Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Síða 2
2
FTMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
Préttir
Fáheyrð ákæra á hendur knattspymumanni á íslandsmóti i innanhússknattspymu:
Stórfelld líkamsárásar-
ákæra lyrir „tæklingu"
- þetta var aldrei líkamsárás, ég fór í manninn til að verja markið, segir ákærði
Sá fáheyrði atburður hefur gerst að
ríkissaksóknari hefur gefið út ákæm á
hendur 18 ára knattspymumanni fyrir
að hafa orðiö til þess að beinbrjóta
andstæðing sinn á íslandsmótinu í
innanhússknattspymu sem fór fram í
upphafi síðasta árs. Knattspymumað-
urinn, sem var markmaður, er - með
því að hafa farið í „tæklingu“ - ákærð-
ur fyrir stórfellda líkamsárás.
„Þetta var aldrei líkamsárás. Ég fór
7 metra út úr markinu til að veija það.
Þetta var bara hluti af leiknum,“ sagði
Gunnar Bergur Runólfsson þegar hér-
aðsdómari baö hann við þingfestingu
málsins í gær um að gera grein fyrir
afstöðu sinni til ákærunnar - þ.e.
hvort hann viðurkenndi það sem hon-
um er gefið að sök eða neitaði sakar-
giftum.
Fótleggur þverbrotnaöi
í lok janúar í fyrra var Gunnar
Bergur að leika með ÍBV-íþróttafélagi
gegn HK í íslandsmótinu innanhúss
sem fór fram í íþróttahúsinu Digranesi
í Kópavogi. Hann var í marki og fór út
á móti sóknarmanni HK sem lék í átt
að honum. Gunnari Bergi er gefið að
sök að hafa rennt sér harkalega í fæt-
uma á sóknarmanninum - Villy Þór
Ólafssyni - komið höggi á hægri sköfl-
ung með þeim afleiðingum að fótlegg-
urinn þverbrotnaði.
„Ég fór í boltann fyrst sem barst
fram að miðju,“ sagði Gunnar. „Ég
lenti svo á honum. Ég vissi ekki fyrr
en eftir á að hann hefði meiðst.“
Gunnar Bergur Runólfsson knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum, til hægri
ásamt verjanda sínum í Héraösdómi Reykjaness í gær. DV-mynd E.OI.
Knattspyrnusér-
fræðingar veröa
meödómendur
„Ég er nú ekki
sérfræðingur í þess-
um leik,“ sagði
Finnbogi Alexand-
ersson héraðsdóm-
ari sem þingfesti
málið í Héraðsdómi
Úttar Sveinsson
Reykjaness í gær.
Hann gerði verj-
anda og sækjanda
grein fyrir því að
hann hygðist fá sér-
fróða meödómendur
með sér, tvo aðila,
áður en aðalmeðferð
málsins hefst með
tilheyrandi vitna-
leiðslum, væntanlega í febrúar.
Dómarinn lét fyllilega í það skína
að hér væri einstakt mál á ferðinni.
Mál þar sem dómur þarf að skera úr
um það hvort að einhverju leyti „hafi
verið fariö út fyrir hinn hefðbundna
leik“.
Bæði dómari og veijandi munu
leita til Knattspymusambands ís-
lands þar sem óskað verður eftir
gögnum og jafnvel framburði vitna
fyrir dómi.
Skaöabótakrafa upp á
1,1 milljón
í ákæru kemur fram að Villy Þór
Ólafsson krefst þess að Gunnar Bergur
greiði honum 1,1 milljón króna í
skaðabætur. Þolandinn áskilur sér rétt
á að krefjast hærri bóta komi til varan-
legrar örokru og/eða miska. Krafan
byggist á að beint tekjutap vegna fjai'-
vista frá vinnu hafi numið 364 þúsund
krónum, atvinnumissir 200 þúsund
krónum, miski 500 þúsund krónum og
lögmannsþóknun 35 þúsund krónum.
Embætti ríkissaksóknara gefúr út
ákæruna á hendur knattspymumann-
inum eins og fyrr segir - fyrir stór-
fellda líkamsárás. Sama embætti sótti
nýlega fyrir sama dómstóli árásarmál
á hendur 18 ára pilti sem stakk tvo fé-
laga sina og lögreglumann meö hnífi
með sönnuðum ásetningi og henti
hnefastórum grjóthnullungi í höfúð
lögreglukonu - þar var ákært fyrir
minni háttar líkamsárás.
Tekinn á flótfa
Brotist var inn í kaupfélagið á
Stokkseyri í nótt. Aðvörunarkerfi á
staðnum fór hins vegar í gang og lagði
innbrotsþjófurinn á flótta áður en
hann gat látið greipar sópa á staðnum.
Þjófnum var veitt eftirfór, en hann
ók bifreið í átt til höfúðborgarinnar.
Flóttanum lauk hins vegar í Svína-
hrauni þar sem maðurinn var stöðvað-
ur og handtekinn. Hann gisti í morgun
fangageymslu á Selfossi, en í þau húsa-
kynni hefúr hann komið áður. -gk
Ekið á bíl hjálpar-
mannsins
Bíll valt út af Suðurlandsveginum í
Hraungerðishreppi í gærkvöldi. Öku-
maðurinn var fluttur til aðhlynningar
á heilsugæslustöð á Selfossi en var
ekki alvarlega slasaður.
Skömmu eftir að bíllinn valt bar að
annan bfl, og fór ökumaöur hans til að-
stoðar þeim sem hafði lent í veltunni.
Vildi þá ekki betur til en þriðji bíllinn
kom þar að og var honum ekið aftan á
bifreið hjálparmannsins. Sá bíll
skemmdist mikið og farþegi í honum
kvartaði undan eymslum í hálsi. -gk
Kópavogur:
Lögreglan á
fleygiferð
Lögreglan í Kópavogi hafði af-
skipti af um tug ökumanna í gær-
kvöld sem óku um með ljós á öflug-
um kösturum framan á bílum sín-
um, en slík notkun er óheimil i þétt-
býli nema við sérstakar aðstæður.
Þá voru um 10 ökumenn teknir
vegna hraðaksturs en lögreglan tal-
aði um að „einhver vorflðringur"
væri í mönnum.
Sérstakt umferðarátak stendur
yfir hjá lögreglu á suðvesturhomi
landsins, frá Keflavik til Selfoss, og
mega ökumenn eiga von á að verða
undir sérstakri „smásjá" lögregl-
unnar næstu daga .-gk
Agnes Löve, nýráöinn skólastjóri Tónlistarskólans í Garöabæ, viö skúlptúra á skrifstofu sinni. DV-mynd GVA
Málefni Tónlistarskólans í Garðabæ enn í uppnámi:
Það er logandi reiði
- foreldrar skólabarna senda bréf í hvert hús
„Það er logandi reiði meðal fólks
vegna þess að bæjaryfirvöld skuli
hunsa þetta svo gjörsamlega. Þetta á
ekki einungis við um foreldra bcuna í
tónlistarskólanum heldur einnig hinn
almenna bæjarbúa," segir Kristin
Kvaran, talsmaður hóps foreldra sem
mótmælt hefúr aðferðum bæjaryfir-
valda við ráðningu Agnesar Löve, nýs
skólastjóra við Tónlistarskólann í
Garðabæ.
Hópurinn, sem em 85-90 prósent for-
sjármanna nemenda við skólann, hef-
ur borið bréf í hvert hús í Garðabæ.
Þar em bæjarbúar hvattir til að mæta
á fund bæjarstjómar í kvöld þar sem
ráðningarmálið verður tekið fyrir. í
bréfmu er farið yfir málið í mjög stór-
um dráttum. Er átalið að bæjarstjóm
láti ekki svo lítið að svara áskorun for-
eldra um að taka málið upp að nýju og
auglýsa stöðu skólastjóra. Einnig segir
að foreldrum hafi að vísu borist bréf
frá bæjarstjóm á dögunum en það hafi
reynst innihalda gamla fréttatilkynn-
ingu sem geti með engu móti kallast
svar við kröfú foreldra.
Með bréfinu sendu foreldrar með-
mæli sem Smári Ólason yfirkennari
hafði fengið frá skólastjóra Tónskóla
þjóðkirkjunnar. Meðmælin hafði yfir-
kennarinn þáverandi látið fylgja um-
sókn sinni en eins og DV hefúr greint
frá var fylgigögnum Smára ekki dreift
með umsókn hans. Hins vegar vom
gögn Agnesar Löve, núverandi skóla-
stjóra, ljósrituð og þeim dreift með um-
sókn hennar. í bréfi foreldranna til
íbúa Garðabæjar segir að hvorki þessi
meðmæli né önnur, sem fylgdu um-
sókn Smára, hafi komið fyrir augu
bæjarstjómarfulltrúa, „þeirra sem
„faglega" tóku að sér að ráða skóla-
stjóra Tónlistarskólans í Garðabæ".
-JSS
Stuttar fréttir r>v
Ein framkvæmdastjórn
Ein fram-
kvæmdastjóm
verður sett yfir
Landsspítala og
Sjúkrahús
Reykjavíkur sam-
kvæmt skipuriti
sem heilbrigðis-
ráðherra bað
stjómarnefnd spítalanna að semja.
RÚV greindi frá.
Samkeppni um orku
Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hef-
ur hafið samkeppni við Hitaveitu
Suðumesja og Orkuveitu Reykja-
víkur með ákvörðun sinni um að
breyta Hitaveitu Suðurnesja í
hlutafélag. Bylgjan greindi frá.
Mislæg gatnamót
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík vilja að gert
verði ráð fyrir mislægum gatna-
mótum á mótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar.
MBA-nám við HÍ
Ákveðið hefur verið að taka upp
svokallað MBA-nám við viðskipta-
deild Hl frá og með næsta hausti.
Heróín hérlendis
Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfir-
læknir sjúkra-
stoðvar SÁÁ á
Vogi, telur að
allar forsendur
séu fyrir hendi
til að heróín nái
varanlegri fót-
festu á íslandi.
Útiloki ekki
Meirihlutinn í bæjarstjóm Húsa-
víkur segir það ekki á verkefna-
sviði bæjarstjórnar að útiloka ein-
stök fyrirtæki frá samrana við
Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Mbl.
greindi frá.
Ferðaverðstríð
Verðstríð er hafið á ferðamark-
aðnum. Úrval-Útsýn auglýsti í gær
ferðir til níu erlendra borga á sér-
stöku tilboðsverði en um helgina
auglýstu Samvinnuferðir-Landsýn
tilboðsferðir til tíu borga. Mbl.
greindi frá.
Úr BSRB
Leikarafélag íslands samþykkti á
fundi skömmu fyrir áramót að
ganga úr Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja. RÚV greindi frá.
Dýrt kjöt
Allt að 80% hærra verð fæst fyr-
ir íslenskt lambakjöt á erlendum
mörkuðum heldur en fyrir kjöt frá
öðrum löndum. Bylgjan greindi frá.
Mikið um falsanir
Umfang falsaðra málverka hér á
landi er að líkindum meira en áður
var talið. Stöð 2 greindi frá.
Steingrímur ósáttur
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður vinstrihreyfmgarinnar
Grænt framboð, segist ósáttur við
að flokkurinn á ekki lengur fúll-
trúa í stjórn Byggðastofnunar. RÚV
greindi frá.
Jóhann Páll hættir
Jóhann Páll
Valdimarsson
lætur af störfum
markaðsstjóra
hjá Máli og
menningu en
hann hefur auk
þess verið fram-
kvæmdastjóri
Forlagsins. Jóhann Páll hverfur til
annarra starfa. Hann mun þó
áfram starfa innan vébanda For-
lagsins.
Tómas umboösmaöur
í frétt DV í gær um smygl og
brask með vélsleða er ranglega vís-
að í yfirfyrirsögn til umboðsmanns
Polaris á íslandi. Eins og réttilega
kemur fram í fréttinni sjálfri er
viömælandinn Halldór Jóhannes-
son, starfsmaður fyrirtækisins.
Hann er hins vegar ekki umboðs-
maður því sá heitir Tómas Eiríks-
son sem er jafnframt eigandi Polar-
is ehf. Fyrirtækið er með aðsetur á
Akureyri og einnig með verslun og
þjónustu að Smiðjuvegi 4a í Kópa-
vogi. Beðist er velvirðingar á
þessu. -hlh/-HKr.
4
m