Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000
4.
27
Annað nýrað úr
Spielberg tekið
Læknar fjarlægöu annaö
nýraö úr óskarsverðlaunaleik-
stjóranum Steven Spielberg á
dögunum eftir aö læknar sáu að
eitthvað var ekki eins og það átti
aö vera viö hefðbundna læknis-
skoðun. Leikstjórinn er nú kom-
inn heim og hvilir sig, væntan-
lega undir árvökulu auga eigin-
konunnar, Kate Capshaw.
Talsmaður Spielbergs sagöi aö
læknar lofuðu honum fullum
bata og aö ekki verði þörf á
framhaldsmeðferð.
Hvorki læknar né talsmaður-
inn vildu greina nánar frá hvað
hefði ekki veriö eins og átti að
vera né heldur hvenær Spielberg
var skorinn.
Kidman skiptir
um eiginmann
Enn einu sinni er Nicole Kid-
man komin fram á ystu nöf,
kvikmyndaunnendum og eigin-
manni sínum, Tom Cruise, til
óblandinnar ánægju. Núna hefur
Nicole tekið að sér aöalhlutverk-
ið í erótískum trylli undir leik-
stjórn þeirrar ágætu konu Jane
Campion. í myndinni, sem heitir
In the Cut, segir frá eiginmanna-
skiptum og afleiðingum þeirra.
Nicole og Tom léku sem kunn-
ugt er saman í erótísku mynd-
inni Gallokuðum augum eftir
Kubrick. í tengslum við sýningu
þeirrar myndar játaði Nicole á
sig alls kyns kynferðislega hug-
aróra, svo sem lostafengnar hug-
renningar í garð annarra karla
en Toms.
Sviðsljós
Bruce Willis
hugsar daglega
um dauðann
Kvikmyndaleikarinn Bruce
Willis hefur bæði leikið morð-
ingja og fómarlömb þeirra á
hvíta tjaldinu. Sjálfur kveðst
hann hugsa um dauðann á hverj-
um degi.
„Ég misst vini mína i slysum.
Það hefur orðið til þess að ég hef
farið að hugsa um að áður en
maður veit af getur lífxnu verið
lokið,“ sagði kvikmyndaleikar-
inn nýlega í viðtali. Hann kveðst
oft spyrja sig aö því hvort hann
lifi lífinu til fulls og hvort hann
njóti þess. „Þetta er nefnilega
ekki æfing. Þetta er eina lífið
sem ég hef,“ tók leikarinn fram
íhugull.
Ellen og Sharon
Stone par í
sjónvarpsmynd
Ellen DeGeneres fékk
draumahlutverkið sitt. Hún
verður ástkona Sharon Stone í
sjónvarpsmyndinni If these
walls could talk. DeGeneres
segir að hún hefði ekki getað
fengið hlutverkið á hentugri
tíma. Sjónvarpsmyndaflokkur,
sem hún lék í, hefur nefnilega
verið lagður niður.
„Ég var svolítiö döpur eftir að
þáttaröðin var lögö niður. Allt i
einu var ég komin með nýja
vinnu þar sem ég fékk að skríða
undir sæng með sjálfri Sharon
Stone. Vinkona Ellen, Anne
Heche, varð ekkert afbrýðisöm.
Karl og Vilhjálmur deila um afmælisveislu:
Elísabet drottning
reynir málamiðlun
Nú lítur út fyrir að Elísabet Eng-
landsdrottning ætli að reyna að
miðla málum í deilu Vilhjálms
prins og Karls foður hans um hvar
eigi að halda upp á 18 ára afmæli
prinsins.
Vilhjálmur vill halda afmælis-
veislu á diskóteki í London. Það
hefur Karl Bretaprins harðlega
bannað, að því er breska blaðið
Sunday Times greinir frá. Karl hef-
ur í staðinn boðið syni sínum að
halda veislu fyrir alla vinina á
Highgrove-sveitarsetrinu.
Amma prinsins, Elísabet drottn-
ing, hefur reynt að flnna lausn sem
báðir geta sætt sig við. Hún hefur
boðist til að halda veislu fyrir Vil-
hjálm í Windsor-kastala.
Hefur drottningin lagt til að eldra
Vilhjálmur prins vill halda upp á
afmæli sitt á diskóteki.
fólkið dragi sig í hlé að loknum
kvöldverðinum svo að Vilhjálmur
prins og jafnaldrar hans geti
skemmt sér ærlega í friði.
Karl hefur haft áhyggjur af fé-
lagsskap sonarins og þess vegna er
hann tregur til að leyfa veisluhald
á diskóteki í London. Komið hefur
í ljós að margir vina Vilhjálms,
sem eru svolítið eldri en hann, hafa
neytt fíkniefna. Meðal þeirra er
Tom Parker Bowles, sonur
Camillu, ástkonu Karls. Fyrir
nokkrum vikum stöðvaði lögregla
bíl frænda og vinar Vilhjálms,
Nicholas Knatchbulls. Allir farþeg-
ar hans í bílnum voru með fíkni-
efni á sér. Karl vill ekki að kon-
ungsfjölskyldan tengist fíkniefna-
hneyksli.
Leo mætti of seint
á frumsýningu
nýju myndarinar
Litlu mátti muna að hjartaknús-
arinn Leonardo DiCaprio missti af
frumsýningu nýjustu myndarinnar
sinnar, Strandarinnar, vestur í Los
Angeles. Leikarinn sat fastur í um-
ferðarteppu einhvers staðar og gat
ekki annað.
Forráðamenn kvikmyndafyrirtæk-
isins vildu halda
fyrirfram ákveðn-
um sýningartíma,
hvort sem stjaman
var mætt á staðinn
eður ei. Blaðafúil-
trúi leikarans var
sem betur fer á
staönum og hótaði
forstjórunum að
Leo myndi bara alls ekki mæta ef
sýningin hæfist án hans. Blaðafull-
trúinn vann. Leo mætti og allir voru
ánægðir, einkum þó Leo sjálfur því í
partíinu á eftir var hann umkringd-
ur fongulegum stúlkum úr kvenna-
búri Playboy-kóngsins.
Danadrottning
gefur ofurhugum
síðar nærbuxur
Margrét Þórhildur Danadrottning
kom dönskum ofurhugum, sem ætla
í langa hundasleðaferð yfir norðan-
verðan Grænlandasjökul næstu vik-
umar, mjög á óvart um daginn þeg-
ar hún gaf hverjum þeirra síðar ull-
amærbuxur áður en þeir héldu til
Grænlands. Friðrik ríkisarfi, sonur
Margrétar Þórhildar og hins
franska Hinriks drottningarmanns,
er sem kunnugt er í hópi ofurhug-
anna. Piltamir voru aö vonum glað-
ir því fimbulkuldi er á ferðaslóðum
þeirra, eða 30 til 40 stiga frost. Búið
er að reyna nærbuxurnar og stóðust
þær prófið með sóma.
Tískusýningarnar halda áfram af fullum krafti í New York. Þessi satín- og
blúndukjóll er úr smiðju hins fræga Badgleys Mischka og vakti lukku.
•C
K
vefur á vísir.is
allt sem þú þarft að vita
- og miklu meira til
ar
'f