Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
Viðskipti
Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ, alls 684 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 476 m.kr. ... 111 m.kr. viðskipti með Flug-
leiðir og hækkuðu bréfin um 5,43% ... Haraldur Böðvarsson hækkaði um 5,9% ... Grandi, Tangi og Nýherji hækk-
uðu um 5% ... Hampiðjan lækkaði um 2,56% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,33% og er nú 1.677 stig ...
Bylting í póstþjón
ustu á Islandi
Hraun kærir
Eignarhaldsfélagið Hraun
lagði í gær fram kæru til um-
hverfisráðherra vegna úr-
skurðar skipulagsstjóra ríkis-
ins um umhverfisáhrif álvers í
Reyðarfirði. Þá hefur nýlega
stofnað hlutafélag íslenskra
fjármálafyrirtækja og Norsk
Hydro, Reyðarál, lagt fram í
dag umsókn til Hollustuvemd-
ar rikisins um starfsleyfi fyrir
120 þúsund tonna álver í Reyð-
arfirði. Sú umsókn er liður í
nauðsynlegri undirbúnings-
vinnu sem miðar að því að
hægt verði að taka lokaákvörð-
un um. byggingu álversins i
júní nk.
Skjalaskópar
í miklu úrvali
Bresk
hágæðavara
Verð frá kr. 16.808
H. Ólafsson og Bernhöft ehf.
Kaplahrauni 1, 220 HafnarfirSi
Sími 555 6600, fax 555 6606,
netfang hob@hob.is
- íslandspóstur keyrir alla pakka heim
í gær urðu ákveðin tímamót í póst-
þjónustu á íslandi er Islandspóstur tók
formlega upp heimakstur á pökkum og
ábyrgðarbréfúm án aukagjalds. Send-
ingum verður ekið til fyrirtækja á dag-
inn og einstaklinga á kvöldin en með
þessari þjónustu ryður Islandspóstur
brautina fyrir nýjum viðskiptaháttum
á 21. öldinni.
öm V. Skúlason, framkvæmdastjóri
markaðs- og sölusviðs íslandspósts,
segir það vera íslandspósti sérstök
ánægja að geta boðið upp á heimakst-
ur til u.þ.b. 95% þjóðarinnar í fyrsta
áfanga. Um 85% heimila í landinu
munu njóta heimakstursþjónustu
fimm sinnum í viku, um 5% þrisvar til
fimm sinnum í viku og um 5% einu
sinni í viku. „Heimakstursþjónusta ís-
landspósts verður í stöðugri þróun, allt
eftir þörfum og aðstæðum á hverjum
stað. Heimaksturinn verður með því
sniði að ekið er með pakka og ábyrgð-
arbréf til fyrirtækja á daginn en al-
mennt til einstaklinga á kvöldin, frá
kl. 17 til 22. Ef enginn er heima þegar
pósturinn ber að dyr-
um er skilin eftir til-
kynning um á hvaða
pósthúsi hægt sé að
nálgast sendinguna,"
segir Öm.
Svipaö verö
„Við höfúm vandað
til allrar umgjarðar
þessarar þjónustu, s.s.
möguleika á stað-
greiðslu fyrir vöru-
sendingu, hvort sem
greitt er með pening-
um eða debetkorti, en flest starfsfólk í
útkeyrslu er með GSM-posa meðferðis
til þæginda fyrir viðtakendur. Þá hafa
skráning og rekjanleiki sendinga verið
bætt. Á næstunni verður sendendum
boðið upp á að „rekja og fmna“ send-
ingu á heimasíðu Islandspósts. Þannig
verður hægt að fylgjast nákvæmlega
með hvar sendingin er stödd hveiju
sinni.
Verðlagning þessarar breyttu
pakkaþjónustu verður sambærileg við
þá sem áður var. Þannig lækkar t.d.
verð ef miðað
er við hvað
áður kostaði
að fá pakk-
ann heim að
dyrum en
hækkar lítil-
lega ef miðað
er við að
pakkinn sé af-
hentur á
næsta póst-
húsi. Þess má
geta að þrátt
Hús íslandspósts hf. í Pósthússtræti.
ustubót er verðið lægra á pakkaþjón-
ustu Islandspósts en hjá öðrum póst-
fyrirtækjum á Norðurlöndum."
Breyttir viöskiptahættir
„Með þessari djörfu breytingu
erum við að ryðja veginn fyrir
breytta viðskiptahætti. Með uppbygg-
ingu á nýju grunnkerfi fyrir dreif-
ingu á stærri vörusendingum opnast
fleiri möguleikar til að þróa hefð-
bundna heimaverslun, sem og vef-
verslun. Hér á íslandi er mikil gróska
í vefverslun og styður hún allar spár
um öran vöxt netviðskipta. íslending-
ar eru nýjungagjamir og er aðgengi
þeirra að Internetinu með því mesta
sem gerist í heiminum. Það segir
meira en mörg orð um framtíðarþró-
un þessara mála hér á landi. Islend-
ingar eru greinilega tilbúnir í nýjung
af því tagi sem netverslun er. Margar
metnaðarfullar og traustar netversl-
anir eru að líta dagsins ljós. Fyrir-
tæki vilja taka þátt í þeirri grundvall-
arbreytingu sem er að verða á við-
skiptaháttum, bæði með nýjum teg-
undum verslana og nýjum samskipta-
leiðum fyrirtækja við birgja og við-
skiptavini. Öflugt dreifikerfi er lykil-
atriði í vefverslun og með heimakstri
er Pósturinn leiðandi í dreifingu á
pökkum og vörum til heimila og fyr-
irtækja á íslandi. Fyrirtæki hafa hér
tækifæri til að nýta dreifikerfi Pósts-
ins sem hluta af vöruferli sinu og geta
t.d. minnkað lagerhald, stækkað
markaðssvæði sitt og fjölgaö söluleið-
um,“ segir Örn að lokum.
Afengissala eykst
um 7,9% milli ára
Eins og fyrri ár eykst sala á
áfengi nokkuð. Milli áranna 1998 og
1999 jókst heildarsala á áfengi í lítr-
um talið um 10,64% en ef miöað er
við aukningu í alkóhóllítrum er
aukningin 7,90%. Munurinn liggur í
því að neysla á bjór og léttvínum
eykst mun meira en á sterkum vín-
um sem í sumum tilfellum dregst
saman.
Sem fyrr er Egils Gull mest seldi
bjórinn á landinu en Viking kemur
fast á hæla Gullsins. I þriðja sæti er
Tuborg, Thule í því fjórða og Carls-
berg i því fimmta. Smimoff var vin-
sælasti vodkinn á síðasta ári, The
Famouse Grouse var vinsælasta
viskíið og Beefeater var vinsælsta
gintegundin. Bacardi var mest selda
rommið og Bailey’s mest seldi
líkjörinn.
Freyðivíniö vinsælt
Það er hins vegar áhugavert að
skoða hvar aukning í áfengissölu
er mest. Sala á freyðivíni jókst um
tæp 25% frá árinu 1998 og kom
langmest af þessari aukningu fram
í desember. Líklegt er að lands-
menn hafi birgt sig vel upp af
freyðivíni til að fagna árþúsunda-
mótum. Hins vegar er það bjórinn
sem ber höfuð og herðar yfir aðrar
áfengistegundir. Tæpur helmingur
af öllu því áfengi sem um æðar
landsmanna rennur er vegna
neyslu á bjór. Vodka er í öðru sæti
en 14% af drukknum áfengislitrum
eru vodka. Rauðvín er í þriðja sæti
með um 10% en aðrar víntegundir
mun minna.
1999 1999 1998
Lrtrar Alklítrar Alklítmr Br.m. ára
Rauðvín 826.815 100.172 84.662 18,32%
Hvítvín 307.675 34.657 31.275 10,81%
Rósavín 125.846 11.443 11.942 -4.18%
Freyðivín 139.270 13.396 10.727 24.88%
Portvín 19.869 3.899 3.737 4,34%
Sérri 55.971 9.577 9.603 -0.27%
Madeira 792 138 259 -46.72%
Vermútar 30.694 4.598 4.962 -7,34%
Aperitífar 4.286 764 925 -17,41%
Koníak 60.394 24.118 22.731 6,10%
Viskí 102.507 41.106 41.186 -0,19%
Brennivín 40.905 16.477 16.915 -2,59%
Vodka 352.522 137.862 139.567 -1,22%
Gin 62.869 24.964 23.677 5,44%
Séniver 6.529 2.408 2.693 -10,58%
Romm 36.825 13.883 12.159 14,18%
Ukjörar 100.029 25.398 24.232 4,81%
Bitterar 40.064 11.193 10.468 6,93%
Annað 213.265 36.918 35.963 2,66%
Bjór 9.092.368 466.433 419.999 11,06%
Samtals 11.619.495 979.404 907.681 7,90%
Skýrr og Tæknival í sam-
starf
Skýrr hf. og
Tæknival hf.
hafa gert með
sér samstarfs-
og viðskipta-
samning sem
felur m.a. í sér
að Tæknival
selur aðgang
að LoftNeti Árni Sigfússon.
Skýrr. Einnig
er ákvæði í
samningnum um að Tæknival
veiti Skýrr tæknilega ráðgjöf
varðandi uppbyggingu LoftNets-
ins, Skýrr kaupi ýmsan búnað
sem þarf til við uppbyggingu á
LoftNetinu af Tæknivali, gerður
verði þjónustusamningur milli
fyrirtækjanna vegna búnaðar sem
er hluti af LoftNeti Skýrr og enn
fremur að Skýrr selji viðskipta-
vinum búnað frá Tæknivali þar
sem það á við.
Minnsta atvinnuleysi
í 20 ár
Atvinnuleysi í Bretlandi féll
niður í aðeins 4% af vinnuafli í
desember sl. Þetta er tíundi mán-
uðurinn í röð sem atvinnuleysi
minnkar. Alls fjölgaði þeim um 22
þúsund sem fengu vinnu í desem-
ber en alls eru 1,16 milljónir Breta
án vinnu. Samt er búist við um
5% atvinnuleysi á árinu. Financi-
al Times greindi frá.
Methagnaöur hjá Citicorp
Citicorp, sem er stærsta fjár-
málasamsteypa Bandaríkjanna,
kynnti í gær metafkomu á fjórða
ársfjórðungi 1999. Hagnaður tíma-
bilsins var 2,62 milljarðar Banda-
ríkjadala og er það 287% meiri
hagnaður en á sama timabili árið
á undan. Hagnaður Citicorp á áir-
inu öllu var 9,87 milljarðar Banda-
ríkjadala, eða liðlega 700 milljarð-
ar króna, og er það 70% meiri'
hagnaður er árið áður.
Dow Jones lækkar
I fyrradag birtu yfir 100 banda-
rísk fyrirtæki afkomutilkynning-
ar og sýndu mörg fyrirtæki betri
afkomu en spáð hafði verið. Engu
að síður lækkaði Dow Jones-
hlutabréfavísitalan um 1,4% og
var lokagildi hennar 11.560,72 stig.
Nasdaq-hlutabréfavísitalan hækk-
aði aftur á móti um 1,6% og var
lokagildi hennar 4.130,81 stig.
Aukinn hagnaöur
Microsoft
Afkoma Microsoft á öðrum árs-
fjórðungi reikningsárs félagsins
var heldur betri en spáð hafði ver-
ið. Hagnaður tímabilsins var 2,44
milljarðar dollara eða 0,44 sent á
hvern hlut. Spáð hafði verið 42
senta hagnaði á hvem hlut. Betri
afkoma er einkum þökkuð góðri
sölu á tímabilinu en velta
Microsoft á öðrum ársfjórðungi
15.364 fólksbílar seldust árið 1999
- mesta salan er yfir sumartímann
Fólksbilasalan á síðasta ári var
góð og seldust alls 15.364 bílar. Töl-
umar hafa ekki verið endanlega
staðfestar en Skráningarstofan, sem
heldur utan um sölutölurnar, á ekki
von á því að neinar breytingar að
ráði verði á tölunum. Sem fyrr selj-
ast bílar best yfir sumartímann og
var júní söluhæsti mánuðurinn á
síðasta ári en þá seldist 1971nýr bíll.
Eftir mitt árið minnkar bílasalan
jafnt og þétt út árið og aðeins seld-
ust 759 bílar i desember sl. Með
nýju ári og hækkandi sól ætti bíla-
sala að glæðast á ný. Athuga ber þó
að í þessum tölum eru eingöngu
nýir innfluttir bílar en ekki þeir bíl-
ar sem fluttir eru inn notaðir til
landsins.
Toyota er sem fyrr söluhæsta bíl- Suzuki 599 3,90% Fiat 78 0,51%
tegundin á íslandi og alls seldi Daewoo 591 3,85% Audi 64 0,42%
Toyota 2.802 bíla og var með 18,24% Hyundai 588 3,83% Jeep 62 0,40%
markaðshlutdeild. Hins vegar hafa Ford 562 3,66% Chrysler 35 0,23%
bílafyrirtækin Hekla og Ingvar Honda 556 3,62% Saab 21 0,14%
Helgason svipaða markaðshlutdeild Isuzu 502 3,27% Dodge 12 0,08%
og Toyota því þau fyrirtæki eru með Peugeot 496 3,23% Chevrolet 5 0,03%
margar gerðir bifreiða a sinum Skoda 406 2,64% Porsche 3 0,02%
snæmm. Daihatsu 330 2,15% Lincoln 2 0,01%
Kia 310 2,02% Pontiac 2 0,01%
Fjöldi Hlutdeild Land Rover 211 1,37% Cadillac 1 0,01%
Toyota 2802 18,24% Mazda 202 1,31% GEO 1 0,01%
Volkswagen 1500 9,76% Galloper 148 0,96% GMC 1 0,01%
Nissan 1398 9,10% SsangYong 137 0,89% Oldsmobile 1 0,01%
Mitsubishi 952 6,20% Volvo 133 0,87% Rover 1 0,01%
Subaru 920 5,99% BMW 119 0,77% Seat 1 0,01%
Opel 785 5,11% Mercedes Benz 89 0,58% Samtals 15.364 100%
Renault 659 4,29% Alfa Romeo 79 0,51% Heimild: Skráningarstofan