Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2000, Page 36
NÝR
SUBARU
'ACY
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
t hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
Ólga vegna nýs launakerfis bæjarstarfsmanna:
Stóðumælaverðir
hærri en vagnstjórar
- óþolandi, segir Kristján Guömundsson, stjórnarmaður SVR
Bílstjórar Strætisvagna Reykjavík-
ur eru ævareiðir eftir að þeim var
kynnt nýtt launakerfi bæjarstarfs-
manna. í launatöflu sem tók gildi
þann 1. janúar sl. má sjá það svart á
hvítu að bílstjórar eru nokkrum
launaflokkum neðar en stöðumæla-
verðir. Vagnstjórar eru í flokki 104 og
106 en stöðumælavörðum er skipað í
flokka 119 og 120. Samkvæmt 7. þrepi
'v fá stöðumælaverðimir annars vegar
rúmar 113 þúsund í mánaðarlaun og
hins vegar tæplega 115 þúsund krón-
ur. Vagnstjórar í sömu þrepum fá í
laun rúmlega 90 þúsund krónur og
tæplega 92 þúsund krónur. Þykir bíl-
stjórunum að starfsheiðri sínum og
afkomu vegið þar sem ekki sé saman
að jafna ábyrgð þeirra og stöðumæla-
varða. Marías Sveinsson, trúnaðar-
maður bílstjóra, segir vagnstjómm
mjög brugðið. Nýja launakerfið sé illa
kynnt og hafi komið flatt upp á þá.
„Að stöðumælavörðum ólöstuðum
íl er ekki saman að jafna ábyrgð þeirra
ástarleikir
í Fókusi, sem fylgir DV á morgun,
eru taldir upp spennandi staðir í
Reykjavík þar sem pör í léit að til-
breytingu geta notist. Einnig er
fjallað um hösl og Fókus gefur miða
á hina tælandi kvikmynd Romance
sem sýnd er í Bíóborginni. Leikkon-
an Jóhanna Vigdís léttir á sér og ör-
(| yggismyndavélar borgarinnar eru
■* til umfjöllunar. Lífið eftir vinnu,
leiðarvísir um skemmtanalífið, er
svo að sjálfsögðu á sínum stað.
Tælandi
80.000
80.000
90.424 kr.
og okkar. Það er því mjög undarlegt
að laun þeirra skuli vera hærri. Þá
höfum við einnig bent á að bókabíl-
stjórar eru hærra metnir til launa en
við eða sem nemur 10 flokkum. Fyrir-
fram hefði ég talið að því fylgdi meiri
ábyrgð að aka lifandi fólki en bókum.
Því hefur verið svarað til að þeir sem
aki bókabílum séu jafnframt bóka-
safnsfræðingar. Strákar frá okkur eru
að aka bókabilunum þannig að þetta
stenst ekki,“ segir Marías.
Boðað hefur verið til fundar vagn-
stjóra í tilefni þessa í dag.
„Við enim undir mikilli pressu i
starfi okkar vegna leiðakerfisins og
knappra tímaáætlana. Við erum alltaf
á útopnu og það eru mörg dæmi um
að lögreglan sekti bflstjóra og sumir
eru komnir nærri því í punktafjölda
að verða sviptir akstursleyfi. Það er
mjög ólíkt því sem gerist hjá stöðu-
mælavörðum sem eru á hægu rölti
um bæinn. Við verðum að bregðast
við þessari aðfór að kjörum okkar,“
segir hann.
Marías segist fá þær skýringar á ör-
lögum bílstjóra í nýju launakerfi að
það sé vegna þrýstings SVR sem leggi
ofurkapp á að halda niðri launum.
„Við spurðum formann Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar
hvemig stæði á þessu og svarið var að
það væri SVR sem héldi okkur svona
niðri í launum," segir hann.
„Strætisvagnabílstjórar hafa miklu
meiri ábyrgð í starfi sínu en stöðu-
mælaverðir. Það er fráleitt að þeir séu
undir í launum og ég mun að sjálf-
sögðu taka þetta mál upp innan
stjómar," segir Kristján Guðmunds-
son, stjómarmaður í SVR. -rt
London á þriöjudag:
Tyson reyndi viö íslenska
Hnefaleikarinn Mike
Tyson reyndi að fá is-
lenska stúlku tfl við sig í
tískuvöruverslun
Gucchi’s í London siðast-
liðinn þriðjudag. Tyson
er sem kunnugt er stadd-
ur i London til að berjast
og hefur vakið óskipta at-
hygli heimamanna hvar sem hann fer.
Meðal annars leit hnefaleikarinn inn í
verslun Gucchi’s í Sloan Street þar
sem Díana Bjamadóttir hefur starfað
sem afgreiðslustúlka undanfarin ár.
Versluninni var lokað á meðan
Tyson valdi sér klæði til kaups og af-
greiddi Díana hann af kunnáttusemi,
enda með reynslu úr verslun Armani
þar sem hún starfaði áður. Að sögn
kunnugra var engu líkara en Tyson
skipti um ham er hann
sá Diönu og hafði ekki
af henni augun á með-
an á viðdvöl hans stóð.
Gerðist hann ágengari
eftir því sem minút-
urnar liðu og undir
lokin var hann farinn
að bjóða hinni ís-
lensku afgreiðslustúlku út með mikl-
tun þjósti. Var hann líkastur nauti í
flagi er hann reyndi að koma á stefnu-
móti sem átti helst að hefjast strax.
Linnti Tyson ekki látum fyrr en um-
boðsmaður hans gekk á milli og hafði
hnefaleikarann á brott með sér.
Díana hefur verið búsett í London
um árabfl, er rúmlega þrítug og hvers
manns hugljúfi. Eftir henni var haft
að Tyson kynni ekki mannasiði. -EIR
Mike Tyson í London i gær.
ijanuar
i A > I l' 1 ‘ i t, ! L t1** j/ & 3 i Ý
t’i l i \ ÍA.i! V' ! .
Það er heldur betur vorhugur í mörgum þessa dagana enda veðrið með ein-
dæmum þægilegt. Anna Bjarnadóttir, garðyrkjufræöingur á Neskaupstað,
tók sig til í gær og hlúði að vorlaukunum sem hún setti niður í nóvember,
sem er ekki í frásögur færandi nema að það gerir hún venjulega í mars eöa
apríl.
DV-mynd Reynir Neil
Veðrið á morgun:
Bjart sunn-
anlands
Á morgun verður suðvestan-
átt, 18-23 m/s og dálítil slydduél
norðanlands en 10-15 m/s og
bjart veður sunnanlands.
Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig
og fer kólnandi.
Veðrið í dag er á bls. 37.
• * v 1
r r jz*
-> y ^
brother P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Bafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport