Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2000, Page 17
MÁNUDAGUR 24. JANtJAR 2000
Ár '$r
rennmg
17
Baráttan um merkinguna
Langt er síöan Dagný Kristjáns-
dóttir vakti athygli fyrir frjó og
óvænt skrif um bókmenntir. Til
dæmis á hún greinina „Ég gæti étið
þig . . .“ um mat - og hungur - í
menningu okkar i safnritinu Flögð
og fogur skinn (1998) og skemmti-
lega hefur hún fjaliað um skáld jafn-
ólík og Jónas Hallgrímsson og Guð-
rúnu frá Lundi. Þekktust er hún þó
fyrir að fjalla um bókmenntir í ljósi
sálgreiningar, til dæmis I doktors-
ritgerð sinni Kona verður til sem
fjallar um ritverk Ragnheiðar Jóns-
dóttur.
Skömmu fyrir jól sendi Háskóla-
útgáfan frá sér bókina Undir-
strauma með greinum Dagnýjar um
bókmenntir. Dagný er í rannsóknar-x
leyfi í Bandaríkjunum í vetur og
samtalið hér á eftir er hiö fyrsta
sem tekið er gegnum tölvupóst fyrir
menningarsíðu DV.
Málsvari sögukvenna
Markmið Dagnýjar með ritgerða-
safninu Undirstraumum er að
leggja lóð á vogarskálar gagnrýn-
innar bókmenntaumræðu á íslandi.
„í bókinni er fjallað um bókmennt-
ir, bókmenntasögur og bókmennta-
fræði og ég reyni að segja eitthvað
nýtt um allt þetta,“ segir hún. „í
fyrsta hluta bókarinnar eru áður
birtar og óbirtar greinar um bækur
og höfunda. Ég skrifaði doktorsrit-
gerð um Ragnheiði Jónsdóttur á
sínum tíma og hef líka verið að tala
og skrifa um Guðrúnu frá Lundi og
Þórunni Elfu Magnúsdóttur og fleiri
frábærar sögukonur sem hefur oft-
ast verið vísað út í hom í hefð-
bundnum bókmenntasögum - ef
þeim hefur verið hleypt þar inn yfir
höfuð.“
- Eru þessar ritgerðir þá allar um
hókmenntir kvenna?
„Nei, reyndar ekki. Ég hef löng-
um litið á mig fyrst og fremst sem
bókmenntafræðing hinna vanmetnu
kvenna, en þessi fyrsti hluti rit-
gerðasafnsins er mestan part grein-
ar um mikils metnar karlabók-
menntir. Það er enginn látinn í friði
í þessari bók.“
Alls skiptast Undirstraumar í
þrjá hluta. í þeim fyrsta eru áður-
nefndar ritgerðir um skáld tveggja
Drótt-
kvæða-
passía
Ólafur Grétar hefur gefið út
Dróttkvæðapassíu, eins konar
„páskabók", að hans sögn, sem rek-
ur píslargöngu Jesú Krists, niður-
göngu hans til Heljar og upprisu.
Ljóðstíll Ólafs Grétars er afar fom-
legur, hann skapar sín eigin heiti og
kenningar þegar þörf krefur og nýt-
ir sér hrynjandi fornra kvæða en
hirðir minna um önnur einkenni
þeirra; stuðlasetningu-beitir hann
til dæmis ekki.
Sjón er sögu ríkari; hér er upphaf
passíunnar:
Goldið hefur einn
hrjúfum lífaldri
Almyrkva mót
sinna þakkargjörða
Hafa megi
útigangstöður
öllum áttum
tapa og týna
Mikið þrýstu
talslyngan hjörva
leiðindi á
enda óskunda
Bjartar þrautir
einar héldu
aó kvalar neista
nóðar gunnfána
Ólafur Grétar gefur passíu sína út
sjálfur.
Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræöingur: Það sem maður segir ekki hef-
ur líka merkingu. DV-mynd Hilmar Þór
alda, 19. og 20. aldar, til dæmis
Jónas Hallgrímsson og Einar Bene-
diktsson. í öörum hluta eru nokkrir
af fjölmörgum fyrirlestrum sem
Dagný hefur haldið til að ræða um
og kynna íslenskar og erlendar bók-
menntir.
„Sumir þessara fyrirlestra voru
haldnir fyrir erlenda áheyrendur en
ég þýddi þá á íslensku," segir hún.
„Raunar er alltaf matsatriði hvort á
að láta frá sér efni sem er jafn bund-
ið stað og stundu og svona fyrir-
lestrar em, en þegar ég hef verið að
grúska í gamalli menningar- og bók-
menntaumræðu hef ég margoft séð
hvað svona efni verður að frábær-
um heimildum þegar fram líða
stundir. Ekki endilega út af mati
eða þróunarlínum sem fyrirlesarinn
er að reyna að draga upp heldur al-
veg eins vegna þeirra bakgrunns-
upplýsinga sem gefnar eru.“
Vegið á báða bóga
Þriðji hluti Undirstrauma er sá
sem mestum tíðindum sætir. Þar
eru nýjar greinar, sérhæfðari og
fræðilegri en í fyrri hlutunum; sum-
ar jafnvel verulega þungmeltar - nú
eða bitastæðar, ef menn hafa virki-
lega góða bókmenntameltingu.
„Mér finnst mjög gaman að skoða
meta-umræður, eða umræður um
umræður um bókmenntir þar sem
tekist er á um túlkanir og barist um
sjálfa merkinguna," segir Dagný.
„Menn vega þá gjarnan á báða bóga
og nota til þess aðferðir sem utanað-
komandi myndi ekki skilja en
heimamenn í umræðunni skilja
þeim mun betur. Til dæmis er hægt
að metta bókmenntaskrif af merk-
ingu með þvi að vísa ekki til og
vitna ekki í fræðimenn sem manni
stendur ógn af eða finnst vera
asnar. Ég kem inn á þessa baráttu
um túlkunina í grein um lestur Júl-
íu Kristevu á bókum Marguerite
Duras en um þann lestur hefur ver-
ið mikið rifist. Ég hef ekki áhuga á
túlkunum hinna ýmsu fræðimanna
á verkum Duras og ég sé lítið unnið
við það að meta túlkanir þeirra út
frá því hvernig rétt sé að lesa
Duras. Eins og ég viti það! Það sem
vekur áhuga minn er hið bók-
menntalega við sjálf átökin um
merkinguna og meta-umræðuna eða
baráttan um merkinguna.
En þó að ef til vill sé mest ný-
næmi að greinunum í lokahlutan-
um,“ bætir hún við, „þá vona ég að
allir þrir hlutarnir valdi lesendum
nokkurri umhugsun - til þess er
leikurinn gerður.“
NISSAN PRIMERA SLX, skr. '00,
ókeyrður, verð 1.980 þ.
VOLVO 960 GL, skr. '96,
ekinn 55 þ.km, 1 eigandi, verð 2.390 þ.
LAND ROVER FREELANDER, skr. '98,
ekinn 16 þ.km, verð 2.390 þ.
DAIHATSU SIRION CX, skr. '99,
ekinn 8 þ.km, verð 1.080 þ.
maammmmmmmtsmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
EVRÓPA
ILASAIA
JÁKN UM TRAUST
[www.evropa.is |
Faxafen 8
Sími 581 1560
Fax 581 1566
Söluaðill fyrir
BRIMBORG
PEUGEOT 406, skr. '98,
ekinn 12 þ.km, verð 1.590 þ.
RENAULT MEGANE SCENIC, skr. '98,
ekinn 44 þ.km, verð 1.490 þ.
JEEP GRAND CHEROKEE LTD, skr. '93.
Tilboð 1.790 þ. Áhvílandi gott lán.
FORD FOCUS 1600 STATION, skr. '00,
ekinn 2 þ.km, verð 1.670 þ. Einnig fleiri
tegundir og árg. af Focus.
TOYOTA AVENSIS FERRA, skr. '99,
ekinn 3 þ.km, verð 1.650 þ.
BMW 318i, skr. '99,
ekinn 25 þ.km, verð 2.890 þ.
FIAT MAREA WEEKEND, skr. '99,
ekinn 5 þ.km, verð 1.490 þ.
VOLVO S 40 1800, ssk., skr. '97,
ekinn 43 þ.km, verð 1.695 þ.