Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fögnuður með fyrirvara Samkvæmt nýrri reglugerð landbúnaðarráðuneytisins verður næsta haust bannað að selja hér á landi tilbúinn áburð, sem hefur meira en 10 millígrömm af kadmíum á hvert kíló af fosfór. Hingað til hefur lágmarkið hér verið 50 miUígrömm og 50-100 milliígrömm í Evrópu. Þessi hertu mörk munu gera íslenzkan landbúnað vist- vænni en hann hefúr verið og afurðir hans hollari. Um leið fela þau í sér, að verið er að styðja innlendan áburð- ariðnað á kostnað landbúnaðarins, sem verður að greiða fyrir dýrari áburð en ella hefði verið. Áburðarverksmiðjan hefur í vetur orðið að sæta sam- keppni innflutnings á ódýrum áburði, sem stenzt gömlu 50 milliígramma kröfúna, en ekki nýju 10 millígramma kröfuna. Framleiðsla Áburðarverksmiðjunnar stenzt hins vegar nýju 10 millígramma kröfuna. Deila má um, hvort vegi þyngra í landbúnaðarráðu- neytinu, viljinn til að styðja innlenda iðnaðarframleiðslu eða viljinn til að gera innlenda búvöru hollari. Algengt er, að þetta fari saman og hefur það víða um heim orðið ágreiningsefni í viðskiptum ríkja og ríkjasamtaka. Til dæmis er flókið að meta, hvort andstaða Evrópu- sambandsins við innflutning erfðabreyttra matvæla frá Bandaríkjunum sé fremur heiðarleg umhyggja fyrir heilsu Evrópubúa eða öllu heldur tilraun til að útiloka samkeppni ódýrs innflutnings að vestan. Hitt er óhætt að fullyrða, að ekki munu rætast yfirlýst- ar væntingar ráðuneytisins um aukið svigrúm til út- flutnings landbúnaðarafurða og betra verð þeirra. Þær reglur, sem ráðuneytið setur um vistvæna framleiðslu hafa nákvæmlega ekkert gildi utan landsteinanna. Hins vegar eru alþjóðlegir og Qölþjóðlegir staðlar um lífræna framleiðslu, sem gefur hærra verð en venjuleg framleiðsla. í lífrænni framleiðslu er tilbúinn áburður al- veg bannaður. Ráðuneytið hefur ekki gert marktækar ráðstafanir til að hvetja til slíkrar framleiðslu. Yfirvöld landbúnaðarins í ráðuneyti og bændasamtök- um hafa reynt að bregða fæti fyrir viðurkennda og vott- aða framleiðslu lífrænnar búvöru hér á landi, af því að hún kostar miklar breytingar á framleiðsluháttum og leyfir engar ódýrar og séríslenzkar undanþágur. í staðinn eru yfirvöld að reyna að byggja upp sérstak- ar reglur um það, sem þau kalla vistvænan landbúnað. Reglumar eru klæðskerasaumaðar fyrir landbúnaðinn eins og hann er, svo að kostnaður verði hóflegur. En regl- urnar gilda því miður bara fyrir ísland. Auðveldara væri að trúa góðum vilja ráðuneytisins um bætta sambúð landbúnaðar við landið, ef það væri ekki bara að fmna ódýrar lausnir, heldur styddi einnig tilraunir til að gera landbúnaðinn þannig, að hann stand- ist alþjóðlega staðla um úrvals framleiðslu. Út af fyrir sig er gott, að minna kadmíum verði hér eft- ir í áburði, sem notaður er á íslandi. Enn betra væri, ef það væri ekki sértæk aðgerð, miðuð við sértæka hags- muni, heldur liður í víðtækum aðgerðum til að gera landbúnaðarafúrðir hollari en þær eru núna. Tíminn mun leiða í ljós, hvort sinnaskipti hafa orðið í ráðuneytinu, hvort það hafi raunverulegan áhuga á að bæta sambúð landbúnaðarins við landið, hvort það vill til dæmis styðja framleiðsluaðferðir, sem fjölþjóðlegt samkomulag er um að fái verðmæta gæðastimpla. Gæðastimplar, sem íslenzk yfirvöld hyggjast veita, hafa einir út af fýrir sig ekki markaðsgildi og gera lítið annað en að teQa fyrir, að alvörustimplar fáist. Jónas Kristjánsson Svosem tvisvar í viku eru okkur sagðar fréttir af sam- runa fyrirtækja. Útgerðar- fyrirtækja hér heima. AIls- konar stórvelda erlendis - nú síðast skríða America Online og Time Wamer í eina sæng og úr verður geipilegur íjölmiðlarisi sem metinn er á 25 þúsund milj- arða. Og menn súpa hveljur yfir ævintýralegum upp- hæðum og fyllast hryggð yfir því hve smáir karlar og auralitlir þeir eru í heimin- um. Þessar fréttaþulur eru yf- irleitt bomar fram í ljóma einlægrar trúar á stærðina: stærra er betra, meira er betra. Sléttmálgir og vel hannaðir talsmenn samrun- ans flytja í hressilegum takti sína rullu: nú kemur hagræðing og aukinn arður og öllum vegnar betur og fréttamenn kinka kolli í fyr- irhafnarlausu samþykki. Samrunanum er lýst sem þeirri lífgefandi flóðbylgju sem lyftir öllum bátum upp í hlýrri og betri sjó þar sem allir flska meira. Allir að tapa? Það var því merkileg reynsla þegar fyrr i vetur heyrðist ein rödd sem gekk þvert á þennan volduga kór „Samrunanum er lýst sem þeirri lífgefandi flóðbyígju sem lyftir öllum bátum upp í hlýrri og betri sjó þar sem allir fiska meira.“ - Voldugur og samstilltur kór sam- runagleðinnar. Samruni fyrirtækja veg einn á báti: það var staðfest í greinargerð sem Hrannar Hólm birti í Morgunblaðinu á dög- unum. Þar var sagt frá athugun alþjóðlegs ráð- gjafarfyrirtækis á raun- verulegum niðurstöðum samruna fyrirtækja á seinni misserum. Þar er flest að vísu miðað við hag hluthafa einna, en niðurstaðan er á sama veg: í 80% tilvika græða þeir ekki á samruna og í helmingi tilfella tapa þeir beinlínis fé. Leiöinlegri heimur En auðvitað er brýnast „Og síðast en ekki síst: þessi hraðvöxtur risa skerðir lýðræð- ið, flytur jafnt og þétt vald frá þingum og ríkisstjórnum til þess forstjóravalds sem er á góðum vegi með að gera stjórnmál að hálfgerðri markleysu víða um heim.“ Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur samrunagleðinnar. Maður kom í sjón- varp og sagði að samrunagleðin væri reist á blekk- ingu og lygi. Raun- in væri sú, að sam- runi fyrirtækja væri í flestum til- vikum afar óhag- kvæmur. Hann leiddi yfirleitt til þess að allir töp- uðu: hluthafar, við- skiptavinir og svo starfsfólk (en eins og allir vita er venjulega byrjað á því eftir samruna að reikna það út að 15-30% starfs- manna séu óþarfur kostnaðarauki og eru þeir reknir). Þessi sérfróði mað- ur hélt því fram, að samruni fyrirtækja kæmi sjaldan nokkrum öðrum að gagni en valdafíkn- um forstjórum sem vildu efla og styrkja sjálfa sig í lénsveldi auðsins. Þessi maður gekk reyndar svo þvert á allt sem fjöl- miölanotendur eiga að venjast að líkast til hefði enginn hleypt hon- um í íslenska sjónvarpið hefði hann ekki verið þekktur og banda- rískur fyrirlesari. Ekki rær þessi sérfræðingur al- að hugsa i þessu samhengi um „hinn almenna mann“ eins og Guðmundur jaki var vanur að segja: hvaða áhrif hefur samruni fyrirtækja á hann? Þegar var minnst á þá afleiðingu stærðar- sóknar sem flestir kannast við: fjöldauppsagnir sem um leið eru oft notaðar til að þrýsta niður kjörum þeirra sem endurráðnir eru - einkum ef þeir eru í lægri launaflokkum. í annan stað hljóta menn að nefna mikla samþjöppun valds sem vinnur gegn fjöibreytni, fækkar valkostum. Ekki aðeins með því að heimur allur hverfi undir þrjár - fjórar tegundir af verslanakeðjum sem allar selja sama kókið, sömu komflögur, sömu pitsur, sömu pakkasúpur og sama skyndikaffi. í fjölmiðlaheimi þýðir forræði æ færri og ríkari aðila í raun að mál- frelsi skerðist, líkur á að andófs- raddir heyrist rýma jafnt og þétt, sömuleiðis vonir til þess að frum- leg sköpunarviðleitni fái að sprikla án fyrirheita um vísan hagnað. Risamir í þeim heimi mylja með vaxandi þunga allt undir þann samnefnara sem kem- ur fram í fáránlegum dansi kring- um fræg nöfn, í stöðluðum hasar, hrolli og aulafyndni, veröbréfa- bjartsýni og hvimleiðri gægjuflkn í garð þeirra sem hafa orðið fyrir hörmungum og ógæfu. Og síðast en ekki síst: þessi hraðvöxtur risa skeröir lýðræðið, flytur jafnt og þétt vald frá þing- um og ríkisstjómum til þess for- stjóravalds sem er á góðum vegi með að gera stjórnmál að hálf- gerðri markleysu víða um heim. Enda var það skýrt tekið fram á dögunum, að fyrirtæki upp á 25 þúsund miljarða veltir meiru en mörg þjóðríki. Ámi Bergmann Skoðanir annarra Öðruvísi hér en þar „íslenskt efnahagslíf hefur á siðustu árum tekið stakkaskiptum. Sá stöðugleiki sem ríkt hefur undan- farin ár og það aukna frelsi og opnun gegn umheim- inum, sem komið hefur verið á, hefur gert fyrirtækj- um kleift að gjörbylta starfsháttum sínum. Við- skiptalífið hefur alþjóðavæðst og við erum í ríkara mæli hluti af hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfl en áður var. Af einhverjum ástæðum virðast hins veg- ar ekki öll lögmál hins alþjóðlega viðskiptalífs hafa náð fótfestu hér á landi. Samkvæmt útreikningum Alþýðusambands ísiands, sem birtir voru í síðustu viku, hækkaði matvara um 5,4% á síðasta ári ... Hvemig stendur á þessum umskiptum? ... Hefur verslunin með óbeinum hætti verið að hækka álagn- ingu sína með því að láta hagstætt gengi ekki endur- speglast í verðlagi?" Úr forystugreinum Mbl. 19. janúar. Ábyrgö á annarra fé „Að undanfórnu hefur verið áberandi umræða í þjóðfélaginu um ábyrgö þeirra sem fara meö ann- arra fé meö það að markmiði að ná fram hagstæðri ávöxtun. Umræðan hefur tengt anga sína víða og meðal annars náð til fjárfestingarákvarðana lífeyris- sjóða sem sumir hverjir hafa veriö gagnrýndir fyrir að fjárfesta í fyrirtækjum á grundvelli byggðarsjón- armiöa en ekki arðsemissjónarmiða. Hún hefur náð til banka og verðbréfafyrirtækja og flestra þeirra sem sýsla með peninga. Engu að síður virðist um- ræðan ekki hafa náð nógu víöa.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 19. janúar. Markaðslaun „Verslunarmannafélag Reykjavíkur fer nú fram meö þá kröfu að í næstu kjarasamningum verði samið um markaðslaun. Það er skiljanlegt og eðlilegt markmið fyrir félagið. Að það lifi í samræmi viö raunveruleikann í samfélaginu ... Samkvæmt þessu er það meginregla að félagsmenn VR semji beint við atvinnurekendur ... Með öðrum orðum: VR er í raun að viðurkenna að það geti ekki samið af viti fyrir meginþorra félagsmanna. Og því „verðmætari“ sem launamaöurinn er, því minna getur félagið gert fyr- ir hann ... Satt best að segja hafa ekki komið mörg skilmerkileg rök fyrir að reyna ekki VR leiðina." Stefán Jón Hafstein í Degi 19. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.