Við viljum spila með í þessari leit þar sem menn eru að velta upp ýmsum valkostum varðandi stóriðju hér á landi. Þess vegna. erum við að ganga frá ýmsum málum sem þurfa að vera frágeng- in ef til þess kemur að eitthvað fer að gerast í þessum málum,“ segir Hólmar Svansson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar, en samstarfssamningur fé- lagsins, Akureyrarbæjar og orku- sviðs Fjárfestingarskrifstofunnar, um framhald vinnu við staðar- valsathuganir og undirbúning á mögulegri uppsetningu á stóriðju á Eyjafjarðarsvæðinu, hefur verið undirritaður. Með samkomulaginu er með formlegum hætti sett niður hvern- ig vinna skal að þáttum sem nauð- synlegt er að liggi ljósir fyrir ef skapast tækifæri til uppbyggingar stóriðju á Eyjafjarðarsvæðinu. Með þeirri vinnu sem fram undan er verður tímafrekum undirbún- ingsaðgerðum komið á það stig að hægt verður með stuttum fyrir- vara að gera stóriðjulóð tilbúna til framkvæmda fyrir áhugasama að- ila, innlenda eða erlenda. Aðilar samningsins eru sammála um að á þann hátt standi Eyfirðingar betur að vígi gagnvart staðsetn- ingu stóriðjukosta og hugsanlegri erlendri fjárfestingu þegar tæki- færi gefist. Verkefnisstjóm sem skipuð verður mun vinna að lóðamálum, hafnarmálum, samfélagsmálum, umhverfismálum, kynningarstarfi, iðjukostum og gagnagrunni. Aðilar samningsins eru sam- mála um að sú vinna sem fram undan er miði ekki að þvi að horfa eingöngu til möguleika á álvers- byggingu heldur ekki siður til ann- arra fjármagns- og orkufrekra starfsgreina sem hægt er að skapa hagstæð ytri skilyrði. Fyrst og fremst sé horft til þess að skapa skilyrði til að við Eyjafjörð geti byggst upp iðnaður sem sameini mikla mannaflaþörf, hátækni, mannvirkjauppbyggingu, aðlað- andi vinnuumhverfi fyrir starfs- menn, sem og þörf fyrir faglært og ófaglært starfsfólk. -gk Aöalsteinn Baldursson, formaöur fiskvinnsludeildar VMSÍ: Kröfur okkar verða ekki á lágu nótunum Eftir að vinnuveitendur höfnuðu tillögu VMSÍ um frestun samnings- gerðar í eitt ár gegn 11 þúsund króna hækkun mánaðarlauna og sögðust ekki geta samið um helm- ing þeirrar hækkunar er ljóst að stálin stinn munu mætast þegar þessir aðilar setjast að samninga- horðinu. Verkamannasambandið á að hafa skilað kröfugerð sinni upp úr miðjum janúar. „Það verður að koma til umtals- verð launahækkun. Sumir í þjóðfé- laginu hafa tekið sér ansi ríflegar hækkanir og forsætisráðherra, sem fékk vist um 135 þúsund króna hækkirn á sín laun, segir nú að um mistök hafi verið að ræða sem ekki megi endurtaka sig. Svo er talað um aðhald og þess háttar og það er engin tilviljun að þessi söngur upphefst einmitt þegar við erum að fara í samningaviðræður. Eftir að mjög hógværri kröfu okkar um 11 þúsund króna hækk- i un lægstu launanna var hafnað er ljóst að það verður látið sverfa til stáls. Launaliðurinn er bara einn af liðum kröfugerðar okkar og menn vilja sjá ýmsar breytingar á ýms- um hlutum. Þetta kemur hins veg- ar allt í ljós snemma á þessu ári þegar við leggjum fram kröfur okk- ar,“ segir Aðalsteinn. -gk Hálf öld frá kaupstaðarréttindum Húsavíkur: Stanslaus veislu- höld allt árið DV, Akureyri: „Kröfugerð okkar er í mótun og því of snemmt að tjá sig um ein- stök atriði hennar. Mér er þó eng- in launung á því að kröfur okkar verða ekki á lágu nótunum, það skulu menn hafa á hreinu,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamanna- sambands íslands. Aðalsteinn Baldursson: „Veröum ekki á lágu nótunum." Fyrirhugað er að reisa sex hæða skrifstofubyggingu á lóð Skeljungs við Laugaveg. ístak kaupir sig fyrir 105 milljónir króna inn í byggingaráform Skeljungs: Nýtt háhýsi við Laugaveg Byggingarfyrirtækið ístak hefur gengið til samstarfs við Skeljung um að reisa 4229 fermetra skrif- stofuhús á sex hæðum á lóð Skelj- ungs á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Húsið mun standa á þeim hluta lóðarinnar þar sem nú er þvottastöð og þvottaplan en bensínstöðin sjálf verður rekin áfram á sínum stað. Páll Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri ístaks, segir fyrirtæki sitt hafa komið að málinu í september síðastliðnum en þá hafi Skeljungs- menn komið að máli við forsvars- menn ístaks. „Skeljungur hafði teiknað á lóð- ina skrifstofuhúsnæði upp á 4229 fermetra. Það hefur þegar farið í grenndarkynningu og verið sam- þykkt," segir Páll. ístak og Skeljungur munu hvort fyrirtæki um sig eiga helming í þvi verkefni sem bygging hússins er. „Við greiddum 105,7 milljónir fyrir að komast inn í þetta með þeim,“ segir Páll. Hann telur að húsið muni rísa fyrr en síðar. „Við erum búnir að binda pening í þessu verkefni og langar vitanlega til að það gefi eitthvað í aðra hönd. En við erum að velta því fyrir okkur hvern byggingin á að hýsa. Það hef- ur ekki verið ákveðið hvort það verðum við sjálfir eða einhverjir aðrir. Ef einhver vill kaupa er ekk- ert því til fyrirstöðu að hefjast handa.“ -GAR DV, Akureyri: „Það verður mikið um dýrðir hér allt árið og við stefnum að því að kynna bæinn okkar vel út á við á mjög jákvæðan hátt. Þá eigum við von á að fá hingað mikinn fjölda fólks,“ segir Ásbjörn Björgvinsson sem verður framkvæmdastjóri af- mælisárs Húsavíkur en Húsavík á hálfrar aldar kaupstaðarafmæli á nýbyrjuðu ári. Húsvíkingar hófu veisluhöldin strax á miðnætti þegar nýtt ár heils- aði en þá var haldin geysistór flug- eldasýning af hálfu bæjarins. Strax 2. janúar bauð Húsavíkurbær svo öllum bæjarbúum til veislu í íþróttahöll bæjarins þar sem veit- ingar voru á boðstólum og afmælis- árið var nánar kynnt og sú dagskrá sem í boði verður. “Síðan mun hver viðburðurinn reka annan. Við ætlum að vera með eitt „þema“ fyrir hvem mánuð árs- ins og má sem dæmi nefna að i jan- úar leggjum við áherslu á Húsavík sem menningarbæ, einn mánuðinn verður Húsavík skólabær, annan mánuðinn umhverfisbær, einn mánuðinn leggjum við áherslu á matvælabæinn Húsavík og fáum fyrirtækin í lið með okkur og í júni verður Húsavík öllu meiri hvala- bær en venjulega. Þá munum við t.d. opna erlenda sýningu á nokkrum tugum uppblásinna hvala, sem við fyllum að sjálfsögðu með þingeysku lofti, en þessi sýning mun siðan fara m.a. til Reykjavíkur og Vestmannaeyja," segir Ásbjörn. Hann segir aðalhátiðardaginn verða 22. júlí en þá kemur forseti ís- lands í opinbera heimsókn og mikið verður um dýrðir í bænum. Annars mun hver viðburðurinn reka annan allt árið með tilheyrandi uppákom- um og veisluhöldum. -gk Brú yfir Kolgrafafjörð - og endurgerð vegar um Norðurárdal og Fróðárheiði, segir samgönguráðherra DV.Vesturlandi: Á Vesturlandi hillir undir mikl- ar framfarir í vegamálum á næstu árum, að sögn Sturlu Böðvarsson- ar samgönguráðherra á þingi Sambands sveitarfélaga á Vestur- landi. í kjölfar Hvalfjarðargang- anna, með tilheyrandi tengingum við höfuðvegakerfið, er merkum áfanga náð i Búlandshöfða og á Borgarfjaröarbraut sem sér nú fyrir endann á. Endurbætur eru á Uxahryggja- leið og á Lundarreykjadalsvegi, framkvæmdir við Bröttubrekku eru að hefjast, Vatnaheiðin á Snæfells- nesi verður vonandi boðin út að ári, sem og vegurinn um Breiðuvík að Hellnum og upp í Fróðárheiði. „Þau vegagerðarverkefni sem ég tel að verði að takast á við á Vesturlandi á næstunni er brú yfír Kolgrafafjörö sem Grundfirð- ingar hafa barist fyrir, ferða- mannaleiðirnar að Húsafelli, Út- nesvegur fyrir Jökul og endurbæt- ur á Kaldadalsveginum og Uxa- hryggjum," sagði ráðherrann sem er vel kunnugur vegamálum Vest- urlands. Hann sagði að auk þess þyrfti verulegt átak á þeim vegum sem flokkast undir innansveitar- vegi. Þá yrði ekki undan því vik- ist að hefja endurgerð vegarins um Norðurárdal og Fróðárheiði. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.