Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 33 Myndasögur Fréttir ^ Ég skal bera þetta vatn fyrír þig, Mútta! y Og svo skal ég .safna víði og kveikja eld og gefa .ís. hundinum. k Stóraukin umferð um HvaLQarðargöng: Myndavélar og hraöaskynjarar koma í göngin DV, Akranesi: í janúar sl. óku 59.189 bílar í gegnum Hvalfjarðargöng á móti 51.948 í fyrra. Aukningin er því um 14%, að sögn Gísla Gíslasonar, stjómarformanns Spalar. Aukning frá mánuðunum ágúst til desember, miðað við sömu mánuðina 1999, var þannig að í ágúst var hún 13%, sept- ember 17%, október 15%, nóvember 6% og desember 2%. Athyglisvert er að aukning varð litil í desember og því spuming hvort fólk hafi ekki sótt mikið, alla- vega ekki meira en áður, í verslan- ir til Reykjavíkur fyrir jólin. Rekstur ganganna hefur gengiö mjög vel. Þeim sem nýta sér afslátt- arkjörin hefur fjölgað verulega og eru 60% af ökumönnum sem fara um göngin með kort. Meðalgjald af bíl hefur lækkað úr um 820 kr. í rétt um 650 kr. Ágæt afkoma byggist því m.a. á aukinni umferð. Upphaflega, eða við undirritun samninga fyrir íjórum árum, var gert ráð fyrir 20 ára endurgreiðslutíma og stjórn Spalar hefur viljað miða við þann tíma i endurgreiðslu lána. Áður en til lækkunar kom á gjaldskránni stefndi í að þessi tími styttist veru- lega. „Ef umferðin eykst áfram með sama hraða má gera ráð fyrir að tíminn styttist eitthvað. Um það er hins vegar erfltt að spá einhverju fóstu þar sem ýmsar forsendur geta breyst. Nú eru eftir 16 ár sam- kvæmt fyrirliggjandi samningum. Varðandi framkvæmdir í göngun- um þá er aðallega verið að leita eft- ir tillögum og tilboðum í mynda- vélakerfi og hraðamyndavélar," sagði Gísli Gíslason, stjórnarfor- maður Spalar. -DVÓ Hús Videoleigunnar eftir brunann. Endurreisn eftir brunann í Ólafsfirði hafin: Videoleigan fékk algjöran forgang DV, Ólafsfiröi: Hjónin Jakob Agnarsson og Dag- björt Gísladóttir, sem misstu at- vinnuhúsnæði sitt í bruna í síðustu viku, hafa í hyggju að endurreisa það. Framkvæmdir hófust þegar í stað en liggja niöri þessa dagana. Búið er að rífa þakið og mest af innviðum hússins. Þau hjón höfðu þokkalegar trygg- ingar, þar á meðal rekstrartryggingu, en endurreisn hússins verður mjög dýr. 1 vikunni gerðu þau leigusamn- ing við bæjaryfirvöld um að taka á leigu félagsheimilið Tjarnarborg í fjóra mánuði til aö byrja með með hugsanlega framlengingu í huga. Fé- lagsheimilið hefur ekki verið í form- legrnn rekstri undanfarna mánuði. Það fyrsta sem þau hjónin Jakob og Dagbjört tóku sér fyrir hendur var að opna myndbandaleiguna í félags- heimilinu, en leigan er ákaflega vin- sæl meðal bæjarbúa og hefur forgang eins og gefur að skilja. -HJ Vegur yfir Vatnaheiði boðinn út í næsta mánuði: Hálfs milljarðs vegaframkvæmd DV, Borgarnesi: Veriö er aö undirbúa útboð á nýj- um vegi yflr Vatnaheiði á Snæfells- nesi að sögn Birgis Guðmundsson- ar, umdæmisstjóra Vegagerðarinn- ar í Borgarnesi. Snarpar deilur stóðu á sínum tíma um vegarstæðið, hvort leggja skyldi nýjan veg yfir Vatnaheiði eða lagfæra Kerlingar- skarðsveg. „Viö reiknum með að vegurinn fari í útboð í kringum 20. mars og erum að vinna á fullu í útboðsgögn- unum. Vegurinn er 16,4 km langur og kostnaöaráætlun hljóðar upp á 466 milljónir. Reiknað er með að verkinu ljúki haustið 2001 og þá verði vegurinn kominn á það stig að hægt verði að keyra um hann,“ sagði Birgir i samtali við blaðið. -DVÓ Blaðbera vantar í eftirtaldar götur: Austurbrún Njálsgötu Norðurbrún Grettisgötu Hverfisgata 66-100 Áhugasamir hafi samband við afgreiðslu blaðsins í síma 550 5777.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.