Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
iz m
■ w
wnning
11
í heljargreipum
Ungversk-ættaði píanóleikarinn Miklós
Dalmay vakti fyrst verulega athygli hér á
landi þegar hann sigraði í Tónvakakeppni
Ríkisútvarpsins árið 1996. Orðinn þekktur af
góðu fyrir löngu var því ekkert undrunarefni
að hann trekkti að fullt hús eftirvæntingar-
fullra áheyrenda á tónleika sína í Salnum á
sunnudagskvöld. Efnisskráin var líka spenn-
andi, samansett af verkum eftir tvö af höfuð-
skáldum rómantískrar píanótónlistar, Chop-
in og Rachmaninov.
Chopin samdi 24 prelúdíur sem fengu ópus-
númerið 28. Þar fá meistaralegar laglinur
hans notið sín í vef sem oft er einfaldur og
gegnsær og áhrifin eru ólýsanleg. Þannig var
það með prelúdíumar sex á efnisskrá tónleik-
anna. Sú fyrsta í h moll, viðkvæm og ein-
manaleg, leikin af algerri ró og yflrvegun;
sömuleiðis sú í A dúr sem fylgdi á eftir, íhug-
ul í óvenjuhægu tempói, tvær næstu í cís
moll og H dúr flugu framhjá ömggar og fínar.
Des dúr prelúdían, sem er sú lengsta af þeim,
var leikin af djúpu innsæi og sömu sögu er að
segja af þeirri í E dúr sem fylgdi á eftir.
Tónlist
Amdís Björk Ásgeirsdóttir
Tónn Miklósar er áberandi mjúkur og fal-
legur, aldrei harður, og tæknin afbragðsfin
eins og hann sýndi í sónötunni í b moll ópus
35. Þessi sónata sem Chopin samdi sumarið
1839 er sennilega best þekkt fyrir þriðja þátt
sinn, hinn fræga sorgarmars sem hafði legið
ókláraður frá því tveimur árum áður. Heilsu
Chopins hafði hrakað þennan vetur og vin-
kona hans, George Sand, lýsir í bréfum
áhyggjum sínum af sívaxandi þunglyndi hans
og endurómar það vissulega í þessu verki.
Miklós lék verkið af miklum þunga og hélt
snilldarlega utan um það. 1. þátturinn ákafur,
þó aldrei yfirkeyrður, kraftmikill og flottur,
skertsóþátturinn snarpur og hittnin ágæt og
millikafli hans dúnmjúkur og fallegur. Sorg-
armarsinn var leikinn með áhrifamikilli
dynamík og drama og hinn undurfagri milli-
kafli hans sérlega vel leikinn og naut sín vel
Miklós Dalmay: Leikur hans var í einu orði sagt brilljant.
DV-mynd E.ÓI.
í einfaldleika sínum. Hinn draugalegi loka-
þáttur var eins og vindgustur leikinn af al-
gjöru öryggi.
Óneitanlega hafði Chopin mikil áhrif á
önnur tónskáld með verkum sínum og það
langt fram á 20 öld. Má þar nefna meistarana
Fauré og Debussy, Scriabin og Rachmaninov.
Sá síðastnefndi samdi likt og Chopin 24
prelúdíur; sú fyrsta þeirra, ópus 3 nr. 2, sem
hann samdi þegar hann var 19 ára, varð til
þess að koma honum á blað. Þessi prelúdía og
einnig sú í h moll ópus 32 nr. 10 voru á efnis-
skrá Miklósar eftir hlé og voru þær báðar
feikivel leiknar af miklum tilflnningaþunga.
Sónata Rachmaninovs nr. 2 í b moll ópus 36
er afar lýsandi fyrir stíl hans. Afgerandi safa-
ríkir hljómar, þykkur vefur og svifandi lag-
línur með nostalgískri og tilfinningaþrung-
inni stemningu, svo ekki sé talað um notkun
hans á hljóðfærinu sem hann hafði svo full-
komið vald á. Áhrif annarra verka sem hann
var með í kollinum á svipuðum tíma eru þar
líka áberandi en þessi sónata var samin á
frjóasta tímabili hans, árið 1913, og endur-
skoðuð 1931. Flott verk sem á alveg skilið að
heyrast oftar. Leikur Miklósar var i einu orði
sagt brilljant og stóðst hann allar þær ofur-
mannlegu kröfur sem gerðar eru til flytjand-
ans. Túlkunin var í heild djúp og innihalds-
rík og hélt manni í heljargreipum allt
verkið í gegn.
Þetta voru glæsilegir og eftirminnileg-
ir tónleikar og vonandi þurfum við ekki
að bíða allt of lengi eftir þeim næstu.
Aldarafmæli rithöfundarins sem frábað sér nóbelsverðlaunin:
Sandkorn í stækkunargleri
Fjœrsí útí kvikasilfursbjarma hafauönar-
innar rís pínulítið, einmana, blýgrátt land.
Borið samanvið ógnarvíðerni þessa hafs virð-
ist svona klettótt landkríli naumast umfangs-
meira en sandkorniö á samkomuhúsgólfinu.
Bregðum við hinsvegar á það stœkkunargleri
verður sandkornið óðara heimur fyrir sig meó
fjöll og dali, sund og firði og hús þarsem ör-
smáar mannverur hírast. Meiraðsegja leynist
þarna smálegt aldurhnigið þorp í heilu lagi
með bryggjum, vöruskemmum, götum, stígum
og snarbröttum troðningum, garðholum, torg-
bleðlum og grafreitum. Þar er líka forn kirkja
uppá hœóinni sem úr turni hennar má horfa
yfir þökin í bænum og langt útá voldugt haf-
ið.
Glataðir snillingar. Þýðing Þorgeir Þorgeir-
son (1984, bls. 13)
Einn af risum norrænna bókmennta, Willi-
am Heinesen, fæddist 15. janúar árið 1900 og
er aldarafmælis hans nú minnst víða mn
Norðurlönd. Hann var alhliða listamaður af
guðs náð, teiknari og málari, tónlistarmaður
og rithöfundur, hóf feril sinn 21 árs sem ljóð-
skáld; en þekktastur er harm fyrir skáldsögur
sínar og smásögur sem birta lesendum ein-
stakt mannlíf og náttúru Færeyja, einkum frá
þeim árum þegar hann var að alast þar upp.
Heinesen hlaut Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs árið 1965 fyrir bók sína Det gode
háb (Vonin blið, íslensk þýðing 1970, Elias
Mar). Það bregður þó skugga á þann heiður
að hann deildi verðlaununum með sænska
rithöfundinum Olof Lagercrantz og er það í
eina skiptið sem þessum verðlaunum hefur
verið skipt á milli tveggja. Árum saman voru
sögusagnir á kreiki um að hann myndi hljóta
nóbelsverðlaunin, og þegar Svenska Dag-
bladet nefndi hann meðal þeirra fjögurra rit-
höfunda sem líklegastir væru til að fá verð-
launin árið 1977 skrifaði Heinesen skáldinu
Artur Lundkvist, meðlimi í Sænsku akadem-
íunni, bréf þar sem hann frábað sér verðlaun-
in. Rök hans voru þau að það jafnaðist á við
bókmenntalegt réttarmorð að veita Færey-
Færeyski sagnameistarinn William Heinesen.
ingi sem skrifaði á dönsku alþjóðlega viður-
kenningu af þessu tagi. Þremur árum seinna
tók Heinesen orð sín aftur í bréfi til Sænsku
akademíunnar og fékk þá sérstök norræn
verðlaun akademíunnar eða „litla nóbelinn".
Heinesen lést 9Í árs. .
Ekki spámaður
í sínu föðurlandi
William Heinesen tók virkan þátt í fær-
eysku listalífi, hannaði leikmyndir, stóð fyrir
myndlistarsýningum og tónleikum og skrif-
aði greinar í blöð og tímarit. Sem rithöfund-
ur var hann hins vegar utangarðs í færeysku
samfélagi og til dæmis voru bækur hans ekki
lesnar í skólum. Færeyski bók-
menntafræðingurinn Jógvan
Isaksen telur ýmsar ástæður til
þess, meðal annars þá að
Heinesen var vinstrisinnaður og
auðvitað heyrðust þær raddir
eins og um kollega hans og nærri
jafnaldra, Halldór Laxness, að
hann hefði það markmið helst
með verkum sínum að gera landa
sína að athlægi um vfða veröld.
Aðalástæðan var þó líklega sú að
hann skrifaði á dönsku. En móð-
ir hans var dönsk svo að danska
var í raun og sann „móðurmál"
hans þó að hann talaði auðvitað
færeysku utan heimilisins. Bæk-
ur hans hafa verið þýddar á fær-
eysku, en þetta hefur gert Færey-
ingum erfitt um vik að meta
hann til fullnustu eða taka hann
að hjarta sínu sem sinn eiginn
höfund.
William Heinesen hefur verið
vel sinnt á íslensku eins og verð-
ugt er. Margir ágætir þýðendur
hafa snúið sögum hans á fs-
lensku, meðal þeirra Hannes Sig-
fússon og Úlfur Hjörvar, og kvik-
mynd Ágústs Guðmundssonar, Dansinn, er
byggð á einni smásögu hans. Fyrst og fremst
eigum við þó Þorgeiri Þorgeirsyni að þakka
hve veröld hans hefur orðið lifandi og að-
gengileg á okkar tungu. Meðal stórvirkja
Heinesens í þýðingu Þorgeirs má nefna skáld-
sögurnar Turninn á heimsenda og Glataða
snillinga sem eru skyldulesning allra bók-
menntaáhugamanna. Þessi pistill hefst á upp-
hafslínunum úr þýðingu Þorgeirs á Glötuðum
snillingum þar sem Heinesen lýsir list sinni
með eigin orðum betur en nokkur utanað-
komandi gæti gert. í bókum sínum ber hann
einmitt stækkunargler að sandkorninu í
hafauðninni og uppgötvar þar iðandi líf með
öllu sem því fylgir, þjáningu, sorgum, ástum
og heitri gleði.
Á afmælisdegi Mozarts
Á fimmtudaginn eru 244 ár síðan Wolf-
gang Amadeus Mozart fæddist, og við
kyrrðarstund í Hallgríms-
kirkju á hádegi þann dag
verða af því tilefni fluttar
fjórar kirkjusónötur eftir
Mozart. Á eftir er boðið upp
á léttar veitingar í safnaðar-
sal kirkjunnar.
Kirkjusónöturnar samdi
Mozart fyrir tvær fiðluradd-
ir, selló og orgel og voru þær
notaðar í helgihaldi í Salzburg á árunum
1772-1780. Hver sónata er í einum þætti og
var ætlað að brúa bilið á milli ritningar-
lestranna í messunni. Flytjendur eru Lauf-
ey Sigurðardóttir (á mynd) og Sigurlaug
Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Bryndís Björg-
vinsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson
orgelleikari. Allir eru velkomnir til kyrrð-
arstundar á afmælisdegi Mozarts og aö
sjálfsögðu er enginn aðgangseyrir.
Perlan fær samastað
Því var fagnað í Iðnó á sunnudaginn að
leikhópurinn Perlan hefur nú fengið þar
fastan samastað og verður framvegis með
reglulegar sýningar þar.
Perlan er virtur og víðkunnur leikhópur
skipaður fullorðnu þroskaheftu fólki. Hann
kom fyrst fram árið 1982 og hefur komið
ótal sinnum fram siðan, meðal annars í
sjónvarpi og á listahátíðum, og farið fjöl-
margar leikferðir til útlanda. Hópurinn
hefur hvarvetna vakið athygli fyrir hríf-
andi einlægni í leik.
Umsjónarmaður Perlunnar og listrænn
leiðbeinandi er Sigríöur Eyþórsdóttir leik-
kona og kennari en sérlegur verndari
Perlunnar er Björk Guðmundsdóttir og
mun hún stíga á svið með Perlunni á ár-
inu.
Sýningar Perlunnar í Iðnó í ár verða í
maí og september og eru þær hluti af dag-
skrá Reykjavíkur 2000.
Fundur um Harry Potter
Á fimmtudagskvöldið ki. 20 verður hald-
ið sérstakt bókakaffi á vegum IBBY og Sí-
ung (félags barna- og unglinga-
bókahöfunda í Rithöfundasam-
bandi íslands) í Súfistanum,
Laugavegi 18, þar sem viðfangs-
efnið er meðal annars útgáfuæv-
intýrið um Harry Potter - töfra-
manninn töfrandi sem veldur
, því að böm um allan heim
kasta tölvuleikjunum út í
horn, slökkva á sjónvarpinu
og grúfa sig yfir bækumar.
Þar flytur Andri Snær Magna-
son rithöfundur erindið „Leitin aö týnda
markhópnum. Hugleiðing um unglinga-
bækur og þá sem lesa þær ekki.“ Anna
Heiða Pálsdóttir, sem um þessar mundir
leggur stund á doktorsnám í Bretlandi í
bamabókmenntum, flytur fyrirlestur um
viðtökur á Harry Potter bókunum og fjall-
ar um þær efnislega. Loks kemur fulltrúi
frá bókaútgáfunni Bjarti sem gefúr Potter
út hjá okkur, og reifar þessa merkilegu út-
gáfusögu, allt frá atvinnulausu, einstæðu
móðurinni yfir í heimsdreifingu og kvik-
myndasamninga.
Bækur um sjálfsvíg
í tilefni af umræðunni í samfélaginu nú
um þunglyndi og sjálfsvíg vill Fræðslu- og
þjónustudeild kirkjunnar vekja athygli á
tveimur nýlegum bókum sem geta komið
að gagni. „Um sjálfsvíg" kom út 1997 á veg-
um Þjóðmálanefhdar kirkjunnar. Þar fjalla
dr. Pétur Pétursson, sr. Árni Pálsson og sr.
Jón Bjarman um trúarlega og siðferðislega
afstöðu til sjálfsvíga og hlutverk kirkjunn-
ar gagnvart sjálfsvígum. Dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson fjallar um sjálfsvíg í ljósi
fimmta boðorðsins og sr. Sigurður Pálsson
ritar hvatningu til skólayfirvalda. Þá er í
bókinni erindi sem Guðrún Eggertsdóttir
djákni flutti í apríl 1997 sem nefnist „Sjálfs-
vígL.hvað svo?“
Guðrún hefur einnig gefið út sjálfstæða
bók með þessum sama titli. Þar fjallar hún
um líf ættingja þess sem fallið hefur fyrir
eigin hendi og veltir fyrir sér hvað sé til
ráða fyrir þá sem eru í þeirri erfiðu og oft
vonlausu aðstöðu. Þá er einnig rætt um í
hverju stuðningur vina og ættinga getur
falist. Bækurnar fást í flestum bókabúðum
en „Sjálfsvíg!...hvað svo?“ má einnig panta
í síma 898 5868.
Umsjón