Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 32
_ ISUZU
Trooper
159 hestöfl
Sjálfskiptur
FR ÉTTAS KOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Knattspyrnudómari landsins í dómarastúkuna:
. Meðdómandi
í sakamáli
- markvöröur ÍBV ákærður fyrir líkamsárás í leik
Guðmundur Haraldsson, fyrrum
milliríkjadómari í knattspymu, hef-
ur verið skipaður meðdómandi í
sakamáli ákæruvaldsins gegn leik-
manni ÍBV sem haldið er fyrir Hér-
aðsdómi Reykjaness.
Dómsformaður er Finnbogi Alex-
anderson héraðsdómari en hinn
meðdómandinn er Jónas Jóhanns-
son héraðsdómari.
Svo viil til að Guðmundur Har-
aldsson er ekki allveg ókunnur
dómsölum landsins því hann hefur
um árabil starfað sem dómvörður
við Héraðsdóm Reykjavíkur. Það er
hins vegar ekki ástæðan fyrir því að
hann er skipaður meðdómandi í
knattspyrnusakamálinu því óum-
deilt þykir að fáir, ef nokkrir, teljist
, .^.heppilegri sérfræðingar á sviði
knattspyrnudómgæslu en Guð-
mundur.
Sakamálið, sem teljast verður
með þeim óvenjulegri hér á landi,
hefur þegar verið þingfest í Héraðs-
dómi Reykjaness. Þar er ma> i.verði
í knattspymuliðiði ÍBV, Gutiuari B.
•bm.
Nýtt spítalanafn:
Þúsundir
brjóta heilann
„Hér eru auglýsingar upp um
alla veggi þar sem starfsfólk er
beðið um að brjóta heilann um
nýtt nafn á stóru sjukrahúsin tvö
ef og þegar þau verða sameinuð,"
sagði ritari framkvæmdastjóra
Sjúkrahúss Reykjavíkur í morgun.
Að sögn ritarans hafa tilmælin
einnig verið send starfsmönnum í
tölvupósti. Ljóst er að mörg þús-
und heilbrigðisstarfsmenn leggja
nú höfuðið í bleyti i leit að nýju
nafni því aðeins starfsmenn
Sjúkrahúss Reykjavíkur eru 1800
talsins. -EIR
Sjö kettir
Alls hafa verið veiddir tólf tlæk-
ingskettir í miðbæ Reykjavíkur frá
því á mánudagskvöld. Samkvæmt
skilgreiningu átaks Reykjavikurborg-
ar eru flækings-kettir þeir sem eru ut-
andyra meðan á átakinu stendur.
Meirihluti kattanna beit á agnið á
sömu lóðinni í miðbænum. -hól
Gummi Haralds dómvörður, eins og
hann er gjarnan kallaður, fer á næst-
unni upp í dómarastúkuna í Héraðs-
dómi Reykjaness í sakamáli sem
ákæruvaldið höfðar gegn leikmanni
ÍBV sem beinbraut leikmann HK í
knattspyrnuleik.
Runólfssyni, 19 ára, gefin að sök
stórfelld líkamsárás með því að fót-
brjóta andstæðing sinn úr HK í
Kópavogi í leik á íslandsmótinu
innanhúss í íþróttahúsinu Digra-
nesi í upphafi árs 1999. Gunnar hélt
nýlega fram sakleysi sinu við þing-
festingu málsins fyrir dómi - þ.e. að
þama hafi verið um slys að ræða -
alls ekki ásetningsofbeldi.
Þegar aðalmeðferð fer fram í mál-
inu munu m.a. liggja fyrir gögn frá
KSÍ auk þess sem þolandinn í mál-
inu, Villy Þór Ólafsson, 19 ára leik-
maður HK, mun mæta, auk fleiri
vitna að þessu atviki. Fótleggur
hans þverbrotnaði við sköflung þeg-
ar Gunnar „tæklaði" hann eins og
kemur fram í ákæruskjali. Villy fer
fram á 1.099.944 krónur í skaðabæt-
ur af hálfu Gunnars.
Telja má að um einsdæmi sé að
ræða í réttarsölum landsins að
íþróttafólk svari til saka og greiði
háar fjárbætur fyfir að hafa gert lík-
amlega á hlut andstæðinga sinna.
-Ótt
Skipstjóri á Norðurlandi:
Dæmdur fýrir að
afskrá ekki háseta
DV, Akureyri:
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt skipstjóra á fiskiskipi í
fjársekt fyrir að hafa ekki afskráð tvo
háseta seint á síðasta ári en menn-
irnir voru hvorugur um borð í skip-
inu þegar það hélt til veiða í október.
Fyrir dómi var þess krafist að
skipstjórinn yrði dæmdur til refsing-
ar en skipstjórinn hafði neitað boði
ákæruvaldsins um að ljúka málinu
með sektargreiðslu. Hann kvaðst'
hafa tilkynnt útgerðarmanni skips-
ins eða fuiltrúa hans að mennirnir
tveir færu af skipinu en útgerðinni
hefði láðst að tilkynna það til lög-
skráningarstjóra.
í réttarhaldinu kom fram aö það
væri skylda skipstjóra að sjá um að
lögskrá og afskrá menn á skip þeirra
og skipstjórinn hefði í þessu tilfelli
ekki uppfyllt þá skyldu sína. Við upp-
kvaðningu dómsins var tekið tillit til
þess að skipstjórinn hafði ekki áður
gerst sekur um refsiverða háttsemi,
og var hann dæmdur í 10 þúsund
króna sektargreiðslu til ríkissjóðs og
til alls sakarkostnaðar. -gk
Hnífakona
rændi verslun
Ung kona vopnuð hnífi ógnaði
afgreiðslustúlku í versluninni
Kjalfelli við Gnoðarvog í gær-
kvöld og hafði á brott með sér
5-6 þúsund krónur. Konan gerði
ekkert til að skýla andliti sínu.
Er hennar nú leitað: -gk
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000
Mannlífið í Reykjavík. íbúar Reykjavíkur hafa eflaust ekki farið varhluta af
framkvæmdum sem staðið hafa yfir í Austurstræti. Maðurinn sem gengur í
rólegheitum undir vinnupöllunum veit kannski ekkert af mönnunum sem eru
aö spjalla saman í rólegheitum fyrir ofan hann. DV-mynd Hilmar Þór
Veðrið á morgun:
Léttir til á
Austurlandi
Á morgun verður suðvestanátt,
8-13 m/s og víða él en 10-15 m/s
á annesjum norðanlands og léttir
smám saman til á Austurlandi.
Frost 0 til 5 stig.
Veðrið í dag er á bls. 37.
L J Ó S A
P E R U R
SYLVANIA
Hefur þú prófað
115 g alwöru hamborgara?
Bæjarlind 18 - 200 Kopavogi
sími 564 2100
Netfang: midjan@mmedia.is