Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 Fréttir Magnús L. Sveinsson, formaðm- Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, i DV-yfirheyrslu: Miðstýrðir samningar að baki Magnús L. Sveinsson segir verðbólguna, sem komin er á fulla ferð, vera stærsta áhyggjuefni launþega. Á sínum ferli er hann stoltastur af því að hafa samið um markaðslaun. Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur hefur tekið upp nýjar baráttuaö- ferðir og semur um markaðslaun. Þýðir það að þið hafnió öllu sam- floti? „Ég geri frekar ráð fyrir þvi að með þessu fjarlægjumst við samn- ingaferli og samningaform sem gilt hefur hér um áratugi. Það er nauð- synlegt að verkalýðshreyfingin geri sér grein fyrir því að tími hinna miðstýrðu samninga er runninn á enda. Það hefur lengst af verið þannig að tveir eða þrír hagfræðing- ar hafa sest niður og fundið út hvað fiskvinnslan þolir. Niðurstaðan hef- ur svo ráðið kjörum alls almenn- ings og ekkert tillit hefur verið tek- ið til annarra starfsgreina. Þetta gengur ekki og er ástæða hinna lágu launataxta sem hér gilda. En sagan er ekki öll því eftir að samið hefur verið um lága taxta hefur fisk- vinnslan farið í næsta herbergi og samið um bónus og eftir sitja aðrir á botninum og það er fólk innan VR. Ertu þar með að segja að gamla samningakerfið sé úrelt? „Við unum ekki lengur við þetta einstigi og einstefnu í samninga- gerðinni, að eitt og það sama gangi yfir alla.“ Hefuróu stuðning kollega innan verkalýóshreyfingarinnar við þessi sjónarmið? „Já, mér hefur fundist að eftir að við fórum fram með kröfuna um markaðslaun hafi menn sýnt þessu skilning. Þar er aðeins Ögmundur Jónason, formaður BSRB, undan- skilinn." En dugir þessu skilningur til þess aó þeirfeti sömu slóð? „Ég hygg að markaöslaun eigi ekki endilega við í öllum tilfellum. í öðrum félögum eru launin gjarnan nær umsömdum launatöxtum en gerist hjá okkur. Hvaó felst í orðinu markaðs- laun? „Það eru þau laun sem raunveru- lega eru greidd á hverjum tíma. Við viljum gera þau sýnileg svo launa- fólk geti skoðað hvaða laun eru greidd í einstökum starfsgreinum og gert samanburð við sín eigin laun.“ Eru kjör starfsfólksins á kössum stórmarkaöanna boðleg? „Laun starfsfólks sem er á lág- markaslaunum eða 67 til 70 þúsund krónum á mánuði er neðan þess að hægt sé að lifa af þeim. Við höfum fundið út hvaða fyrirtæki greiða lægstu launin. Það eru stórmarkað- imir. Matvöruverslanirnar borga lægstu launin og það er athyglisvert að þessi sömu fyrirtæki eru sífellt að lengja opnunartima sinn og þá er nógur peningur til að greiða 80 pró- sent hærri laun.“ Hvaóa verslanir eru þetta? „Þetta er þorri þeirra en ég vil ekki nefna neina sérstaklega." Nœr góóœrió inn í raðir þíns fólks? „Já. Það merkilega er að sam- kvæmt launakönnun VR á síöasta ári kemur fram að launataxtar sem sam- tök atvinnulífsins neyddu okkur til að samþykkja spegla ekki raunveru- leg laun. Meðallaun okkar fólks eru nefnilega 161 þúsund krónur á mán- uði fyrir dagvinnu og 183 þúsund fyr- h yfirvinnu. Þetta táknar að einstak- ir vinnuveitendur hafa hafnaö launa- stefnu samtaka vinnuveitenda. Skila- boðin til vinnuveitenda eru: Launa- taxtar ykkar eru ónýtir og við förum ekki efth þeim.“ Hvað gerist þegar þensluskeiðinu lýkur. Missir fólk ekki kjarabœturn- ar? „Markaðslaunin eru þegar til staðar. Launaþróunin í landinu fer eftir því hvernig árar í efnahagslíf- inu. Vinnuveitendur hafa stýrt þessu einhliða en nú viljum við hafa áhrif á það hvernig þetta dreif- ist til okkar félagsmanna þannig að sem fæstir verði efth. Auðvitað er það svo þegar illa árar að menn mega þakka fyrh ef laun standa í stað og þau geta farið niður. Það er reynsla undanfarinna áratuga og kaupmáttur hefur hrapað niður þó verkalýðshreyfingin hafi samið um launahækkanir. Getur ekki vinnuveitandi lagst á einstaklinga og lækkað laun ein- hliða? „Þá verður vinnuveitandinn að segja viðkomandi starfsmanni upp. Öryggi launþegans felst í því að ráðningarsamningur gildir. Vilji vinnuveitandi einhliða breyta hon- um þá gildir ekkert annað en upp- sögn.“ Má ekki reikna með að launþeg- ar sem þannig ná kjarabótum missi ábatann þegar kreppir að? „Við teljum að markaðslauna- kerfið taki mið af getu atvinnulifs- ins á hverjum tíma og fyrhbyggi stökkbreytingar. Þá eru þau líklegri til að tryggja stöðugri kjarabætur.“ Hvað viltu segja um þá sam- þjöppun sem oróiö hefur í verslun- inni. Er hún til góðs fyrir þittfólk? „Þetta á að leiða til hagræðingar sem gerir fyrirtækjum kleift að greiða hærri laun. Þessi þróun er alls staðar í heiminum og er að mörgu leyti góð. Auðvitað þarf að gæta þess að ekki verði einokun með því að eitthvert eitt fyrirtæki nái yfirburðastöðu á markaðnum. Hvaö meö neytendur? „Það er mjög þýðingarmikið að neytendur séu á hverjum tíma vak- andi yfir verðþróun. VR og fleiri verkalýðsfélög hafa stutt Neytenda- samtökin til að halda uppi vhkri verðkönnun. DV hefur verið mjög duglegt við þetta og þetta heldur neytendum vakandi auk þess að veita fyrirtækjum aðhald." Þú ert yfirlýstur sjálfstœðismaó- ur. Háir það þér ekkert í barátt- unni? „Nei. Stærsta fylgið innan verka- lýðshreyfingarinnar er við Sjálf- stæðisflokkinn þannig að ekki þarf að koma á óvart þó einn og einn sjálfstæðismaður veljist til forystu." Verður þú aldrei einmana innan um alla vinstrimennina í foryst- unni? „Nei, það hressir bara upp á til- veruna. Sannleikurinn er sá að það hefur orðið mikil og jákvæð breyt- ing innan verkalýðshreyflngarinnar frá því að hörð flokkspólítísk bar- átta var. Nú taka menn faglega á 1 feynir Traustason málum og hagsmunir félagsmanna eru í öndvegi." Hvaö flnnst þér þá um nýlega inngöngu ASÍ í SAMAK þar sem innan borðs eru sósíaldemókratar á Norðurlöndum auk verkalýösfélaga? „Ég vara mjög við því ef ASÍ ætlar að fara að vinna flokkspólítískt. Það er þvert á þá stefnu sem verið hefur á undanförnum árum. Fólkið í verka- lýðshreyfmgunni tilheyrir ýmsum flokkum og það er veikleikamerki ef hreyfmgin límir sig á einn flokk." Fer saman þátttaka í stjórnmál- um og forysta í verkalýðsmálum? „Tvímælalaust. Það er ekki að- eins samið um kaup og kjör við samningaborð. Það er verið að taka ákvarðanir sem snerta fólk á Al- þingi og í sveitarstjómum. Það er af hinu góða að verkalýðshreyfingin eigi talsmenn á þessum stöðum.“ Hafa aldrei komið þeir tímar sem þú hefur sem borgarfulltrúi eða varaþingmaður þurft aó gera upp við þig hvort þú eigir að taka af- stöðu meö flokknum eðafélaginu? „Nei, aldrei. Ég hef stundum þurft að taka afstöðu gegn því sem Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur hefur talið bestu ákvörðunina. Hagsmunir minna félagsmanna hafa ævinlega ráðið en það hefur aldrei skorist í odda við forystu flokksins vegna þessa.“ Hvenœr hyggst þú hœtta semfor- maður VR? „Ég hef geflð kost á mér til for- manns næstu stjórnar sem sitja mun i tvö ár.“ Ertu fylgjandi beinu lýðrœði inn- an lífeyrissjóðanna og aó sjóöfélag- arfái sjálfir aó greiöa atkvœði um störf og stefnu þeirra? „Það er svokallað fulltrúalýðræði innan sjóðanna. Það er erfitt að koma því við aö allir sjóðfélagar eigi að kjósa stjórn en slíkt er óframkvæmanlegt. í okkar sjóði em 80 þúsund félagar vítt og breitt um landið sem eiga mismunandi háar inneignh. Það þyrfti væntanlega að skipta þessu upp þannig að sá sem greitt hefur 10 milljónh í sjóðinn hafi meha vægi en sá sem borgað hefur þúsund krónur. Slík útfærsla er vart framkvæmanleg." Er ekki óeðlilegt aó atvinnurek- endur skiptu völdum til helminga með verkalýösleiótogum? „Menn þurfa að horfa á þetta í sögulegu samhengi. Þegar samið var um Lífeyrissjóð verslunar- manna 1955 var niðurstaðan sú að báðh aðilar ættu aðild að stjóm- inni. Það hefur ríkt mikil sátt um reksturinn sem er mikilvægt. Vinnuveitendur hafa hvergi sýnt tilhneigingu til yfirgangs." Finnst þér ríkisstjórnin hafa náð vióunandi árangri í ríkisfjármál- um? „Viðskiptahallinn er ískyggilegur og mikið áhyggjuefni. Hins vegar hefur ríkisstjómin greitt niður er- lend lán og skilað afgangi á fjárlög- um. Það er mjög brýnt að taka á málum. Verðbólgan er komin úr böndunum og brýnt að ná á henni tökum. Verðbólgan er mesta áhyggjuefni launþega við upphaf samningagerðar. Það eru miklar verðhækkanir í gangi á innfluttum vörum á sama tíma og sú vara lækkar erlendis. Þama er eitthvað að gerast og ljóst að fleiri þurfa að taka í taumana en rikisvaldið." Hvaðflnnst þér um frammistöóu Davíðs Oddssonar á valdatíó hans? „Ég hef lengi þekkt Davíð mjög vel efth að hafa unnið með honum fyrst í borgarstjórn. Hann er einn mesti stjómmálaskörungur sem ís- lendingar hafa átt. Það er gæfa þjóð- arinnar að hafa notið krafta hans.“ Nú ert þú búinn að standa í fremstu víglínu verkalýðsbaráttunn- ar um áratugi. Hvaða máli ertu stoltastur af? „Með markaðslaunum bijótum við blað í samningagerð. Það er mitt stærsta mál.“ Og hvar liggja stœrstu mistökin áferlinum? „Þau eru eflaust víða og það er auðvelt að verða vitur eftir á. Ég tel að engin stórslys hafi orðið.“ Hver eru mestu vonbrigóin? „Þau eru að við skulum í áratugi hafa setið eftir með launataxta sem enginn getur lifað af. Við höfum verið knúnh til þeirra samninga af samtökum vinnuveitenda en síðan kemur á daginn að almennir at- vinnurekendur taka ekkert mark á þessu og greiða helmingi hærri laun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.