Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Síða 22
26 FMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 Fréttir Sjómenn segja útlit fyrir mikla loönuveiði: Það þarf að bæta 200-300 þúsund tonnum við kvótann - segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni frá Akureyri DV, Akureyri: „Við erum á miðunum, um 80 míl- ur suðaustur af Norðfjarðarhomi, og emm að nudda þetta. Við emm komnir með um 650 tonn í bátinn eft- ir tveggja nátta veiði,“ sagði Bjami Bjamason, skipstjóri á nótaskipinu Súlunni frá Akureyri, í gær, en Súlan var þá á loðnumiðunum austur af landinu. Bjami segir að ekki sé hægt að tala um neina mokveiði á loðnunni enn sem komið er og sérstaklega gangi erfiðlega hjá nótabátunum enn þá þar sem loðnan sé bæði dreifð og fari djúpt. „Það er ekki hægt að tala um að það sé neinn kraftur í þessu enn Héraðsdómur Norðurlands eystra: Fangelsisdómur vegna áreksturs DV, Akureyri: Nítján ára stúlka hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmd í 30 daga fangelsi og svipt ökuleyfi vegna árekstrar sem varð á mótum Hafnarstrætis og Drottn- ingarbrautar á Akureyri i júlí á síðasta ári. Stúlkan ók bifreið austur Hafn- arstræti og beygði inn á Drottning- arbraut. Þar skall bifreið hennar á bifreið sem ekið var suður Drottn- ingarbraut en biðskylda er þegar ekið er inn á Drottningarbrautina. Ökumaður biíreiðarinnar sem ekið var eftir Drottningarbrautinni slas- aðist talsvert og einnig missti hann minnið og man hvorki eftir aðdrag- anda árekstursins eða árekstrinum sjáifum. Fyrir dómi þótti sannað að orsakir árekstursins mætti setja á reikning stúlkunnar. Hún var dæmd í 30 daga fangelsi en með hliðsjón af ungum aldri hennar var refsingu frestað í tvö ár haldi stúlk- an almennt skilorð. Stúikan var með ökuskírteini til bráðabirgða og hafði einungis haft það í einn mán- uð. Hún var svipt ökuleyfi í 4 mán- uði og einnig gert að greiða allan sakarkostnað. -gk þá því það tekur bátana 2-3 sólar- hringa að fá í sig. Loðnan er ekki komin í stand enn þá. Hún fer núna að ganga upp á kant- ana en þá týnist hún og skilar sér ekki fyrr en í lok mánaðarins eða í byrjun febrúar einhvers staðar nálægt Homa- firði. Þetta er það munstur sem hún hefur verið í undanfarin ár og mér sýnist ekki ætla að verða á því nein breyting núna. En það er allavega hægt að fullyrða að þetta litur ekkert verr út núna miðað við árstíma en venjulega og loðnan virðist vera stór og vel á sig komin,“ segir Bjami. Hann segir skipin sem nota flottroll við veiðamar standa mun betur að vígi, ekki hvað síst vegna þess að þau geti togað á daginn þegar loðnan fer allt niður á 100 faðma dýpi. Nótaskipin komast hins vegar ekki með nætur sínar neðar en á 40-50 faðma. En hvemig metur Bjarni ástandið - enn er eftir að veiða um 440 þúsund tonn af útgefnum upphafs- kvóta, tekst það? „Já, það næst, það er engin spum- ing að þetta er of lítið fyrir okkur. Það þarf að bæta við þetta 200-300 þúsund tonnum, við munum ná því. Það er mikið af loðnu, hvaðan í andsk... sem hún hefur komið, og ekki nein ástæða til annars en bjart- sýni. Það era hins vegar verðlagsmál- in sem era stóra vandamálið," segir Bjami. -gk Bjarni Bjarnason skipstjóri: „Það er mikiö af loðnu í sjónum." Mest loöna til Eskifjaröar - tæplega 450 þúsund tonn eftir af kvótanum DV, Akureyri: Eskifjörður er hæsti löndunar- staður loðnu á vetrarvertíðinni sem hefur staðið yfir frá áramótum. Þangað höfðu í fyrradag borist 13.573 tonn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Næstmest var komið til Neskaup- staðar, 12.031 tonn. Næstu staðir hvað aflamagn varðar voru Seyðis- fjörður með 7:716 tonn, Fáskrúðs- fjörður, 5.176 tonn, Grindavík, 3.805 tonn, Vopnafjörður, 3.213 tonn, og Raufarhöfn, 2.150 tonn. Vetrarvertíð frá áramótum hafði skilað tæplega 50 þúsund tonnum. Vonbrigðin eru fyrst og fremst með sumar- og haustvertíð en þá veiddust ekki nema rúmlega 80 þúsund tonn sem er það lélegasta sem menn þekkja undanfarin ár. Upphafskvóti samkvæmt tillögu Fiskistofu nam 576 þúsund tonnum og era óveidd rúm- lega 440 þúsund tonn af þeim kvóta á vertið sem stendur að öllum líkindum ekki nema fram í mars. gk rft 8 wjg mwÆ- WÉ gM ri i fe ® .fi áHí&m ls M w?.m Ö'W ■mS' ■40N kkti 3 ^«1 frSI ifey Me f sí Æ jfö. Cjí Jgír '’matr Fylgist með umfjöllun um holla lifnaðarhætti í DV, á Bylgjunni og Stöð 2. Leiðbeiningar: Fáðu þér stimpilkort í næstu sundlaug eða líkamsræktarstöð sem er í samstarfi við okkur eða verslun Nanoq í Kringlunni. Mættu fimmtán sinnum í holla hreyfingu eða verslaðu í Nanoq og fáðu stimpil í hvert skipti. Þeir sem skila kortinu inn til DV fyrir 29. janúar lenda í glæsilegum heilsupotti þar sem veglegir vinningar eru í boði. Svo verða 50 heppnir aðilar sem senda inn 5 tappa af Egils Kristal dregnir út og fá kippu af Egils Kristal. 989 LYFJA Lyl á lágmarkavarði Hr**?ÍÍH? HAKOqV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.