Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 9 Forsætisráðherra Lettlands: Nafngreindur við rann- sókn á barnaníðingum Forsætisráðherra Lettlands, Andris Skele, og aðrir háttsettir embættismenn hafa verið nafn- greindir við yfirheyrslur í Riga vegna máls bamaníðinga sem skek- ur landið. Þingið í Lettlandi skipaði í októ- ber síðastliðnum nefiid sem rann- saka á smáatriði í tengslum við rannsókn saksóknara á hring bamaníðinga sem talið er að jafnvel 600 manns geti tengst, þar á meðal háttsettir embættismenn. Yfirmað- ur þingnefiidarinnar er stjómarand- stæðingurinn Janis Adamsons. Hann sagði á þingi í gær að vitni hefðu nefnt nafn forsætisráðherr- ans. Valdis Birkavs dómsmálaráð- herra og Andrejs Sonciks ríkisskatt- stjóri hefðu einnig verið nefndir á nafn. Þingmaðmrinn Dzintars Raznac sagði við AFP fréttastofuna að Ad- amsons hefði ekki sagt að fyrr- greindir embættismenn tengdust bamaníðingahneykslinu heldur að þeir gætu verið tengdir því. Andris Skele forsætisráðherra sagði að Adamsons væri að reyna að framreiða gamla upphitaða súpu. Þetta væri undirbúin og úthugsuð pólitísk ögrun. Flokkur Skele hefur áður sakað þingnefndina um að reyna að bola forsætisráðherranum frá af pólitískum ástæðum. Valdis Birkavs dómsmálaráðherra kvaðst ætla að hefja hungurverkfall og ekki hætta þvi fyrr en nafh hans hefði verið hreinsað. Það var í fyrrasumar sem lögregl- an í Lettlandi upprætti hring bama- niðinga. Lettneskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hluti bamanna hafi verið neyddur til vændis og Andris Skele, forsætisráðherra Lettlands, segir formann rannsóknarnefnd- þau hafi sagt að háttsettir embættis- arinnar framreiða gamla upphitaða súpu. Símamynd Reuter menn hafi misnotað þau. _________________Útlönd Fölsuðu skýrsl- ur um öryggi í kjarnorkuveri Öryggisskýrslur i kjamorku- verinu i Sellafield á Englandi voru falsaðar kerfisbundið og stjórnendur stöðvarinnar voru starfi sínu ekki vaxnir. Þetta kemur fram í ijörutíu síðna skýrslu sem eftirlitsstofhun með kjamorkuverum í Bretlandi sendir frá sér í dag, að því er fram kemur á vefsíðu BBC. Hneykslið snýst um öryggismál í nýrri verksmiðju í kjarnorku- verinu þar sem framleiddar eru eldsneytisstangir úr úrani og oxíðblönduðu plútoni. Fylgiskjöl með sendingu til Japans reyndust vera fölsuð og varð það kveikjan að rannsóknixmi. Fréttamenn BBC hafa heimild- ir fyrir þvi að stjórnendur fyrir- tækisins sem á og rekur Sellafield muni játa að sumar gæðaskýrslur hafi verið vísvitandi falsaðar. Þá mun fyrirtækið einnig gangast við því að stjómendur og eftirlits- menn hafi ekki tekið eftir mis- ræmi og að eftirlit hafi yfirleitt verið ófullnægjandi. Fimm starfsmenn hafa þegar verið reknir vegna hneykslisins en yfirstjómendur sitja áfram. Hæsta einkunn Renault Mégane fékk hæstu einkunn allra bíla í sínum flokki í Euro NCAP árekstrarprófínu. Grjótliáls 1 Síini 575 1200 Söludeild 575 1220 Mégane Classic kostar frá 1.398.000 kr. Renault Mégane er í sérflokki þegar kemur að öryggi. Classic státar m.a. 4 loftpúðum og SRP samþættu öryggiskerfi, hátæknibúnaði sem veitir meiri vemd á broti úr sekúndu. Við árekstur strekkist á sætisbeltum og loftpúðar skjótast fram. Um leið læsist beltið en gefur ögn mjúklega eftir um leið til að fyrirbvggja meiðsl. Hafðu örvggið í lagi. Komdu og prófaðu Classic. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.