Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 10
10 ennmg MIÐVKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 UV Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í bókmenntum: Gömul takmörk sprenad „1999 var ár hinna vönduðu bóka,“ segir Ármann Jakobsson, formaður dómnefndar Menningarverðlauna DV, um bókmenntir, „en ekki ár tilrauna. Menn reyna á þanþol formsms án þess að gera róttækan uppskurð á því. En árið var svo gott að okkur var veru- legur vandi á höndum, við hefðum getað val- ið fimm aðrar bækur og haldið mannorði okk- ar óskertu!" - Á hvað lögðuð þið áherslu? „Á bækurnar sem okkur þóttu nýstárlegast- ar,“ segir Ármann. „Til dæmis tilnefnum við ritgerðasafn Svövu Jakobsdóttur af því að sú bók geymir ítarlegustu og djörfustu nýrýni sem sést hefur hér á landi. Einnig nefnum við Stúlku með fingur eftir Þórunni Valdimars- dóttur sem ekki er „bara“ söguleg skáldsaga eftir sagnfræðing heldur umræða um sagn- fræði og sannleika. Sagan sem söguhetjan lif- ir á reynist ósönn og spurningin verður hvort sagnfræðin sé bara goðsögn.“ - Nú vekur athygli að tvítilnefnd og verð- launuð bók Andra Snæs Magnasonar er ekki á lista ... „Nei, en það munaði litlu,“ segir Ármann. „Hún var í úrvalshópi og ég get fullyrt að hún datt ekki út vegna þess að hún er fyrir börn.“ Ármann sagði að vel gæti verið að árið hefði reynst svona frjótt vegna þess að fagur- bókmenntirnar væru að sprengja gömul mörk sín og nú væri óhætt að telja til dæmis barna- bækur og ritgerðir þar með. „Menn hafa áttað sig á að fleira er fagurbók- menntir en skáldsögur og ]jóð.“ Með Ármanni sitja í bókmenntanefnd Geir Svansson bókmennta- fræðingiu- og Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. Eftirfarandi bækur hlutu tilnefningu að þessu sinni: skiptaleysis og firringar. Hvíldardagar eftir Braga Ólafsson er „Reykjavíkursaga" sem lýs- ir magnaðri tilvistarangist einstaklings sem neyðist til þess að horfast í augu við markleysi eigin lífs þegar vinnunni og vananum sleppir. Sagan hlýtur að teljast nokkur nýlunda í ís- lenskum bókmenntum þótt hún eigi sér ákveðna undanfara. Stefnuleysi og doða sögu- hetjunnar, sem hefur einhverra hluta vegna orðið út undan í samfélagi mannanna, er lýst með afar fáguðu og nákvæmu tungu- máli. Skáldsagan höfðar næstum óþægilega til les- enda vegna þess að einmana- leiki söguhetjunnar býr innra með öllum mönnum. undur ljósi á aldarfar um alda- mótin 1900 með nýstár- legum hætti: í stað þess að fyrna mál Elísabet Jökulsdóttir. Þórunn Valdimarsdóttir. Svava Jakobsdóttir. Bragi Ólafsson. Bragi Ólafs- son: Hvíldar- dagar Einmana- leikinn skýt- ur alls staðar upp kollinum. Ekki síst I borgum sam- tímans, á tim- um sívaxandi hröðunar, af- Svava Jakobs- dóttir: Skyggnst á bak við ský Það ein- faldasta er oft það flóknasta. Þó að Jónas Hallgrímsson hafi ort ljóð sem hver maður getur skilið búa í þeim ómælisvíddir, jafnvel heilu sól- kerfin. I bókinni Skyggnst á bak við ský nálgast Svava Jakobsdóttir Jónas Hallgrimsson á nýstárlegan, djarfan og persónulegan hátt og reynir til hins ýtrasta á túlkun ljóða hans. Svava tekst á við fagurfræði skáldsins og hugsuðarins Jónasar af djúpri alvöru. Um leið glímir hún við margræðni tungumálsins og skáldskapinn al- mennt. í þeirri túlkun er ekkert gefið eftir og kennd skapast fyrir skáldi sem lagði þrotlausa vinnu í að meitla orð sem búa yfir nánast óendanlegri merkingu. Þórunn Valdlmarsdóttir: Stúlka með fingur Stúlka með fingur eftir Þórunni Valdimars- dóttur er firna vel skrifuð og óvenjuleg skáld- saga; hún er í senn þroskasaga og ítarleg ald- arfarslýsing, enda söguleg skáldsaga. Þótt sögufléttan, ástarsagan, sá rammi sem sögu- hetjunni er sniðinn sé kunnugleg bregður höf- og hugarfar er vitund sögu- hetju og sögumanns nútíma- leg og sagan er öðrum þræði eins konar tilbrigði um til- vist mannsins í sögulegum ramma. Tungumál hennar er leikandi og ljóðrænt og sagan veitir magnaða og nýja innsýn í horfinn hugarheim. Sigurður Pálsson. Sigurður Pálsson: Ljóðtímaskyn Jörðin sem svo reglulega snýst um sjálfa sig og nánustu plánetur virðist upphafspunktur og fyrirmynd þessara keðjuverkunar sem ævi mannsins og alls umhverfis hans er. Þannig hneigir Ljóðtímaskyn Sigurðar Pálssonar sig fyrir þessari reglu og býr til líkan af heim- inumi úr ljóðum sem raðast saman í eina heild og ekkert þeirra má missa sig. Á sama hátt og enginn dagur verður út undan í árinu. Bókin myndar danshring úr ljóðum sem má staðsetja á hvaða hugartorgi sem er og ef stefin úr verk- inu heyrast einhvers staðar í ómælisvíddunum þá lýsir sá tónn blíðu, alvöru, gleði og virð- ingu. Elísabet Jökulsdóttir: Laufey Staðir sem eru horfnir og búið að moka yfir mold og nýjum húsum týnast ekki á meðan tungumálið byggir þá upp aftur og á meðan hægt er að búa til tungumál sem virðist vera talað eða skrifað á í fyrsta sinn. Án þess að ver- ið sé að sjá eftir eða syrgja þessa staöi. Tungu- mál sem eins og rætur trjánna safnar í sig nær- ingu úr öllum hugsanlegum og óhugsanlegum áttum, notuðum og nýjum. Þannig segir Lauf- ey Elísabetar Jökulsdóttur sögu sem er bæði ný og gömul en hefur aldrei verið sögð fyrr. Stundum með einhverju sem búið var að setja í ruslatunnu tungumálsins, stundum með ein- hverju sem ekki var búið að finna upp. Sagan er skvísuleg og bófaleg og skrítin og venjuleg. Og alvara hennar áþreifanleg. Göran Tunström látinn Fyrir réttum þremur árum, i febrúar 1997, var Göran Tunström á íslandi til að kynna skáldsögu sína Ljóma sem þá var nýkomin út í þýðingu Þór- arins Eldjárns. Áf þvi tilefni kom hann í viðtal við menn- ingarsiðu DV og umsjónar- maður hennar var óum- ræðilega hreykinn því aldrei hafði frægari maður setið inni á þeirri skrifstofu. En Göran var lítillátur, ljúf- ur, kátur, eins og þar stend- ur, talaði af einlægni um sjálfan sig og verk sín, líf sitt og langanir, foðurmissinn sem hann var „alltaf að skrifa um“ og þann einkennilega sið persóna í bókum hans að hverfa. „Svipleg mannshvörf koma víða fyrir í bókunum mínum," sagði hann, „ekki veit ég af hverju. Ég planlegg þessi mannshvörf aldrei. Ég byrja bara á bókinni og fylgi sporum hennar hvert sem þau liggja." Nú er hann sjálfur horfinn, | maður á besta aldri, og norrænar bók- menntir hafa misst einn af risum sínum. Frægasta skáldverk Görans Tunström er Jólaóratórían, ein auðugasta skáldsaga sem norrænar nútímabókmenntir eiga. Bygging hennar er óvenjuleg því áhrifa- mesta risið (sjokkið beinlínis!) kemur mjög snemma og olli í tilviki þeirrar sem þetta ritar að hún lagöi bókina frá sér al- gerlega slegin út af laginu. Ekki lá bókin þó lengi í vanhirðu og hefur verið elskuð meira en flestar aðrar bækur síðan. Ljóma var tekið með varúð á íslandi - enda gerist hún hér og flestar persónur hennar eru íslendingar. Við erum feimin ( við slíkt frá erlendum rithöfundum, en því skal spáð að hún eigi eftir að ná sér á | strik. Útvarp 2000 Við minnum á að í kvöld kl. 21 verður þáttur Barbro Holmberg um Gyðinga- hverfið í Feneyjum á dagskrá Útvarps 2000 í Háskólabíói. Einnig verður fluttur verð- launaþáttur Lisbeth Jessen, „Af hverju hringdi hún ekki aftur?“ sem fjallar um grimm örlög 15 ára stúlku. í fyrramálið kl. 10 verður þingað um galdra útvarpsins í Endurmenntunar- | stofnun HÍ, og annað kvöld kl. 21 verða fluttir þættir Piers Plowright um blúsleik- arann Jimmy Yancey og „Ég er bara IKróati í prófíl" eftir Richard Dinker í Há- skólabíói. Áfram heldur svo hátíðin föstu- dag og laugardag. Fundað um hönnun Félag um Listaháskóla íslands gengst um þessar mundir fyrir fimdum um fram- tíðarskipan Listaháskólans. í kvöld mun nám við nýja hönnunardeild rætt á fundi í húsi Listaháskólans í Laugamesi. Fund- urinn hefst kl. 20.30. Listamenn og aðrir velunnarar skólans eru hvattir þess að fjölmenna og taka virkan þátt í mótun skólans. Undarleg smáverk Nokkur athyglisverð verk voru flutt á tón- leikum á vegum Tónskáldafélags íslands í Ými, tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, á sunnudaginn var. Leiknar voru tónsmíðar eft- ir Pál ísólfsson, Þórarin Jónsson, Sveinbjörn Sveinbjömsson og fleiri tónskáld frá fyrri hluta aldarinnar og voru flytjendur Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og fleiri valinkunn- ir músíkantar. Eitt besta verkið á tónleikunum var sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Karl Ó. Runólfsson sem Sigrún og Anna Guðný léku glæsilega og af miklum krafti. Þetta er hugmyndaríkt og fallegt tónverk, grunnhugmyndimar inn- blásnar og úrvinnslan skemmtileg. Einnig var tónsmíðin Eigið tema með varíasjónum og fúgu eftir Helga Páls- son aö mörgu leyti vel samin. Stef og til- brigði er Mfk jdf V vandasamt nL*, X tónli tai fbrm þvi Sjl' rauði þráðurinn sem heldur áheyrandanum við efnið slitnar auðveldlega og eftir sitja þá sundurlaus brot sem hafa takmarkaöa merkingu. Helga hefur ekki allskostar tekist að halda svo vel utan um allar hugmyndir sínar að þær myndi Tónlist Jónas Sen sannfærandi heild, en sumt var hrífandi fag- urt. Verkið er fyrir strengjakvartett og var ágætlega flutt af Auði Hafsteinsdóttur, Grétu Guðnadóttur, Guðmundi Kristmundssyni og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Nokkur undarleg smáverk heyröust á tón- leikunum, þar á meðal tvær rómönzur ópus 6 og 14 eftir Árna Bjömsson. Gréta Guðnadótt- ir og Anna Guðný léku þá fyrri, en Auð- ur Hafsteinsdóttir og Anna Guðný hina síðari. Ópus 6 hljómaði klunnalega, en ópus 14 byrjaði fallega með JÉt iÉÍI hugljúfum hljómum. upp úr þurru tók svo við Hul|^ eitthvað sem minnti tangó og allt í einu var maður farinn að heyra James Bond- stefið, eða því sem næst. Sist merkilegra var Torrek eftir Jón Leifs sem Örn Magnússon píanóleikari lék. Þetta er sundurlaus, geövonskuleg tónsmíð sem Örn náði ekki að lappa upp á þrátt fyrir dramatísk tilþrif. Betri var Lítill vals fyrir píanó eftir Pál ísólfsson, og Rómanza eftir sama tónskáld var sérlega hjartnæm og fallega leikin af Erni. Anna Guðný lék meistaralega vel fyrsta þátt úr sónötu eftir Hallgrím Helga- son (ekki myndlistarmanninn), en því miður var þetta klisjukennd tónlist þar sem ekkert kom á óvart. Þrjú lýrísk stykki eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í flutningi Sigrúnar og Önnu Guðnýjar voru hins vegar falleg, sérstaklega Vöggu- vísa sem var afar hugljúf. Og sónata fyrir klarínettu og píanó eftir Jón Þórarinsson í flutningi Önnu Guðnýjar og Sigurðar I. Snorrasonar var snilldarvel leikin, þó tónlist- in sjálf sé .ekkert sérstaklega aðgengOeg. Hér gafst tækifæri til að meta hvemig hljóðfæraleikur án söngs hljómar í nýja tón- listarhúsinu og verður að segjast eins og er að smálagfæringa er þörf. Allt of mikill glymj- andi var í flyglinum, nóturnar runnu saman og mörg hröð hlaup urðu að hálfgerðri froðu. Þegar undirritaður færði sig upp á efri hæð salarins kom flygillinn þó skár út, bassinn var a.m.k. ekki eins yfirgnæfandi. Hins vegar hljómaði ein lítil fiðla þar eins og heil strengjasveit og strengjakvartett eins og sin- fóníuhljómsveit, sem gengur auðvitað ekki þó það sé sniðugt út frá spamaðarsjónarmiði! Vonandi verður bætt úr þessu á næstunni. Job á fjalirnar Jobsbók Gamla testa- mentisins verður sett upp í Neskirkju 27. febrúar og verður framlag Neskirkju til kristnitökuafmælis og dagskrár menningarborgar- innar. Eini leikarinn í sýn- ingunni er Amar Jónsson sem leikur Job og aðrar per-____________ sónur verksins, en leikstjóm er í höndum Sveins Einarssonar. Tónlistina hefur ÁskeU Másson samið fyrir áslátt- arhljóðfæri og orgel og flytur hana sjálfur ásamt organistan- um Claudio Rizzi. Jobsbók fjallar um harm- kvælamanninn Job sem missir allt sitt og rökræðir við vini sina og Guð um þjáninguna og af hverju saklausir menn eins og hann þurfa að líða. Sagan hefur verið uppspretta og áhrifavaldur á hók- mennta- og listasögu Vesturlanda ekki síst fyrir að veita næma innsýn í glímu mannsins við sársauka og þjáningu. Má minna á að meðal íslenskra skáldsagna ársins sem leið var ein sem sótti þema sitt opinskátt i Jobsbók; það er Vetrarferðin, hin áhrifamikla skáldsaga Ólafs Gunnars- sonar. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.