Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Page 16
16 enning MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2000 JjV Johan van Oord: 166,2 (1998). Gott vald á tækninni t sýningarskránni eru, auk ávarpsins, þrjár fróðlegar og skemmtilegar greinar og fylgir Islensk þýðing í sérprenti (sem hefði að ósekju mátt prófarka- lesa). Lesandinn er samt engu nær um verkin eða þau list- rænu skilaboð sem listamenn- irnir flytja þó augljóslega taki þeir allir sterka afstöðu til myndlistarinnar. Ég hef t.d. frétt að Hollendingurinn Johan van Oord vilji grafa undan abstraktlistinni með verkum sinum og hefði verið forvitni- legt að kynnast þeim áætlunum hans. Þrátt fyrir þessar umfangs- miklu, froðukenndu umbúðir er fengur að sýningunni. Verk listamannanna íjögurra eru áhugaverð og fara ágætlega saman þó fjórmenningamir eigi ekki endilega margt sam- eiginlegt annað en að hafa mál- aratæknina svo vel á valdi sínu að verkin virðist sáraeinföld. Nina Roos: Blöörur (Bubbles). Daninn Claus Egemose er gagn- tekinn af áferðinni og það er í raun ótrúlegt hversu fyrirhafnarlítið (eða þannig virðist það vera) hann fær strigann til að líta út til dæmis eins og tviofið, munstrað silkiefhi sem breytir um lit eftir því hvernig ljósið fellur á það. Hin finnska Nina Roos málar sín dulúðugu málverk á hvítt plexigler. Þykkt glersins gefur mál- Myndlist Áslaug Thorlacius Skáldsögur, ljóð og greinasöfn: Keppt um Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs Á miðvikudaginn verður tilkynnt hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráös í ár. Ellefu bækur keppa um verðlaun- in aö þessu sinni, tvær frá Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi en ein frá Grænlandi. Færeyingar drógu sína til- nefndu bók tii baka vegna þess að þýðanda hennar, Erik Skyum-Nielsen, tókst ekki að ljúka þýðingunni á tilsettum tíma, og dóm- nefndarmenn réðu ekki við færeyskuna. Danir leggja nú fram ljóðabókina Drommebroer eftir Henrik Nordbrandt, eitt helsta ljóðskáld sitt, en danska ljóðskáldið Pia Taftdrup fékk einmitt verðlaunin í fyrra. Einnig leggja þeir fram ritgerðasafn eins og síðast, nú ferðasögu ljóðskáldsins Thomas Boberg, Americas. í bókinni segir hann frá ferðalögum sínum með rútum, bátum og á tveimur jafnfljótum um Amer- íkumar báðar á árunum 1980-1999 en um leið lýsir hann sjálfsleit hins rótlausa nú- tímamanns. Thomas býr nú í Lima. Finnar bjóða upp á heimspekilegu skáld- söguna Faustus eftir Paavo Rintala sem lést í fyrra og ljóðabókina Tystnader eftir Peter Sandelin, eitt mesta skáld þjóðar sinnar á síðari hluta 20. aldar. Norðmenn og Svíar leggja einnig fram þessa klassísku tvennu, skáldsögu og ljóða- bók. Norska skáldsagan heitir Bikubesong og er eftir Frode Grytten. Eins og titiilinn gefur til kynna eru þetta „tengdar smásög- ur“, 25 þættir sem allir gerast í verka- mannablokk í Odda í Harðangursfirði. Les- andinn fær að skyggnast inn í 24 íbúðir í blokkinni en bókin hefst og endar í sömu íbúðinni. Sænska skáldsagan heitir Jag smyger förbi en yxa og er eftir Beate Grimsrud. Þar lýsir hún í um það bil 60 stuttum köflum fátækri, barnmargri fjöl- skyldu á 8. áratugnum frá sjónarhóli eins bamsins, Lydiu. Sérkennilegt við Beate er að hún er norskur ríkisborgari þó að hún búi í Svíþjóð og hefðu Norðmenn allt eins vel getað lagt hana fram. Norska ljóðabók- in er Ars vivendi eftir Georg Johannesen en Svíar leggja fram Korallen eftir eitt sitt ; þekktasta ljóðskáld, Katarinu Frostenson. Grænlendingar ieggja fram bókina Seer- edaaq aliallu (Seeredaaq og hinir), frásagn- ir og sagnaþætti eftir Jorgen Fleischer, „grand old man“ grænlenskrar blaða- mennsku; meðal annars var hann lengi rit- stjóri Atuagagdliutit eða Grænlandspósts- ins. Okkar framlög eru að þessu sinni Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson sem hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin 1998 og Elskan mín ég dey eftir Kristínu Ómarsdóttur sem hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum sama ár. Dómnefndarmenn okkar eru Jóhann Hjálmarsson og Sveinbjöm I. Baldvinsson. Sveinbjörn er varamaður í nefndinni og kemur inn fyrir Dagnýju Kristjánsdóttur. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn 6. mars. Þau nema 350 þúsund dönskum krónum. Umsjón Silja Adalsteinsdóttir Ljóðatónleikar Á miðvikudagskvöldið kl. 20.30 heldur Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöng- kona ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi. Hún nýtur aðstoðar þeirra Amar Magnússonar píanó- leikara og Einars Jóhannes- sonar klarinettleikara við ljóðasönginn og flytja þau verk eftir Mozart og Schubert. Marta lauk einsöngvara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988 og stundaði framhaldsnám við tónlistarháskól- ann í Múnchen um 5 ára skeið. Hún hefur haldið einsöngstónleika, komið fram á tón- listarhátíðum víða og gert hljóöritanir af nútímatónlist og tónlist fyrri tíma. Marta hefur einnig farið með aðalhlutverk í óper- um og söngleikjum hjá Leikfélagi Akureyr- ar, Þjóðleikhúsinu og íslensku óperunni. Þó að Marta hafi lagt höfuáherslu á túlk- un og flutning þýskra ljóða á námsárum sínum í Múnchen eru þetta fyrstu ljóðatón- leikar hennar í fullri lengd frá því hún kom heim frá námi árið 1993. Hve glöð er vor æska Svo bar við skömmu fyrir jól að út kom hjá Polarfonia hljómdiskur með söng Sigríð- ar Björnsdóttur, Hve glöð er vor æska. Þetta er fyrsta plata Sigríðar en það sem tíðind- um sætir er að hún er fædd árið 1918 og upptakan er alveg ný. Flest lögin á plötunni eru klassísk íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Inga T. Lárusson, Árna Þorsteinsson, Eyþór Stefánsson og fleiri. Úlrik Ólason leikur á píanó með Sigríði á plötunni. „í mínum huga er Sig- ríður gimsteinn sem hef- ur slípast við óblíð lifs- kjör,“ segir Sigmar B. Hauksson í grein í bæk- lingi með hljómdiskin- um. „Þess vegna er hennar á íslenskum sönglögum einstök. Röddin er björt og óvenju tær ef það er haft í huga að Sigríður er 81 árs gömul. En það er tilflnningin í túlkuninni sem gerir að verkum að allir sem hlýða á söng hennar verða snortnir, í söng hennar heyrum við hinn sanna tón.“ Söguvitund unglinga Á árunum 1994-6 var gerð umfangsmikil könnun á söguvitund evrópskra unglinga. Hún náði til 30 samfélaga, ríkja og þjóðem- isminnihluta, og þátttakendur losuðu 30 þúsund. Á íslandi var könnunin gerð á vor- önn 1995 og tóku tæplega þúsund krakkar þátt i henni. Nýlega kom út bókin Æska og saga, sögu- vitund islenskra unglinga í evrópskum sam- anburði, þar sem fjallað er um svör íslensku unglinganna og þau borin saman við fjóra hópa: Skandínava, meðaltal fjögurra þjóða sem mynduöu ný ríki á 20. öld eins og Is- lendingar, meðaltal þriggja Vestur-Evrópu- þjóða og heildarmeðaltahð. Þá er birtur samanburður á svörum íslenskra unglinga af höfuðborgarsvæði og landsbyggð og svör- um pilta og stúlkna. Áður hefur komið út á ensku yfirlit yfir könnunina í heild og einnig hefur verið gefm út svæðisbundin úrvinnsla úr henni annars staðar á Norður- löndum. í bókinni má bæði i lesmáli og á hand- hægum stöplaritum kynna sér söguþekk- ingu unglinganna, fortiöarsýn þeirra og framtiðaráform. Einnig má skoða viðhorf þeirra til fjölskyldunnar, þjóð- ar sinnar, innflytjenda, jafn- réttis kynjanna og trúmála svo fátt eitt sé nefnt af því sem spurt var um. Margt í niðurstöðum vekur athygli, ekki síst hve elskulegir ís- lensku unglingamir reynd- ust vera í samanburði við jafnaldra sína annars staðar í Evrópu eða eins og seg- ir í bókinni: íslenskir unglingar virðast „til- tölulega góðir og velviljaðir öllum, hlynntir lýðræði, jafnrétti, mannréttindum, þjóð- ræknir og trúaðir. Það hvarflar að manni að segja að þeir séu vel upp aldir.“ Bókin er gefin út í samvinnu Sagnfræöi- stofnunar Háskóla íslands og Háskólaútgáf- unnar. Höfundar hennar eru sagnfræðing- arnir Bragi Guðmundsson og Gunnar Karls- son. fókus verkunum sérstaka dýpt því liturinn varpar skugga inn í undirlagið og þrátt fyrir að sumar mynda hennar séu afar sparlega málaðar búa þær yfir einstaklega yfír- veguðu jafnvægi og fyll- ingu. Johan van Oord þverbrýtur gömul lögmál málaralistarinnar, notar til dæmis einhvers konar kerfisbundna slembiað- ferð við myndbygging- una og ekur penslinum af vélrænu öryggi um strigann og blandar lit- inn i leiðinni. Og ekki er að sjá annað en að Tumi hafi fullkomið vald á því að blanda olíulitinn í „krossfeidingu" úr kaffi- brúnu yfir í hlandgult (þó ekki noti hann kaffi og hland eins og sagt er í aðfaraorðunum). Þetta er fyrsta sýning- in í nýjum og breyttum sal en búiö er að einfalda og bæta ljósabúnaðinn í loftinu og byggja nýja skilveggi, mun betri en þá gömlu. Upp- setningin er þó ekki gallalaus, til dæmis er myndröð Tuma al- gjör hornkerling þar sem hún hang- ir fyrir miðjum langveggnum vegna þess að eitt lausa skilrúmið skiptir henni algjörlega í tvennt. Einnig hefði mátt velja verkin af meiri ná- kvæmni, sérstaklega veikir það hlut Egemose hve sundurleit verk hans eru. Hvað það varðar er framlag Tuma einna sterkast en hann sýnir aðeins tvö verk, áður- nefnda málverkaröð og tölvuútprentaðar ljós- myndir sem breyta nýju skilveggjunum lymsku- lega í bjagaðar vekjara- klukkur og síma. Þetta er enginn heims- viðburöur en samt fin sýning. Maður skyldi bara varast að láta umstangið og vaðalinn trufla sig en njóta verkanna með þeim við- tækjum heilans sem best eru til þess fallin. Sýningin Rauðvik stendur til 27. feb. Opið er alla daga kl. 12-18. Frítt inn á mánudög- um. Texti tæmist af merkingu þegar hann er endurtekinn oft- ar en góðu hófi gegnir, hversu innihaldsþrunginn sem hann kann að vera. Þannig fer með ýmsa frasa sem notaðir eru um myndlist enda höföar myndlist yfirleitt til annarra skilnings- stöðva en þeirra sem fást við hið talaða orð. Hver kannast ekki við orðaleppinn „að reyna á þanþol listarinnar" sem flutti í fyrstu ákveðin skilaboð en varð fljótlega að stimpli sem skellt var á allt sem ekki lá full- komlega ljóst fyrir. ögn skárra er kannski „að vinna með ytri mörk málverksins" þó það sjón- arhorn sé líka hætt að vera spennandi en sá merkimiði er einmitt hengdur á listmálarana fjóra á sýningunni „Rauðvik" á Kjarvalsstöðum. Umrædd orð koma fram í ávarpsorðum for- stöðumanna safnanna fjögurra sem aö sýningunni standa og eru nokkuð dæmigerð fyrir það þegar spyrða á saman hóp ólíkra manna. Málverk í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.