Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2000, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000
Spurningin
Áttu GSM-síma
Eyþór Ægisson, 13 ára nemi: Já,
hann er nauðsynlegur og ég nota
hann mjög mikið.
Örlygur Viðarsson stuðningsfull-
tr.: Já, og hann er mikið þarfaþing.
Tryggvi Viðarsson vaktstjóri: Já,
og hann er sko alveg nauðsynlegur.
Hallgrímur P. Sigurbjörnsson
verktaki: Já, og ég nota hann allt
of mikið.
Guðjón Jónsson, starfsmaður
Stöðvar 2: Já, og ég nota hann mjög
mikið.
Lnga Dögg Ólafsdóttir forritari:
Já, en nota hann ekki mikiö.
Lesendur
Aldamótin á
risaolíuskipi
- frá Karíbahafinu til Höfðaborgar
Þórarinn Magnússon stýrimaður
og Anna Ólafsdóttir skrifa frá
skipinu „Chevron South Amer-
ica“:
Okkur hjónunum datt í hug, í til-
efni árþúsundamótanna, að segja
aðeins frá okkar högum. - Þegar
þetta er skrifað, 28 desember, erum
við á siglingu í Karíbahafínu á leið
til Höfðaborgar í Suður-Afriku. Á
gamlárskvöld reiknast mér til að
við verðum undan norðurströnd
Brasilíu, um 300 mílur norðaustur
af ósum Amasonfljótsins. Klukkan
hér um borð verður þá þremur tím-
um á eftir ykkar heima, svo að um
klukkan þrjú að íslenskum tíma
höldum við upp á okkar aldamót.
Þetta skip er bandarískt oliu-
flutningaskip og heitir „Chevron
South America" og er eitt tíunda
stærsta skip veraldar en fulllestað-
ir flytjum við um íjögur hundruð og
átta þúsund tonn af hráolíu en
þessi olía er lestuð í Sádi-Arabíu í
Persaflóanum. Svona til að gefa að-
eins smáhugmynd um stærð þessa
skips er það um þrjú hundruð og
sjötíu metrar á lengd og um sjötíu
metrar á breidd, en ef menn
ímynda sér fjóra fótboltavelli setta
saman þá er það ekki ósvipað flat-
armáli þessa ferlíkis. Fulllestað
ristir það rúma 23 metra í sjó, en
það svarar til níu til tíu hæða húss
en þetta er það sem er undir sjávar-
máli.
Ég kom um borð undan strönd
Los Angeles, um miðjan september,
en þar var verið að losa farminn
um borð í minni skip um tvö-
hundruð mílur undan strönd Kali-
forníu. Síðan var siglt þvert yfir
Kyrrahafið til Filippseyja og þar á
Þórarinn Magnússon og Anna Ólafsdóttir. Myndin er tekin um borð í olíu-
skipinu „Chevron South America" á leið til Suður-Afríku.
milli eyjanna til Singapore þar sem
teknar voru vistir og síðan lá leið
suður fyrir Indland eða Sri Lanka
og inn í Persaflóann til Sádi-Arabíu
þar sem við lestuðum. Fulllestaðir
sigldum við siðan suður fyrir Afr-
íku með viðkomu í Höfðaborg þar
sem þyrlur komu með vistir meðan
við sigldum hjá. Þaðan lá leiðin til
Mexikóflóans þar sem við losuðum
olíuna í minni skip og tók það tvær
vikur.
Þar kom konan mín, Anna Ólafs-
dóttir, um borð. Meiningin er að
við forum í frí um miðjan janúar,
eða þegar við komum til Höfðaborg-
ar aftur. Við erum annars 4 mánuði
um borð í senn og fáum 19 daga frí
fyrir hvem mánuð um borð.
Við viljum biðja fyrir aldamóta-
kveðjur til sonar okkar Ólafs og
tengdadóttur okkar Evu, svo og til
foreldra okkar, Magnúsar Þórarins-
sonar og Vilborgar Guðbergsdóttur í
Reykjavík. Einnig til systkina okk-
ar, ættingja og vina heima á Fróni.
Ég sendi þetta ásamt mynd sem
tekin var í gær, með tölvupósti í
gegnum gervihnött, en slíkt er mik-
ið notað hér um borð. Við viljum
einnig nota tækifærið til að óska
ykkur öllum á blaðinu gleðilegs og
ábatasams árs. - Með fyrirfram
þakklæti og bestu kveðjum.
Þingmenn Framsóknar í Reykjavík
- eiga að vera úr Reykjavík
Halldór Jónsson sendi þennan
pistil úr héraði:
Ég hef ávallt fylgt Framsóknar-
flokknum að málum og fylgist enn
vel með hvað á seyði er á hinum
pólitíska vettvangi.
Ég var að lesa fyrirsögn í blaðinu
Degi þar sem stendur að framsókn-
armenn í Reykjavík vilji fá formann
flokksins, Halldór Ásgrímsson, til
Reykjavíkur. Ekki tel ég það góða
latínu pólitískt séð fyrir Framsókn-
arflokkinn. Halldór á að vera á sín-
um stað sem utanbæjarþingmaður
sem hingað til. Hann er góður og
fastur fyrir sem formaður og á ekki
að tefla í tvísýnu með fylgi sitt ann-
ars staðar.
Sérhvert kjördæmi á að geta skaff-
að þingmannsefni og í Reykjavík
ætti flokknum ekki að vera skota-
skuld úr að finna fólk. Mér líst t.d.
vel á Jónínu Bjartmarz, hún er glað-
leg og greind og býður af sér góðan
þokka. Hún er verðugur fulltrúi sem
1. þingmaður Reykvíkinga fyrir
Framsóknarflokkinn. Aðrir þing-
menn utan af landsbyggðinni eiga
ekki að sækjast eftir þingsæti í
Reykjavík. Þeir eiga að fylla það
tómarúm sem flokkurinn býr við,
hver í sínu kjördæmi. - Áfram Fram-
sókn, og hver maður á sinum stað.
Skrýtið val á íþróttamanni ársins
Hallgrímur Jóhannesson skrifar:
Við dagskrárliðinn „Val á íþrótta-
manni ársins“ settust áreiðanlega
margir hestamenn við sjónvarpið
með eftirvæntingu í huga. Fulltrúi
hestaíþróttarinnar hafði unnið til
afreka sem trúlega verða seint jöfn-
uð. Þessi fulltrúi var síðan valinn í
9. sætið með 48 stig. Fulltrúi sundí-
þróttarinnar sem sigraði i þessu
vali hafði hlotið 347 stig. Sá er til-
kynnti valið tjáði viðstöddum og
áhorfendum um sigra og afrek þess
er valinn var. Var þar um að ræða
tvo Evrópumeistaratitla og samtals
14 gullverðlaun.
Fulltrúi hestaiþróttarinnar hafði
sett heimsmet í 250 m skeiði á tím-
anum 21,6 sek. á Heimsmeistara-
rur^@[iríyirp)Æ\ þjónusta
allan sólarhringinn
H H
H r\-r) H
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
btrt verða á lesendasíðu
gæðingaskeiði og 150
m skeiði í keppnum
á íslenska hestinum
og hampar einnig 2.
sæti í tölti á sama
heimslista. Hann
hefur og unnið, í
hinum ýmsu keppn-
um, til 42 gullverð-
launa, 18 silfurverð-
launa og 3 brons-
verðlauna 1999. Ekki
er veriö með þessu
að kasta rýrð á ár-
angur fulltrúa sundí-
þróttarinnar, hann
er raunar sá fulltrúi
Sitja íþróttirnar ekki við sama borð þegar að vali og
viöurkenningum kemur fyrir besta árangur?
móti íslenska hestsins í Rieden í
Þýskalandi sl. sumar og hafði jafn-
framt orðið heimsmeistari í tveim-
ur öðrum greinum og hlotið gull-
verðlaun fyrir sem samanlagður
sigurvegari mótsins. Einnig fyrir
250 metra skeið sem var jafnframt
heimsmet hvað tíma varðar. Þessi
fulltrúi hestaíþróttarinnar er efstur
á heimslista í tveimur greinum;
sem er vel verður
allra þeirra viður-
kenninga er hann
hefur hlotið og er í mínum huga
sannur íþrótta- og afreksmaður. Ég
er fyrst og fremst að leiða hugann
að því, hvort íþróttirnar yfirleitt
sitji ekki við sama borð þegar að
svona vali kemur og því, hvaða
kerfi er notað við val á íþrótta-
manni ársins. Varla er það bara
geðþóttaákvörðun íþróttafrétta-
manna?
I>V
Heilsuvernd
starfsfólks
Guðbjörn Guðmundsson
hringdi:
Ég sá frétt um að nú ætti að
skylda atvinnurekendur til að
taka upp starfsmannaheilsuvernd
með öryggi starfsmanna á vinnu-
stað að leiðarljósi. Þarna er víst
aðallega átt við að fylgjast með
ástandi og aðstæðum vinnustað-
arins og því sem gæti leitt til
heilsubrests starfsfólks. Ég undr-
ast að sú heilsugæsla gagnvart
starfsfólki sem fólst í árlegum
heimsóknum starfsfólks fyrir-
tækja á Heilsuvemdarstöðina t.d.
hér í Reykjavík hefur lagst af.
Þetta var mikið öryggisatriði fyr-
ir bæði starfsfólk og vinnuveit-
endur. Ég skora á landlækni að
kanna hvort þetta trausta kerfi
mætti ekki endurlífga.
Ný póstnúmer,
sífellt hringl
Trausti hringdi:
Búið er að ákveða að gera
breytingar á póstnúmerum í
borginni og víðar frá og með
næstu áramótum. Þetta er afar
bagalegt fyrir okkur íbúana og
ekki bara á þeim svæðum sem
breytt númer gilda, heldur líka
hinum sem þurfa að nota þessi
nýju númer. Það er einkennilegt
að í ríkisgeiranum hér er engu að
treysta, sífelldar breytingar frá
ári til árs. Nú eru það póstnúmer,
það eru nýjar reglur varðandi
skattafslátt vegna hlutabréfa-
kaupa, bréfin þarf nú að eiga í 5
ár, áður 3 ár. Maður talar nú ekki
um vextina, þeir eru síbreytilegir
og ótryggir og skaöa efnahagslíflð
veralega. Og allt er eftir þessu.
Það stendur nánast ekki steinn
yfir steini. Þessu verður að linna
eigum við að geta tekið mark á
kerfinu.
Þjóðaratkvæða-
greiðslur
Tómas Tómasson skrifar:
Ég verð að taka undir með
þeim sem nú reyna að koma vit-
inu fyrir ráðamenn og krefjast
þess að þeir leyfi þjóðinni að
ákvarða mál sín með þjóðarat-
kvæðagreiðslu í jafnríkum mæli
a.m.k. og gert er sums staðar.
Maður minnist nú ekki á lýðræð-
isríkið Sviss, þar sem flest stór-
mál eru sett undir dóm kjósenda
með þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég
hvet fólk til að lesa athyglisverð
leiðaraskrif í Morgunbiaðinu
miðvikud. 29. desember, þar sem
um þetta er fjallað í skýru máli.
Þaö er sannarlega ástæða til að
Alþingi Islendinga hugi að nýjum
starfsháttum. Þjóðaratkvæði
myndi líka létta á störfum þings-
ins og það er einnig á það lítandi.
Hin pólitísku öfl mega ekki yfir-
keyra vilja og skoðanir fólksins í
landinu.
Skortur á þátta-
stjórnendum
Margeir skrifar:
Mér finnst vanta tilfinnanlega
færa þáttastjórnendu í umræðu-
þætti í sjónvarpi hér á landi.
Nýja sjónvarpsstöðin Skjár einn
flaggar einum skemmtilegasta og
afslappaðasta stjómanda um-
ræðna. Ég myndi ekki vilja að
Egill Helgason flytti sig um set
t.d. á Ríkissjónvarpið eða á Stöð
2, hann myndi koðna þar niður í
því niðurdrepandi andrúmslofti
sem þar í sölum. Fréttamenn
Sjónvarps eða Stöðvar 2 eru ekki
endilega best fallnir til að stjóma
umræðum um dægur- eða hita-
mál þjóðarinnar. Svona umræður
verða að vera rétt eins og þegar
við tölum saman heima eða í
kaffitímum á vinnustöðunum.
Engin formfesta, samt regla en
umfram allt óþvingað, og ekki
„ríkissvipur" eða „strikmunnur"
á stjórnendum þáttanna. Burt
með depurðina.