Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Side 15
MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000
15
Ríkasta konan
og allar hinar
Menntunin skilar sér ekki
Konur hafa samt alltaf verið
bjartsýnar og lifað í von um breyt-
ingar. Trú þeirra sem nú nálgast
miðjan aldur byggðist á því að
meiri menntun skilaði sér í launa-
umslagið. Upp úr 1960 flykktust
konur þess vegna í háskóla. í því
ljósi er athyglisvert að lesa nýlega
fmnska rannsókn, er sýnir svart á
hvítu að launabiiið hefur frekar
aukist en hitt. Nú er þannig að
karl með grunnskólamenntun fær
oft sömu laun og kona með há-
skólamenntun. Við gætum því
jafnvel haldið því fram að staða
konunnar færi versnandi.
Hver fer meö völdin?
Nú gæti einhver ef tii vill mót-
mælt og bent á fjölgun kvenna í
ráðherraliði. En jafnvel þetta virð-
ist vera blekking ein: Raunveru-
Nýleg bresk könnun: Konur eru ef til vill sjálfstæöari en ömmur þeirra, en hamingjusamari eru þær ekki, þvert
á móti. - Fjórðungur þó ánægöur í starfi sínu.
Samkvæmt útreikn-
ingum viðskiptablaðs-
ins Eurobusiness er
franska konan Liiiane
Bettencourt, eigandi
L’Oreal-fyrirtækisins,
ríkasti einstaklingur
Evrópu. Af þessu mætti
álykta að staða konunn-
ar hafi batnað allveru-'
lega siðan amma var
ung. En nýleg bresk
könnun kemst að
annarri niðurstöðu:
Konur eru ef til vill
sjáifstæðari en ömmur
þeirra, en hamingju-
samari eru þær ekki,
þvert á móti.
Samkvæmt könnun-
inni telja 84% kvenna sig þurfa að
gegna of mörgum hlutverkum og
ekki geta uppfyllt allar þær kröfur
sem til þeirra eru gerðar. Aðeins
tæpur fjórðungur er ánægður í
starfi sínu.
Konur hafa farið út á vinnu-
markaðinn en þeim hefur ekki
tekist að draga nægilega úr álag-
inu heima fyrir. Þess vegna hafa
þær ekki getað keppt um starfs-
frama til jafns við karla og finnst
þær vera hlunnfarnar.
legt vald er nú á
dögum sjaldnast i
höndum ráðherra
og þingmanna,
heldur snýst heim-
urinn um peninga.
Stjórnmálamenn
eru oftar en ekki
bara strengjabrúð-
ur þeirra sem vald-
ið (peninga) hafa.
Og nú er gott að líta
aftur á lista
Eurobusiness: Lili-
ane Bettencourt er
mjög einmana í
karlahópnum, enda
eru konur sjaldséð-
ir hrafnar innan
um iðnjöfra og
kaupsýslumenn, jafnvel sjaldséð-
ari en í ráðherraliði.
Börn til jafns viö
vísindarannsóknir
En af hverju flölgar konum í
stjórnmálum en ekki í fésýslu?
Norskir rannsakendur þykjast
hafa fundið einfaida skýringu á
því: Mun auðveldara er að sætta
Kjallarinn
Marjatta ísberg
fil.mag. og kennari
íjöldskyldulif og stjómmái en fjöl-
skyldulíf og fyrirtækjarekstur. En
samt má gera ráð fyrir því að mun
erfiðara sé fyrir konur að byggja
sér framtíð innan stjórnmála en
fyrir karla. Menn þurfa að vera
lengi virkir og undirbúa jarðveg-
inn, en einmitt þessi viðkvæmu
árin eru flestar konur bundnar við
börnin sín, jafnvel í meira mæli
en fyrir 20-30 árum.
Sama gildir um frama í vísind-
um. Menn keppa um stöður við
háskóla og sá sem mestan árangur
getur sýnt hreppir hnossið.
Árangrn- vísindamanna er yflr-
leitt metinn í fjölda rannsókna og
þeirra greina sem niðurstöðumar
eru birtar í. Danskar feminístar
reiknuðu fyrir nokkrum árum að
hvert barn samsvaraði þremur
vísindagreinum og vildu í alvöru
að tekið yrði tillit til barnafjölda,
þegar ráðið er í háskólastöður.
Erfitt er að sjá að slíkt muni
nokkurn tíma gerast.
Nýtt hlutverk í boði?
Ef til vill býður nýja öldin okk-
ur konum öðruvisi starfsframa.
Vísir að honum
birtist í frétta-
skeyti frá Bret-
landi: Tveir sam-
kynhneigðir millj-
ónamæringar
leigðu konu til að
bera þeim barn.
„Er þetta ekki 21.
öldin?“ spurðu
þeir. „Það eina
sem við viljum er
að verða foreldr-
ar“. í framtíðinni mun hugsanlega
verða mikil eftirspurn eftir slíkum
útungunarvélum.
Marjatta ísberg
„Konur hafa farið út á vinnumark-
aðinn en þeim hefur ekki tekist
að draga nægilega úr álaginu
heima fyrir. Þess vegna hafa þær
ekki getað keppt um starfsframa
til jafns við karla og finnst þær
vera hiunnfarnar.u
Enn um sögu og sjálfsmynd
Fyrir nokkru (4/12 1999) ritaði
sr. Heimir Steinsson grein í Les-
bók Mbl. um „samhengið í sögu-
skoðun íslendinga." Þar teygði
hann lopa sem spunninn var hér á
liðnu sumri (m.a. 31/8.) Grein
Heimis fjallar raunar aðeins að
litlu leyti um söguskoðun. Aðal-
efni hennar er sjálfsmynd þjóðar-
innar en þar telur Heimir að
greina megi rauðan þráð sem
hægt sé að rekja eftir sögu
okkar endilangri. *
Mismunandi þættir
Ugglaust hefur Heimir á
réttu að standa um það að
sjálfsmynd Islendinga hef-
ur frá upphafi byggt á
hugmyndum okkar um
landið, þjóðina, söguna og
tunguna. Um hitt fjallar
hann ekki að mjög hefur
verið misjafht hver þess-
ara þátta hefur verið
drottnandi. Fyrrum - t.d. á
tímum Amgríms lærða
sem mjög kemur við sögu í grein
Heimis - var sagan drottnandi
þáttur. Síðan þá hefur stórlega
dregið úr vægi hennar.
Til skamms tíma var afstaðan
til tungunnar tvímælalaust
sterkasti þáttur sjáifsmyndarinn-
ar. Nú bendir margt til að tilfinn-
ingin til landsins og náttúru þess
sé tekin að keppa við hina „tungu-
málsbundnu" sjálfsmynd. í því
ijósi ber t. d. að skoða umræðuna
um Eyjabakkana og aðrar nátt-
úruperlur. Óljóst er á hverju öðru
sjálfsmynd þjóðar getur hvUt en
fyrrnefndum höfuðþáttum. Þegar
meta skal samhengi i sjálfsmynd-
inni verður hins vegar að greina
samspU þeirra og breytingar á því.
rauði þráður" sé jafn gUdur og
Heimir gerir ráð fyrir.
Sterkt samhengi
Heimir ræðir einnig sagnaritun
íslendinga og gerir þar ráð fyrir
órofa samhengi frá Ara fróða tU
Snorra Sturlusonar.
Þar sakna ég að hann
getur ekki hins mikla
starfs Gunnlaugs Leifs-
sonar og fleiri norð-
lenskra sagnaritara
sem störfuðu í miUitíð-
inni. Óljóst er hvort
um þá er þagað sökum
þess að Heimir telji
verk þeirra litlu skipta
eða vegna þess
að þeir passa
ekki inn í þá
samfellu sem
hann kýs að
leggja áherslu á.
Ekki kemur á
óvart að sterks
samhengis gætir
í sögutúlkun
Heimis sjálfs. Kemur það
best fram í því að í skrifmn
hans virðist gert ráð fyrir
sterkri samsvörun mUli
stjórnskipunar okkar nú á
dögum og hins foma þjóð-
veldis en hann notar hugtakið lýð-
veldi um hvort tveggja. Slík orð-
notkun virðist vissulega krefjast
rökstuðnings sem ekki er að finna
í greininni.
í versta falli sögufölsun
Loks er á það að benda að mik-
U1 munur er á þeirri
átthagaást sem al-
geng var víða um
lönd fyrr á tið - m.
a. um daga Arn-
gríms lærða og
löngu fyrir þann
tíma - og þjóðernis-
kenndar 19. aldar.
GUdir þá einu hvort
um er að ræða
menningarbaráttu
Jónasar HaUgríms-
sonar eða stjórn-
málastefnu Jóns
Sigurðssonar.
Þá var einnig mik-
U1 munur á sögu-
skoðun Arngrims
Jónssonar, Jóns Sig-
urðssonar og Björns
Þorsteinssonar þótt aUir þessir
menn leituðst við hver með sínu
móti að draga lærdóma af sögunni
sem gUdi höfðu fyrir samtíð þeirra.
Sannleikurinn er sá að þegar færa
skal rök fyrir órofa samhengi eða
rauðum þráðum neyðast menn tU
að einfalda þá mynd sem þeir
draga upp. Það er síðan vafamál
hvenær einfóldunin hættir að vera
alhæfíng sem stenst gagnrýni og
verður að einhverju öðru og verra
- í versta faUi sögufólsun.
Hjalti Hugason
„Sannleikurinn er sá að þegar
færa skal rök fyrir órofa samhengi
eða rauðum þráðum neyðast
menn til að einfalda þá mynd sem
þeir draga upp. Það er síðan vafa-
mál hvenær einföldunin hættir að
vera alhæfíng sem stenst gagn-
rýni og verður að einhverju öðru
og verra...u
Sé þess gætt efast ég um að „hinn
Kjallarinn
Hjalti Hugason
prófessor
Með og
á móti
Níubíó verður áttabíó
Félag kvikmyndahúsa áformar að
breyta sýningartíma kvikmynda-
húsanna þannig að níusýningar
færast fram til klukkan átta og ell-
efusýningar fram til klukkan tíu.
Aðrar sýningar yrðu þá klukkan
fjögur og sex og jafnvel klukkan tólf
um helgar.
Þorvaldur Arnason,
framkvæmdastjíri
Sambíóanna og
formaöur Félags
kvikmyndahúsa.
Betri þjónusta
„Við höfum lengi heyrt þær skoð-
anir meðal gesta kvikmyndahús-
anna að þeim þætti of seint að fara
á bíó klukkan niu og eUefu, sérstak-
lega í miðri viku. Myndir eru yfir-
leitt um og yfir tveir tímar að lengd
þannig að fólk kemur ekki heim af
níusýningum fyrr en klukkan er
langt gengin tólf og eUefusýningar
byrja stundum
ekki fyrr en
korter yfir og
eru langt fram á
nótt. Fjölskyldu-
fólki finnst erfitt
að fá barnapíu
þegar það er
ekki komið heim
fyrr en korter
yfir eUefu eða
hálftólf, finnst of
áliðið fyrir
barnapiu sem
þarf kannski að mæta í skóla dag-
inn eftir. Með tilfærslu sýningar-
tímanna erum við að veita bíógest-
um betri þjónustu, ekki síst fjöl-
skyldufólki með ung böm. í dag er
mikið að gera á níusýningum, raðir
og troðningur en mun minna áiag á
eUefusýningum, aUa vega virka
daga. En við breytinguna mun álag-
ið jafhast miUi átta- og tíusýninga
sem báðar verða vel sóttar en með
minni troðningi og biðröðum. Um
helgar verður gamla þijúbíóið tvö-
bíó. Bömin eru þá fyrr búin í bíó
sem gefur fjölskyldunni meira svig-
rúm tU að nota eftirmiðdaginn sam-
an. Við sjáum því marga jákvæðar
hliðar við þessa breytingu og hún er
studd af könnun Gallups um sýning-
artimana. Við erum að færa okkur
nær því sem gengur og gerist er-
lendis auk þess sem fólk virðist
vera farið fyrr að sofa og vaknar
fyrr. Það mælir því aUt með þessu.“
Vil ellefubíó
„Ég get út af fyrir sig skUið rök
kvikmyndahúsanna fyrir þessum
breytingum. Það eru aUir að flýta
sér í dag og verið að flytja svo
margt fram, t.d. fréttatíma Ríkisút-
varpsins og Sjónvarpsins. Þá er al-
mennur vUji fyrir að fá krakkana
fyrr heim úr bíó.
Kvikmyndahús-
in vUja eðlUega
laga sig að
breyttum að-
stæðum. En mér
líst sjáifum ekk-
ert aUt of vel á
þetta. Ég er
kannski sérvitur
en þannig er að
ég fer bara í eU-
efubíó og geri mikið af því. Það er
stórkostlegur tími tU að sitja í bíó
og hentar mér mjög vel þar sem ég
fer sjaldnast að sofa fyrr en langt er
liðiö á nótt. Ég þekki marga sem
fara á eUefubíó og kunna vel við aö
koma út um eittieytið. Ég fer hins
vegar aldrei á bíó um helgar
þannig að tólfsýningar munu ekki
nýtast mér. Ég þekki marga sem
eru á svipaöri skoðun, eru kannski
orðnir íhaldsamir. Tíusýningar
falla mér ekki í geð þar sem þá
verður of mikU örtröð og hún leið-
ist mér. Mér finnst best að fara í
bíó þegar fáir eru eins og á eUefu-
sýningum. Þá nýtur maður mynd-
anna miklu betur. Þetta eru
kannski ekki stórkostleg rök gegn
nýju fyrirkomulagi en núverandi
sýningartímar henta einfaldlega
mörgum kvikmyndaáhugamönn-
um mjög vel og þeir eru ekki verri
bíógestir en aðrir.“
-hlh
Karl Geírsson,
Hreyfimyndafélag-