Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 Útgáfufélag: RJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiflng: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Lífeyrissjóðir fjárfesti eriendis Fjárfesting íslenzkra lífeyrissjóöa í innlendum fyrir- tækjum hefur hættur í fór meö sér, sem eru svipaðs eðl- is og fjárfesting staöbundinna lífeyrissjóða í fyrirtækjum staöarins. í báöum tilvikum felst vandamálið í, aö sjóður og fyrirtæki eru sömu megin á sveiflunni. Hér í blaðinu og víðar var gagnrýnt í fyrra, að Lífeyr- issjóður VestQarða og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja höfðu fjárfest í staðbundnum fyrirtækjum, sem síðan féllu í verði eða fóru á hausinn. Fólk missti í senn at- vinnuna og varð fyrir skerðingu á lífeyri sínum. Freistandi er að líta til lífeyrissjóða sem tækis til að lyfta atvinnulífi, rétt eins og fyrrum voru þeir taldir tæki fólks til að koma þaki yfir höfuðið. Hvorugt er hlutverk lífeyrissjóða. Þeir eiga ekki að gera annað en að varð- veita lífeyri félagsmanna og ávaxta hann sem bezt. í sumum sjávarplássum hafa lífeyrissjóðir sogazt inn í vítahring deyjandi fyrirtækja, þar sem starfsfólk, sveitar- félög og lífeyrissjóðir hafa hlaupið undir bagga með þeim afleiðingum, að fyrirtækið andaðist ekki eitt, heldur hrundi allt samfélagið á staðnum með því. Mörgum mun finnast imdarlegt, að nú sé fitjað upp á þessu aftur og reynt að túlka það á landsvísu, einmitt þegar flestir virðast telja, að kaup á hlutabréfum feli und- antekningarlaust í sér gróða. En á tímum feitu áranna sjö þurfa menn að muna eftir mögru árunum sjö. Álag á lífeyrissjóði er minna í góðæri en í hallæri. Til dæmis nýta menn síður til fulls möguleika sína til að fá metna örorku, sem þeir gera hins vegar, þegar harðnar á dalnum og vinna verður stopulli. Lífeyrissjóðir þurfa að vera sterkastir, þegar atvinnulífið er veikast. Ef skynsamlegt er, að staðbundnir lífeyrissjóðir dreifi áhættunni með því að fjárfesta á landsvísu, þá hlýtur einnig að vera skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði á landsvísu að dreifa áhættunni með því að fjárfesta á vestræna vísu, það er að segja í Evrópu og Bandaríkjunum. Ef atvinnulífið á íslandi gengur almennt betur en at- vinnulífið gengur almennt á Vesturlöndum, þá verður lífeyrisþrýstingur minni en hann væri, ef atvinnulífið gengur lakar á íslandi en á Vesturlöndum. Erlend fjár- festing lífeyrissjóða vinnur á móti sveiflunni. Svo lokaðir eru menn fyrir rökhyggju, að skammt er síðan einn seðlabankastjórinn ávítaði lífeyrissjóði, sem voru að byrja að fjárfesta í útlöndum. Miklu nær hefði verið að hrósa þeim, sem höfðu frumkvæði að því að treysta stöðu lífeyrissjóðanna til langframa. Nú er einmitt tími og tækifæri til að vekja athygli á þessum staðreyndum. Peningar fljóta um þjóðfélagið og fjármálastofhanir berjast um skuldarana. Því er minni hætta en ella á því, að fjárskortur í þjóðfélaginu valdi því, að menn renni gráðugum augum til lífeyrissjóða. Innlendar Qárfestingar reyndust vel á síðari hluta síð- asta áratugar. Lífeyrissjóðimir náðu flestir 6-8% rauná- vöxtun á ári, sem er sambærilegt við fjárfestingu í út- löndum. Ekki er hins vegar ráðlegt að búast við, að öll pappírsdæmi gangi upp á nýbyrjuðum áratug. í vaxandi mæli eru hlutabréf ekki keypt á verðgildi núverandi árangurs fyrirtækja, heldur á ímynduðum væntingum síðbúinna flárfesta um hugsanlegt verðgildi fyrirtækjanna langt inni í framtíðinni. Hlutabréfamark- aðurinn er sumpart orðinn að eins konar póker. Við slíkar aðstæður er rétt fyrir lífeyrissjóði að dreifa áhættu sinni út fyrir landsteinana og fjárfesta í þeirri vissu, að Vesturlöndum í heild muni vegna vel. Jónas Kristjánsson Loftvakamiölarnir eru hins vegar grútlinir og fjalla aö mestu meö silkihönskum um þjóðmálin. Hvar eru gagn- rýnar spurningar og eftirfylgni? - Hvaö t.d. meö Stöö 2, ekki er henni stjórnaö af pólitískri nefnd. Fjórða valdið máli verða blaða- menn aö vinna e.t.v. í margar vikur en í reynd veröur hver þeirra að vinna kannski við eitt eða fleiri mál á hverjum degi. Slíkt starf er auk þess vanþakklátt og getur kostað mála- ferli og dóma. Áður fyrr stundaði gula pressan svokallaða, Mánudagsblaðið, Helgarpósturinn o.fl., rannsóknir en aug- ljóst var að tíma- spuming var hvenær hún gæfist upp. Flokksblöðin eru nú „Áöur fyrr stundaði gula pressan svokallaða, Mánudagsblaðið, Helgarpósturinn o.fl., rannsóknir en augljóst var að tímaspurning var hvenær hún gæfist upp. Flokksblöðin eru nú horfin en dagblöðin þrjú eru opin fyrir skoðunum frá almenningi.“ Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur Umræður hafa nú orðið um upplýsinga- valdið sem kallað hef- ur verið „íjórða vald- ið“. Áhrif þess eru gjaman höfð til við- miðunar þegar rætt er um ástand lýðræð- is í einstökum lönd- um. Watergate-málið í Bandaríkjunum sýndi að hörð en sönn rannsókna- blaðamennska getur fellt spillta stjórn- málamenn jafnvel þótt þeir séu mjög voldugir. í landi takmarka- lausra tækifæra geta einstakir spilltir stjómmálamenn beitt völdum síniun til mis- notkunar og að tryggja sig i sessi, en upplýsingavaldið er þar einnig mjög öfl- ugt. Mörg bandarísk timarit og t.d. sjón- varpsþættirnir 60- minutes hafa sýnt, að hörð gagnrýni getur þrifist og haft mikil áhrif til upprætingar spillingar. Ekki verður nú opnaður þýskur fréttamiðill án þess að sjá megi umfjöllun um ólöglegar peninga- greiðslur til Kristilegra demókrata í gegn um hendur H. Kohls, fyrr- verandi kanslara, og W. Scháubles, formanns flokksins svo og flokksstjómarinnar í Hessen al- veg frá 1993. Um er aö ræða pen- inga frá fyrirtækjum sem síðan hafa verið settir í erlenda banka. Ljóst er nú að margir hausar eiga eftir að fjúka. íslensk blaðamennska Rannsóknablaðamennska hér- lendis er ekki burðug um þessar mundir; til að fylgja eftir einu horfm en dagblöðin þrjú eru opin fyrir skoðunum frá almenningi. Loftvakamiðlamir eru hins vegar grútlinir og fjalla að mestu með silkihönskum um þjóðmálin. Löglegt en siölaust Við upphaf sjónvarps og út átt- unda áratuginn komu margir nýir menn fram sem stunduðu gagn- rýna umfjöllun um þjóðmál; sumir þeirra höfðu sjálfir áberandi póli- tískar skoðanir og voru ekki óvil- hallir, enda fóru þeir flestir út í pólítík sjálfir en umræðan var oft hressileg. Vilmundur heitinn Gylfason beitti sér mest á þessu sviði og vildi opna þjóðfélagið og stjómmálin. Hann var krossfari en eitt það fyrsta. sem hann reyndi að kryfja var Geirfmnsmálið sem lenti á villi- götum. Eftir það var sem fólk fengi vont bragð í munninn ef minnst var á rannsóknablaðamennsku. Líklegt má telja að það mál eigi þátt í lognmollu síðustu ára. Putaland Nýlega fór þátturinn Kastljós af stað í sjónvarpinu og margir hafa fagnað, en umsjónin var falin brjóstmylkingum og stjórnmála- menn stunda áfram sínar einræð- ur. Auðvitað er þetta gatslitin ábending og stjórnendum þáttar- ins er ekki um að kenna. Það er sem fréttamenn leggist nú í duftið þegar þeir spyrja helstu pólitíkusa sem líta á Alþingi sem bitlinga- biðstofu. Þingmaður Framsókn- arflokksins notfærði sér opin- bera stöðu sína til þess að eign- ast stóran hlut í hátæknifyrir- tæki og hagnast um tugi millj- óna; þögn ríkir að mestu eftir að hann sagði af sér þingmennsku. Ráðherra sama flokks heldur opinni bankastjórastöðu fyrir sjálfan sig og flýr yfir í hana með marklausum skýringum; þögnin er þegar farin að verða ærandi. Minkurinn gætir þess einnig að hafa fleiri en eina leið út úr greni sínu. Rökstuddur grunur ríkir um að starfsmenn opinbers banka hafi notfært sér upplýsingar innan bankans til að hagnast á hlutabréf- um; bankastjóri kemur fram í sjónvarpi og gefur óskiljanlegar skýringar. Hvar eru gagnrýnar spurningar og eftirfylgni? Hvað t.d. með Stöð 2, ekki er henni stjómað af pólitískri nefnd? Skemmtilega vonarglætu er að finna í Silfri Egils á Skjá 1 og ef honum tekst að sameina betur húmor og beitta gagnrýni má bú- ast við að þátturinn verði vinsæll og gagnlegur. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Styttum hringveginn „Austfirðingafjórðungur er innbyrðis mjög skipt- ur og sundraður vegna samgönguleysis. Eitt af því sem virðist nú gleymast eru samgöngumálin. Meðan alls staðar á landsbyggðinni er áhugi á samgöngum til að bæta lífsskilyrði tala Austfirðingar um ál. Innri tenging byggðamna til að svæðið njóti sín sem heild er forgangsmál, hvort sem stóriðjan kemur eða ekki...í vissum skilningi hefur Austurland færst fjær öðmm landshlutum með tilkomu Hvalfiarðargang- anna ágætu. Hringvegurinn þarf að styttast, einnig eystra." Ingólfur S. Sveinsson í Mbl. 22. janúar. Kanasjónvarpið hafði áhrif „Ég er mjög hrifinn af evrópskri kvikmyndagerö, sérstaklega þeirri ítölsku. Ég tók þá inn mjög Fell- ini, Pasolini og þessa kalla. Þeir eru mög íslenskir að því leyti að myndir þeirra hefðu allt eins getað gerst hér uppi í sveit á Islandi. Hinsvegar átti ég alltaf og á enn uppáhaldsleikstjóra sem störfuðu í Hollywood. Einn þeirra er John Ford. Hann var af frsku bergi brotinn, mjög hrifinn af íslendingasög- unum og nýtti sér margt úr þeim í myndum sínum. Ég sá margar myndir hans fyrst í Kanasjónvarpinu og reyndar er það svo að enn þann dag i dag er ég að komast að raun um áhrif frá myndum sem ég sá fyrst í Kanasjónvarpinu." Friörik Þór Friðriksson í Degi 22. janúar. Ótti og græðgi „Markaðurinn veit og ræður. Þótt maður skilji ekki alltaf af hverju hann gerir það sem hann gerir og maður sé jafnvel fullkomlega ósáttur við þaö, þá veit maður að það þýðir ekki aö deila við hann...Sá sem lætur sér detta í hug að andmæla honum er tal- inn skilningssljór og jafnvel hættulegur, svona eins og guðleysingjamir í gamla daga. Ekki að undra að markaðsfulltrúar séu vel launaðir þessa dagana og manni þyki til þeirra koma. Þeir skilja Guð og veita innsýn í ríki hans. Og er þá nema von að fréttir af markaðnum og því sem Hann er að gera séu að sama skapi það sem fólk vill horfa á.“ Kristján G. Arngrímsson í Mbl. 23. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.