Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 Fréttir Bygging tónlistarhúss viö Reykjavíkurhöfn kallar á frekari framkvæmdir: Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna - þegar hefur veriö fundað meö hagsmunaaðilum viö höfnina „Það eru hugmyndir í gangi um að byggja tónlistarhús og jafnvel fleiri hús við miðbæinn sem nái kannski eitthvað yfir á hafnar- svæðið og því verða kannski ein- hverjar breytingar. Þetta er þó ekki komið á endanlegt tillögustig heldur var verið að kynna fyrir notendum hafnarinnar þessar hug- myndir og hvaða hugsanlegu breytingar yrðu þegar að þeim kemur. Það veit þó enginn hvenær það verður því þetta er komið mjög skammt á veg,“ segir Hannes J. Valdimarsson hafnarstjóri um fund sem hafnaryíirvöld héldu í síðustu viku með hagsmunaaðilum sem eiga viðskipti við Reykjavík- urhöfn vegna hugsanlegra breyt- inga á uppbyggingu hafnarinnar ef tónlistarhús verður byggt á svæð- inu eins og margt virðist nú benda til. Samkvæmt heimildum DV þarf Reykjavíkurhöfn að leggjast út í miklar og kostnaðarsamar fram- kvæmdir til aö rýma til fyrir tón- listarhúsi og öðrum byggingum við höfnina og er talið að þær hlaupi á hundruðum milljóna. Meðal aðila sem koma að málinu er talið að framkvæmdirnar kosti ekki undir 500 milljónum. Yrði um löndunaraðstöðu og ýmsar aðrar framkvæmdir að ræða sem yrðu að öllum líkindum fluttar í vestur- hluta gömlu hafnarinnar, þeim megin sem Grandi hefur t.d. að- stöðu sína. Síðan þarf að semja við hafnar- yfirvöld um að útbúin verði sam- bærileg aðstaða annars staðar fyr- ir þá sem fórna þarf vegna framkvæmdanna. Þar myndi stærsti kostnaðarliðurinn verða kaup á Faxaskála af Reykjavíkur- höfn. í dag er húsið metið á nokk- ur hundruð milljónir króna. Samkvæmt heimildum blaðsins er vilji fyrir því meðal meirihlut- ans að af þessu verði því þessi staðsetning er sú sem helst er tal- in koma til greina fyrir tónlistar- hús og aðrar byggingar s.s. hótel og ráðstefnumiðstöð sem fylgja myndu með i kaupunum. Þannig er talið að á næstu dögum verði farið að leita hófanna að fá erlenda fjárfesta til að taka þátt í fram- kvæmdinni sem kunnugir telja góða möguleika á að takist því lík- legt þykir að hugmyndir um hótel og annað sem fylgir áformunum muni auðveldlega laða að erlenda ferðamenn. Forsendan fyrir því er þó sú að formleg staðfesting fáist á staðsetningu bygginganna. -hdm Austurland: Ekki minnst á Reyðarál Landsbanki íslands á Austur- landi efnir næstkomandi föstudag til ráðstefnu um atvinnulíf á Aust- urlandi. í fréttatilkynningu vegna ráðstefnunnar kemur fram að hóp- ur fyrirlesara muni fjalla um stöðu og framtíðarhorfur atvinnulífs á svæðinu og í ýmsum atvinnugrein- um, auk atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Athygli vekur að í skipulögðum fyrirlestrum á ráð- stefnunni er hvergi minnst á fyrir- hugað álver í Reyðarfirði sem tals- menn austanmanna hafs barist hat- rammlega fyrir að verði að veru- leika. Verður einungis fjallaö um nýsköpun, rekstur minni fyrir- tækja, sjávarútveg, verslun og land- búnað á svæðinu. Kristján Einarsson, svæðisstjóri Landsbankans á Austurlandi, sagði í samtali við DV að ástæða þessa væri sú að einungis væri gert ráð fyrir þeim hliðum atvinnulífs sem nú væru fyrir hendi, allt eins mætti búast við að álversmálið bæri á góma í pallborðsumræðum á ráð- stefnunni. -hdm VMSÍ: Verkföll eftir mánaöartíma - semjist ekki Samninganefndir Verkamanna- sambands íslands og viðsemjenda þeirra komu saman til fyrsta fund- ar hjá Þóri Einarssyni ríkissátta- semjara í gær. Búist er við mikl- um og ströngum fundahöldum á næstunni, en Verkamannasam- bandið reiknar með að til verk- falla geti komið eftir rúmlega mán- aðartima hafi samningar ekki tek- ist þá. Aðalsteinn Baldursson, í samn- inganefnd sambandsins, sagði í gær að fyrst um sinn yrði höfuð- áhersla lögð á að ræða sérmál ým- issa hópa s.s. fiskvinnslufólks, bif- reiðastjóra og starfsfólks á hótel- um og veitingastöðum. Að launa- liðum nýs kjarasamnings yrði varla komið fyrst um sinn, en það færi eftir því hvernig mál þróuð- ust. VMSÍ gerði kröfu um 15 þúsund króna hækkun lægstu launa mið- að við samning til eins árs, og um aðra eins hækkun ef samningur- inn ætti að taka til tveggja ára. Vinnuveitendur voru ekki til við- ræðu um slíka kröfu, og fór málið til sáttasemjara án þess að viðræö- w ra lwá ii Hver ætli hljóti 350 milljónirnar í kvöld? Nú er fjórfaldur pottur í Víkingalottó og landsmenn flykkjast á afgreiðslu- staði til að freista gæfunnar. Þessi tveir ungu menn voru í slíkum erindagjörðum þegar Ijósmyndari DV átti leiö hjá í gærdag. DV-mynd Teitur Jarðgangaáætlun beðið með eftirvæntingu: Bíðum aðeins með að flagga - segir Kristján Möller, alþingismaður frá Siglufirði DV, Akureyxi: „Þær upplýsingar,, sem heyrst hafa að göngin til Siglufjarðar séu efst í forgangsröðinni eru auðvit- að forskot á sæl- una, ef sannar eru. Ég hef hins vegar á tilfinn- ingunni að mál- ið sé ekki kom- ið alveg svona langt, að Vega- gerðin sé búin að skila ein- hverjum drög- um til ráöherra en ekki beinum tillögum," segir Kristján L. Möller, alþingismaður á Norðurlandi vestra. Kristján er Siglflrðingur og hefur barist fyrir því að næstu jarðgöng, sem ráðist verði í hér á landi, verði milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, um Héðinsfjörð. „Við bíðum aðeins með að flagga en ég held að það verði á bilinu 15-20. febrúár sem ráð- herra mun leggja þessa áætlun fram. Auðvitað er maður bjart- sýnn og vonar að Sigluíjarðar- gögnin verði næstu jarðgöngin hér,“ segir Kristján. Jafnvel er reiknað með að sam- gönguráðherra muni leggja fram tillögu um þrenn jarðgöng og í hvaða röð þau verði unnin en það eru auk Siglufjarðarganganna göng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar og göng á Vestfjörð- um milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar. Nákvæmlega engin sam- staða er milli landsmanna um hvar eigi að byrja og otar hver sinum tota. Kristján Möller segir það sína skoðun að hægt verði að byrja að sprengja einu og hálfu eða tveim- ur árum eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Lengri tima eigi ekki að þurfa fyrir rannsóknir, útboð og þess háttar. Ekki er gert ráð fyrir fjánnagni til undirbúnings jarðgangagerðar á fjárlögum yfir- standandi árs, en Kristján Möller segir að söluandvirði á hluta í Búnaðarbanka og Landsbanka geti verið notað í þessar fram- kvæmdir. „Stundin nálgast og maður bíður spenntur," segir Kristján. -gk Stuttar fréttir x>v Kynlífsþrælkun Kynlífsþrælkun er staðreynd á íslandi segir fræðslufulltrúi Kvennaat- hvarfsins. Mar- grét Frímanns- dóttir tekur í sama streng og segir að þetta sé stórt vandamál hér á landi sem Stöð 2 greindi frá Ber skylda Norskur stjórnarandstöðu- þingmaður telur að norskum stjórnvöldum beri skylda til að hindra framkvæmdir Norsk Hydro hér á landi ef vafi leiki á umhverfisáhrifum. Hann segir að stjórnin eigi helming i fyrir- tækinu og gæta verði þess að ekki sé brotiö í bága við um- hverfissjónarmið. Sjónvarpið greindi frá. Tvöfalt fleiri Sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Sel- tjamarnesi voru tvöfalt fleiri í fyrra en árið áður. Landlæknir hefur sett á laggirnar starfshóp um varnir gegn sjálfsvígum. RÚV greindi frá. 415 þúsund fyrir eyju Fasteignamat Elliðaeyjar á Breiðafirði er 415 þúsund krón- ur en rúmar tvær milljónir með húsakosti. Skrifstofustjóri sam- gönguráðuneytisins segir að engin formleg fyrirspum hafi borist um kaup á Elliðaey, hvorki frá Björk né öðrum. Samkomulag Náðst hefur samkomulag milli borgarstjómar Reykjavíkur og bæjarstjómar Ölfuss um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á Hita- veitu Þorlákshaftiar. Selt til Rúmeníu Fyrirtækið Altech, sem Jón Hjaltalín Magnússon stýrir, hefur selt tæknibún- að, svokallað róbótkerfi, til álversins Alro i Rúmeníu fyr- ir 35 milljónir króna. Dagur greindi frá. Fengu 6 milljónir í gærkvöld var dregið i 2. flokki Happrættis SÍBS og hlutu hjón á Austurlandi fyrsta vinn- ing að verðmæti sex milljónir króna. Þau munu að eigin sögn nota vinninginn til að eignast þak yfir höfuðið. 10 dagar á VISA Hópur þjófa í Reykjavík lifði góöu lífi í tíu daga eftir að hafa stolið greiðslukortanúmeri frá viðskiptavini VISA. Þjófarnir tóku út varning og þjónustu fyr- ir hundruði þúsunda króna. Enginn bað um staðfestingu á því að sá sem framvísaði korta- númerinu væri rétthafi þess. RÚV sagði frá. Dreifingarmiðstöð Vaka-Helgafell og Mál og menning hafa tekið höndum saman um rekstur og uppbygg- ingu alhliða dreifingarmiðstöðv- ar, Dreifingarmiðstöðvarinnar ehf. og eiga þau helmingshlut í félaginu hvort um sig. Hlutafé er 30 milljónir króna. Þriðjungur byggðakvóti Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjómar Byggðastofn- unar, leggur til að þriðjungi aflaheimilda á íslandsmiðum verði úthlutað sem byggöakvóta til sveitarfélaga. RÚV greindi frá. -hdm sl annars staðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.