Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2000, Blaðsíða 16
Bland í noka David Moyes, knattspymustjóri hjá Preston, ætlar að reyna fresta fór Bjarka Gunnlaugssonar með ís- lenska landsliðinu til Spánar um einn sólarhring svo hann geti verið með liðinu í bikarleiknum gegn Ev- erton á laugardaginn. Norski knattspymumaðurinn Frode Kippe, sem Stoke er með í láni frá Liverpool, hefur fariö fram á það við Gerard Houllier, stjóra Liverpool, að leika með Stoke út leiktíðina en Liverpool framlengdi dvöl hans hjá Stoke um mánuð á dögunum. Kippe telur betra fyrir sig aö spila með Stoke heldur en æfa með varaliðinu Liverpool. Hermann Hreiöarsson fær mjög góða dóma í breskum fjölmiðlum fyr- ir frammistöðu sína gegn NewcasÚe. The Sun valdi Hermann mann leiks- ins og sagði hann hafa stolið senunni af Alan Shearer og Duncan Fergu- son. Blaðið sagði „ismanninn" hafa saltað framhetja Newcastle og gaf honum 9 í einkunn. Rivaldo, leikmaður með Barcelona og brasilíska landsliðinu, var kosinn besti knattspymumaður heims 1999 af FIFA-landsliðsþjálfumm en til- kynnt var um valið í gær. Rivaldo, sem einnig er knattspymumaður Evrópu 1999, fékk atkvæði 91 þjálfara af 140 í efsta sætið en David Beck- ham hjá Manchester United varð annar og Gabriel Batistuta, Fiorent- ina, þriðji. Sá sem vann 1998, Zinedi- ne Zidane, endaði í fjóröa sæti vals- ins. -GH/ÓÓJ Njarðvík (49) 80 - KR (43) 84 Áfall fyrir KR: Bow úr leik Það er orðið ljóst að Jónatan Bow, leikmaður KR, leikur ekk- ert meira með í vetur. Jónatan meiddist á ökkla á æfingu fyrir leikinn á móti Tindastóli og var haldið í fyrstu að hann yrði frá í 2 vikur, en hann þarf að fara í uppskurö og verður ekki klár í slaginn fyrr en næsta vetur. Þetta er mikið áfall fyrir KR- inga en Jónatan hefur leikið mjög vel það sem af er vetri og verið þeirra einn besti maður. -BG Undirbúningurinn í ólagi Dy Króatiu: Nú, þegar íslenska landsliðið í handknatleik hefur lokið þremur leikjum á Evrópumótinu, spyrja margir sig þeirrar spumingu hvort frammistaðan sé ásættanleg. Liðið hefur tapað öllum leikjum sínum en þó mátti sjá góð batamerki á liðinu í leiknum gegn Rússum sem hefði með smáheppni getað endað með jafntefli. Ósigurinn gegn Svíum átti svo sem ekki að koma á óvart enda hafa þeir á að skipa besta liði heims í dag. Óásættanlegt tap Tapið gegn Portúgölum var með öllu óásættanlegt því undir venjuleg- um kringumstæðum á íslenska liðið að vinna þá. Portúgalar hafa ekki verið nein hindrun á síðustu árum en því miður voru þeir það í riðla- keppni. Hver er ástæðan fyrir því og í kjölfarið vakna nokkrar spuming- ur. Svo virtist sem liðið væri ekki komið í gang í leikjunum við Svía og Portúgali og í þeim vantaði alla bar- áttu og hina sönnu leikgleði sem ein- kennt hefur Islenska landsliðið í gegnum árin á stórmótum. Ekki tilbúið andlega Ég held að stóra ástæðan fyrir tap- inu, þá sérstaklega gegn Portú- gölum, hafi verið sú að liðið hafi einfaldlega ekki verið tilbúið andlega. Tapið gegn þeim getur hins vegar vegið þungt og orðið liðinu dýrkeypt þegar riðlakeppninni lýkur. Fyrir mótið gengu flestir út frá að ís- land myndi vinna Portú- gal en nú em þau stig ekki fyrir hendi. Portúgölum hef- ur fleygt fram á síðustu misser- um og segir frammistaða þeirra í riðlakeppninni til þessa sína sögu í þeim efnum. Framfarir þeirra em þó engin afsökun fyrir tapinu gegn þeim. Undirbúningur landsliðsins hefði í öllu falli getað verið betri en ef til vill var ramman reip að draga í þeim efn- um. Nokkrir leikmenn áttu við meiðsli að stríða í undirbúningnum sjálfum, sumir náðu sér fyrir mótið en Bjarki Sigurðsson varð eftir vegna þeirra og var það súrt í broti. í öðm lagi reyndist mjög erfítt að fá landsleiki en síðustu tíu daga fyrir Evrópumót- ið stóð yfir for- keppni fyrir heimsmeistara- mótið í Frakk- landi. Vantaði samæfingu Flest landslið Evr- ópu voru því of upp- tekin til æfingaleikja. Að- eins vom leiknir tveir leikir við Frakka ytra auka nokkurra æfinga- leikja við innlend félagslið. Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari, var ekki öfundsverður frammi fyrir þessu vandamáli. Reynt var að gera sem minnst úr hlutunum en ekki er nein- um vafa undirorpið að liðið beið skaða af þessu og sýpur seyðið af því á Evrópumótinu. Liðið vantaði meiri samæfingu því langt var um liðið þegar hópurinn kom saman eftir ára- mótin. Vantar baráttujaxla Því er ekki leyna að upp í hugann hefur komið að það vanti baráttu- jaxla á borð við Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson. Geir var drif- krafturinn i liðinu þegar hans naut við og Júlíus var geysilega mikilvæg- ur liðinu í vamarleik þess. Fleiri nöfii væri hægt að nefna og sannast hið fomkveöa að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er að sjá á liðinu að það vaxi með hverri raun þótt engin sigur hafi unnist. Þau batamerki sáust gegn Rússum, baráttan skein úr hverju andliti og svo virtist sem leikmenn væm famir að þekkja betur inn á hver annan. Þennan meðbyr nýta strákamir sér vonandi í leikjunum við Dani í dag og gegn Slóvenum á frmmtudag. Það er mikið í húfi þvi með sigri i þeim vakna vonir um þátttöku i heimsmeistarakeppninni í Frakklandi á næsta ári. Ef það geng- ur upp verða Svíar og Frakkar að verða í fimm efstu sætunum. Ef HM- sætið næst ekki hér verður íslenska liðið að fara í sérstaka útsláttar- keppni en ljóst verður síðar hvaða mótherja liðið fær í þeirri keppni. Ólympíusætið í Sydney er alveg fok- ið út í veður og vind. Bjarga því sem bjargað verður Baráttan getur stundum borið menn langt en hún var ekki fyrir hendi gegn Svíum og Portúgölum og er það bagalegt og getur ráðið úrslit- um. í heild séð er útkoman ekki góð til þessa, allir hefðu viljaö sjá hana betri, í það minnsta að vera komnir tvö stig i safnið fyrir leikinn gegn Dönum í dag. Liðið verður úr þessu að bjarga því sem bjargað verður og það næst með því að sigra Dani og Slóvena i næstum leikjum. +- 16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 Sport Sport Spennan magnast - eftir jafntefli United og Arsenal í gær Manchester United og Arsenal gerðu stórmeistarajafntefli, 1-1, í toppslag ensku A-deildarinnar í knattspymu á Old Trafford í gær. Arsenal var betri aðilinn í fyrri hálfleik og mark Svíans Fredrik Ljungberg á 12. mínútu, sem kom eftir slæm mistök Jaap Stam, var sem köld vatngusa framan í leik- menn United. Thierry Henry fékk svo gullið færi til að bæta við öðru marki en Mark Bosnich varði með frábærum hætti. Sókn United þyngdist í síðari hálfleik en liðið uppskar þó ekki jöfnunarmarkið fyrr en á 74. mín- útu en þá skoraði varamaðurinn Teddy Sheringham af stuttu færi eftir undirbúning Ryan Giggs og Davids Beckham. „Aðalmálið var ekki að tapa ekki leiknum en auðvitað dreymdi mig um að ná í 3 stig þegar við komumst yfir. Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum. Þeir börðust vel í 90 mínútur og sýndu mikinn karakter," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn en í lið hans vantaði menn á borð við Tony Adams, Dennis Bergkamp, Marc Overmars, Kanu og Davor Suker. Leeds er með 47 stig eftir 22 leiki, United 44 eftir 20 leiki og Arsenal 44 stig eftir 23 leiki. Teddy Sheringham kom United til bjargar í gær þegar hann jafnaði metin gegn Arsenal. Hér þakkar hann David Beckham fyrir sendinguna. Herbert með 13 Herbert Amarson skoraði 13 stig fyrir Donar í hollensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar Donar tapaði, 52-60, fyrir Gunco Rotterdam í síðasta leik fyrsta hluta mótsins um helgina. Donar var þegar búið að tryggja sér sæti meðal sex efstu liða, sem nú beijast um sæti í úrslitakeppninni. Herbert hitti úr 3 af 7 3ja stiga skotum sínum í leiknum og stal auk þess 3 boltum af Gunco-mönnum. -ÓÓJ Frakkinn Bruno Martini er með langbestu markvörsluna á mótinu til þessa. Hann hefur varið 28 skot af 57 eða rétt tæplega helming þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Svíinn Tomas Svensson er i öðru sæti með 33 skot varin af 77 eða 42,86%. Patrekur Jóhannesson nýtur þess vafasama heiðurs að hafa forystu á listanum yfir gefin refsistig vegna brottvísana og rauðra og gulra spjalda. Patrekur er með 15 stig. Hann hefur fjórum sinnum verið rek- inn af velli í 2 mínútur, einu sinni fengið rautt spjald (3x2 mín.) og tví- vegis fengið að líta gula spjaldið, sam- tals 15 stig. -SK Valdimar Grímsson er í þriðja sæti á listnum yfir markahæstu leikmenn Evrópumótsins. Oleg Velykyy, sem leikur með liði Úkrainu, er marka- hæstur en hann hefur skorað 30 mörk. í öðru sæti er Svíinn Stefan Lövgren með 23 mörk og Valdimar Grimsson er í þriðja sæti með 19 mörk. Af markahæstu leikmönnum keppn- innar er Valdimar með langbesta skotnýtingu, 73,08%. Hann hefur hins veagr skorað flest mörk ailra leik- manna mótsins úr vítum, 12 talsins úr 15 tilraunum. Guömundur Hrafnkelsson er i 13. sæti á listanum yfir þá markverði mótsins sem flest skot hafa varið. Guðmundur hefrn- varið 29,69% þeirra skota sem komið hafa á mark Islands þegar hann hefur staðið í markinu, 19 skot varin af 64. Upp á líf og dauða - segir Þorbjöm Jensson um leikinn gegn Dönum i kvöld sterkan vamarleik eins og við náðum gegn Rúss- um. Það er mikill og góður hugur að gera sitt besta í leiknum gegn Dönum. Allir verða að fóma sér i þennan leik og reyna að ná þeim fjórum stigum sem eftir em í boði í riðlinum og við verðum síð- an að sjá hvað það dugar. Það er engin spuming að þetta er leikur upp á líf og dauða,“ sagði Þorbjöm. Danska hðið er i sömu í sömu sporum og það íslenska að hafa ekki unnið leik til þessa í riðlin- um. Danska liðið sterkt og hefur verið frekar óheppið í leikjum sinum. Leif Mikkelsen, þjálfari Dana, hefur náð góðum árangri með liðið og er því að vonum ekki ánægður með uppskeruna til þessa í mótinu. „Ég var mjög óánægður eftir tapið gegn Slóven- um. Við lentum undir snemma í leiknum og við náðum aldrei að brúa það bil. Leikurinn við íslend- inga í kvöld verður mjög erfiður og spennandi eins og reynar alltaf þegar þjóðimar mætast," sagði Leif Mikkelsen. -JKS DV Króatiu: íslenska landsliðið kom til Zagreb eftir hádegið í gær eftir að hafa leikið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum i Rijeka. Síðustu tveir leikir Uðsins i riðl- inum verða í Zagreb gegn Dönum í kvöld og síðan gegn Slóvenum á fimmtudag. Liðið tók æfingu i gærkvöld í sal við hliðina á Sportova Dom íþrótta- höllinni sem rúmar 12 þúsund áhorfendur. Danir vom á æfingu á sama tíma og fengu inni í aðalsal hallarinnar. Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari, ætlar að hafa sama háttinn á og áður - hann tilkynnir ekki liðið sem leikur í kvöld fyrr en eftir fúnd siðdegis. I morgun tók liðið létta æfingu fyrir átök kvölds- ins. Þorbjöm sagði í samtali við DV eftir æfinguna í gærkvöld að sér litist bara vel á viðureigina við Dani en ljóst væri að strákarnir þyrftu að taka á Bandaríkjamaðurinn Keith Vassell var sterkur í liði KR-inga gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær og skoraði 21 stig. Á minni sulu nu tram hagstæðum úrslihim. myndinni er Teitur Örlygsson en hann lék mjög vel með Njarðvíkingum og skoraði 22 stig. DV-myndir Hilmar Þór ”Vlð verðum að lelka agaðan sóknarleik og NBA-DEILDIN Urslitin í nótt New York Knicks-Seattle .112-106 Houston 27, Sprewell 24, Ewing 18 - Williams 22, Barry 21, Baker 21. Utah Jazz-Lakers.........105-101 Malone 31, Stockton 18, Russel 13 - O'Neal 36, Bryant 26, Rice 20. Chicago-Indiana ...........83-82 Brand 28, Artest 17, Kukoc 15 - Rose 18, Jackson 13, Perkins 13. Denver-Vancouver..........110-98 Mercer 24, Van Exel 18, LaFrentz 17 - Rahim 24, Bibby 18, Harrington 15. Portland-NJ Nets..........101-87 Sabonis 21, Wallace 17, Smith 16 - Marbury 21, Van Hom 17 GiU 14. Úrslit í fyrrinótt Toronto-Seattle............94-77 Davis 17, McGrady 17, Oakley 15, Carter 13, Willis 12, Christie 10 - Payton 29, Baker 11, Barry 9. Detroit-Dallas ............99-91 Stackhouse 36, Buechler 12, Williams 11, Laettner 10, Crotty 10 - Ceballos 22, Finley 18, Strickland 16, Nowitzki 14, Bradley 14. Houston-Miami ............101-88 Bullard 24, Mobley 18, Williams 13, Francis 10 - Mouming 23, Lenard 20, Marhburn 17. Golden State-Minnesota . . . 81-99 Blaylock 14, Cafféy 13, Cummings 10 - Gamett 22, Mitchell 15, Brandon 15, Nesterovic 14. LA Clippers-Orlando .... 89-102 Anderson 20, Taylor 19, Odom 18, Olowokandi 12 - Armstrong 17, Wahad 15, Outlaw 14, Amaechi 12, Gatling 11. . Undanúrslitin í bikarkeppninni í körfuknattleik: Otrúlega Ijúft - sagði Ólafur J. Ormsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn á Njarðvík „Það var ótrúlega ljúft að vinna þennan leik og fara í Höllina og vera án Jónatans Bow. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá komst Ingi Þór þjálfari ekki í leikinn þannig að við leikmennimir urðum að þjappa okk- ur saman og gera þetta sjálfir, sem við svo sannarlega gerðum. Löngunin að fara í úr- slitin var svo sterk og allir leikmenn liðsins lögðu sig þvílíkt fram. Fram að þessum leik höfðum verið í mikilli lægð og spilað ftmm slæma leiki en með þessum sigri á sjálfs- traustið eftir að koma aftur,“ sagði KR-ing- urinn Ólafur J. Ormsson, fyrirliði, við DV eftir sigur á Njarðvíkingum, 80-84, í undan- úrslitum bikarkeppni KKÍ í körfúknattleik í Njarðvík í gærkvöld. Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn til að minnast Örlygs Sturlusonar, leikmanns Njarðvíkur og landsliðsins, sem lést af slys- forum á dögunum. Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði var með liðinum. Njarðvík náði góðum kafla og komst 10 stigum yfir þar sem Her- mann Hauksson og Teitur örlygsson fóru fremstir i flokki. í hálfleik var staðan, 49-43, Njarðvík i vil. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu 12 fyrstu stigin en heima- menn skoruðu ekki fýrr en 5 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Njarðvík svaraði með 8 stigum og komst aftur yfir, 57-55. Þá skor- uðu KR-ingar næstu 9 stig og voru komnir með þægilega stöðu um hálfleikinn miðjan. Teitur Örlygsson skoraði mikilvæga 3ja stiga körfu þegar 2,50 mínútur voru eftir og minnkaði muninn í sex stig, 72-78. Njarðvík- ingar náðu svo að jafha metin, 78-78, þegar Friðrik Stefánsson fékk villu og körfu góða þegar 1,50 mínútur voru til leiksloka. Óiafur Ormsson skoraði úr tveimur vítaskotum eft- ir að Teitur hafði brotið á honum og það var fimmta villa Teits. Keith Veney tók næstu þrjú skot Njarövíkinga sem öfl geiguðu og það var svo Daninn Jesper Sörensen sem tryggði KR sigurinn af vítalínunni. Teits sárt sakanð á lokasekúndunum Hjá heimamönnum var Teitur bestur en hans var sárt saknað á lokasekúndum leiks- ins. Hermann Hauksson átti frábæran fyrri hálfleik og Friðrik Stefánsson var mikilvæg- ur hlekkur í vöminni að vanda. Hjá KR var Keith Vassell mjög traustur og Ölafur J. Ormsson undirstrikaði getu sína sem leikmaður með mjög góðum leik. Jesper Sörensen var mikilvægur í vöm og sókn og stáltaugar hans á vítalinunni í lok leiksins vora KR-ignum ómetanlegar. Ólaf- ur Ægisson átti góða innkomu Eif bekknum og Guðmundur Magnússon lagði sitt af mörkum með baráttu og vamarleik. Stöðva Birmingham og Bjarna „Þetta verður erfitt á móti Grindavík en ég er nokkuð viss um að við vmnum. Þetta er í annað sinn sem ég fer í úrslit og ég er virkilega bjartsýnn fyrir þennan leik. Við þurfum að stöðva tvo leikmenn, Brenton Birmingham og Bjama Magnússon, og þá erum við i góðum málum," sagði Ólafúr, fyr- irhði KR, við DV eftir leikinn. -BG 115. sinn hjá KR KR komst í bikarúrslitaleikinn í körfubolta í 15. sinn en ekkert félag hefur leikið eins oft um bikarinn og Vesturbæingar. Um leið urðu KR-ingar aðeins þriðja liðiö í 13 undan- úrslitaleikjum Njarðvíkur frá 1981 til að koma í veg fyrir að Njarðvíkingar færa alla leið í Höflina. Mótherjar KR-inga í Höllinni 5. febrúar verða Grindvíkingar sem spfla sinn þriðja bikarúrslitaleik en þetta verður fjórði innbyrðisleikur liöanna í vetur. -ÓÓJ 4-4, 11-11,16-16, 24-24, 27-30, 36-30, 44-34, (49-43), 49-55, 57-55, 57-66, 63-70, 67-75, 72-76, 78-78, 80-82, 80-84. Fráköst: Njarðvík 28, KR 3ja stiga: Njarðvík 11/30, KR 8/27. Teitur örlygsson Hermann Hauksson Keith Veney Friörik Stefánsson Friðrik Ragnarsson Páfl Kristinsson 22 19 19 9 9 4 Dómarar (1-10): Jón Bender og Kristinn Óskarsson 8. Gceöi leiks (1-10): 8. Áhorfendur: Um 600. Ólafur J.Ormsson 22 Keith Vassell 21 Jesper Sörensen 17 Steinar Kaldal 6 Atli Einarsson 6 Ólafur Ægisson 6 Guðmundur Magnússon 8 Jakob Sigurösson 2 Maður leiksins: Keith Vassell, KR. Árshátíð Q verður haldin laugardaginn 29. janúar í Digranesi. ( Húsið opnað kl. 19. ) Miðasala í Digranesi til 26. jan. Miðaverð kr. 2.900. V/SA Viggo næsti þjálfari Hauka Samkvæmt öraggum heimild- um DV verður Viggó Sigurðsson næsti þjálfari Hauka í Nissandeildinni í handknattleik. Tekur hann við af Guðmundi Karlssyni sem þjálfar Haukaliðið út þetta leik- tímabil. „Þetta mál er ekki komið það langt að það sé frágengið en það er rétt að það hafa átt sér stað verulegar þreiftng- ar. Báðir aðilar hafa áhuga,“ sagði Viggó í samtali við DV í gær. - Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þetta sé frágengið. „Það má eiginlega segja að þetta sé svo til frágengið en það er enginn samningur kominn á boröið.“ - Það á sem sagt eftir að setja hlutina á blaö og skrifa undir? „Já, ætli það ekki“ Reikningi Wuppertal lokað á föstudag? Viggó fór i mál við Wuppertal eftir að fé- lagið sagði honum upp störfúm og hætti að greiða honum laun samkvæmt samningi. Viggó vann fúllnaðar- sigur i málinu fyrir þýskum dómstólum. „Ég vonast til þess að fá greiðsluna frá Wuppertal á morgun. Við erum komin með lögtaksúr- skurð á Wuppertal og ef félagiö gengur ekki frá greiðslunni verð- ur reikningi þess lokað á föstu- daginn. Nú þarf liðið að sækja um leyfi til að keppa í deildinni á ný eftfr að slitnaði upp úr við- ræðunum við Gummersbach um sameiningu. Því þarf það að ljúka fyrir 1. febrúar og ég get varla ímyndað mér að það vilji hafa reikninginn sinn lokaðan því á sama tíma þarf það að sýna sterka fjárhagsstöðu. Það lítur því allt út fyrir að ég fari að fá þessa peninga þótt of snemmt sé að fagna. Ég átti satt að segja von á öllu frá þeim og þess vegna að þeir myndu tilkynna sig gjald- þrota til að komast hjá að gera máliö upp við mig. Þetta er al- gjört rugl. Þetta er ekkert felag. Þetta era bara businesskarlar að leika sér. Ég náði ágætum ár- angri með liðið á sínum tima. Síðan var mér sparkað og Þjóð- verjinn Stefan Shöne tók við. Hann skilaði fjóram sigrum á einu ári og það virðist vera í lagi. Áhorfendafjöldinn hefur hrapað úr 2800 manns í 700 manns á leik hjá liðinu og það segir meira en mörg orð um áht stuðnings- manna hðsins á þeim aðgerðum að reka mig á sínum tíma. Því miður er þetta mál aht hluti af ákveðnu útlendingahatri sem er til staðar hjá vissum aðilum," sagði Viggó Sigurðsson. „Ekkert frágengið" „Það er ekki búið að ganga frá neinu. Það hafa átt sér stað við- ræður á mifli okkar og Viggós en það hefúr ekkert komið út úr þeim enn þá sem hægt er að bera á torg. Hlutimir eru ekki komn- ir það langt að hægt sé að segja að þetta mál sé frágengið," sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, í samtah við DV í gær. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.