Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 Spurningin Hvernig finnst þér Kastljósið? Harpa Haraldsdóttir sölumaður: Ég horfi bara á Tomma og Jenna. Pálmi Stefánsson verslimarmað- ur: Fínt, það sem ég hef séð af því. Ragnheiður Aradóttir arkitekt: Ég sé það mjög sjaldan. Rósa Bjarnadóttir nemi: Allt í lagi, þau eru einum of áköf. Árni Sæmundsson.verkfræðing- ur: Mjög gott. Modi Thorsson skylmingamaður: Gott. Lesendur______ Samræmum dagsetningar Óhæfa er að stofnanir eins og Ríkissjónvarpiö (stillimynd) og ríkislögreglu- stjóri (ökuskírteini) skulu þverbrjóta gildandi þjóðarstaðla um rithátt dagsetn- inga, segir m.a. í bréfinu. Fyrrv. dómsmálaráðherra kynnir nýtt ökuskírteini. St. í. skrifar: Carl J. Eiriksson rafmagnsverk- fræðingur á lof skilið fyrir áskorun sína í DV-grein á þrettándanum árið 2000 um að samræma tímatalið. Þann dag má líka tákna svo einhlítt sé með rithættinum fimmtudaginn í 11. viku vetrar árið 2000, eða 6. janúar 2000, eða 2000-01-06, eða þá 2000-W01-4. Rithátturinn 6.1.2000, eða 06.01.2000, svo ekki sé minnst á 06/01/00 eða jafnvel 06-01-00 eða þá 06-01-2000, getur hins vegar hæglega misskilist. Víðast á íslandi er átt við 6. janúar ‘00. Innan girðingar á Mið- nesheiði hins vegar tákna þessar dagsetningar 1. júní ‘00. Bandaríkja- menn nota nefnilega röðina mánuð- ur, dagur, ár. Skiltákn eru ýmiss konar, / ,. eða -. Komi þessi dagsetning fyrir í ensku ritmáli er útilokað að sjá á dag- setningunni sjálfri hvort átt er við 6. janúar ‘00 eða 1. júní ‘00. En tveimur fyrstu tölustöfum úr ártali ætti helst ekki að sleppa. Ef við rekumst á gam- alt bréf sem er dagsett 6. janúar ‘00 sjáum við alls ekki á dagsetningunni frá hvaða aldamótaári það er. Lausn Carls á vandanum er hug- vitssamleg en hætt er við að erfitt reynist að vinna henni fylgi. 1 hart- nær mannsaldur hefur verið í gildi íslenskur staðall, fyrst ÍST 8 (gekk í gildi 1974-05-01) og síðan ÍST EN 28601 (gildistaka 1993-07-01), sem kveður svo á, að séu dagsetningar rit- aðar með tölustöfum skuli röðin vera ár-mánuður-dagur og bandstrik á milli. í forstaðli FS 130:1997 er að visu talin íslensk hefð að nota röðina dagur, mánuður, ár en þá ber að skilja tölurnar að með punkti. Hið algera öngþveiti sem ríkir hér um rithátt dagsetninga má sjálf- sagt kenna tölvusmiðum en ekki síður dugleysi stjórnvalda við að kynna þær reglur sem færðar eru í staðla. Óhæfa er að stofnanir eins og Ríkissjónvarpið (stillimynd) og ríkislögreglustjóri (ökuskírteini) skulu þverbrjóta gildandi þjóðar- staðla um rithátt dagsetninga. Staðallinn ÍST EN 28601 og sam- svarandi Evrópustaðall EN 28601 og alþjóðlegur staðall ISO 8601, taka einnig til þess hvernig tölusetja skuli vikur og vikudaga. Runan 2000-W01-4 táknar: fjórði dagur 1. viku ársins 2000. Mánudagur telst fyrsti dagur vikunnar, fimmtudagur er í miöri viku, áramótavikan telst til þess ársins sem fimmtudagurinn tilheyrir. Þetta vikutal er mikið not- að í viðskiptum og verktakastarf- semi. Eimskipafélagið sem starfar á alþjóðavettvangi gefur árum saman út veglegt dagatal þar sem vikur eru kirfilega tölusettar - en allir sunnu- dagar settir í ranga viku! Flugleiða- menn mega þó eiga það að þeir nota rétta töluröð á vikudögum í milli- landaáætlun sinni, þótt flugfélagið sé enn þá að keppa um athygli við sendibílastöðvar með rithætti síma- númers: 50 50 710 í stað 505 0710. Staðal ÍST EN 28601 má nálgast hjá Staðlaráði íslands, www.stri.is. Peningabrennsla - al- menningur borgar Gísli Ólafsson hringdi: Mikið get ég verið sammála leið- aranum í DV í dag (21. jan.) þar sem fjallað er um hina vonlausu pen- ingabrennslu sem felst í því að Byggðastofnun heldur áfram - og nú undir nýju ráðuneyti - að styðja vonlausa baráttu gegn flóttanum af landsbyggðinni. Nýr formaður Byggðastofnunar, framsóknarþing- maðurinn Kristinn H. Gunnarsson, ætlar ekki upp úr hjólfarinu þar sem stofnunin hefur setið fost und- anfarin ár. Það á enn að reyna að koma því inn hjá fólki, að uppbygg- ing ákveðinna svæða landsins geri þau samkeppnishæf við þéttbýlis- svæðið við Reykjavík. Hann vill þóknast dreifbýlisfólkinu við ysta haf með því að lofa borun i gegnum fjöll, og áframhaldandi innspýtingu fjár úr vösum skattborgaranna. Þetta gengur einfaldlega ekki leng- ur. - Það verður að fara að koma til móts við meirihluta landsmanna sem vill þjappa sér saman í þéttbýl- inu suðvestanlands eins og segir í DV. Hvenær ætla ráðamenn að skilja þetta? Fortíðarfjötrar Samfylkingarinnar - mega ekki veikja stöðu Jóhönnu Eiríkur Sigurðsson skrifar: Samkvæmt fréttum úr pólitíkinni sýnist manni að skipulagt val full- trúa á stofnfund Samfylkingarinnar kunni að leiða til þess að hugmynd- ir Jóhönnu Sigurðardóttur alþingis- manns um að óháðir fái aðgang að fundinum verði látnar víkja. Það er ekki til framdráttar nýjum flokki sem rísa á úr Samfylkingunni. Eins og mörgum þeim sem gáfu Samfylk- ingunni atkvæði sitt í kosningunum þótti mér fullvíst, að Þjóðvaki Jó- hönnu og almennt persónufylgi við hana myndi fá að njóta sín í hinni lýðræðislegu fjöldahreyfingu sem fylkingin átti að standa fyrir. Ef svo fer, að þeir sem andæfa því þjónusta allan sólarhringinn ént mynd af br rnea bréfum sínum sem : verða á lesendasíðu Guðmundur Árni Stefánsson ásamt Jóhönnu væri vænlegt og sigurstranglegt „teymi“ ef sletta má síðusta orðaleppnum í framboðsmálum, segir í lok bréfs Eiríks. að fylgi Jóhönnu sem stjórnmála- manns fái inni á stofnfundinum væntanlega, t. d. með því að skerða þátttökufjölda verulega og horfa e.t.v. einungis til gömlu flokkana, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, þá er brautargengi hins nýja flokks í verulegri hættu. Fjöldahreyfing þessi sem einn flokkur (stór eða smár) verður að brjóta að fullu þá fortíðaríjötra sem Samfylkingin hefur verið bundin við allt til þessa, líkt og Jóhanna segir sjálf. Mín skoðun er sú, að Jóhanna þurfi að nota alla sína stjómmálalegu kænsku til að ná því markmiði að verða leiðandi í hinum nýju sam- tökum. Hún á víð- tækan stuðning, m.a. hjá stórum hluta launþega í landinu og hún verður þá að láta hart mæta hörðu, verði hún vör við andóf eða laumuspil í vali fulltrúa á stofnfund Samfylkingarinnar. - Samspil með einum og sérstökum aðila er vænlegt til að vinna sér stöðu í þessu efni. Guðmundur Árni Stefánsson ásamt Jóhönnu væri vænlegt og sigurstranglegt „teymi“ ef sletta má síðusta orðaleppnum í framboðsmálum. DV Launahækkun í fiskvinnslu Þórdis Guðjónsdóttir skrifar: Það er rétt sem fram hefur komið að laun á almennum markaði hækkuðu ekkert á sl. ári umfram verðbólguna á því ári og því hefur kaupmáttur alls ekkert aukist. Það á hins vegar ekki við um opinbera starfs- menn sem hækkuðu verulega í öllum greinum. Það þýðir því lít- ið fyrir formann fiskvinnslunn- ar að tala eins og hann talaði i morgunútvarpi Rásar 2 sl. fóstu- dag, en þar sagði hann að laun fiskvinnslufólks væru fyllilega sambærileg við aðrar stéttir á vinnumarkaði. Þetta er auðvitað flarri lagi og hann og aðrir sem svona tala skulu ekki halda að gefið verði eftir baráttulaust að ná þeirri launahækkun t.d. í fiskvinnslunni sem runnið hefur til opinberra starfsmanna. Það verður ekki liðið. Prestar geta líka verið hættulegir Ólafur Þórðarson skrifar: Óhugnanlegt er að lesa um kæru konu einnar um líkams- árás prests á hana í sumarhúsi í Borgarfirði. Að prestur skuli vera ákærður fyrir að sparka ít- rekað í liggjandi konu og lemja höfði hennar í gólfið er með ólík- indum, og hér er um alveg nýjan flöt að ræða í sögu ofbeldisverka á þessum síðustu og verstu tím- um misþynninga og árásar- hneigðar íslendinga. Og svo var fólk sem ekki þekkti til aö undr- ast kvartanir sóknarbarna þessa prests í sóknum hans! Þetta sýn- ir manni að ekki er hægt að for- taka að prestar, líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar, geti verið hættulegir ef sá gállinn er á þeim. Og því finnst mér að harð- ar verði að refsa hinum andlegu leiðtogum en öðrum. Hvað varð um Reykholt? Ásta skrifar: Ég er búin að vera ansi lengi að reyna að finna hvað varð um bókaforlagið Reykholt. Það gaf út ísfólkið og fleiri bækur eftir Margit Sandemo. Ég þekki marga sem voru áskrifendur að Galdrameistaranum eftir Sandemo og þeir hafa ekki feng- iö bók í eina 6-8 mánuði. Þeir hafa heldur ekki fengið neins konar tilkynningu um að Reyk- holt hafi flutt eða hætt starfsemi. En hvar er þá hægt aö fá bæk- urnar, mér er spurn? - Ef ein- hver er þess umkominn að Upp- lýsa eitthvað um málið þá láti hann endilega vita, kannski á þessum sama vettvangi. - Takk fyrir hjálpina . Stutt í spun- ann, breytt til batnaðar Freysteinn hringdi: í þættinum Stutt í spunann, sem sýndur hefur verið í vetur, hefur verið fátt um fina drætti og þátturinn nánast svipur hjá sjón frá því í fyrra. Þátturinn siðasta laugardag, 15. janúar, var þó gjörbreyttur og mikið til batn- aðar. Þama var fjölmenni á ferð og uppbyggingin var sniðug og lífleg. Að láta þekkt tónlistarfólk 1 dægurlagaheiminum keppa um að flnna út eitt og annað í lögum fyrri ára og áratuga kom vel út og gerði þáttinn líflegan og hvatti áhorfendur til að taka þátt í að geta sér til um svörin jafn- framt. Það er eitthvað í þessa átt sem sjónvarpsþættir höfða til áhorfenda. Þessu mætti vel halda áfram í þáttunum án þess að þeir létu á sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.