Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000
5
Fréttir
Afmæli trúarleiðtoga:
Moon fær víkinga-
skip í afmælisgjöf
- smíðað af baðverði í Hafnarfirði
„Eg var í tíu daga að smíða vík-
ingaskipið fyrir Moon. Það er 1,20
metrar að lengd og ég smíðaði sér-
stakan kassa fyrir það vegna flutn-
inganna. Afmælisgesturinn ætlaði
svo að taka það með sér sem hand-
farangur til Kóreu þar sem Moon
býr en þá
komst
kassinn
ekki inn í
flugvél-
ina. Því
þurfti
maðurinn
að sitja
með vík-
ingaskip-
ið í fang-
inu alla
leiðina og
vakti vist
mikla eft-
irtekt,“
sagði
Gunnar
Eyjólfs-
son, bað-
í
Gunnar Eyjólfsson
með víkingadúkkurn-
ar sínar í Hafnarfiröi.
Á innfelldu myndinni
sést hann meö vík-
ingaskipinu sem
trúarleiðtoginn Moon
fær í afmælisgjöf á
morgun.
vörður
Lækjar-
skóla í
Hafnar-
firði, og
átti þarna
við Rohan
Stefan
Nandkis-
ore sem
gefur út
tímaritið
Gate to Iceland á ensku og þýsku úr
höfuðstöðvum sínum á Hverfísgötu
í Reykjavík. Rohan Stefan pantaði
víkingaskipið hjá Gunnari því hann
var boðinn i áttræðisafmæli trúar-
leiðtogans Moon í Kóreu en það
verður haldið hátíðlegt á morgun.
Mun Rohan afhenda Moon hafn-
firska víkingaskipið í afmælinu og
verður því fundinn staður í sér-
stöku Moonsafni sem komið hefur
verið upp í Kóreu. „Verðið er við-
skiptaleyndarmál en ég vona bara
að Moon verði hrifin af því,“ sagði
Gunnar Eyjólfsson sem smíðaði
skipið á eldhúsborðinu heima hjá
sér í Hafnarfirði.
í víkingaskipinu sem Moon fær í
afmælis-
gjöf er 16
manna
áhöfn
sem sam-
anstend-
ur af litl-
um vík-
inga-
dúkkum sem Gunnar hefur sérhæft
sig í að smíða. Eina slíka eignaðist
Hillary Clinton þegar hún var stödd
hér á landi fyrir skemmstu og
nokkrar aðrar eru á leið í Smithson-
inan-safnið í Washinton í Banda-
ríkjunum:
„Þá hef ég smíðað bláan jólasvein
fyrir Bláa lónið og er að vonast eft-
ir því að geta snúið mér alfarið að
smíðunum. Ef til vill snýst gæfan á
sveif með mér ef Moon verður
ánægður með víkingaskipið í af-
mælinu á rnorgun," sagði Gunnar,
baðvörður í Lækjarskóla í Hafnar-
firði. -EIR
Bremsuprófanir vöru- og flutningabíla:
Minni kröfur á landsbyggðinni
- staðfestar með ítrekuðum reglugerðarundanþágum
Enginn búnaður er til að hemla-
prófa stórar vöru- og flutningabif-
reiðar á landshyggðinni eins og lög
og reglur um Evrópska efnahags-
svæðið gera ráð fyrir. Vegna þessa
hafa þrivegis verið gerðar undan-
þágur um slíkar prófanir með sér-
stakri reglugerð sem Sólveig Péturs-
dóttir dómsmáláráðherra fram-
lengdi enn á ný þann 30. desember
sl.
Þetta gerist þrátt fyrir að talið sé
að slys megi rekja til bilaðs bremsu-
búnaðar slíkra bíla og bera menn
við kostnaði við að koma upp
bremsuprófunarbúnaði fyrir bif-
reiðar að heildarþyngd yfir 3.500 kg
á landsbyggðinni. Þetta er í þriðja
sinn sem slík undanþága er veitt en
sjálf reglugerðin um skoðun öku-
tækja er frá 29. júní 1998. í viðauka
með henni er ákvæði sem segir að
ef meira en 35 km séu til skoðunar-
stofu með hemlaprófunartækjum
megi skoða bílana á skoðunarstöð
sem ekki hefur slík tæki. Þetta
ákvæði átti ekki að gilda lengur en
til 31. desember 1998 en hefur síðan
verið framlengt trekk í trekk.
Þannig er staðfest með reglugerð
misræmi á þeim kröfum sem gerðar
eru til prófunar bremsubúnaðar eft-
ir því hvar á landinu bifreiðin er
skráð.
Gísli S. Einarsson alþingismaður
tekur undir gagnrýni um þessi mál
Gísli S. Einars-
son alþingismaö-
ur segir mikinn
kostnaö ekki rétt-
læta aö bremsu-
prófunarbúnaöur
fyrir stórar bif-
reiðar sé ekki til
staöar úti á landi.
sem m.a. hefur komið fram í tíma-
riti FÍB. Hann segir nauðsynlegt að
fylgja eftir þeim reglum sem vera
eiga í gildi um prófun hemlabúnað-
ar. „Raunverulega þyrfti það að
vera þannig að ríkið gæti flutt slík-
an búnað á milli staða til að prófa
þetta. Það sem örugglega vefst fyrir
ríkinu er kostnaðurinn í kringum
það en það réttlætir ekki að þessu
sé sleppt.“ -HKr.
Enginn búnaður er til að hemlaprófa stórar vöru- og flutningabifreiðar á
landsbyggöinni eins og iög og reglur EES gera ráð fyrir.
MiðjKaU
HáíkóiabiO v/Hagatorg
Simi 562 2255
wwwsinfonia.is
SINFÓNÍAN
Á MORGUN 10. FEB. KL. 19.00
LAUGARDAGINN 12. FEB. KL. 16.00
Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani
Sviðsetning: Roberto Lagana Manoli
Einsöngvarar:
Lucia Mazzaria
Kristján Jóhannsson
Larissa Diadkova
Michail Ryssov
Giancarlo Pasquetto
Guðjón Óskarsson
Þorgeir Andrésson
Sigrún Hjálmtýsdóttir
R RVKJAVl K
Kórar:
Kór íslensku óperunnar og
Kór Söngskólans í Reykjavík,
stjórnandi: Garðar Cortes
Karlakórinn Fóstbræður,
stjórnandi: Árni Harðarson
Danshöfundur:
Jóhann Freyr Björgvinsson
Dansarar:
Hrefna Hallgrímsdóttir
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Jóhann Freyr Björgvinsson
Tryggið ykkur miða!
Kristján Jóhannsson
Radames
Lucia Mazzaria
Aida