Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
Tilboðsverð
Utlönd
á fjölda bifreiða
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E j
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
567-1800 —...
Löggild bílasala
VW Polo 1,01 '99, 5 g„ ek. 4 þús. km.
Tilboðsverð 890 þús.
MMC Lancer stw 4x4 '99, 5 g„ ek. 16
þús. km, dökkblár, rafdr. rúður, fjarst.
samlæs., ABS o.fl. V. 1.630 þús.
Toyota RAV-4 '96, ssk., ek. 42 þús.
km, rauður, 31Í álf„ brettakantar, spoil-
er, rafdr. rúður, samlæs. o.fl.
V. 1.680 þús.
Toyota Corolla 1300 XLi st. '94, 5 g„
ek. 81 þús. km. V. 810 þús.
Tilboðsverð 710 þús.
Toyota Luna Liftback 1600 '99, ek.
6 þús. km, ssk., rafdr. rúður, samlæs.,
cd. Vill skipti á 400-600 þús. kr. bíll.
V. 1.490 þús. Einnig: Toyota Corolla
Luna sedan '98, 5 g„ ek. 23 þús.
km, rafdr. rúður, saml. o.fl.
Bilalán ca 800 þús. V. 1.190 þús.
Nissan Almera GX '97, 5 g„ ek. 58
þús. km, samlæs., rafdr. speglar o.fl.
V. 880 þús. Einnig: Nissan Almera
SCX sedan '97, 5 g„ grænn, ek. 71
þús. km, rafdr. rúður, samlæs. o.fl.
V. 950 þús.
Daewoo Lanos SX '98, rauður, ek. 12
þús. km, 5 g„ rafdr. rúður, þjófav.
(bílalán ca 930 þús.). V. 1.090 þús.
Toyota HiAce turbo dísil 4x4 '98,
rauður, 16", álfelgur, krókuro.fl.
V. 2.400 þús.
Daihatsu Applause LTD '98, ssk„ ek.
13 þús. km, vel búinn. V. 1.320 þús.
Tilboðsverð 1.090 þús. Ath. skipti.
Opel Corsa '98, ek. 55 þús. km, 5 g„
rauður, góður og sparneytinn bíll.
Gott bílalán getur fylgt. V. 790 þús.
MMC L-200 d. cab dísil '93, ek. 147
þús. km, 5 g„ rauður, krókur, bret-
takantar o.fl. V. 890 þús.
Einnig: Nissan d. cab '96 m/húsi,
disil, 5 g„ ek. 185 þús. km, hvítur, álf„
stigbretti, 31" o.fl. Bilalán 1.100 þús.
V. 1.350 þús.
MMC Eclipse GS '96, grænn, ssk„
ek. 60 þús. km, rafdr. rúður, samlæs.,
CD o.fl. V, 1.590 þús. Staðgrtilboð.
Bílalán 1.030 þús. V. 1.190 þús.
Einnig: MMC Eclipse GSX túrbó
4x4 '95, 5 g„ rauður, ek. 80 þús. km,
leður, topplúga, álf. o.fl. V. 1.690 þús.
Tilboð 1.400 þús.
Nissan Sunny stw 4x4 SLX '93, hvítur,
5 g„ ek. 97 þús. km, rafdr. rúður, hiti í
sætum, samlæs. o.fl. V. 670 þús.
Toyota Carina 1,8 XLi '97, hvítur, 5 g„
ek. 67 þús. km, sumar- og vetrardekk,
samlæs., rafdr. rúður o.fl. V. 1.150 þús.
Tilboðsverð 1.040
Primera station dísil '92, 5
g„ ek. 256 þús. km, samlæs., hiti í
sætum, álf. o.fl. V. 620 þús.
Tilboðsverð 490 þús.
Nissan Micra LSi '97, hvitur, 5 g„ ek.
35 þús. km. V. 830 þús„ tilboðsbíll.
Einnig: Peugeot 106 '92, rauður, ek.
115 þús. km, CD, góður og spar-
neytinn. Tilboð 325 þús.
Opel Astra GL station '96, grænn, 5
g„ ek. 65 þús. km, samlæs. Einn
eigandi. V. 830 þús. Tiiboð 740 þús.
Toyota d. cab '95, rauður, 5 g„ ek.
47 þús. km. V. 1.450 þús.
Tilboðsverð 1.320 þús.
Cherokee Grand Limited V8 '97,
silfurgr., ssk„ ek. 38 þús. km, álf„
ieðurinnr., toppl. o.fl. Einn m/öliu.
Stórglæsilegur bíll. V. 3.300 þús.
Einnig: Grand Cherokee Laredo,
4,0 I, '96, ek. 88 þús. km, rafdr. rúður,
saml., álf„ ssk„ aksturstölva o.fl.
Bllalán 1.300 þús. V. 2750 þús.
Tilboð 2.490 þús.
Forkosningar í Iowa:
Bush og Gore
sigurvegarar
A1 Gore, varaforseti Bandaríkj-
anna, og George Bush, ríkisstjóri í
Texas, sigruðu keppi-
nauta sína í forkosning-
unum í Iowa í gær-
kvöld. Gore, sem keppir
að þvi að verða forseta-
efni demókrata, sigraði
Bill Bradley, fyrrver-
andi öldungadeildar-
þingmann, með 63 pró-
sentum atkvæða á móti
35 prósentum. Bill
Clinton Bandaríkjafor-
seti hringdi í Gore í
gærkvöld til að óska
honum til hamingju
með sigurinn. Forsetinn
hyggst gefa Gore gott
orð í stefnuræðu sinni
síðar í vikunni. Stjórnmálafræðing-
ar sögðu að úrslitanna í Iowa yrði
minnst sem atburðarins þegar Gore
tókst að komast úr pólitiskum
skugga Clintons.
Bush, sem vill verða forsetaefni
repúblikana, hlaut flest atkvæði
þeirra sex sem repúblikanar kusu
um eða 41 prósent. Útgefandinn
Steve Forbes hlaut annað sæti með
30 prósent atkvæða. Er það miklu
betri árangur en
fylgiskannanir höfðu
gefið í skyn. Útvarps-
þáttastjórnandinn Alan
Keyes varð þriðji með
14 prósent atkvæða en
öldungadeildarþingmað-
urinn John McCain,
sem ekki háði kosninga-
baráttu í Iowa, varð
fjórði með 5 prósent at-
kvæða.
Núna eru allir fram-
bjóðendurnir komnir til
New Hampshire þar
sem fyrstu alvöru for-
kosningarnar verða
haldnar 1. febrúar. Úr-
slitin þar eru talin verða til marks
um hvernig ganga muni í sjálfum
forsetakosningunum. Erfiðir dagar
eru fram undan hjá frambjóðendun-
um. Þeir þurfa að taka i hendur eins
margra kjósenda og þeir hafa þrek
til og faðma mörg börn auk þess
sem þeir þurfa að halda margar
kosningaræður.
Gore fagnar sigri í gær-
kvöld.
Símamynd Reuter
Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, brá sér á fílsbak í morgun í tilefni
þess aö fyrsti dýragarðurinn í landinu var opnaður í Phnom Tamao, um þrjá-
tíu kílómetra suður af höfuðborginni Phnom Penh.
Leiðtogar kristilegra demókrata:
Láta Kohl eiga sig af
ótta við klofning CDU
Leiðtogar kristilegra demókrata í
Þýskalandi (CDU) hafa horfið frá
því að höfða mál á hendur Helmut
Kohl, fyrrum kanslara, og þvinga
hann þannig til að greina frá vit-
neskju sinni um ólögleg fjárframlög
til flokksins. Leiðtogamir óttast að
flokkurinn geti hreinlega klofnað ef
hart verður tekið á gamla foringjan-
um.
Þess í stað ætla leiðtogar CDU að
sauma að Horst Weyrauch, endur-
skoðanda og skattaráðgjafa, sem
grunaður er um að hafa séð um
leynisjóðina sem ólöglegu greiðsl-
urnar fóru inn á.
Ákvörðun um að þjarma að
Weyrauch, sem var náinn sam-
starfsmaður Kohls, var tekin eftir
að endurskoðendur fundu að
minnsta kosti rúmar fjögur
hundruð milljónir króna á leyni-
reikningum sem ekki er hægt að
gera grein fyrir.
Kohl hefur til þessa harðneitað að
skýra frá því hverjir greiddu fé inn
á leynireikninga flokksins á sextán
ára valdaferli hans. Lög sem Kohl
mælti sjálfur fyrir á sinum tíma
kveöa hins vegar svo á að reikning-
ar stjórnmálaflokkanna eigi að vera
opnir.
Rannsóknarnefnd þýska þingsins
ákvað í gær að auka umfang rann-
sóknar sinnar og kanna hvort eitt-
hvað væri hæft í staðhæfingum um
að Francois Mitterrand, fyrrum
Frakklandsforseti, hefði fyrirskipað
franska ríkisolíufélaginu Elf
Aquitaine að greiða stórfé í kosn-
ingasjóði kristilegar demókrata fyr-
ir kosningarnar 1994.
Stuttar fréttir dv
Gíslar frelsaðir
Sérsveitir taílenska hersins
frelsuðu sjö hundruð gísla sem
skæruliðaflokkur frá Burma hélt
fóngnum á sjúkrahúsi. Að minnsta
kosti níu skæruliðar féllu. Þeir voru
félagar í samtökum sem lúta stjórn
12 ára tvíbura.
Hittu ekki Elian
Ömmur Elians Gonzalez,
kúbverska drengsins sem var bjarg-
að undan strönd-
um Flórída í nóv-
ember, héldu burt
frá Miami í nótt,
án þess að hafa
fengið að hitta
drenginn. Ömm-
urnar héldu til
Washington þar
sem þær munu hitta stjómmála-
menn. Deilan um Elian litía er orð-
in að heitu milliríkjamáli. Faðir
drengsins vill fá hann til Kúbu en
ættingjar i Bandaríkjunum vilja
halda í hann.
Vopn frá Rússum
„Utanríkisráðherra" Tsjetsjeníu
sagði í gær að uppreisnarmenn
múslíma í lýðveldinu fengju öO
vopn sín frá Rússum. Ýmist dauð-
um hermönnum eða þeir keyptu
þau af einstaklingum eða hetíu her-
fylkjunum.
Meira mannfall
Tveir áhrifamestu fjölmiðlar
Rússlands, fréttastofan Interfax og
sjónvarpsstöðin NTV, sögðu í gær
að mannfaO í liði Rússa í Tsjetjeníu
væri meira á nýbyrjuðu ári en yfir-
völd vOdu viðurkenna.
TW og EMI í eina sæng
Tónlistardeild bandaríska fjöl-
miðarisans Time Warner og breska
hljómplötufyrirtækið EMI ætla að
sameinast og mynda þannig stærsta
tónlistarfyrirtæki heimsins.
Serbar og lýðrædi
Madeleine Albright, utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
bandarísk stjóm-
völd ættu ekki í
deOu við serbnesku
þjóðina sem ætti
það skilið að fá að
búa við lýðræðis-
legt stjómarfar. Al-
bright lét orð um
þetta faOa við frétta-
menn hjá Sameinuðu þjóðunum.
Vilja nýja skoðun
Sex mannréttindasamtök ætla að
reyna að fá breskan dómstól tO að
úrskurða að endurskoða beri lækn-
isskoðun á Augusto Pinochet, fyrr-
um harðstjóra í ChOe. Niðurstaða
hennar var sú að Pinochet væri of
heOsuveiO tO aö koma fyrir rétt.
Barnsfeður í dagsljósið
Nýtt frumvarp, sem danska stjóm-
in leggur brátt fram, getur neytt ein-
stæðar mæður tO að greina frá bólfé-
lögum sínum um það leyti sem getn-
aður varö. Neiti mæðurnar eiga þær
fangelsisvist á hættu. Frumvarpið
hefur vakið hörð viðbrögð.
Magaveira í mjólk
Magaveira, sem veldur niður-
gangi og slæmum verkjum, hefur
fundist í gerOsneyddri mjólk í Bret-
landi. Veiran getur einnig valdið
magasári og átt þátt í myndun æxla.
Situr sem fastast
Ezer Weizman, forseti ísraels,
settist í heiðurssæti sitt á ísraelska
þinginu í gær þrátt
fyrir kröfur rnn að
hann dragi sig í hlé
vegna rannsóknar á
fjármálahneyksli
sem hann tengist.
Weizman, sem tók
viö hundruðum þús-
unda doOara frá
frönskum kaupsýslumanni, kveðst
ekki hafa gert neitt rangt.
Konur á suðurpólinn
Fimm breskar konur komust í
gær á suðurpólinn eftir 1110 kOó-
metra göngu um suðurskautið. 28
stiga frost var á pólnum í gær. Ferð-
in tók 62 daga.