Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 15 Aðskilnaðar- stefna Ingibjargar Fordómar í garö geösjúkra Ég spurði Ingibjörgu, ráðherra heilbrigðismála, hvaða ástæður lægju að baki því að börn með geð- ræna sjúkdóma fengju ekki inni á hinum nýja barnaspítala sem reisa ætti á Landspítalalóð. Hvort það væri stefna stjórnvalda eða hvort stærð lóðarinnar kæmi í veg fyrir þetta. Ekki vildi ráðherra viðurkenna að þetta væri stefna ríkisstjórnarinnar en í stuttu máli kom fram í svari hennar að þó fag- fólk væri þeirrar skoðunar að geð- sjúk börn ættu að vera með öðrum veikum á bamaspítalanum þá hefði ekki verið gert ráð fyrir þeim þar og það myndi tefja fyrir byggingu spítalans að breyta því nú. Þetta er talandi dæmi um for- dóma sem því miður ríkja enn i garð geðsjúkdóma og það hjá stjómvöldum. Hvenær hefði „Bygging barnaspítala er ekki það langt á veg komin að ekki sé hægt að skipta um skoðun og reisa hann á öðr- um stað svo hann geti rúmaö öll börn.“ - Teikningar að barnaspítalanum. skoðaöar. Nú hillir undir að draumurinn um sér- stakan barnaspítala verði að veruleika á næstu árum ef marka má orð yfir- manna heilbrigðis- mála. Það hefur ver- ið keppikefli margra að barnaspítali rísi og nefni ég þar sér- staklega Kvenfélag Hringsins, en Hringskonur hafa lagt á sig ómælda sjálfboðavinnu til að barnaspítali megi rísa á íslandi. Það voru því mikil von- brigði þegar fréttist að nýr barnaspítali á ekki að vera fyrir öll börn. Geðsjúk böm og unglingar eiga ekki að fá inni á þessum spítala. Þetta staðfesti Ingibjörg Pálma- dóttir á Alþingi er hún svaraði einni af nokkrum fyrirspurnum mínum um geðsjúk börn. hvarflað að nokkrum að útiloka t.d. krabba- meinssjúk eða hjart- veik börn frá barna- spítalanum? Meira kapp en forsjá Ég óttast að þarna séu geðsjúk börn sett til hliðar vegna hins mikla kapps sem fram- sóknarmenn leggja á að reisa spítalann á þess- um stað. Hefði ekki ver- ið farsælla að reisa hann t.d. við Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi, þar sem bamaspitalinn væri í nánum tengslum við slysa- og bráðamót- tökuna, ef það er stærð lóðarinnar sem hamlar? Stór hluti þeirra barna sem leggjast inn á barna- deildir kemur inn á sjúkrahús gegnum slysa- og bráðadeild. Kjallarinn Asta R. Jóhannesdóttir alþingismaður í Fossvogi hefði verið nóg pláss til að reisa spítala sem rúmaði öll veik börn. Ég get ekki séð annað en það væri því hagkvæmt að reka bamaspítala i nánum tengslum við bráðasjúkrahús og aðalslysa- deild landsins. Það er oft stutt milli líkamlegra og andlegra sjúkdóma og því fá- ránlegt nú á 21. öldinni að ætla að halda við aðskilnaðarstefnu fyrri alda gagnvart geðsjúkum. Bygging barnaspítala er ekki það langt á veg komin að ekki sé hægt að skipta um skoðun og reisa hann á öðrum stað svo hann geti rúmað öll börn. Þannig gæti bamaspítal- inn staðið undir nafni. Barnaspít- ali sem úthýsir alvarlega sjúkum börnum sem eiga við ákveðna sjúk- dóma að stríða stendur ekki undir nafni sem slíkur. Það var mikill áfangi þeg- ar geðdeildum var komið á fót við hlið annarra deilda á sjúkrahúsunum. Hér er verið að stíga skrefið til baka þar sem börn eiga í hlut. Ásta R. Jóhannesdóttir „Barnaspítali sem úthýsir alvar- lega sjúkum börnum sem eiga viö ákveöna sjúkdóma aö stríöa stendur ekki undir nafni sem slík- ur. Þaö var mikill áfangi þegargeö- deildum var komiö á fót viö hliö annarra deilda á sjúkrahúsunum. Hér er veriö aö stíga skrefiö til baka þar sem börn eiga í hlut. “ Auðlindir í almannaþágu Tíu manna sjálfskipaður áhuga- mannahópur segist hafa fundið upp aðferð til að láta eggið standa á endanum í flskveiðimálunum. Tillaga hans er sú að afskrifa kvóta „gæðinganna" með 20% á ári og setja á opinn markað. Þetta er augljóslega engin lausn, hvorki fyrir almenning, sem nú er utan- garðs við úthlutunina, né kvóta- laus byggðarlög, þvi að árlegir kvótar myndu verða keyptir upp af núverandi „eigendum" kvót- anna. Tillagan er þannig í raun aðeins framlenging á núverandi kvóta- kerfl og viðheldur sérréttindum sægreifanna. Þá er einnig rétt að benda á að dómur Hæstaréttar var sá að framkvæmd kvótakerfisins væri brot á stjómarskrá landsins frá upphafl. kvótans í ársbyrjun 1984 og Vatneyrardómurinn stað- festi að síðari breytingar á flsk- veiðilöggjöfmni hefðu í raun engu breytt í þessu efni. - Staðan nú er því sú, sem höfundur „framsókn- arkvótanna" lýsti þegar hann sagði að ef breytingamar stæðust ekki stjómarskrána „þá breytum við stjórnarskránni“. Nýtt laumuspil framsóknarmanna Framsókn hefir búið til marg- vísleg skömmtunarkerfi í 70 ára ferli, en þetta er það harðsækn- asta. Enginn veit samt hvað langt Davið lætur leiðast, en hann er enginn frjálsræðispostuli. Af þessu má álykta að tillagan er að- eins nýtt laumuspil framsóknar- manna til að fresta afnámi kvóta- kerfísins, en það þýðir að flski- byggðirnar yrðu endanlega lagðar í auðn og kvót- arnir yrðu áfram hjá gæðingun- um. Ný fiskveiði- stefna krefst nýrrar skilgrein- ingar á grund- vallarsjónarmið- um. Fyrst verður að afnema mið- stýringu sjávarútvegsráðuneytis- ins sem heflr lengi verið stjómað af úreltum hugsjónum kommún- ista og er enn. Næst ber að athuga að uppsjávarveiðarnar era nýr sjálfstæður atvinnu- vegur sem ekki skerðir rétt almenn- ings i landinu til þátt- töku í flskveiðunum. Veiðar á loðnu, síld, makríl og kolmunna innan lögsögunnar á aðeins að leyfa með nótaskipum. Engin ástæða er til að leyfa veiðar á t.d. loðnu eða síld með flot- vörpu innan lögsög- unnar sem aðeins er gert af bráðlæti og græðgi og heflr þegar valdið því að Norð- menn hafa gert kröfu til að veiða með þess- um veiðarfærum inn- an lögsögunnar sem aldrei má verða. Þessar veiðar hafa stórspillt fyrir nótaskipunum að ástæðulausu. - Menn verða að koma skynsamlegri skipan á þess- ar veiðar. Einkaaöstaöa síöan 1984 Botnflskveiðar þarfnast sér- stakrar rannsóknar og skilgrein- ingar, einkum með þarfir fiski- byggðanna í huga. Þessar byggðir eiga að hafa forgang að veiðum á landgrunninu út að 50 mílum, og því ber að banna þar allar togveið- ar, en skilgreina nákvæmlega veiðar með línu, færi og e.t.v. net. Nýjar gerðir fiskiskipa með þessi veiðarfæri er ódýrasta veiðiaðferð- in og jafnframt sú hagkvæmasta bæði fyrir umhverfið og nýtingu fiskstofn- anna. Þessa aðstöðu verð- ur að nota til upp- byggingar og aukinn- ar nýliðunar innan flskveiðanna, einkum í smærri fiskibyggð- um. Stjómun þessara veiða ætti að veru- legu leyti að vera í höndum aðliggjandi byggða undir yfir- stjórn Hafró. Hafró afstýrði hruni þorsk- veiðanna 1991/2 og snerist gegn gegndar- lausum togveiðum á smáfiski. Togveiðar utan 50 mílna lín- unnar, bæði með botnvörpu og flotvörpu, ættu að vera undir stjóm LÍÚ og yfirstjóm Hafró. Stórútgerðin hefir nú fengið einkaaðstöðu síðan 1984 til að byggja upp stóran og öflugan flota togskipa með yfir 5000 hestafla vél- ar og nýjan og mjög stórvirkan togbúnað. Nú er kominn tími til að nýta þessa stórkostlegu aðstöðu í þágu samfélagsins alls til afla á úthafmu og gefa byggðunum tæki- færi til að byggja upp nýja at- vinnuvegi heima fyrir. Menn verða að reyna að standa saman að framfaramálum landsins. Önundur Ásgeirsson „Fyrst veröur aö afnema miöstýr- ingu sjávarútvegsráöuneytisins sem hefír lengi veriö stjórnaö af úreltum hugsjónum kommúnista og er enn. Næst ber aö athuga aö uppsjávarveiöarnar eru nýr sjálf- stæöur atvinnuvegur sem ekki skeröir rétt almennings í landinu til þátttöku í fiskveiöunum." Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olfs Með og á móti Björk án endurgjalds i Elliðaey Björk Guömundsdóttir tónlistarmaö- ur hefur haft hug á aö reisa sér hús i Elliöaey. Davíö Oddsson forsaetisráö- herra sagöi á Alþingi aö hann teldi rétt aö sýna söngkonunni allan þann sóma sem mögulegur er í þakklætis- skyni fyrir störf hennar í þágu þjóö- arinnar. Hann gæti þvi vel hugsaö sér aö hún fengi aö reisa sér hús á eynni og jafnvel fá aö vera þar leigu- laust f einhvern árafjölda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir al- þingismaður. Allir vilja Björk „Allur heimurinn vill eiga Björk af því hún er stórstjama. Við erum svo heppin að hún er íslendingur og við eigum að vera stolt yfir því að hún vill vera hérna hjá okkur. Ef við getum greitt götu Bjarkar til þess að eignast Elliða- ey með lög- mætum hætti þá eigum við að aðstoða hana eftir því sem við getum. Að því tilskildu að eyjan sé ekki á náttúruminja- skrá eða sé einstök með einhverj- um hætti þá finnst mér það mjög eðlilegt að hún veröi seld ein- staklingi eins og henni. Þetta kemur því ekkert við hvort eigi að leggja af orðuveitingar eða þess háttar. Björk hefur unnið landi og þjóð ómetanlegt gagn og við eigum ekki að vera feimin viö að verðlauna það sem vel er gert. Hún er einn af okkar mérk- ustu og bestu listamönnum. Þótt ég sé alltaf mótfallin sérreglum í hvaða formi sem þær birtast þá get ég ekki séð neitt athugavert við að þjóðin láti þakklæti sitt í ljós með þessum hætti.“ Skýrar reglur gildi „Ég get vel unnt Björk að vera í Elliðaey en þaö gengur alls ekki að mál sem þessi séu afgreidd eft- ir því hver í hlut á. Þama á jafn- ræðisreglan að gilda. Þegnar þjóðfélagsins eiga allir að búa við sama rétt og hafa jafna mögu- leika í málum sem þessum. Það er hags- munamál hvers og eins sem sækist eft- ir afnotum af ríkisjörðum að það gildi skýrar og klárar reglur um það hvemig svona mál era af- greidd. Það er notandanum eða þeim sækist eftir ábúð eða kaup- um mjög mikilvægt að það sé yfir gagnrýni hafið hvemig stað- ið er að sölu eöa leigu rikisjarða, að það sé ekki háð geðþóttaá- kvörðunum ráðherra hverju sinni. Það verður að móta sam- ræmda stefnu sem öllum ber að fara eftir í jarðarmálum ríkisins yfirleitt og þar er mál Bjarkar engin undantekning." páá/hlh Árni Steinar Jó- hannsson alþingis- maður. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær berist í stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og i gagnabönkum. Netfang umsjónarmanns er: gra@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.