Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Qupperneq 20
24 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 Kukoc til 7 Leeds blórabögglar - David O'Leary mjög ósáttur David O'Leary, knattspymustjóri Leeds, er ekki sáttur við að Leeds, Tottenham, Chelsea og Wimbledon séu ákærð fyrir ósæmilega hegðun á meðan Manchester United sleppi ávailt við áminningar, sama hvemig leikmenn hegða sér. „Þessi fjögur lið em blórabögglar fyrir atvikið sem gerðist í leik Manchester United og Middlesbrough þegar leikmenn United gerðu aðsúg að dómaranum. Eitthvað varð að gera og því hengdu þeir bakara fyrir smið,“ sagði David O'Leary og vísaði til ákærunnar á hendur félögunum fjórum. -ÓHÞ - í skiptum milli þriggja liöa NBA-DEILDIN Cleveland-Denver........119-101 Murray 24, Person 24, Boykins 22 - McDyess 19, Clark 19, Gatling 14. Milwaukee-Indiana.........90-92 Cassell 23, Robinson 22, Allen 18 - Miller 23, Rose 20, Croshere 16. Chicago-Miami.............83-76 Brand 26, Hawkins 20, Carr 18 - Mouming 15, Haniaway 14, Mashbum 12 DaUas-Detroit............106-97 Nowitzki 22, Ceballos 21, Finley 21 - Stackhouse 22, Hill 20, Hunter 16. Utah-Sacramento.........119-108 Malone 30, Homacek 22, Stockton 22 - Webber 22, Williamson 22. Toni Kukoc fagnaði oft með Chicago Bulls á sínum tíma en nú hefur þessum 31 árs Króata verið skipt til Phildelphia 76ers. Reuters Króatinn Toni Kukoc, sem leikið hefur með Chicago Bulls, hefur gengið til liðs við PhUadelphia 76ers í NBA- deildinni i körfubolta. í stað- inn sendi PhUadelphia 76ers Larry Hughes og BUly Owens tU Golden State Warriors og Chicago BuUs fengu John Starks, Bmce Bowen og val- rétt frá Golden State Warri- ors. Kukoc styrkir lið Phila- delphia mikið en hann er síð- asti lykilmaður meistaraliðs Chicago til að yfirgefa BuUs. Kukoc, sem er 31 árs, hefur skorað 18 stig og tekið 5,4 frá- köst að meðaltali í sínum 24 leikjum en hann er ekki að fá eins góða hjálp og mikinn tíma og þegar hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen og hefur þannig aldrei hitt verr fyrir utan 3ja stiga línuna eða aðeins 23%. Líklegt er að Tony Kukoc spUi sinn fyrsta leik gegn Cleveland á fostudag og sögu- sagnir segja að hann byrji inn á í stöðu lítUs framherja. Philadelphia hefúr fengið góðan liðstyrk í Kukoc en Hughes varð aftur á móti sá þriðji af síðustu fjórum leik- mönnum sem 76ers hefur valið í fyrstu umferð en burtu. dvsport@ff.is NBA-deMin í körfubolta: Vandræðagemlingurinn Paul Gascoigne toppar fyrri vitleysur: Sinnar gæfusmiöur - hefur gert sóun á hæfileikum aö listgrein Paul Gascoigne er sennilega einn hæfileikarikasti knatt- spymumaður sem komið hef- ur fram á Englandi undan- farna áratugi. Vagga knatt- spymunnar hefúr frekar verið þekkt fyrir að geta af sér harð- jaxla sem tækluðu sig í gegn- um það sem fyrir var heldur en leikna og útsjónarsama leikmenn. Þess vegna var Gascoigne svona sérstakur þegar hann kom fram á sjónar- sviðið á miðjum 9. áratugnum. Frábær tækni, snilldarsend- ingar og leikgleði opnuðu augu knattspymuáhugamanna um allan heim fyrir þessum eilítið þybbna en síbrosandi leik- manni. Hann hóf feril sinn hjá Newcastle og spilaði þar með Chris Waddle og Peter Beards- ley. Árið 1988 flutti hann sig um set og fór til Tottenham og spilaði hreint stórkostlega. Skein skærast á Ítalíu Hápunktur ferilsins kom svo árið 1990 þegar England spilaði í heimsmeistarakeppn- inni á ítaliu. Þar var hann að- aldriffjöðrin í sterku liði Eng- lendinga sem komust í undan- úrslit þar sem þeir töpuðu gegn Þjóðverjum. í þessum leik fékk Gascoigne sitt annað spjald i keppninni og hefði ver- ið f banni ef Englendingar hefðu komist í úrslitaleikinn. „Gazza“ brast í grát þegar hann fékk spjaldið og liggur við að segja að hann hafi verið sigrenjandi síðan. Sparkaöi sjálfum sér út af En orðstír hans sem knatt- spymmanns jókst stöðugt og þegar hann ásamt Gary Lineker kom Tottenham í bik- arúrslitaleikinn 1991 voru væntingamar miklar. En í þeim leik gerðist atvik sem átti eftir að hafa alvarlegar af- leiðingar í fór með sér fyrir Gascoigne. Hann braut illa á Gary Charles, leikmanni Nott- ingham Forest, með þeim af- leiðingum að hann sjálfur sleit allt sem hægt var að slíta í öðm hnénu. Hann var lengi að jafna sig, fitnaði töluvert og var vel virkur í skemmtanalíf- inu. Áður en hann meiddist var Lazio á Ítalíu búið að kaupa hann og þegar hann hafði náð sér af meiðslunum hélt hann til Ítalíu í von um að koma ferlinum á réttan kjöl á ný. Dvöl hans á Ítalíu ein- kenndist hins vegar að mestu leyti af meiðslum, útistöðum við fréttamenn og óhóflegri drykkju og náði hann sér aldrei á strik þar. Sukk og svínarí Árið 1995 bjargaði Glasgow Rangers honum frá Ítalíu. Hann kunni vel viö sig í Skotlandi, spilaði vel, enda andstæðingamir kannski ekki upp á marga fiska, og virtist vera á grænni grein. Hann spOaði frábærlega i EM i Englandi árið 1996 og skoraði meðal annars snilldarmark gegn Skotum. Kæröur fyrir ofbeldi En vandræðin vora ekki að baki. Hann ögraði stuðnings- mönnum Celtic með leikræn- um tilburðum og til að bæta gráu ofan á svart kærði eigin- kona hans hann fyrir ofbeldi Hann var tíður gestur á öldur húsum og fastagestur á forsið um slúðurblaða i Englandi Rangers fékk nóg af uppátækj um hans og seldi hann til Middlesbrough. Gascoigne varð fyrir miklu áfalli þegar hann var ekki valinn í lands- liðshóp Englands fyrir HM í Frakklandi 1998 en Glenn Hoddle ákvað að geyma hann heima vegna drykkju- og hegð- unarvandamála. Handleggsbraut sig Nú hefur hann hins vegar toppað alla fyrri vitleysu á ferlinum. í leik gegn Aston Villa á mánudaginn sló hann til George Boateng, leikmanns Aston Villa, með þeim afleið- ingum að hann handleggs- brotnaði sjálfur. Það var ekki fógur sjón að sjá hann liggja á vellinum hágrátandi eins og lítill krakki. Daginn eftir var tilkynnt að enska knattspymu- sambandið hygðist kæra hann fyrir að hafa slegið til Boa- tengs. Forráðamenn Middles- brough vilja losna við Gascoigne og hafa í hyggju að segja upp samningi sínum við hann vegna ódugnaðar hans á knattspymuvellinum. Það hef- ur ekki verið gæfulegt fyrir karlkvölina að sitja heima handleggsbrotinn, með kæru hangandi yfir höfði sér, vit- andi það að vinnuveitandinn hefði engan áhuga á frekara samstarfl. Það er því ekki að furða að Gascoigne hafi driflð sig til Bandaríkjanna I frí vit- andi það að enskir fréttamenn myndu ekki láta hann í friði. Líklegt þykir að dagar Gascoigne sem knattspymu- manns í Englandi séu taldir en hann gæti þá reynt fyrir sér annars staðar og vitað er að bandaríska liðið Miami Fusion hefur áhuga á að fá hann. Engin mannvitsbrekka Gascoigne er holdi klætt dæmi um hvemig einstakling- ur, sem er kannski engin mannvitsbrekka, missir stjóm á lífi sínu vegna þeirrar pressu og þess áreitis sem atvinnu- knattspymumenn í fremstu röð verða að búa við. Það má á vissan hátt segja að „Gazza" sé fómarlamb eigin hæfileika en hann getur þó eingöngu sjálf- um sér um kennt. -ÓHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.