Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 5
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
5
Fréttir
Kristinn H. Gunnarsson, nýr formaður stjómar Byggðastofnunar, í yfirheyrslu DV
Byggðastefnan kostar peninga
Kristinn H. Gunnarsson: „Samfylkingin er að gjalda fyrir skoöanaieysi og kjarkleysi i að taka
á málum. Hún hefur í raun og veru afskrifað landsbyggðina."
Er aö vœnta breytinga á rekstri
Byggóastofnunar?
„Það er ekki fyrirfram ákveðið. Það
verður farið yfir reksturinn i ljósi
nýrra laga og það er ekki hægt að slá
því föstu hver niðurstaðan verður en
það gætu orðið breytingar."
Telur þú forsvaranlegt aö reka
Byggöastofnun með tapi?
„Nei, í sjálfu er sér ekki, en með tapi
skil ég að það sé önnur útkoma en hef-
ur verið áætluð í fjárlögum. Ég tel að
menn eigi auðvitað að reyna standast
þær áætlanir sem samþykktar eru
hverju sinni. En þetta er stofriun sem
er þess eðlis að hún á óhægt um vik að
vera rekin á arðsemisgrundvelli að
öilu leyti - þó lánastarfsemin sé það
hins vegar.“
Telur þú rétt aó Byggöastofnun setji
á fót eöa eigi í Jyrirtœkjum?
„Já, já. Það getur alveg komið til
álita og er þekkt erlendis að menn
beita þeirri aðferð til að koma ffarn til-
teknum breytingum sem þeir telja
skynsamlegar, einkum í atvinnupp-
byggingu. Þá er það ýmist að stofhun-
in sjálf eigi hlutafé í fyrirtækjum eða
að þau eigi í þeim í gegnum eignar-
haldsfélög.“
Áherslan á þrjú svæöi veröi
Telur þú að verja eigi alla núver-
andi byggöakjarna í landinu?
„Ég tel að það eigi ekki sérstaklega
að vera að slá byggðakjama af. Hins
vegar verður ríkisvaldið að leggja mis-
jafnar áherslur um landið. Það geta
ekki allir byggðakjamar búið við allar
bestu aðstæður. Ég tel að það eigi að
velja úr ákveðin svæði sem reynt verði
að gera fyllilega samkeppnishæf við
höfúðborgarsvæðið og leggja töluvert á
sig til að ná því markmiði. Áherslur á
öðrum svæðum verði þá aðeins öðra-
vísi þar sem er ekki stefiit að því að
þau verði samkeppnishæf á öllum
sviðum heldur kannski ákveðnum
sviðum."
Hvar séró þú þessar tvœr tegundir
mismunandi svœða fyrir þér?
„Ég myndi telja að það eigi að velja
þrjú svæði sem eiga að standast höfúð-
borgarsvæðinu snúning. Það er á norð-
anverðum Vestfjörðum, á Norðurlandi
i kringum Eyjafjörð og á Héraði ásamt
nærliggjandi fjörðum á Mið-Austur-
landi. Öll þessi þrjú svæði geta stækk-
að með samgöngubótum. Það er að því
stefht að svo verði. Svæðið á norðan-
verðum Vestfjörðum getur náð yflr
sunnanverða Vestflrði líka ef gerð
verða jarðgöng milli Dýrafjaröar og
Amarfjarðar. Eyjafjarðarsvæðið getur
náð til Siglufjarðar með jarðgöngum
og Mið-Austurland getur orðið öflugra
með jarðgöngum til Neskaupstaðar
annars vegar og Fáskrúðsfjarðar hins
vegar.“
Best fyrir
höfuöborgarsvæöiö
Er ekki verið aö blása til sóknar í
stríói sem aldrei er hœgt að vinna?
„Það er hægt að ná góðum árangri
með þessari aðferð; reynslan erlendis
staðfestir það. Við getum svo sem
aldrei lýst yflr sigri til þúsund ára en
við getum náð góðum árangri á næstu
tveimur áratugum ef við beitum okkur
rétt.“
Þú telur ekki aö víglínan sé i raun
við mörk höfuöborgarsvœðisins, eins
og margir halda fram?
„Nei. Ef svo væri þá væri höfuð-
borgarsvæðið í mestri hættu. Þess
vegna væri það höfuðborgarsvæðinu
mest til góða að landið eigi sér alls
staðar blómstrandi byggðir; það styrk-
ir höfuðborgarsvæðið mest.“
Hvert er helst að líta eftir fyrir-
myndum?
„Ég hef kynnst aðeins árangri Breta
í Skotlandi, Hálöndunum og eyjunum
undan Skotlandi. Það er 370 þúsund
manna landsvæði sem í á aðra öld
hafði búið við fólksfækkun og atgervis-
flótta. Þar hefúr orðið gjörbreyting á
nokkrum árum með því að taka upp
nýja og markvissari áherslur i at-
vinnumálum og menntunarmálum
fyrst og fremst þar sem í raun er beitt
sértækari aðgerðum en áður var. Það
hefur skilað miklum árangri þannig að
reynslan sýnir að það er hægt að ná ár-
angri en reynslan sýnir líka að við
þurfúm að hafa dálítið fyrir þvi og það
kostar peninga."
Og er þaö peninganna virði?
„Já, því óbreytt þróun kostar líka
peninga. Við eigum aldrei það val að
spara okkur peningana en þurfum að
velja hvernig þeim er varið.“
Landbúnaður ekki burðarás
Er hœgt að ná markmiðum í
byggðamálum meö breyttri landbúnaó-
arstefnu?
„Landbúnaður er atvinnugrein sem
þróast eins og sjávarútvegur á þann
veg að ársverkum í fækkar í henni eft-
ir því sem fram líða stundir, fyrst og
fremst í kjölfar tækinframfara. Þannig
að þær atvinnugreinar geta ekki til
framtíðar litið verið burðarás í byggð
landsins. Aðrar atvinnugreinar þurfa
að taka við því hlutverki. Þess vegna
þurfúm við að leggja mesta áherslu á
að dreifa, meira en verið hefúr, at-
vinnutækifærunum. Þannig kemur til
þessi hugmynd að velja úr ákveðið
svæði þar sem menn ætla að byija á
því að reyna að bjóða upp á sem fjöl-
breyttust atvinnutækifæri."
VIIRHEYRSU
Garðar Örn Úlfarsson
En hver er helsta hœttan fyrir sveit-
ir landsins og hvaó þarf til aó bœgja
henni frá?
„Mér flnnst nú helsta hættan fyrir
sauðfjárræktarsvæðin vera fátækt.
Það era margir sauðfjárræktarbændur
sem búa við afar slök kjör og það dreg-
ur auðvitað þróttinn úr þeim sveit-
um.“
Réttindin bundin viö
fiskiplássin
Sjávarþorpin eiga mörg í vök aö
verjast. Til hvaða ráða er œskilegt að
grípa til bjargar þessum þorpum.
„Sjávarþorp með þúsund íbúa eða
færri era í mestri vöm á íslandi. Þar
er atvinnulíf einhæft og ungt fólk úr
þessum þorpum fer yfirleitt til annarra
starfa en í sjávarútvegi. Það hefúr ver-
ið mikill samdráttur í þorskveiðum
síðustu árin og það komið mjög hart
niður á atvinnuöryggi í þessum pláss-
um. Það verður að miða fiskveiðamar
við að þessi atvinnulega undirstaða í
sjávarplássunum geti verið viðvar-
andi. Þar sé alltaf vænlegt að róa til
flskjar."
Hvernig nœst þaö
markmið?
„Það eru ýmsir
möguleikar til í því
og er verið að skoða
þá meðal annars í
nefhdinni sem end-
urskoðar lögin um
stjóm fiskveiða. Þeir
era kannski ekki
ljósir á þessari
stundu en það verður
að mínu viti að
tengja saman réttind-
in til að nýta flski-
mið og þessi pláss
sem eru við fiskimið-
in.“
Það þýðir vœntan-
lega byggöakvóta?
„Já, það má kalla
það byggðakvóta og
ég hef gert það. Það
getur hins vegar ver-
ið undir ýmsum út-
færslum."
Hvemig fyndist
þér að œtti að útfœra
slíkan byggöakvóta?
„Ég vil ekki velja
eina aðferð umfram
aðra en ég nefhi sem
dæmi að það getur
verið kvóti á vinnslu-
stöðvar sem væri
mjög bundinn því að
fiskurinn úr honum
væri unnimi á staðn-
um. Það má nefna að
smábátaveiðar verði
nokkuð rýmilegar
því þeir verða að
koma daglega til
hafnar. Og það gætu
verið hlutir eins og
línutvöföldun og það
má hugsa sér fleiri
útgáfur."
Fjóröungur veröi
byggðakvóti
Hversu stór hluti af heildarkvótan-
um gœti þetta verið og hvaöan á þetta
aö koma?
„Ég get nú ekki svarað fyrir aðra en
sjálfan mig núna. Ég hef þær hug-
myndir að menn eigi að hafa ákveðið
hlutfall að heildarkvótanum utan við
hið almenna kvótakerfl, sem er hið
markaðsdrifna kerfi. Það gæti verið
fjórðungur að mínu viti.“
En þessi fjórðungur er innan kerfis-
ins i dag, er þaö ekki?
„Að hluta til. 13 prósent era á smá-
bátunum og 87 prósent af þorskinum
era í kvótakerfínu. Við gætum geflð
okkur að innan kvótakerfisins, hins
framseljanlega markaðsdrifna kerfis,
yrði á bilinu 70 til 75 prósent og hinu
yrði úthlutað öðravísi."
Ertu þá að tala um flatan niður-
skurö á þá sem eiga kvóta í kerfinu í
dag?
„Já, eða minni viðbætur. Það er lík-
legast að það verði aukið við kvótann
á næstu árum. Þorskstofninn er mjög
öflugur og líklegra að menn standi
frammi fyrir því hvemig þeir útdeili
aukningunni."
Telur þú nýlega úthlutun byggða-
kvótans til eftirbreytni?
„Ég var nú ekki sáttur við allt í
þeirri úthlutun. Hins vegar finnst mér
tilgangurinn með svo litlum byggða-
kvóta, 1500 tonnum, ekki vera aimenns
eðhs heldur vera sértækar aðgerðir.
Þar sem menn beittu þessum kvóta til
að styrkja fyrirtæki í veikri sjávar-
byggð eða stofnsetja nýtt fyrirtæki á
slíkum stað fannst mér vera réttar
áherslur. Hins vegar ef viö erum að
tala um byggðakvóta upp á 20 til 40
þúsund tonn gilda að mínu mati allt
önnur viðhorf um það hvemig menn
ráðstafa honurn."
Vísar aö samstarfi viö Fjarðar-
listann
Elísabet Benediktsdóttir, varamaður
þinn í stjóm Byggöastofnunar, er bœj-
arfulltrúi Fjarðarlistans á Reyðarflrói.
Funduð þið engan frambœrilega fram-
sóknarmann á Austurlandi í starfiö?
„Jú, það era margir frambærilegir
framsóknarmenn á Austurlandi og
víðar en við viljum auðvitað lika fá til
liðs við okkur nýtt fólk ef það er tilbú-
ið að starfa með okkur. Elísabet er
mjög hæf í þessu tilliti. Hún hefur
menntað sig á þessu svlði og það nýt-
ist þessum málaflokki mjög vel.
Þannig að við vorum alveg einhuga
um að biðja hana að taka að sér þetta
verkefhi."
Er sú ákvöröun til marks um nán-
ara samstarf Framóknarfiokks og
Fjarðarlistans i framtíðinni?
„Ég vona að svo verði því áherslur
Framsóknarflokksins og Fjarðarlist-
ans hafa legið mjög saman í atvinnu-
málum og byggðamálum og það er eðli-
legt að þeir sem era í meginatriðum
sammála i þessum málum snúi bökum
saman."
Eru þá viórœður í gangi um aö
gera það á formlegri hátt?
„Nei, ekki svo mér sé kunnugt.
Menn eru greinilega að nálgast. Um-
ræðan um byggðamálin á Austur-
landi hafa fært þessa tvo aðila nær
hvor öðrum og við getum sagt að
þetta séu fyrstu vísarnir að góðu
samstarfi."
Hver eru laun stjórnarformanns
Byggðastofnunar?
„Þú segir nokkuð. Ég hef bara ekki
spurt að því.“
Reykský misheppnaðrar
Samfylkingar
Telur þú að sameining þinnifyrri
Jelaga á vinstri vœngnum í Samfylk-
ingunni sé farin út um þúfur?
„Ég tel að þessi tilraun sem gerð var
hafi algerlega mistekist. Þegar á síðast-
hðnu hausti fannst mér ljóst að þetta
hlyti að enda svona. Þess vegna ákvað
ég að dvelja ekki við það að eyða tíma
í verkefni sem ég taldi að myndi mis-
takast og fann mér stað inni á miðj-
unni eins og ætlunin var að fara með
Samfylkinguna. Þannig að mér finnst
einfaldlega að á þessum tima sem er
liðinn, rúmu ári, hafi í raun aht geng-
ið eftir eins og ég átti von á.“
Þannig að þú álítur ekki að meö
stofnun flokks í lok vetrar og kosningu
á nýjum formanni takist Samfylking-
unni aö rétta úr kútnum?
„Nei. Ég tel að menn séu á villigöt-
um þegar þeir halda að velgengni komi
með þvi að þeir eigi til formann. Það
sem skiptir mestu máli í póhtík er
hvað menn era að gera, fyrir hvað
menn vilja standa og hvemig menn
standa sig í þeim verkum. Kjósendur
sjá að lokum ahtaf í gegn um reykský-
ið þannig að það era verkin sem á end-
anum tala. Samfylkingin er að gjalda
fyrir skoðanaleysi og kjarkleysi í að
taka á málum. Hún hefur í raun og
vera afskrifað landsbyggðina. Byggða-
og atvinnumál komast ekki að heldur
era menn í dægurflugunum. Það geng-
ur bara ekki th lengdar “