Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 Fréttir Framkvæmdastjóri Isfugls rekinn: Mannfórnir í fuglasláturhúsi - nýbakaður stjórnarformaður kannast ekki við neitt Guöni Jónsson, framkvæmda- stjóri kjúklingasláturhússins ís- fugls ehf. frá því í september siö- astliðnum, hefur verið rekinn frá fyrirtækinu. í byrjun þessa mánaö- ar hótaði helmingur starfsmanna ísfugls að segja starfl sínu lausu nema Guðna yrði vikið úr starfi. Mikil óánægja mun hafa verið meðal þessa starfsfólks ísfugls með stjómunarhætti og viðmót Guðna. Þá mun hafa farið fyrir brjóst starfsmanna að stjóm ísfugls sagði Guðmundi Haukssyni, sláturhús- stjóra hjá fyrirtækinu, upp störf- um en þeim Guðna og Guðmundi mun ekki hafa lynt saman. Annar heimildarmaður DV segir á hinn bóginn að ástæður brott- vikningar Guðna sé fyrst og fremst að finna í sam- skiptum hans og eigenda ísfugls sem hafi einkennst af stöðugum átökum og ágreiningi um daglegan rekstur fyrirtækisins. Eftir nokkurt þóf varð úr að Guðni var rekinn eins og áður sagði og hefur hann þegar yfirgefið ísfugl og fjármálastjóri fyrirtæk- isins tekið við starfi hans. Samhliða þessum atburð- um urðu breytingar á stjóm félagsins en Rafn Hafnfjörð á Bræðrabóli, mágur Guðna, sagði af sér stjómarfor- mennsku og við henni tók Þor- öLcíiiii Sigmundsson í El- liðahvammi. Guöni þótti of dýr Miklar vonir virtust bundnar við Guðna þegar hann var ráðinn til starfa hjá ísfugli f haust. Hann var kynntur á heimasíðu fyrirtækisins á Netinu og þar kom fram að hann hefði áður starfað hjá íslenskum sjávarafurðum hf. í Bret- landi og Þýskalandi. „Við væntum mikils af honum í framtíðinni," sagði á heimasíðu ísfugls. Þorsteinn Sigmundsson, nýbak- aður stjómarformaður ísfugls, kannast hins vegar ekki við neitt af ofangreindu, að frátöldum eijum milli Guðna og Guðmundar slátur- hússtjóra. Hann segir engan ágrein- ing hafa verið milli Guðna annars vegar og starfsmanna og eigenda ís- fugls hins vegar og aftekur að Guðni hafi verið rekinn. „Þaö er tóm vitleysa. Guðni var ráðinn hér í sex mánaða verkefhi og því lauk einfaldlega um daginn. Við hefðum fegnir viljað hafa hann áfram en hann er sérfræðingur í markaðs- setningu og dýr eftir þvf. Guðmund- ur Hauksson fór hins vegar bara í frí til Ameríku og það á eftir að skoða hvort hann er hættur þegar hann kemur til baka,“ segir Þor- steinn. -GAR Þorsteinn Sigmundsson. Tók viö stjómar- formennskunni. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræöuna. DV-mynd Hiimar Þór Utandagskrárumræða á Alþingi um fátækt: Erfiðleikum verður aldrei útrýmt - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra Lóðaútboð: Skatt- heimta sem fer beint út í verðlagið - segir Júlíus Vífill „Annar áfangi lóðaútboðs Reykja- víkurborgar í Grafarholti gefur til kynna að borgin hafi fengið um 280 milijónum króna meira en hefðu gatnagerðargjöld verið innheimt á hefðbundinn hátt. Séu umframtekjur borgarinnar í 1. og 2. hluta út- boðsins fram- reiknaðar og lagðar saman verðiu- niður- staðan að borgín fáer ríflega 700 milljónum króna meira I sinn hlut. Þessi aukakostnaður lendir á byggingafyrirtækjum sem fengu lóðimar og fer beint út i íbúöa- verðið sem þó hefur hækkað um tæp 20% á skömmum tíma,“ segir Júhus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, vegna niðurstaðna sem liggja fyrir um lóðaútboð Reykja- víkurborgar í Grafarholti. Samkvæmt niðurstöðunum heíði borgin fengið 178 milljónir króna úr hefðbundinni úthlutun lóða sem voru í 1. áfanga útboðsins en niðurstaðan var 427 milljónir króna. í 2. áfanga varð niðurstaðan 515,8 milljónir króna í stað 237 miiljóna sem hefðu innheimst með almennri gjaldtöku. Samtals gerðir þetta gjaldtöku upp á 1,2 milljarða í stað 485 milljóna ef venjuleg gjaldheimta hefði farið fram. „Þessi hækkun fer beint út í verð- lagið á íbúðamarkaðinum sem var orðið mjög hátt fyrir vegna lítils framboðs lóða. Meirihlutinn hefur ekkert gert í úthlutun nýrra lóða fyrr en farið var I Grafarholtið og þar fer þá fram stófeUd skattheimta sem mun bitna illa á ungu fólki sem borga þarf hærri fasteignaskatta. Og íbúðaverð mun enn hækka. Það er hægt að fara í útboð á lóðum í sérstökum tiifellum en þá þurfa skýr skilyrði að vera fyr- ir hendi þar sem einnig er hægt að velja um aðrar lóðir. En þama var ekki um annað að ræða, menn höfðu ekkert val,“ sagði Júlíus VífUl. -hlh „Það er ekki til stéttlausara þjóðfé- lag en ísland þó viö munum aldrei, ekkert okkar, hversu góð sem við erum, geta algjörlega útrýmt erflö- leikum vegna fjárhagsástæðna á hverjum einasta bæ,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræð- um á Alþingi i gær um skýrslu Rauða krossins um fátækt á íslandi. Umræð- an fór fram utan dagskrár, að beiðni Guðrúnar Ögmundsdóttur samfylk- ingarþingmanns. Guðrún sagði nauð- synlegt að skoða stöðu ómenntaðra einstæðra mæðra og ungs fólks á landsbyggðinni og að hagur elli- og örorkulífeyrisþega og bammargra láglaunaíjölskyldna yrði bættur. Guðrún spurði um stefnu ríkis- stjómarinnar m.a. hvað varðaði kjör bótaþega og um afnám tekjutengingar bamabóta. Davíð Oddsson sagði aö allir hefðu notið góðs af árangri stjómarstefnunnar. Hann sagði að kaupmáttur bóta sem ríkið greiddi hefði hækkað á síðasta kjörtímabili en hefði hins vegar lækkað á því tímabili sem þingflokkar Samfyiking- arinnar vora í ríkisstjóm. Þingmenn stjómarandstöðunnar sögðu aftur á móti aö nýlegar kann- anir sýndu að fátækt væri alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðisflokki, setti fram þá hugmynd að stofhaður yrði samstarfshópur stjómmála- flokka og félagasamtaka sem myndi leggja fram tillögur til úrbóta fyrir þá sem viö mest vonleysi stríði ög- mundur Jónasson, Vinstri grænum, lagði hins vegar til að samið yrði formlega við hagsmunasamtök þeirra tekjulægstu vegna málsins og Guðrún Ögmundsdóttir lagði til aö skipaður yrði vinnuhópur til að vinna raun- hæfar tillögur. -GAR Júlíus Vifill Ingvarsson. Stuttar fréttir i>v Breytingar Breyta þarf rekstrarfyrir- komulagi Borgarleik- hússins í ljósi „þess sér- kennilega sjónarspils" sem hefur átt sér stað undanfarið, segir Ámi Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R- lista. í gær fór fram umræða í borgarstjóm um málefni Borgar- leikhússins. Sjónvarpið greindi frá. Hlaut verðlaun Sofíía Sæmundsdóttir mynd- listarkona tók í gær við verðlaun- um fyrir verk í stærstu myndlist- arkeppni heims. Karl Bretaprins afhenti verðlaunin. 22.000 Usta- menn tóku þátt í keppninni. Sam- einuðu þjóðimar hafa valið verð- launaverkin á opinbera sýningu samtakanna á aldamótaárinu. RÚV greindi frá. Einungis 1 ár Samninganefnd VMSÍ og iðn- verkafólks beinir því til félags- manna sinna að skoða alvarlega að gera ekki eða framlengja kjarasamnÍHga til lengri tíma en eins árs. Bylgjan greindi frá. Gegn betri vttund Valdimar Jóhannesson segir að heilbrigðisráðuneytið gefl yflrlýs- ingar gegn betri vitund þegar það heldur því fram að sala á upplýs- ingum til ÍE sé ólögleg. Dagur greindi frá. Tvöfaft meira Hæstiréttur hefur dæmt bíókónginn Áma Samúels- son til að greiða firmanu Höndli 4,5 milljónir króna vegna kaupa Áma á út- varpsstöðinni FM. Þetta er ríflega tvöfalt meira en undirréttur hafði dæmt Áma til að greiða. Dagur sagði frá. Líkamsárásarkæra Foreldrar tólf ára drengs hafa kært sundlaugarverði í Breiö- holtslaug fyrir líkamsárás. Drengurinn haíði farið í sturtu í sundskýlunni. Stöð 2 greindi frá. Gerast hluthafar Borgarráð hefur samþykkt til- lögu um aö starfsmönnum Orkuveitunnar og Línu.Net. verði boðið að gerast hluthafar í fyrirtæki Orkuveitunnar Línu.Net. Mbl. greindi frá. Halda löggunni Bæjarráð Grindavlkur og sýslumaðurinn í Keflavík hafa komist að samkomulagi um að Grindvíkingar haldi löggæsl- unni í bænum. Lttill hagnaður íslendingar fjárfestu beint í atvinnurekstri erlendis fyrir um 5 milljarða kr. á árinu 1998. Fjárfestingin hefur skilað litlum hagnaði. Mbl. gwreindi frá. Fleiri sjálfsvíg Sjálfsvígum í Reykjavík fjölg- aði úr 12 í 21 milli áranna 1998 og 1999 og sjáifsvígstil- raunum fjölg- aði úr 51 í 101 á sama tímabili. Landlæknir segir þessa fjölgun sjálfsvíga mjög alvarlega. Starfs- hópur sem settur hefur verið á stofn á vegum landlæknisemb- ættisins mun kanna hvemig megi efla vamir gegn sjálfsvíg- um. Mbl. greindi frá. Dýpri höfh Dýpkunarframkvæmdum við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn er lokið þar sem búið er aö dýpka höfnina niður í 7,5 metra. -hlh/hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.