Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 8
MIÐVKUDAGUR 9. FEBRUAR 2000 Utlönd Stuttar fréttir Fjórir úr áhöfn afgönsku farþegaþotunnar sluppu í gærkvöld: Renndu sér niður kaðal- stiga úr stjórnklefanum Fjórir háttsettir menn úr áhöfn afgönsku farþegaþotunnar, sem flugræningjar hafa á valdi sinu á Stansted-flugvelli við London, flúðu úr vélinni á ævintýralegan hátt seint í gærkvöld. Lögreglan segir að mennimir hafi rennt sér niður kað- alstiga úr glugga á flugstjórnar- klefanum. Joe Edwards, yflrmaður í bresku lögreglunni, sagöi að flótti mann- anna fjögurra, þar á meðal flugstjór- ans og aöstoðarflugmannsins, hefði raskað því rólega andrúmslofti sem heföi verið um borð í flugvélinni. Nokkrum klukkustundum eftir flóttann féll flugþjónn niður land- ganginn og virðist sem honum hafi verið hrint. Hann hlaut nokkrar skrámur í fallinu. Fjórmenningarnir sem flúðu úr stjórnklefanum voru færðir til læknisskoðunar þar sem gert var að smásárum sem þeir hlutu á flóttan- um. Joe Edwards sagði í morgun að samningaviðræður við flugræningj- Karl prins aflýs- ir vorferð til Austurríkis Karl Bretaprins hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Austur- ríkis. Breskir embættismenn greindu frá þessu í gær. í maí næstkomandi ætlaði Karl meðal annars að vígja breskar vikur í Vín. Vegna núverandi aðstæðna verður ekkert af ferðinni, að því er sagði í tilkynningu frá skrif- stofu prinsins i London í gær. Þó svo að það hafi ekki verið sagt berum orðum þykir víst að ferðinni hafl verið aflýst í tengsl- um við mótmæli Evrópusam- bandsins gegn stjórnarþátttöku Frelsisflokks Jörgs Haiders í Austurríki. Gerry Adams hótar að hætta friðarviðleitni Gerry Adams, leiötogi Sinn Fein, pólítísks vængs írska lýð- veldishersins, hótaði því í gær að hætta þátttöku í friöarferlinu á N- írlandi. Kvaðst hann ekki hafa í hyggju að eyða því sem eftir væri ævinnar við friðartilraunir sem engan árangur bæru. Sagði hann að sér liði eins og boðbera sem alltaf væri verið að skjóta á. Breska útvarpið BBC greindi frá því i morgun að búist væri við nýrri yfírlýsingu frá írska lýð- veldishemum, IRA, innan skamms. Ólíklegt þykir þó að yfir- lýsingin muni gefa til kynna að samtökin séu í þann veginn að fara að afvopnast. Gís.l sem ræningjar afgönsku farþegaþotunnar á Stansted-flugvelli viö London slepptu í gær, gengur frá boröi. Maöurinn var sjúkur. í gærkvöld tókst fjórum úr áhöfn vélarinnar aö komast undan út um glugga. ana, sem eru sex til tíu, væru hafn- ar að nýju. Flugræningjarnir slepptu manni á fimmtugsaldri í gær þar sem hann þjáðist af asma. Á mánudag létu þeir lausa átta gísla. Enn eru um 150 gíslar um borð í flugvélinni, þar af 21 bam og sautján konur. Afgönsku farþegaþotunni var rænt í innanlandsflugi á sunnudags- morgun og hún kom til Lundúna að- faranótt mánudagsins, eftir við- komu á þremur stöðum, þar á með- al Moskvu. Lögmaður sem var fulltrúi flug- ræningja sem bresk stjórnvöld þurftu að glíma við árið 1996 sagði i gær aö mennirnir sem hefðu af- gönsku vélina á valdi sínu myndu mjög líklega sækja um hæli í Bret- landi. Embættismaður frá Sameinuðu þjóðunum kom til Lundúna í gær til að taka þátt í tilraunum til að binda enda á flugránið. Breska lögreglan sem stendur í viðræðum við ræn- ingjana fagnaði komu mannsins. Á alþjóðlegu leikfangasýningunni, sem veröur opnuö í Bandaríkjunum í næstu viku, verður þessi leikfangahundur til sýnis. Myndin var tekin þegar framleiöandinn lét kanna viöbrögö alvöruhunds viö gelti og hreyfingum leikfangahundsins. Símamynd Reuter ísraelar héldu áfram loftárásum á Líbanon: Óttast að friðarviðræður við Sýrlendinga fari út um þúfur ísraelskar orustuflugvélar héldu áfram loftárásum sínum á skotmörk skæruliða i sunnanverðu Líbanon í gærkvöld, í annað sinn á einum sól- arhring. Árásirnar eru sagðar í hefndarskyni fyrir árásir Hizbollah- skæruliða sem hafa orðið sex ísraelskum að bana, aðallega á síð- ustu tveimur vikum. Átökin nú hafa vakið ótta þjóða heims um að friðarviðræður ísraela og Sýrlendinga kunni aö fara út um þúfur. Viðræöur ríkjanna tveggja hófust að nýju í desember, eftir 45 mánaða hlé, en sigldu í strand strax í síöasta mánuði. Bandarísk stjómvöld tilkynntu í gær að þau myndu senda fulltrúa sinn, Dennis Ross, til landanna fyr- ir botni Miðjarðarhafsins í næstu viku. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að Líbanskur hermaöur mundar loft- varnabyssu f sunnanveröu Líbanon. friðarferlið gæti staðið af sér síð- ustu blóðsúthellingamar. Albright kenndi Hizbollah um að eiga sök á átökunum. Hún sagðist hafa rætt nokkrum sinnum við Farouq al-Shara, utanríkisráðherra Sýrlands, til að reyna að fá hann til að hafa áhrif á skæruliðana. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels sem gegnir einnig starfi landvarnaráðherra, fyrirskipaði íbúum í norðurhluta Israels að hafa hægt um sig vegna hugsanlegra gagnárása líbanskra skæruliða. Tugir þúsunda ísraelskra borgara ætluðu að sofa í byrgjum í nótt. Barak heimsótti loftvamabyrgi í landamærabænum Kiryat Shmona og sagði þeim sem þar voru að Hiz- bollah-skæruliöar, sem njóta stuðn- ings írana, ættu alla sök á vaxandi átökum. Sigur í sjónmáli Yfirmaöur rússneska heraflans í Tsjetsjeniu sagði í gær að sveit- ir sínar myndu senn sigra í stríð- inu við uppreisnarmenn. Neitar enn að fara frá Indónesíski hershöfðinginn Wiranto neitaði á ný í morgun að hlýða tilmælum Wahids forseta um að vikja úr embætti ráðherra öryggismála. Pútín með púðlu Vladimir Pútín, starfandi for- seti Rússlands, mUdaði ímynd sina i gær með því að láta mynda sig með litilli hvítri púðlu. ORT- sjónarpsstöðin sýndi Pútín þar sem hann sat í appelsínugulum sófa með púðl- una skoppandi í kringum sig. Eft- ir því var tekið að forsetinn brosti. í viðtalinu viðurkenndi Pútín að hann hefði kosið aðra hundtegund. Böm hans hefði hins vegar viljað lítinn hund. Yfirheyra fiugmann Bandaríkin ætla að senda sér- fræðinga tU London tU að ræða við flugmann EgyptAir flugfélags- ins sem kveðst hafa vitneskju um hvers vegna farþegaþota félagsins hrapaði undan austurströnd Bandarikjanna í október síðast- liðnum. Öflugar dauðasveitir Dauðasveitir í BrasUiu hafa drepið yfir 2500 manns undanfar- in tvö ár. Þingmenn og baráttu- menn fyrir mannréttindum segja sveitimar starfa með stuðningi lögreglunnar. Biásýra í ám Yfirvöld í Ungverjalandi hafa bannað aUa veiði í ánum Somos og Tisza eftir aö blásýra úr námu komst í árnar í Rúmeníu í síðustu viku. Erfðauppiýsingar BUl Clinton Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tUskipun þar sem yfirvöldum 1 er bannaö að nota erfðaupplýs- [ %; ingar við manna- 1 ráðningar og i U stöðuhækkanir. || Jt Vinnuveitendur [ ^ _ , mega hvorki nA biðja starfsmenn r sína aö gangast ■BBi <j>> V undir erfðarannsóknir né kreíjast slíkra rannsókna. \ J Fá ekki dönsk nöfn Innflytjendur í Danmörku mega ekki taka sér dönsk nöfn sem enda á -sen. Þau eru frátekin fyrir Dani. Innflytjendur telja að dönsk nöfn opni þeim leið á vinnumarkaðinum. Zjúganov samþykktur Rússnesk kjömefnd samþykkti í gær forsetaframboð kommún- istaleiðtogans Gennadís Zjúga- novs. Forsetakosningamar fara fram 26. mars næstkomandi. Færeyjar vilja viðræður Færeyingar hafa farið fram á fund mUli færeysku landsstjórn- arinnar og danskra yftrvalda um tiUögu landsstjórnarinnar um miUiríkjasáttmála. Áfangasigur Andstæðingar Augustos Pin- ochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, unnu í gær áfangasig- ur. Breskur dómstóU sam- þykkti í gær kröfu þeirra um að kannað verði hvers vegna bresk yfirvöld vilja ekki framselja Pinoehet tU Spánar af heUbrigðisástæðum. Málið getur nú tafist um vikur eða mánuði tU viðbótar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.