Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 7 DV Fréttir Ný forsíða Vísis.is opnuð: Nýtt anddyri ís- lenska Netsins - aögangur að undirveQum bættur í dag kynnir netmiðillinn Vis- ir.is nýtt útlit, en verulegar breyt- ingar hafa verið gerðar á þessu vinsælasta vefsvæði landsins. Helsta breytingin er sú að nú er forsíðan stærri en einn skjár og því mun meira pláss fyrir efni af ýmsu tagi á forsíðunni. Þar verða nú mun fleiri fréttir, bæði á frétta- vef Vísis.is og einnig á hinum fjöl- mörgu undirvefjum hans. En það verður fleira en fréttir á forsíðunni, því afþreyingarefni af ýmsu tagi og netverslun verður jafnframt gert hátt undir höfði. Þar verður einnig aðgangur að Fripósti Vísis.is og íslenska leitarsiðan Leit.is mun skipa þar veglegan sess. Með þessum miklu breyting- um á stærstu netgátt landsins má því segja að búið sé að koma upp nýju anddyri að íslenska Netinu. Stórbætt leiðakerfi En það er ekki bara útlitið og fjölbreytnin sem breytast, því allt leiðakeríi Visis.is hefur verið stór- ! A V»W<I« sjí |X'»»1 A ■&■**»itw+1*4 Itvirdi Landsbankam Ö»gord>i> t«ikur vjd umbodi TMU hitö'v.' Wm milliardar Hám&tttc-tanfesgítiaDMmtx. t kttau >Un YaLw-takion-Oalacftd Kauptu miða Ný forsíða og leiðakerfi Vísis.is gera notendum auðveldara að ferðast um vinsælasta netmiðil landsins. Eiríkur Hjálmarsson, ritstjóri Vísis.is: Tryggjum stöðu okkar „Fólk er í síauknu mæli að treysta á einstaka netmiðla til að vísa sér veginn um Intemetið en gerir jafnframt auknar kröfur til slíkra miðla. Það er okkar hlutverk á Vísi.is að verða við þessum kröfum en þær kalla einmitt á breytingar á vefnum hjá okkur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, ritstjóri Vísis.is, þegar hann er spurður út i þær breytingar á netmiðlinum sem eiga sér stað í dag. „I útlöndum sjáum við stóru netsvæðin verða sí- fellt stærri. Ekki bara með aukinni netnotkun, heldur líka á kostnað þeirra sem ekki hafa náð sér á strik í samkeppninni. Með þeim breytingum sem við erum að gera á Vísi.is núna, erum við að leit- ast við að tryggja stöðu okkar sem leiðtogar á is- lenska hluta Netsins. í raun efast ég ekki um að notendur Vísis.is kunni vel að meta þessar breyt- ingar og við höldum þeirri tryggð sem niðurstöður óháðra kannana bera með sér að notendur Netsins sýni okkur,“ segir Eiríkur. -KJA Eiríkur Hjálmarsson, ritstjóri Vísis.is, segir að breyting- arnar á netmiölinum eigi sér staö í kjölfar aukinna krafa almennings til netmiöla í dag. bætt og aðgangur aukinn að öllum undirvefjum Vísis.is. Sama leiða- kerfi og er nú komið á forsíðuna verður á öllum undirvefjum Vís- is.is og því verður mun auðveldara að ferðast um netmiðilinn en áður. Þar með verður breidd netmiðils- ins mun sýnilegri og almenningi gert auðveldara að nýta sér kosti hans til fullnustu. Jafnframt hefur verslunarpláss á Visi.is verið aukið til muna. Net- verslun hefur vaxið mjög mikið á síðustu mánuðum og sexfaldaðist t.d. á Vísi.is á síðasta ári. Það er því ljóst að sifellt fleiri eru að átta sig á möguleikum netverslunar og mikilvægt fyrir netmiðla eins og Vísi.is að gera hana sem þægileg- asta og aðgengilegasta. Vísir í GSM Jafnframt þessari breytingu hef- ur Vísir.is síðan í nóvember verið í fararbroddi hinnar geysihröðu þróunar sem nú á sér stað hvað varðar samgang Netsins og GSM- síma. Þá hóf miðillinn VIT-þjón- ustu sína í samvinnu við Landssímann, sem þúsundir ís- lendinga hafa nýtt sér, og nú hefur WAP-þjónustu verið bætt við. Þeir sem eiga til þess tæki og tól geta því ávallt í framtíðinni treyst á að vera í sam- bandi við vinsælasta og öflugasta netmiðil landsins hvar sem þeir staddir. -KJA WAP-sími frá Nokia. Nýr leikur á Vísi: Leitaðu fanga í tilefni af nýju og stórbættu útliti og leiðakerfi á Vísi.is er nýjum verðlaunaleik hleypt af stokkunum á netmiðlinum. Leik- urinn gengur undir nafninu „Leitaðu fanga“ og er honum ætlað að kynna breytingarnar fyrir notendum Vísis.is. Hann gengur út á að notendur Vísis.is leita að föngum sem fela sig inni á hinum fjölmörgu undirvefjum miðilsins. Einn fangi felur sig á Vísi.is á hverjum degi, en leikur- inn stendur yfir í tíu daga. Þeir sem vilja taka þátt í að leita fangans - smella á borða á forsíðu Visis.is þar sem þeir fá vísbendingar um á hvaða undir- vef Vísis.is fangann sé að finna hverju sinni. Síðan er verkefni þeirra að flnna vefmn og leita þar að fanganum. Þegar fanginn er fundinn þarf að smella á hann og þá er hægt að skrá nafn hins fundvísa vísisnotanda. Þar með er hann kominn í pott þeirra sem eiga möguleika á veglegum vinningum. Þeir eru hundrað talsins og er nánari upplýsingar að fá um þá á Vísi.is. staðgreiðslu- og greiðslukorta- ofsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur a\W mil/i himi! 'ns. Smáauglýsingar \í 550 5000 RAUTT LJOS þýðlr að stöðva skull ökutækl skilyrðislaust. MUNUMeFTIB LÖGGÆSLU- MYNDAVÉLUNUM r Hún hefst á morgun, okkar árlega flísalagerútsala. Opið til klukkan tfu fyrsta kvöldið. Athugið, takmarkað magn. GOLFEFNABUÐIN traust undirstaða fjölskyldunnar Borgartúni 33,108 Reykjavík, s. 561 7800. Laufásgötu 9, 600 Akureyri, s. 461 4910.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.