Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 Fréttir DV Formaður Mannverndar segir heilsu þjóðarinnar ógnað með rekstrarleyfi ÍE: Málsókn undirbúin - stjórnvöld þvo hendur sínar af væntanlegum málaferlum og vísa ábyrgðinni á ÍE „Við efumst um að gagna- grunnslögin og rekstrarleyfi ís- lenskrar erfðagreiningar standist mannréttindasáttmála Evrópu og Sameinuðu þjóðanna og erum að kanna möguleika á málsókn," segir Pétur Hauksson, formaður Mann- verndar. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra afhenti á laugardag íslenskri erfðagreiningu hf. leyfi til reksturs miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviöi sem ætlað er að efla heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar. Þar með virðist í höfn grundvöll- ur að framtíðarstarfsemi Islenskrar erfðagreiningar en fyrirtækið mun greiða ríkinu 70 milljónir króna ár- lega vegna leyfisins og allt að 70 milljónir króna af árlegum hagnaði sinum að auki. íslenskri erfðagreiningu er gert að greiða skaðabætur sem ríkið kann að semja um eða verða dæmt til að greiða ef gagnagrunnslögin og rekstrarleyfið reynast ólögleg. Pétur segir að auk Mannvemdar íhugi nokkrir einstaklingar einnig málsókn. „Það er meðal annars fólk sem vill vernda ættingja sína sem eru svo veikir sjálflr, til dæmis heilabilaðir eða alvarlega geðveikir, að þeir geta ekki sagt sig úr grunn- inum sjálfir. Réttur látinna er held- ur enginn og þeir eru bara teknir inn í grunninn án þess að ættingjar hafi nokkra leið til að koma í veg fyrir það. Það er hvað bagalegast að réttur hinna veikustu er ekki vernd- aður á neinn hátt. Hugtakið „ætlað samþykki" hefur afskaplega litla þýðingu fyrir einhvern sem getur ekki sagt sig úr grunninum." Ríkið býst við málaferlum „í rekstrarleyfinu er ekki tekið á þeim atriðum sem gagnrýnisverðust eru. Ríkisvaldið hefur skynjað hætt- una á málaferlum því kveð- ið er á um að leyfishafmn beri allan kostnað af réttar- höldum ef í ljós kemur að rekstrarleyfið eða gagna- grunnurinn brýtur í bága við reglur Evrópska efna- hagssvæðisins. Það er merkilegt að ríkið sver af sér ábyrgð á eigin lögum með því að semja af sér bótaskyldu og lætur einkafyrirtæki taka á sig áhættuna," segir Pétur. Að sögn Péturs kveða lög um rétt- indi sjúklinga og alþjóðlegar siða- reglur skýrt á um að ekki megi gera rannsóknir nema að fengnu upp- lýstu samþykki einstaklinganna. Sjúklingar ættu að geta hætt í rann- sókn hvenær sem er og það séu því mikil vonbrigði að engin leið verði að ná upplýsingum um sig úr grunninum. Pétur segir friðhelgi einkalífsins ekki virt. „Rikisvaldið yfir- færir viðkvæmustu upplýs- ingar sem td eru um einstak- linga í sjúkraskránum til einkafyrirtækis sem ætlar að nota þær í hagnaðarskyni og án leyfis sjúklingsins eða læknisins. Sjúklingurinn sagði lækninum sínum frá þessum viðkvæmu upplýsing- um i algjörum trúnaði sem læknirinn er bundinn af og við telj- um ekki aö ríkisvaldið geti tekið upp- lýsingarnar án leyfis,“ segir hann. Einfalt að afkóða „Tölvufræðingar hafa bent á leið- ir til að afkóða allan gagnagrunninn með því að senda alla þjóðskrána einfaldlega í gegnum þessa dulkóð- un og búa þannig td svokadaða upp- flettitöflu sem hægt er að nota td að fletta upp á hverjum og einum,“ seg- ir Pétur og er óánægður með að Tölvunefnd hafi ekki tekið á þessu í öryggisskilmálum sínum. „í gagnagrunnslögunum segir að markmið laganna sé að búa til gagnagrunn með ópersónugreinan- legum heilsufarsupplýsingum. Þetta markmið næst ekki með þessu rekstrarleyfi að mati flestra óháðra sérfræðinga sem hafa komið að mál- inu og leyfið er samkvæmt því and- stætt lögunum. Það eina sem er dulkóðað í gagnagrunninum eru kennitölur. Adar aðrar upplýsingar, eins og til dæmis um aldur, andlegt ástand, félagslega hagi, hjúkrunar- skýrslur og álit sérfræðinga eru op- inberar og hægt að lesa úr þeim við hvern er átt. Þess vegna ætti að biðja hvern og einn einstakling um leyfi en það er ekki gert og við hvetjum fólk til að segja sig úr grunninum," segir Pétur. „Hvergi í hinum vestræna heimi hefur á síðari árum verið veitt jafn viðamikd undanþága frá siðaregl- um eins og nú er íslendingar ætla að gera 12 ára undantekningu frá þagnarskyldu lækna. Sjúklingurinn getur ekki treyst lækninum fyrir upplýsingum og það leiðir td þess að hann leitar sér síður lækninga. Til lengri tíma litið ógnar rekstrar- leyfið því heilsufari þjóðarinnar," segir Pétur Hauksson. -GAR Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erföagreiningar, skrifuöu undir og handsöluöu á laugardag samkomulag um rekstrarleyfi fyrir gagnagrunni í heilbrigöissviöi. Pétur Hauksson. Uíi^Ju/j Blóð, sviti og tár ISBI Loksins kom að því að Kára Stef- ánssyni var formlega úthlutað blóði, svita, beinmerg og tárum íslendinga. Vísindamaðurinn hefur um langa hríð barist fyrir því að fá formlega af- greitt sérleyfi á ödum sjúkrasögum landa sinna og fyrir honum vakir að hreinsa þjóðina af ads kyns óeðli sem kynslóð fram af kynslóð kemur fram í alkóhólisma, geðveiki og alls kyns skringilegheitum, að ótöldum ödum sjúkdómunum sem gengið hafa frá móður til bams, kynslóð eftir kynslóð. Kári hefur með hægðinni komið sér upp kerfi td að rekja genin sem valda afbrigðunum. MUljarðafyrirtæki sem stefnt er á markaðstorg heimsins mun lesa sjúkdómasögu kynslóðanna í Dumbshafi en síðan munu aðrir finna leið td að fjarlægja genin sem truflun valda. Eyjarskeggjar mega vænta þess að á næstu öld komi smám saman í ljós árangur. Sáralítil nýliðun verður meðal geðjúkra og hugfatlaöra. Mongólítar jafnt og drykkjusjúkir munu heyra sögunni td. Það munu guUin tækifæri fylgja hinni fuUkomnu genastofnun. Pólitíkusar geta markað kynþáttastefnu þar sem ákvarðað verður hvernig fólk eigi að líta út og hvemig ekki. TU dæmis verður hægt að sprengja genið sem veldur því að fólk verður rauðhært. Búa má til staðal um stærð einstaklinga þannig að tryggt verði að fólk verði ekki of lítið og ekki of stórt. AUt tekur þetta aö vísu tíma en sú stund er í sjónmáli þar sem búið verður að útrýma aUs kyns lýtum sem trufla heildarmynd hinnar fógru og óaðfinnan- legu þjóðar við ysta haf. Ingibjörg Pálmadóttir hedbrigðisráðherra hefur gengið harðast fram í því að tryggja Kára sérleyfið. Það sýnir auðvitað framsýni framsóknarráðherrans því eftir tiltek- inn tíma verður hægt að loka ákveðnum deildum á sjúkrahúsum, svo ekki sé minnst á geðveikrahæli og meðferðarstofnanir fyrir drykkjusjúka. Skömmu eftir getnað verður hægt að skanna genaklasann og ef gaUarnir reynast of margir verður að stöðva meðgönguna. Eina hættan er sú að stjórnmálamenn fari að fikta í genum þeim sem valda stjórnmálaskoðunum. Allir sjá að ekki gengur að vegið sé að þeim genum sem ráða þvi hvort menn verði kommar eða græningj- ar. Þá má auðvitað ekki ráðast að hinu aldagamla séríslenska fyrir- greiðslugeni sem ræður því að fólk aðhyUist Framsókn. Það er ljóst að setja verður skýr ákvæði um það hvaða genum má útrýma tU að fyr- irbyggja pólitíska aðfór að einstök- um flokkum. En þetta eru smámál ef miðað er við þann árangur sem er í sjónmáli. Kári hefur af jötun- móð komið á kerfi sem tryggir fegurð og mann- gæsku allra íslendinga. Aðeins þarf að halda rétt á genunum. Þegar Kári lítur yfir farinn veg í ævisögu sinni, „Barátta mín“, mun hann sjá í þjóð sinni hreinan kynstofn sem komst á legg án mann- fórna. Dagfari Engin tæpitunga Eins og fyrri daginn þegar Þingey- ingar takast á er ekki töluð nein tæpitunga, það er nánast aUt látið flakka ef mönnum býður svo við að horfa. Þannig hefur það verið í deilumálinu um samrima Fiskiðjusam- lags Húsavíkur og Ljósavikur í Þorláks- höfn. Þótt Sigurjón Benediktsson sé ekki lengur oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hef- ur hann látið mikið tU sín taka í þessu máli og það er ekki frekar en fyrri daginn talað undir rós. Ljósvakamenn sem nú munu orðnir afhuga samruna við Fiskiðjusamlagið á Húsavík segj- ast hafa orðið fyrir aðkasti i umræð- unni og eru að sögn fyrst og fremst að vísa þar td orða sem Sigurjón hefur tekið sér i munn, en hann hefur barist hart gegn samrunanum. Friðrik fékk 80 miilur Þá er búið að gefa á jötu „kvik- myndaiðnaðarins" enn eina ferðina, en aUs ætlar rikið að borga með ís- lenskri kvikmyndagerð tæpar 300 miUjónir króna í ár og á næsta ári. Skdjan- lega sýnist monnum sitt hvað um þennan fjáraustur, en sá þrýstihópur sem kvikmyndagerðar- fólk er hefur náð ótrúlegum árangri gagnvart fjárveiting- arvaldinu á síðustu árum. Nú fengu 6 aðilar styrki td að framleiða kvik- myndir á næsta ári og það vekur at- hygli sumra, ekki allra, að íslenska kvikmyndasamsteypan þar sem Jöf- urinn“ Friðrik Þór Friðriksson er við völd fær helming styrkjanna, og litlar 80 miUjónir af þeim 138 sem voru í boði. Ekki amaleg gjöf það frá skattborgurum. Ekki í vörninni Þegar Þorbjörn Jensson lands- liðsþjálfari í handknattleik tilkynnti að hann ætlaði með Dag Sigurðsson sem leikstjórnanda á EM í Krótatíu þrátt fyrir að Dagur sé hálfmeiddur og ekki í leikæfingu, sagði þjálfarinn eina megin- ástæðu þess að hann valdi ekki Ragnar Óskarsson frekar í stöðuna þá að Ragn- ar væri ekki góður varnarmaður. Nokkrum klukkustundum síðar sagði landsliðs- þjálfarinn svo að hann myndi vænt- anlega hvda Dag í vamarleiknum í mótinu, a.m.k. framan af. Þótti mörg- um þessi röksemdafærsla öU hin furðulegasta og velta sumir því fyrir sér hvort Ragnar, sem er að margra mati mun betri sóknarmaður en Dag- ur, hefði ekki alveg eins getaö hvílt í vöminni og Dagur. En er það e.t.v. vegna þess að Ragnar skorar iðulega 5-8 mörk úr hraðaupphlaupum í hverjum leik sem það var ekki hægt? Villi viss Vilhjálmur Egilsson, formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þar með um leið einn helsti talsmaður flokksins í fjármálum, er eiginlega búinn að ákveða það að kjarasamningar sem gerðir verða á næst- unni muni ekki hafa nein teljandi áhrif á efnahagslífið. Hann segir menn ekki munu fóma þeim mikla ávinningi sem náðst hefur, ástand fjármála í inu muni róast þegar líður á árið og kjarasamningar muni þar engu breyta. Ekki er víst að talsmenn verkalýðsins í landinu vdji skrifa upp á þetta með þingmanninum enda mis- munandi túlkun manna á „þeim mikla áviningi" sem náðst hefur og hverjir hafi notið hans. Umsjón Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.