Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Page 12
12 MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 Spurningin Hversu oft í viku borðar þú fisk? Hörður Davíð Kristjánsson: Einu sinni til tvisvcir. Lauren Mayer nemi: Um það bil einu sinni. Hólmbjörg Vilhjálmsdóttir hús- móðir: Svonar tvisvar. Björg Ingvarsdóttir eftirlauna- þegi: Tvisvar til þrisvar. Davið Tyron G.S. flækingm-: Eig- inlega aldrei. Guðríður Þorsteinsdóttir lög- fræðingur: Svonar tvisvar til þrisvar. Lesendur Gróf framkoma á skemmtistað í Reykjavík: Konur í síðkjólum stanga kynsystur Besta tilboöið: Rautt epli eöa frftt aö drekka á barnum þaö sem eftir er nætur? E.J. skrifar: Aðfaranótt 9. janúar urðu mér á stór mistök þegar ég lagði leið mína á skemmtistaðinn Gauk á Stöng til að hlusta á Todmobile spila. Á staðnum var margt karla og kvenna og þurfti að afgreiða vörur af barn- um svo að segja á milli fótanna á kvenfólkinu sem stóð þar og dillaði sér í takt við tónlistina. Leið mín og kunningja míns lá upp á efri hæð staðarins. Þar reyndi ég að nálgast tvo stóla. Fyrri stólinn fékk ég án mikiila erfiðleika en að ná i síðari stóllinn reyndist örlaga- ríkt. Ég fann lausan stól og hægt og rólega dró ég hann á eftir mér eftir þröngt setnu rýminu. Þá varð mér á að reka hann í konu í síðkjól. Ég baðst að sjálfsögðu afsökunar og hélt að enginn stórskaði hefði hlotist af. Tveim skrefum seinna var pikkað ofurlaust í öxlina á mér. Ég sneri mér við og þá mættu mér tíu konu- neglur sem sukku í andlitið á mér ásamt tveimur hnefum. Allt gerðist þetta snögglega - en það næsta sem ég upplifði var að konan greip í axl- imar á mér og stangaði mig með höfðinu beint í ennið. Kunningi minn var nú kominn og stillti sér upp á milli okkar. En þá var sparkað beint i andlitiö á hon- um svo að hann rakst upp í súð og steinrotaðist á gólfinu. Á meðan hann lá kom konan til mín og gerði mér besta tilboð sem ég á ævinni hef fengið; ef ég væri til í að gleyma öllu sem gerst hafði myndi hún sjá til þess að við fengj- um fritt að drekka á bamum það sem eftir væri nætur. Þar sem ég neitaði þessu gylliboði hótaði hún að hún skyldi sjá til þess að hvorki ég né kunningi minn fengjum að- gang að skemmtistaðnum framar. Dyravörður kom á staðinn og snögggreindi mig móðursjúka þar sem ég fór fram á hjálp með kunn- ingja minn. Sagði hann ekkert ama að honum, hann myndi vakna að bragði. Ég reyndi að bjarga mér sjálf og fékk stuðning frá ungum manni sem sat rétt hjá okkur. Ég reyndi að tala við alla þá starfs- menn sem ég sá og allir vísuðu þeir mér á næsta starfsmann. Loks kom sjálfur eigandinn lallandi fram hjá. Ég greip hann og sagði honum sög- una. Hann spurði aðeins. „Hvað ætti ég að gera í þessu?“ Sama svar og annarra starfsmanna hússins. Þarf maður orðið að fara í bæinn í fylgd með lífvörðum og kunnáttu í skyndihjálp? Eða er maður svona óheppinn að vera rangur maður á röngum tima á röngum stað? Sauðfjársamningur V.M. skrifar: Nú líður að því að gera þarf nýj- an samning við sauðfjárbændur. - Ég tel nauðsynlegt að það verði gætt jafnræðis á úthlutun beingreiðslna. Á ég þar við það að bóndi sem byrj- ar búskap í dag eigi sama rétt á stuðningi og bóndi sem byrjaði bú- skap fyrir 1980. Það gengur ekki lengur fyrir bændur að ætlast til þess að þeir sem eru að byrja búskap eigi að kaupa stuðninginn af þeim sem ætla að hætta búskap og vera þar með tekjulausir í a.m.k. fimm ár. Tillaga Byggðastofnunar hljóðar upp á slíkar aðferðir. Ég held að sveitirnar hrynji með frjálsu framsali á greiðslumarki sauðfjár. Það hættir að meðaltali einn bóndi á viku í mjólkurfram- leiðslu og þar er frjálst framsal á greiðslumarki og tekjumar samt skárri en í sauðfjárframleiðslu. Ég ætla að taka dæmi af tveimur bændum. Annar er rúmlega þrítug- ur en hinn rúmlega sjötugur. Þeir eru báðir meö um 200 kindur og myndi maður því ætla að þeir nytu svipaðs stuðnings úr ríkissjóði. Svo er þó aldeilis ekki. Sá eldri fær um 800 þúsund króna stuðning á ári en sá yngri fær ekki krónu í stuðning. Eini munurinn á þessum tveimur bændum er sá að eldri bóndinn var byrjaður í búskap fyrir 1980 en sá yngri byrjaði 1996. Nú var fram- leiðsla á lambakjöti gefin frjáls 1995 og því tel ég að slík mismunun á stuðningi ríkisins standist ekki samkeppnislög og því síöur jafnræð- isreglu stjómarskrárinnar. Hlutabréf lækka á Evrópumörkuðum - íslendingar gagnteknir af áhættunni Páll Jónsson skrifar: Fréttir af hlutabréfum og verð- gildi þeirra eru þær helstar þessa dagana að þau lækkuðu nánast alls staðar á mörkuðum í Evrópu og áfram héldu þau að lækka á flestum mörkuðum þegar þetta er skrifað. Og mikill þrýstingur er á áfram- haldandi lækkun evrimnar á næst- unni. En hvað er upp á teningnum hér á landi? Allt á fullu alls staðar og menn trúa á jólasvein verðbréfanna sem aldrei fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði og hefur aldrei verið hærri, mikil viðskipti með Flug- fUlfi^MÆv þjónusta allan sólarhringinn blrt verða á lesendasíðu Erlent veröbréfafyrirtæki meö kynningu í leiðabréf sem hækkuðu um 5,43% og viðskipti á Verðbréfaþingi námu hundruðum milljóna króna. Þetta er með ólíkindum. Hér hefur allt umsnúist. Áður notuðu fyrirtæki hér líkt og annars staðar gerist hagnað sinn til að betrumbæta sín fyrirtæki, byggja eða huga að endurbótum, gera fyrir- tækin verðmeiri. í dag hlaupa eig- endur íslenskra fyr- irtækja með hagnað- inn og kaupa verð- bréf, oft í alls óskyldum og ólikum fyrirtækjum. Eða bara í einhverju. - Stoke City eða ís- lenskri erfðagrein- ingu. Hvað ef Stoke tapar svo sem þrem- ur leikjum í röð? Halda menn að verð- bréfin verði jöfn eft- ir? Eða íslensk erfðagreining sem ekki er enn komin í rannsóknir að neinu marki miðað við það sem stefnt er að í framtíð- inni? Hvers vegna rækta íslensk fyrir- tæki ekki sinn garð í stað þess aö vera á sokkaleistunum um borg og bí eftir verðbréfum sem ekkert er líklegra en að vindurinn feyki burt í næsta áhlaupi? Eru íslendingar svona gagnteknir af áhættunni? Reykjavík. DV Byggðastefnan fýrir bí Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar: Það má vera sama hvort breyt- ing verður á hinni svonefndu byggðastefnu eða hvort hún verð- ur yfirleitt og hvort Byggðastofn- un bætist nýr stjórnarformaður, byggðastefnan verður hvorki fugl né fiskur héðan af. Ekkert vit er í því að Byggðastofnun fari nú að kaupa sig inn í hin og þessi fyrir- tæki, þá væri mælirinn fyrst fyllt- ur ósvífni og klækjum sem Byggðastofnun hefur þó lengst verið þekktust fyrir. Sú eina byggðastefna sem væri raunhæf, jafnvel meö tilstuðlan Byggða- stofnunar sjálfrar, það er að hvetja fólk i mesta dreifbýlinu að flytja suöur til þéttbýlissvæðisins hér við Faxaflóa. Enginn myndi ámæla Byggðastofnun fyrir að hjálpa þessu fólki með beinum styrkjum frá stofnuninni. En það er því miður hvorki gæfa né gjörvileiki sem leikur um Byggða- stofnun, þessa mestu óhæfuhit sem undir ríkið heyrir. Tónlistarskólinn í Garðabæ: Hatur en ekki reiði Foreldri í Garðabæ hringdi: Mér og fleirum hér í Garðabæ finnst ekki lengur verjandi hvern- ig veist er hinum nýja skólastjóra tónlistarskólans. Þetta er ekki lengur deila um ráðningu í stöðu, jafnvel ekki reiði einhverra stuðn- ingsmanna fyrrv. yfirkennara skólans sem sótti um á móti Agn- esi Löve, heldur sýnist hér vera um að ræða hreint hatur vissra aðila, fámenns hóps á hendur hin- um nýja skólastjóra. Hinn svokall- aði talsmaður hóps foreldra hefur ekki verið neitt sérstaklega hlynntur bæjarstjóminni hér og nú brýst reiðin fram i máli sem er í raun löngu búið að afgreiða. Ég vona bara að af konu þessari og foreldri renni móðurinn sem fyrst, þaö er öllum fyrir bestu. Ávöxtunarkrafa eða okurvextir? Hjörleifur Jónsson skrifar: Ég var að lesa pistil Ásgeirs H. Eiríkssonar í Degi nú í morgun (fimmtudag) þar sem hann fjallar um nútíma bankaviðskipti og þró- un á verðbréfamörkuðum. Honum finnst vaxtafóturinn vera heldur betur kominn í ætt viö það sem tiðkaðist á tímum „okurkarlanna" sem hér var verið að eltast við á sínum tíma. Ekki er nema svo sem rúmur áratugur síðan. Nú eru vextir komnir á stig þess tíma, en kallast ekki lengur okurvextir, heldur ávöxtunarkrafa. Þökk sé mildi dómstóla, tíðaranda og frels- isþrá landans til að græða. Fljótt, fljótt sagði fúglinn í bók Thors. Nú á tímum tekur enginn sér í munn oröið „núna“, þegar ávöxtunar- krafan er í hendi, heldur aðeins „nú“ eða „nú þegar“. Engin tak- mörk eru fyrir því hve þessi krafa getur farið hátt. En við henni verður að gangast fljótt og vel. Barist um olíuna Oddur hringdi: Ég heyrði að Bónus-verslanim- ar væru famar að auglýsa og selja smurolíu og því hefur heldur bet- ur komið kippur í samkeppnina um þessa mikið notuðu og nauð- synlegu vömtegund. Og hér er ekki um að ræða neinn óþverra eða afgangsmerki, heldur Mobilol- íu, einhverja þá bestu sem þekkist á markaðinum. Mér þykir komin samkeppni á flestum sviðum hér á landi þegar barist er um smurolí- una og hún komin á stórmarkaðs- verð. Það er nefnilega enginn smá mismunur á því verði og hinu sem viðgengst á smurstöðvunum. - Ég segi: Til hamingju, íslendingar, að fá að kynnast samkeppninni á þennan raunhæfa hátt. Hvað skyldi koma næst?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.