Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 7 Fréttir Stærsta forvarnaverkefni VÍS til þessa hleypt af stokkunum: Börnin eru dýrmætust - 17 til 25 ára strákar valda flestum umferðarslysum Vátryggingafélag Islands hefur ráð- ist í stærsta forvamaverkefni sitt frá upphafi en nú hefur VÍS haldið skipu- lega umferðarfundi fyrir unga öku- menn í fimm ár. „Þó við björgum ekki nema einu mannslífi er tilgangi okkar náð,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, forvamafulltrúi VÍS. Árangurinn er veruleg fækkun umferðaróhappa og slysa meðal ungs fólks. Átakið nú er í samstarfi við auglýsingastofuna Gott fólk McCann Ericson. Markmið verk- efnis er að ná í auknum mæli til ungra ökumanna en það heitir „Sýndu þroska - aktu eins og maður“. Yngstu ökumennimir valda flestum tjónum í umferðinni og árlega slasast hundmð íslenskra ungmenna, á aldrinum 17-25 ára, alvarlega í umferðarslysum og sjö ungmenni látast. Mestur árangur hef- ur náðst í hópi 17 ára ökumanna en þeir sem sækja mnferðarfúndi VlS valda þriðjungi færri umferðarslysum en aðrir jafnaldrar þeirra. í hópi 18-20 ára ökumanna er munurinn 18-20%. Nú hafa alls um 12.000 manns sótt þessa fundi og í ljósi þessa góða árang- urs réðst VÍS í nýja verkefnið, Sýndu þroska - aktu eins og maður. Frásagnirnar láta engan ósnortinn Forvamaverkefnið byggist á þrem- ur nýjum myndböndum sem vom kynnt á blaðamannafúndi sem haldinn var í gærdag. Auk þessa hafa verið framleiddar sjónvarpsauglýsingar, út- varpsauglýsingar, dagblaða- og tíma- ritaauglýsingar og tímaritið STANZ er einnig komið út af þessu tilefni. Verk- efnið er hugsað til langs tíma eða að minnsta kosti til þriggja ára. Kostnað- urinn nemur tugum milljóna króna árlega. I myndböndunum er m.a. talað við fómarlömb umferðarslysa, aðstand- endur þeirra og lögreglumenn sem segja reynslusögur úr umferðinni. Þetta em sláandi frásagnir sem láta engan ósnortinn en þau verða sýnd á umferðarfundum VÍS. Fóru grátandi út Ragnheiður Davíðsdóttir sagði tim- ann sem á upptökum myndbandanna stóð hafa verið mjög erfiðan. „Sumir fóm grátandi út eftir upptökumar. Nær helmingi fleiri slys en1998 Þrátt fýrir forvamastarf hefur um- ferðarslysum fjölgað. Almenn vel- megun og þensla kallar á fleiri bíla. Á einu ári hefur t.d. bílafloti lands- manna aukist um 14.000. Fleiri bílar í umferðinni auka enn á áhættuna en afleiðingin er að fleiri umferðarslys eiga sér stað. Þrátt fyrir stærri bíla- flota hefur umferðarlöggæsla ekki aukist í jöfiiu hlutfalli og er talið að umferðarmannvirki standi ekki und- ir aukinni umferð. Líklegar skýringar á hlutfallslega fleiri tjónum meðal yngri ökumanna em að þeir aka hraðar en aðrir. Þátt- taka ungra ökumanna í umferðinni hefur aukist en þeim mun yngri sem ökumenn em, því minni reynslu hafa þeir. Þá em oft fleiri farþegar í bílum ungra ökumanna en það kann að hafa áhrif á tölur um fjölda slasaðra. -hól skrifstofuvörur og ritföng 0 MultiCopy Ijósritunarpappír A4 hvítur 5x500 blöð 1.492 kr. (!) Elba bréfabindi A4 7cm gráyrjótt stk. 186 kr. O Tartan Ijósritunarqlærur A4 100 stk. 1.234 kr. © FILA-TRATTO kúlupennar bláir/svartir/rauðir 50 stk. 910 kr. Rekstrarvörur - svo þú getir sinnt þínu Réttarhálsi 2*110 Reykjavík • Sími 520 6666 • Bréfsími 520 6665 rættust. Valgeir Ómarsson varð fyrir hræöilegu slysi á Reykjanesbraut annan dag jóla fyrir rúmu ári en hann er einn af mörgum fórnarlömbum umferðarslysa. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnafulltrúi VÍS, og Axel Gíslason, forstjóri VÍS eru til vinstri á myndinni en þau kynntu forvarnarverkefni VÍS til aö minna unga ökumenn á alvarleika umferðarinnar. Myndin var tekin á málþingi sem haldið var í gærdag. DV-mynd E.ÓI. Þegar heim kom fóðmuðum við böm okkar óvenjufast." Fjöldi fómarlamba og aðstandenda þeirra var viðstaddur þegar mynd- böndin voru kynnt í gær. Ekki er að sökum að spyrja að frásagnimar tóku á þá sem þátt tóku í verkefninu, í það minnsta setti áhorfendur hljóða á með- an sýningu stóð. „Ég treysti mér ekki til að tjá mig um bróðurmiss- inn,“ sagði Jónína Ósk Lárasdóttir í samtali við DV, en hún missti bróður sinn, Magnús Örlyg, í umferðarslysi. Foreldrar Magn- úsar heitins og Jónínu em meðal þeirra aðstand- enda sem segja frá sárum missi og framtíðaráform- um sem aldrei AV/S Bílaleiga Kr. á dag (ekkert daggjald) AVIS mælir með Opel \ hafder) S:568-8888 Dugguvogur 10 - 104Reykjavik 989 »r. Í»T*3 l»IITTII FTIIIILLI m J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.