Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 9 Utlönd SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Morðið á júgóslavneska varnarmálaráðherranum: Vestrænar leyniþjónust- ur sakaðar um hlutdeild Bush fékk helm- ing atkvæðanna í Delaware í gær George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, fékk 51 prósent atkvæð- anna í forkosningum repúblik- anaflokksins fyrir forsetakosning- arnar í smáríkinu Delaware í gær. John McCain, helsti keppi- nautur hans um aö verða forseta- efni flokksins, fékk fjórðung at- kvæðanna án þess svo mikið sem að sýna sig í ríkinu. Þá eyddi hann ekki einni einustu krónu í kosningaáróður þar. Bush heimsótti Delaware frnim sinnum og naut stuðnings svo til allra í flokkseigendafélaginu. Þar að auki eyddi hann umtalsverðu fé í sjónvarpsauglýsingar. Útgefandinn og auðkýfingurinn Steven Forbes varð í þriðja sæti með 20 prósent atkvæðanna. Ólíklegt þykir að sigur Bush í gær veröi til þess að stappa stál- inu í stuðningsmenn hans. Þeir eru enn minnugir ófaranna í New Hampshire fyrir rúmri viku þeg- ar McCain rúllaði Bush upp með eftirminnilegum hætti. Færeyska sjón- varpið losar sig við starfsmenn Tíu starfsmönnum færeyska sjón- varpsins var sagt upp starfi í gær, að sögn blaðsins Sosialurin í morg- un. Það er um fimmtungur starfs- liðsins. Ástæða uppsagnanna eru miklir fjárhagsörðugleikar stöðvar- innar sem gert hefur verið að spara tíu milljónir íslenskra króna. Júgóslavnesk stjómvöld hétu þvi í gær að herða baráttuna gegn því sem þau kölluðu hryðjuverk, í kjöl- far morðsins á Pavle Bulatovic vamarmálaráðherra. Ókunnur til- ræðismaður skaut ráðherrann til bana á mánudagskvöld þar sem hann sat að snæðingi á veitingahúsi í Belgrad. Bulatovic var annar áberandi maðurinn í júgóslavnesku þjóðlífi til að falla fyrir morðingja hendi á almannafæri á þessu ári. Hinn var stríðsherrann Arkan sem var myrt- ur á hóteli í Belgrad. Forystumenn tveggja smáflokka sem sæti eiga í samsteypustjórn Slobodans Milosevics Júgóslavíufor- seta virtust í gær saka leyniþjónust- ur vestrænna ríkja um að hafa átt þátt í morðinu. Andstæðingar Milosevics sögðu aftur á móti að morðið væri til vitn- is um að landið væri að verða al- gjörum glundroða að bráð og þörfm á lýðræðislegum umbótum væri augljós. Júgóslavíu hefur verið haldið í einangrun vegna stríðsátak- anna á Balkanskaga. „Serbía er orðin að landi glund- roða, harðstjómar og örvæntingar," sagði Miodrag Vukovic, háttsettur félagi í lýðræðislega sósíalista- flokknum sem situr við stjórnvölinn í Svartfjallalandi, sem myndar Júgóslavíu ásamt Serbiu. Forseti Svartijallalands, Milo Djukanovic, er hallur undir Vesturveldin. Bulatovic, sem hafði verið land- vamaráðherra frá 1993, var háttsett- ur félagi i sósialíska þjóðarflokkn- um í Svartfjallalandi. Sá flokkur er hliðhollur Milosevic og andvígur hinum sjálfstæðissinnuðu leiðtog- um lýðveldisins. Stjómarandstæðingar í Serbíu Slavka Bulatovic, ekkja myrta ráð- herrans í Júgóslavíu, grætur yfir mynd af eiginmanni sínum. tóku í sama streng og Svartfelling- ar. „Þama ríkir stjórnleysi og glund- roði,“ sagði Vladan Batic, félagi í regnhlífarsamtökum stjórnarand- stæðinga. Yfirmaður júgóslavneska her- ráðsins, Dragoljub Ojdanic hers- höfðingi, sagði að Bulatovic hefði verið fórnarlamb huglausra hryðju- verkamanna. „Ég geri því skóna að þeir sem lögðu á ráðin og þeir sem stóðu að aftökunni verði handsamaðir og dregnir fyrir dómstólana," sagði Ojdanic við minningarathöfn um ráðherrann í Belgrad í gær. Milosevic forseti hafði áður verið viðstaddur minningarathöfn sem ríkisstjórnin hélt. Þar sat hann þungur á brún við hlið ekkju Bulatovics sem grét en bar þó harm sinn í hljóði. Suzuki Vitara JLX, skr. 07/95, ek. 58 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 990 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 04/96, ek. 67 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 1160 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 11/94, ek. 113 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1070 þús. VW Vento GL, 07/94, ek. 87 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 940 þús. Nissan Primera, skr. 03/98, ek. 41 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1180 þús. Suzuki Jimny, skr. 02/99, ek. 13 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 1320 þús. Toyota Corolla, skr. 04/98, ek. 8 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 1125 þús. Nissan Sunny SLX, skr. 03/95, ek. 68 þús. km, bsk 4 dyra. Verð 880 þús. Toyota Corolla XL, skr. 04/97, ek. 28 þús. km, ssk. 4 dyra. Verð 1120 þús. Nissan Almera, skr. 11/98, ek. 10 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1370 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 02/97, ek. 36 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1490 þús. MMC Carisma, skr. 01/98, ek. 42 þús. km, ssk. 4 dyra. Verð 1560 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 09/98, ek. 28 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 830 þús. Daihatsu Applause skr. 12/’91, ek. 107 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 470 þús. Plymouth Neon Sport, skr. 01/99, ek. 98 þús. km, ssk. 4 dyra. Verð 780 þús. Nissan Almera, skr. 10/99, ek. 2 þús. km, bsk. 5 dyra. Verð 1220 þús. Suzuki Baleno GLX, skr. 11/96, ek. 36 þús. km, 4 dyra, bsk. Verð 830 þús. Arekstur varð í gær milli tveggja lítilla flugvéla, Cessna og Zlin, yfir Zion í lllinois. Hrapaði önnur vélin á þak sjúkrahúss en hin á götu í íbúðarhverfi. Prír létust í flugslysinu. Símamynd Reuter Koch viðurkennir að hafa logið Roland Koch, for- sætisráðherra í Hessen í Þýska- landi, viðurkenndi í gær að hafa logið um 60 milljóna króna framlag til Kristilega demó- krataflokksins. Á fréttamannafundi í Wiesbaden baðst Koch afsökunar á að hafa sagt að féð hefði komið frá gef- anda þó hann hefði vitað að það hefði komið frá leynileg- um bankareikn- ingi. Koch greindi einnig frá því að um 1 milljarður króna hefði streymt inn í sjóði flokksins í Hessen af svissneskum reikningum frá árinu 1985 þar til í Roland Koch, forsætisráðherra í Hessen. Símamynd Reuter ár. Er það talsvert hærri upphæð en áð- ur hafði verið nefnd. Koch hélt þvi fram að nú væri búið að svara yfir 95 pró- sentum af spurning- unum varðandi hneykslið í sam- bandi við ólögleg framlög í Hessen. Stjórnarandstaðan var á öðru máli. Jafnaðarmaðurinn Armin Clauss benti á að Koch hefði ekki bara vitað hvað fór fram heldur einnig tekið þátt í ólöglegu athæfi. Jafnaðarmenn eru nú sjálfir grun- aðir um að hafa tekið við um 300 milljónum króna vegna kosningabar- áttu Helmuts Schmidts árið 1982. Vændiskonur sendar frá Austur-Evrópu til Kosovo Innflutningur vændiskvenna frá A-Evrópu til Kosovo er vax- andi vandamál, að því er Samein- uðu þjóðimar greindu frá í gær. Stofnunin veit um 30 konur sem hafa verið sendar til svæðis- ins til þess að stunda vændi. Hins vegar er óttast að miklu fleiri vændiskonur séu þar við störf. Um 45 þúsund útlendingar dvelja í Kosovo og frá því að sveitir frá Atlantshafsbandalag- inu, NATO, komu til svæðisins í fyrra hefur fjöldi næturklúbba margfaldast. Fjöldi útlendinga er ekki talin eina skýringin á auknu vanda- máli vegna vændis. Flestar kon- urnar koma frá Úkraínu, Rúmen- íu og Búlgaríu og eru fluttar til Kosovo af mafíósum. Konunum hefur verið nauðgað og þær neyddar til vændis. $ SUZUKI -////------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.