Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Side 32
36 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 > onn Ummæli ( Launahækkanir og innstæða „Kröfur okkar, sem ég reikna með að verði lagðar fram sem krónutöluhækkan- | ir, þurfa ekkert að skelfa viðsemjend- ur okkar, einfald- , lega vegna þess \ , að það er til inn- ! stæða fyrir þeim hækkunum sem f við munum fara | fram á og berjast fyrir.“ Aðalsteinn Baldursson, form. fiskvinnsludeildar VMSÍ, í DV. Ráðherra skjallaður „Menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins dúkkaði upp, öllum á óvörum. Hann kom fram sem kvikmyndagagnrýn- andi og hældi Englum alheims- ins. Tveir aðstandendur mynd- arinnar sáu um að skjalla ráð- herrann í harðri samkeppni við spyrlana." Reynir Torfason, um Kastljós- þátt, í DV. Uppgjöf? „Efnahagsstefna Sjálfstæðis- flokksins er kom- in aö fótum fram og nú hefur sann- ast um síðir að flokkurinn sem barið hefur sér á brjóst fyrir að vera einum treystandi fyrir fjármálum þjóðarinnar hefur gefist upp á verkefninu." Björgvin G. Sigurðsson, Sam- fylkingunni, í DV. Seðlaprentunin mikla „Hin hliðin á núverandi kerfi er sú að þarna fer fram einhver skefjalausasta seðla- prentun seinni ára. Aðilar sem eru að selja kvóta „sinn“ háum upphæðum fá I hendur peninga sem ekkert stendur á bak við nema úthlutun hvers árs fyrir sig.“ Bjarni Kjartansson verkefnis- stjóri, í Morgunblaðinu. Lögfræðingar og geimfarar „Það mætti út frá þessu hlutfalli halda að verið sé að velja geim- fara." Finnur Beck, form. Stúdentaráðs, um hátt hlutfall lög- fræðinema sem féllu, í Degi. I Sveitarfélag græðir „Það eru ekki öll sveitarfélög sem geta státað af því að græða á hlutabréfamarkaði." Reynir Þorsteinsson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, en sveftar- félagið fjárfesti í DeCode, í DV. .. 0~ dm i, i mtfWi—Mrtinu J* +^ f Skíðasvæði landsins Siglufjörður Olatsfjörðurl N *Húsavík Dalvlk Akureyri Seyðisfjörður > ' Kerlingar- fjöll Egilsstaðir • Neskaupstaður Bláfjöll, Skálafell, Hengilssvæðið \ DV Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, íþróttamaður Akraness: Nú þarf ég að hafa iyrir þessu öliu saman DV, Akranesi: „Arangur minn á síðasta ári var mjög góður þannig að ég átti góða möguleika á titlinum," segir Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, nýkjörin iþrótta- maður Akraness fyrir árið 1999. Kol- brún Ýr er ein fremsta sundkona landsins og náði góðum afrekum á síðasta ári. Hún er komin af miklum íþróttaættum. Afi hennar, Ríkharður Jónsson, var einn besti knattspymu- maður landsins á sinum tíma, var fs- landsmeistari með gullaaldarliði ÍA og þjálfaði auk þess liðið og einnig lék hann með íslenska landsliðinu. Frændi hennar, Ríkharður Daðason, hefur staðið sig vel með Víkingi frá Stavangri og íslenska landsliðinu. Kolbrún segir 3OT2 Maður dagsins missti hún í skóla. Maður þarf bara að læra vel og mikið þegar maður er heima þvi þá missir maður ekki eins mikið úr.“ Kolbrún segir keppnisferðir mjög dýrar - „sérstaklega á síðasta ári því þá ég fór víða að keppa. Þá borgaði ég fyrir þjálfarann minn líka þó að um landsliðsferðir væri að ræða. Ég er búin að vera á styrk frá Ólympíu- samhjálpinni Ungir og efnilegir núna í rúmt hálft annað ár og fékk einnig styrk úr Minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar og frá fþrótta- bandalaginu í haust upp á 300 þús. SPEEDO-umboðið hefur séð mér fyrir sund- fatnaði og öðra því sem fylgir sundinu og aðeins taktinn í lokin. „Ég er komin á þann aldur núna að ég þarf að hafa meira fyrir því að ná árangri. Erflðar æfmgar sitja lengur í skrokknum en þegar maður var yngri. En hæfileik- inn er enn til staðar svo fram undan eru miklar æfingar." Ef ég lít yfir síðasta ár þá standa mest upp úr Smáþjóðaleikamir í Liechtenstein. Þar náði ég góðum tima í 200 m baksundi. Svo voru það líka Evrópumeistaramótin í sumar þar sem ég náði bestum árangri sem ís- lensk stúlka hefur náð á Evrópumeist- aramóti unglinga og varð í 5. sæti í 50 m skriðsundi. Hins vegar var ferðin á þessi Evrópumót í Moskvu og Instan- búl mjög erfið og tók sinn toll af okk- ur sem fórurn." Kolbrún segir að allar þessar keppnis- og æfmgaferðir hafi ekki áhrif á námið hjá henni. „Mér hefur alltaf gengið vel Leppinn styrkir mig með því að sjá mér fyrir fæðubótar- efhmn. Áður en ég fékk þessa styrki voru foreldrar mínir nánast bún- ir að borga fyrir mig það sem þurfti og ekki bara í ferðum því maður þarf að lifa þar fyrir utan líka og ég hef ekki haft möguleika á að vera í vinnu. Það er frekar erfitt að vera á sautjánda ári og þurfa að biðja mömmu eða pabba um pening til þess að fara í bíó.“ Hvað er svo fram undan á árinu 2000 hjá þér? „Ég er að fara til Dan- merkur núna, 23. janúar, en þar verð- ur fyrsta tilraunin mín við ólympíu- lágmarkið. Árangurinn þar ræður svo einhverju um framhaldið. Ég fer trúlegast utan í sumar að keppa á einhverjum mótum því nauðsynlegt er að fá keppnisreynslu á stórum mótum. Það er eftir að ákveða hvaða mót það verða. En það sem er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér núna í sundinu er ólympíulágmark- ið.“ Kolbrún reynir sem hún getur að vera með vinum sínum: „Maður hef- ur nú ekki mikinn tíma fyrir annað en sundið og skólann núna en einhvem veginn þá tekst mér að vera með vinum mínum svona inn á milli. Þetta reddast allt einhvem Grafíknemar sýna í Tryggvagötu: Hraun Um þessar mundir sýna nemendur sem eru á þriðja ári í grafík við Listaháskóla Islands í sýningarsal íslenskr- ar grafíkur, Tryggvagötu 17 (Hafnarhúsinu, hafnarmeg- in). Sýningin ber yfirskriftina Hraun og er nálgun þeirra sem standa að sýningunni hver með sínum hætti undir leiðsögn kennara Listaháskól- ans. Þau sem sýna eru: Bjami Björgvinsson, Díana__________________ M.Hrafnsdóttir,Elva Q' J. Th. Hreiðarsdóttir, Oyilingar Lilja Karlsdóttir, Sig- urður Hrafn Þorkelsson, Sím- ir H. Einarsson, Stella Sigur- -- geirsdóttir, Þuríður Una Pét- ursdóttir. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og er síðasti sýningar- dagur 30. janúar. Hér Særún Stefánsdóttir myndlistarkona hefur opn- aða sýningu í gall- erí@hlemmur.is, Þverholti 5. Á sýningunni, sem ber nafnið Hér, sýnir Særún verk sem hún hefur unnið -----að á síðastliðnu ári. Þetta er fyrsta einkasýning Særúnar síðan hún mastersnámi frá School of Art. stendur til 30. lauk Glasgow Sýningin janúar. Raka saman fé Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. Aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, Ricco Saccani, stjórnar hljómsveit- inni í kvöld. Sinfóníur Beethovens Sinfóníutónleikar verða í Há- skólabíói í kvöld og eru þeir í Rauðu áskriftarröðinni. Verða tón- leikar þessir endursýndir á laugar- dag kl. 16. Á efnisskránni eru að- eins tvö verð, en þau era af stærri geröinni. 1. og 9. sinfónía Beet- hovens. Hljómsveitarstjóri er Ricco Saccani og einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Finnur Bjarnason og Guðjón Óskarsson, ásamt kór ís- lensku óperunnar. Ludvig van Beethoven var orðinn 29 ára gamall þegar hann kynnti fyrstu sinfóníu sína fyrir heiminum á tónleikum í Hofberg-leikhúsinu í Vín 2. apríl árið 1800. Sinfónían bar með sér það sjálfsöryggi sem átti eft- ir að vera einkenni Beethovens alla ævi. Þegar hér------------------ var komið hafði TÓllleÍkar hann þegar _____________________ samið kantötur, kammerverk, tvo píanókonserta og minni háttar hljómsveitarverk, svo tími var kom- inn til að ráðast í sinfóníuformið. Níunda sinfónían er eitt af mestu tónverkum sögunnar. Beethoven lauk við samningu þessa mikla og volduga tónverks í mars 1824 og var það frumflutt í Vín 7. maí sama ár undir stjóm Beethovens. Það fylgir frásögninni um frumflutninginn að flytjendunum hafi verið ráðlagt að hafa auga með fyrstu flðlu og fylgj- ast með hreyflngum konsertmeist- ara því að hljómsveitarstjórinn, Beethoven, var þá orðinn algjörlega heymarlaus. Bridge Helgina 25.-27. febrúar næstkom- andi fer fram hið árlega Forbo-boðs- mót sveita í hollensku borginni Haag. Um árabil hafa margar af sterkustu sveitum Evrópu mætt til leiks í mót þetta og íslensk sveit jafnan verið meðal þátttakenda. í tilefni komandi móts skulum við skoða hér eitt spil frá mótinu á síð- asta ári sem kom fyrir í síðustu um- ferð úrslitariðilsins milli Svía og Hollendinga. í opna salnum sátu Svíamir Nilsson og Lindberg í AV, norður gjafari og NS á hættu: * ÁKG107432 * 5 * 103 * 109 4 95 4 D * 9643 * G876 * 8542 N ÁKD10872 ♦ 5 * K63 * 86 •» G ♦ ÁKD942 * ÁDG7 Norður Austur Suður Vestur Eijck Nilsson Zhao Lindberg 4 * 5 •» 6 4 pass pass 7 •» dobl p/h Svíamir treystu því að Hollend- ingamir vissu hvað þeir væru að gera og tóku 7 hjarta fómina yfir 6 spööum. Vöm Hollendinganna var kæruleysisleg og Nilsson slapp að- eins 4 niður (800 í dálk Hollend- inga). Sagnir tóku óvænta stefnu í lokaða salnum: Norður Austur Suður Vestur Fallen Tuwank Nilsland Nurmo 4 * 5» 5 4 p/h Svíamir Fallenius og Nilsland voru með sagnvenju sem kölluð er (suður-afrískur) Texas í sínum fór- um. Hún gengur út á að opnun á fjórum laufum/tíglum lofar 8,5-9 slögum í hjarta/spaða. Opnun Falleniusar á 4 spöðum sýnir færri slagi og það er ástæðan fyrir þvi að Nilsland ákvað að segja aðeins 5 spaða. Svíamir fengu 12 slagi í þessum samningi og töp- uðu því 3 impum í stað þess að græða 12 ef slemman hefði náðst. Hollendingamir unnu leikinn 16-14 sem nægði þeim í annað sætið í mótinu. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.