Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
Fréttir
DeCode 145 miUjarða króna virði eða 600 þúsund á hvem mann í gagnagrunninum:
Frámunalega lág leiga
- segir Margrét Frímannsdóttir en heilbrigðisráðherra segir leiguna sanngjarna
Markaðsverðmæti DeCode
genetics, móðurfélags ís-
lenskrar erfðagreiningar
(ÍE), er nú 145 milljarðar
króna miðað við gengi hluta-
bréfa í fyrirtækinu á mark-
aði í gær. Ekki eru allir sér-
fræðingar á markaöinum
sannfærðir um að að félagið
standi undir þessu verðmati
og lýsti einn þeirra þvi sem
„geðveikislegu". Engar stað-
festar upplýsingar eru fáan-
legar um hverjir eiga fyrir-
tækið, hversu margir hlutir
eru í fyrirtækinu eða hver
velta þess og afkoma er.
Árni Sigurjónsson, starfs-
maður upplýsingadeildar ÍE,
sagði því miður ekki hægt
að veita slíkar upplýsingar
þar sem fyrirtækið væri
óskráð og því þar með óskylt
að láta þær af hendi.
570 þúsund á hvern
Óstaðfest tala yfir fjölda
hluta í DeCode er 31 milljón.
Hluturinn var seldur á
markaði i gær á 65 dollara
stykkið og verðmæti fyrirtækisins
samkvæmt því áðurnefndir 145
milljarðar króna. Stór hluti þess
verðmats byggist á 12 ára einkaleyfi
ÍE á rekstri miðlægs gagnagrunns
um heilsufar íslendinga. Um 17 þús-
und manns hafa sagt sig úr gagna-
grunninum en honum standa enn
til reiðu um 255 þúsund núlifandi ís-
lendingar. Væri núverandi mark-
aðsverðmæti DeCode eingöngu
byggt á þessum einstaklingum væri
tilvist hvers og eins þeirra í gagna-
grunninum metin á 570 þúsund
krónur.
ÍE mun greiða ríkinu 70 miUjónir
króna á ári vegna rekstrarleyfisins
og allt að 70 milljónir árlega að auki
af hagnaði fyrirtækisins
Bara orö ráðherra
„Miðað við virðismat fyrirtækis-
ins, og ekki síður aö þama er um
mjög verðmætar upplýsingar að
ræða, er leigan frámunalega lág, en
hún hlýtur að verða endurskoðuð í
ljósi reynslunnar. Það er mjög sér-
kennileg ákvörðun af íslenska rík-
inu að afhenda þetta leyfi til ein-
staklingsfyrirtækis. Ríkið hefði átt
að byggja gagnagrunninn upp sjálft
og eiga fyrst vilji er fyrir því að
Kári Stefánsson og starfsmenn hans hjá Islenskri erfðagreiningu geta nú tekið til óspilltra mál-
anna.
Margrét Frímannsdóttir: „Ráöherra
segir að persónuverndin sé tryggö
en við höfum ekkert annað en henn-
ar orö fyrir því.“
gera hann að veruleika,“ segir Mar-
grét.
Margrét segir þingmenn Samfylk-
ingarinnar hafa gert miklar athuga-
semdir við gagnagrunnsfrumvarpið
á sinum tíma. „í mörgum tilvikum
var þvi svarað að tekið yrði á þeim
málum við gerð rekstrarleyfis og í
reglugerð. Við hljótum því að gera
Ingibjörg Pálmadóttir: „Ég tel að
persónuverndin sé eins tryggð og
hún getur orðiö.“
kröfur um að það verði farið yfir
samninginn og reglugerðir með
heilbrigðis- og trygginganefnd Al-
þingis. Þá sjáum við hvort og hvem-
ig brugðist er við athugasemdun-
um,“ segir hún.
Margrét er ekki sannfærð um að
persónuvemd sé tryggð í gagna-
gmnninum. „Ráðherra segir að per-
sónuverndin sé tryggð en við
höfum ekkert annað en henn-
ar orð fyrir því. Þegar okkur
gefst loks tækifæri til að
kaUa til sérfræðinga, til
dæmis frá Háskóla íslands,
til að upplýsa Alþingi um
það hvort það sé rétt, er þetta
gerður hlutur sem við höfrnn
enga möguleika til að
breyta.“
Eins tryggt og hægt er
„Ég vil ekki tjá mig um
markaðsvirði íslenskrar
erfðagreiningar frekar en
annarra fyrirtækja. En ég tel
að upphæðin sem þetta fyrir-
tæki greiðir samkvæmt
starfsleyfinu sé sanngjörn og
ásættanleg," segir Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra.
Gagnrýnendur segja per-
sónuvemd sjúklinga í gagna-
grunninum ekki tryggða en
því vísar Ingibjörg á bug:
„Við höfum aldrei gengið
lengra varðandi persónu-
vemd en í þessu tilviki.
Tölvunefnd hefur unnið geysilega
gott starf sem einnig mun nýtast til
að tryggja öryggi sjúklinga almennt
varðandi sjúkraskrár.“
Ingibjörg telur einnig að fullyrð-
ingar um að gagnagrunnurinn og
starfsleyfi ÍE standist ekki lög og al-
þjóðasáttmála séu rangar.
„Okkar sérfræðingar hafa farið í
gegnum alla alþjóðasamninga sem
við höfum gert og þetta er í sam-
ræmi við þá alla. Við höfum farið
eins varlega og unnið þetta eins
vandlega og hægt er og það er ekki
hægt að ganga lengra hvað öryggis-
þáttinn varðar. Eftirlitið er margfalt
og við höfum til þess tölvunefnd,
þverfaglega siðanefnd og starf-
rækslunefnd sem mun hafa umsjón
með samningunum sem gerðir
verða við einstakar heilbrigðisstofn-
anir.“
Þannig að almenningur hefur
ekkert að óttast:
„Ég tel að persónuvemdin sé eins
tryggð og hún getur orðið,“ segir
heilbrigðisráðherra sem væntir
mikils af gagnagrunninum: „Ég tel
aö þetta mál geti haft geysilega
mikla þýðingu fyrir íslenskt heil-
brigðiskerfi og vænti góðs af því.“
-GAR
/ eðlilegum farvegi
Strákarnir okkar eru
ekki að standa sig. Þeir
hafa tapað öllum þrem-
ur leikjum sínum á EM
í Króatiu. Fyrst gegn
Svíum. Það þurfti ekki
að koma á óvart enda
leika Sviar sér alltaf að
því að vinna íslend-
inga. í þetta skipti voru
íslendingar leiknir
sundur og saman í öll-
um köflum beggja hálf-
leikja. Síðan tapaðist
öruggi leikurinn, gegn
Portúgal. Þar var það
slæmi kaflinn í seinni
hálfleik sem gerði út
um leikinn. Og loks
kom tap gegn Rússum.
Þar gerði slæmur kafli
í síðari hálfleik einnig
útslagið. Og misnotaö
hraðaupphlaup á
lokamínútunni. Það er
huggun harmi gegn að
íslendingar hafa aldrei
verið jafnnálægt þvi að ná stigi gegn Rússum. En
uppskeran er ekkert stig eins og úr hinum leikj-
unum. Heppnin var kannski ekki með okkur eins
og aðstoðarþjálfarinn sagði eftir leikinn. Og
kannski hafa drengimir verið svolitið þreyttir
eins og svo oft áður, enda á fullu með félagsliðum
sínum heima og heiman allan veturinn. Ólíkt
leikmönnum í liðum mótherjanna. Já, það er
erfitt í Króatíu.
Dagfari hefur staðið í þeirri trú að þegar
íþróttamenn fara í kappleik reyni þeir allt hvað
þeir geta til að sigra. Séu sem sagt eðlilegir og
leiki eðlilega. Að öðrum kosti tapi þeir.
En strákamir okkar þurfa bara ekkert að
sanna fyrir þjóðinni eins og einn leikmanna
komst að orði. Þjóðin veit nefnilega hvað þeir
geta og hvers þeir eru megnugir þegar þeir leika
eðlilega. íslenska þjóðin hefur séð strákana sína
leika eðlilega og veit að þá verður eðlileg niður-
staða úr leikjum. Þetta vita strákamir okkar. Og
þeir vita að þjóðin veit það og þjóðin veit aö
strákamir vita að hún veit það. Þess vegna er allt
i lagi þótt liðið hafi ekki leikið eðlilega í fyrstu
þremur leikjunum. Stákamir okkar þurfa ekki
að sanna eitt né neitt fyrir þjóð sem veit að þeir
vita að þjóðin veit að þeir geta leikiö eðlilega og
sigrað. Þess vegna gerir ekkert til þótt þrír fyrstu
leikirnir tapist. Þar var liðið ekki að leika eðli-
lega, eins og þjóðin veit. Þess vegna er ekkert
eðlOegra en að búast við tapi gegn Svium, Portú-
gölum og Rússum. En þjóðin getur sest róleg
framan við sjónvarpsskjáinn í kvöld. Því íslend-
ingum er ekkert eðlilegra en að leika eðlilega
gegn Dönum. Danir taka því sem eðlilegum hlut
að íslendingar leiki eðlilegan handknattleik gegn
þeim í kvöld og þar sem íslendingar hafa sannað
ágæti sitt með eðlilegum leik ætti sigur að vera
vís. Strákamir okkar þurfa ekkert að sanna fyrir
þjóðinni sem veit fullkomlega hvemig í málum
liggur. Þjóðin veit hvað þeir geta þegar þeir leika
eðlilega og getur verið róleg. Hún veit aö það er
ekkert óeðlilegt við úrslitin í Króatíu. Dagfari
Athyglissýki
Nú eru þorrablotin í algleymingi.
Vinsælustu menn og félags-
málatröll eru yfirbókuð og verða
sum hver að velja á milli tveggja
eða þriggja blóta
sama kvöldið. Er vit-
að að skorist hefúr í
odda á sumum
heimilum þar sem
húsfrúnni er boöið
í eitt blót en hús-
bóndanum annað.
Guðlaugur Þór
Þórðarson borg-
arfúlltrúi hefur kynnst þessum
vanda en hann var veislustjóri á
þorrablóti KR-inga um helgina með-
an Ágústa blótaði þorra með sjálf-
stæðisfólki í Valhöll. Eyjakratinn
Lúðvík Bergvinsson var einnig
hjá KR-ingum, flutti ræðu og þótti
fara á kostum. Sagði hann gestum
m.a. frá því að ein helsta ástæða
þess að hann væri í pólitík væri at-
hyglissýki á háu stigi. Ætti honum
þá ekki að leiðast að vera nefndur
hér til sögunnar...
Suðurljós
Prestssonurinn og fjölmiðlamó-
gúllinn Ámi Þór Vigfiísson er á
fljúgandi ferð með Skjá einn en
stöðin sú hefur náð
töluverðum vinsæld-
um. Er það ekki síst
að þakka viðleitni
tO innlendrar dag-
skrárgerðar, nokk-
uð sem aðrar
ónefndar stöðvar
mættu taka sér tO
fyrirmyndar. Fjöl-
miðlaveldi Áma var í Lögbirt-
ingablaðinu á dögunum, ekki vegna
neinna leiðinda heldur var þar á
ferðinni nýskráning í hlutafélaga-
skrá. Athugulir menn tóku eftir því
að fyrirtæki Áma Þórs um rekstur
sjónvarps og útvarpsstöðva, fram-
leiðslu, kaupa og sölu á fjölmiðla-
efni m.m. heitir Suðurljós. Má auð-
veldlega skoða nafngiftina sem mót-
ledí gegn veldi fjölmiðlarisa, Jóns
Ólafssonar, Norðurljósa...
Gaf Löduna
í tímariti Hjartaverndar frá í des-
ember má lesa lifla grein eftir
Baldur Hafstað kennara þar sem
hann hvetur lesendur tíl að hreyfa
sig daglega. Hann
er óhress með
að hafa á dög-
unum einung-
is talið 12
reiðbjól fram-
an við þrjá
stóra skóla í Reykja-
vík en hvert bOastæði hafi hins
vegar verið skipað. Þá segir af því
að vinnufélagar hans hafi gefið
honum reiðhjól þegar hann varð
fimmtugur. Ritara er tjáð að slík
samgöngutæki gangi undir nafninu
fimmtugsfákar. Lofar Baldur tO-
komu reiðhjólsins i daglegu lífi
sínu og ráðleggur öOum sem geta
að hjóla tO og frá vinnu þegar veð-
ur og árstimi leyfir. En þar með er
sagan ekki öO. Hamingja Baldurs
var slík að hann gaf Löduna sína
skömmu eftir afmælið. Og segist
auðvitað aOur annar maður ...
reykjavik.is
Islendingar verða netvæddari
með hverjum deginum sem líður.
Nýir miðlar á þessum vaxandi
markaði spretta upp sem gorkúlur.
Sumir eru þó seinni tO að átta sig á
þessu og þar á meðal Reykja-
víkurborg. Þar á bæ
eru menn enn að
reyna að átta sig á
því hvað gera eigi í
netmálum borgar-
innar enda fjallar
vefúr borgarinnar
aðaOega um
nefndarsetu borg-
arfuOtrúa og pólitíkusa.
Virkni vefsins er með því versta
sem hefur sést og því ekki laust við
að borgin verði að bæta úr þessum
vanda áður en hátíðarhöld vegna
menningarborgarinnar heijast...
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is