Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. r Abyrgð þjóðminjavarðar Lítið hefur farið fyrir Þjóðminjasafninu undanfarin misseri og að vonum. Safnið hefur verið lokað vegna löngu tímabærra húsnæðisendurbóta. Sú viðgerð tekur hins vegar of langan tíma. Nýlega var opnun safnsins frestað til ársins 2002. Það er ekki boðlegt að loka slíkri menningarstofnun, helsta minjasafni þjóðarinnar, svo árum skiptir. Á meðan geta hvorki landsmenn né erlend- ir gestir notið þess sem þar er á boðstólum. En þögnin um Þjóðminjasafnið var rofin í vikunni er Þór Magnússon þjóðminjavörður vék fjármálastjóra safnsins úr starfi vegna slæmrar fjárhagslegrar stöðu þess. Útgjöld safhsins fóru verulega fram úr áætlun. í fjár- hagsáætlun sem lögð var fram snemma á síðasta ári var gert ráð fyrir því að rekstrarkostnaður næmi 142 miUjón- um króna. Um mitt ár var fjárhagsáætlunin endurskoðuð og var rekstrakostnaður þá áætlaður um 170 milljónir króna en endaði í 202 milljónum króna. Af tölunum sést að íjármál safnsins eru verulega úr lagi gengin og yfirstjóm þess því bæði rétt og skylt að grípa til aðgerða og hefði raunar átt að gera fyrr. Eftir hinn skyndilega brottrekstur íjármálastjórans er því hins vegar enn ósvarað hvort hann hafi einn borið ábyrgð á ófremdarástandinu. Fjármálastjórinn hafði aðeins gegnt starfinu í rúmt ár. Fram hefur komið hjá þjóðminjaverði að ljóst hafi verið í nokkra mánuði hvert stefndi í fjármálum safnsins. Fiár- málaleg vandræði þess væru meðal annars til komin vegna kostnaðar við flutning safnsins vegna endurbóta á húsi safnsins á mótum Suðurgötu og Hringbrautar. Ábyrgð Þórs Magnsússonar þjóðminjavarðar er mikil. Honum, sem æðsta yfirmanni Þjóðminjasaöisins, er treyst fyrir rekstri þess. Fjármál safnsins fóm úr böndun- um og fjármálastjórinn kann að hafa gert mistök við áætl- anagerð sína og fjármálastjórn. Þór hefur þó sagt að ekk- ert sviksamlegt hafi átt sér stað. Vitneskjan um framúr- akstur Qárhagsáætlunar hefur legið fyrir um tíma án þess að sjáanlegt sé að forstjóri safhsins hafi gripið til við- eigandi ráðstafana. Ekki verður annað séð en hann hafi sofið á verðinum þótt íjármálastjórinn gjaldi þess einn. Starfsmenn Þjóðminjasafnsins hafa lýst vantrausti á þjóðminjavörð eftir brottrekstur fjármálastjórans. Á fúndi starfsmanna var samþykkt með þorra atkvæða að skora á Þór Magnússon að segja af sér. í samþykkt starfs- manna segir meðal annars að þjóðminjavörður hafi öðr- um fremur átt að vita hvert stefiidi því honum beri, sam- kvæmt stjómskipulagi safnsins, að hafa forystu um gerð fj árhagsáætlunar og bera ábyrgð á að starfsemin sé í sam- ræmi við þann ramma sem áætlanir setja. Um leið og starfsmennimir benda á ábyrgð þjóðminja- varðar nefna þeir og ábyrgð Gunnars Jóhanns Birgisson- ar, formanns Þjóðminjaráðs, sem einnig er formaður byggingamefndar safiisins, því vandinn sé meðal annars til kominn vegna kostnaðar við flutning safnsins í bráða- birgðahúsnæði. Þjóðminjaráð og þjóðminjavörður bera ábyrgð á þeirri stöðu sem Þjóðminjasafnið er komið í. Vandséð er að þessir aðilar geti kennt fiármálastjóra safrisins, undir- manni sínum, einum um. Þar virðist bakari hengdur fyr- ir smið, einum fómað en stjómendurnir sitja, þótt ábyrgð þeirra sé mest. Það er vond staða fyrir Þór Magnússon þjóðminjavörð að sitja áfram, rúinn trausti flestra starfsmanna sinna. Það er hans að axla ábyrgðina á því hvernig komið er. Jónas Haraldsson Þaö hefur okkur mörgum veriö raun aö horfa upp á hvernig staöið hefur veriö aö málefnum öryrkja og um það er fjallaö i greininni. - Fatlaöir á þingpöllum viö umræður um réttindamál öryrkja. Mannréttindi - úrskurðar Hæstaréttar beðið skapar að vissum skilyrðum upp- fyiltum. Umrædd- um dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og því bíða nú allir þeir sem niður- staða dómsins snertir með einum eða öðrum hætti milli vonar og ótta eftir dómsorði hans. Heggur sá er hlífa skyldi Það hefur okkur mörgum verið sár raun að horfa upp á hvemig öryrkj- „Flestu fólki má vera Ijóst að berí þá ógæfu að hóndum að maki fatlist þurfa bjón hvað mest á stuðningi hvort annars að halda. Ákvæði sem þetta er því síst til þess fallið að styrkja fólk til þess að takast sameigin• lega á við óblíð örlög.“ Kjallarinn Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður Nú um hátíðarnar féll i Héraðsdómi Reykjavík- ur dómur sem ég tel að marki ef til vill tímamót í baráttu Öryrkjabanda- lags íslands fyrir réttind- um umbjóðenda sinna. Því miður hefur mér fundist að umræddur dómur hafi engan veginn fengið þá umfjöllun í fjöl- miðlum sem ástæða væri til. Þessi dómur, sem var ítrekaður með reglugerð árið 1995, gjörbreytir, verði hann staðfestur af Hæstarétti, stöðu þeirra sem hafa á undanfómum árum sætt mannréttinda- skerðingu sem byggð hef- ur verið á nefndum lög- um frá árinu 1995. Milli vonar og ótta Einn dómara málsins, Auður Þorbergsdóttir, skilaði að vísu séráliti og var ósammála meirihlut- anum þar sem hún taldi að sú ákvörðun að flytja lögbundinn rétt öryrkja til aðstoðar yfir á herðar maka og frá opinberum aðilum brot ákvæði stjórnarskrár um jafn- rétti og jafnframt væri slíkt brot á stjórnarskrárvernduð- um rétti til aðstoöar vegna örorku. Auk þess væru það almenn mann- réttindi að geta stofnað til hjú- ar hafa verið niðurlægðir og þeim í raun verið meinaður hjúskapur vegna þessarar óréttlátu skerðing- ar og í allmörgum tilvikum veit ég til þess að hjúskaparslit hafa orðið vegna þess að fjölskyldan hefur mátt sæta svo mikilli skerðingu tekna að þær hafa ekki lengur nægt til framfærslu hennar. Við hátíðleg tækifæri er ýmsum silki- húfum þjóðfélagsins tamt að hafa uppi hátíðlegar orðræður um að hjónabandið sé hornsteinn þjóðfé- lagsins. Þvi má segja að hér höggvi sá er hlífa skyldi þegar lög- gjafinn setur í lög ákvæði sem flyt- ur lögbundinn rétt öryrkja til að- stoðar á herðar maka hins fatlaða. Mannúölegra þjóðfélag Flestu fólki má vera ljóst að beri þá ógæfu að höndum að maki fatlist þurfa hjón hvað mest á stuðningi hvort annars að halda. Ákvæði sem þetta er því sist til þess faflið að styrkja fólk til þess að takast sameiginlega á við óblíð örlög. Það er með öðrum orðum heimskulegt ákvæði. Það er von mín að dómur Hæstaréttar staðfesti héraðs- dóm í þessu máli. Við þyrft- um að vísu að slíkum dómi gengnum að bera kinnroða fyrir rikisstjórn sem ber væri að því að níðast á þeim sem síst skyld. En hann yrði þó líka til þess að gera, þótt í litlu sé, þjóðfélag okkar mannúðlegra. Og er það ekki það sem við öll viljum? Sigríður Jóhannesdóttir Skoðanir annarra Ríkið verði skuldlaust „Ríkið á að ganga fram fyrir skjöldu með góðu for- dæmi og draga úr umsvifum sínum. Ríkið á enn- fremur að greiða upp að fuflu þær skuldir sem það hefur stofnað til á undanfömum árum og áratugum og losna þannig undan mifljarða vaxtagreiðslum ár- lega. í stað þess að veðsetja tekjur komandi kyn- slóða. Með því að framkvæma þessar einíöldu að- gerðir verður íslenska ríkið orðið skuldlaust undir lok yfirstandandi kjörtímabils. Á sama tima telja ungir sjálfstæðismenn að með því sé styrkum stoð- um skotið undir áframhaldandi hagsæld á íslandi." Sigurður Kári Kristjánsson, form. SUS, í Mbl.-grein 17. febrúar. Hraðlest til Keflavíkur „Ef lestarspor væru lögð samhliða breikkun Reykjanesbrautarinnar ætti umtalsverður spamað- ur að nást þar sem tækjakostur og mannskapur væri samnýttur við báðar þessar framkvæmdir, jafnvel þótt skilið væri á mflli í endurfjármögnun fram- kvæmdanna, þ.e.a.s. vegatollur fyrir Reykjanes- brautina og lestargjöld fyrir lestina, en miðað við stóraukinn ferðamannafjölda bæði innanlands og sérstaklega til og frá landinu væri yflrgnæfandi möguleiki á því að lestarframkvæmdin ein og sér gæti endurfjármagnað báðar þessar framkvæmdir þannig að vegatolla væri ekki þörf fyrir breikkun Reykjanesbrautarinnar. “ Bragi Þór Bragason í Mbl.-grein 16. febrúar. Heimsmet í firringu „íslenska þjóðin er fámenn og því ætti firringin sem einkennir stórþjóðir ekki að vera mikil hér. Við stefnum þó í átt til þess að verða heimsmethafar i firringu miðað við höfðatölu ef svo fer sem horfir. Firringin einkennist af því að peningalegir hags- munir eru settir ofar réttlæti og mannlegri reisn. Þannig má benda á erfiðleika öryrkja við að ná því fram að þeim verði veitt mannsæmandi kjör. Þannig má benda á hvemig stjómvöld gáfu hópi manna sameign þjóðarinnar. Þannig má benda á framsal þjóðarinnar í miðlægan gagnagmnn á heilbrigðis- sviði að henni forspurðri. Þannig má benda á sið- ferðislega línudansleiki yflrmanna í verðbréfafyrir- tækjum.“ Sigtryggur Magnason í 2. tbl. Stúdentablaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.