Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 30
34 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 Afmæli Gísli Már Gíslason Gísli Már Gíslason, prófessor og forseti raunvísindadeildar HÍ, Heiðarseli 6, Reykjavík, verður fimmtugur í dag. Starfsferill Gísli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Hvallátrum í Rauða- sandshreppi. Hann lauk stúdents- prófi frá MH 1970, BS-prófi í líf- fræði frá HÍ 1973, eins árs fram- haldsnámi sama ár frá Hl, stund- aði nám við University of Newcastle upon Tyne 1973-77 og varði þar doktorsritgerð í vatnalíf- fræði árið 1978. Gísli var lektor við HÍ 1977-81, dósent 1982-88 og er prófessor frá 1988. Gísli var formaður líffræðiskor- ar 1980-83, var forstöðumaður Lif- fræðistofnunar Háskólans 1987-99 og hefur verið forseti raunvísinda- deildar frá 1999. Gísli sat í stjóm BHMR 1986-88, þar af varaformað- ur 1987-88, sat í stjóm Félags há- skólakennara 1986-88 og formaður 1992-94. Hann var ráðsmaður Nátt- úruvemdarráðs 1987-2000, sat í stjóm Náttúrurannsóknastöðvar- innar við Mývatn frá 1978 og for- maður frá 1987. Gísli rannsakaði vistfræði vatnaskordýra á íslandi og Englandi 1973-77 og stundaði rann- sóknir á Mývatni og Laxá í Suður- Þing., á vatnsföllum á íslandi og jökulám í Evrópu frá 1977. Dokt- orsritgerð hans var um vistfræði islenskra vorflugna. Hann hefur ritað fjölda ritgerða i er- lend og íslensk vísinda- tímarit og bókarkafla. Fjölskylda Gísli kvæntist 31.8.1973 Kristínu Hafsteinsdóttur, f. 23.2. 1951, meinatækni og bókmenntafræðingi. Hún er dóttir Hafsteins Ólafssonar húsasmíða- meistara og Sóleyjar Ástu Gls 1 Mar Sæmundsdóttur húsmóður. Gísli og Kristín skildu 1997. Böm Gísla og Kristínar era Gisli Jökull, f. 20.10. 1970, lögregluþjónn en sambýliskona hans er Pálína Gisladóttir; Hafsteinn, f. 2.12. 1979, háskólanemi; Þorbjörg, f. 26.3. 1984, nemi. Sonur Gisla og Ingrúnar Ingólfs- dóttur hjúkrunarfræðings er Hersir, f. 17.3. 1971, jarðfræðingur en sam- býliskona hans er Jónína Björg. Sambýliskona Gísla frá 1998 er Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, f. 21.9. 1954. Foreldrar hennar eru Valdimar Kristinsson, f. 4.1. 1904, skipstjóri, bóndi og oddviti, og Áslaug Sólbjört Jensdóttir, f. 23.8. 1918, húsmóðir, Núpi i Dýrafirði. Hennar dætur eru Vera, f. 17.5.1985, og Lára f. 3.9.1991, Þórðardætur. Systur Gísla eru Halldóra, f. 12.4. 1951, myndlistarmaður, gift Eiriki Líndal sálfræðingi og er sonur henn- ar Böðvar Kári Ástvaldsson; Anna, f. 26.5. 1952, húsmóðir, gift Kjartani Emi Ólafssyni verksmiðjustjóra og eru börn þeirra Eygló Björk og Gísli Öm. Foreldrar Gísla: Gísli Kristjánsson, f. 21.4. 1921 á Hvallátrum í Rauða- sandshreppi, vélgæslu- maður í Reykjavík, og Þorbjörg Magnúsdóttir, f. 26.10. 1914 í Þykkvabæ, d. 24.7. 1984, húsmóðir. Gíslason. Gisli er sonur Kristjáns Hjálmars, b. á Hvallátrum, Sigmundssonar, b. á Hvalskeri í Patreksfirði, Hjálmars- sonar, b. á Sjöundá og i Skógi á Rauðasandi, Sigmundssonar, b. Stökkum á Rauðasandi, Jónssonar. Móðir Hjálmars á Sjöundá var Björg Helgadóttir, b. í Gröf á Rauðasandi, Jónssonar og Guðrúnar Bjamadótt- ur. Móðir Sigmundar var Guðrún Lýðsdóttir, b. á Þverá á Barðaströnd, Guðmundssonar og Rósu Jóhanns- dóttur frá Hamri á Barðaströnd. Móðir Kristjáns Hjálmars var Ingi- björg Einarsdóttir, b. í Flatey, Ein- arssonar, b. í Hvallátrum, Guð- mundssonar. Móðir Einars í Flatey var Ingibjörg Pétursdóttir, b. í Flat- ey, Jónssonar og Guðrúnar Einars- dóttur. Móðir Ingibjargar Einarsdóttur var Krístín Magnús- dóttir, b. á Efri-Vaðli á Barðaströnd og Tálknafirði, Magnússonar. Móðir Gísla Kristjánssonar var Sigriður Eggertsdóttir, útvegsbónda á Hvallátrum, Eggertssonar, b. í Saurbæ á Rauðasandi og Tálknafirði, Magnússonar sútara og hreppstjóra í Keflavík og Rauðasandi, Ámasonar. Móðir Eggerts Magnússonar var Anna Guðmundsdóttur, Péturssonar, stúdents á Hellu, Selströnd, Bjarna- sonar. Móðir Eggerts á Hvallátram var Halldóra Ólafsdóttir, b. Stökkum og Lambavatni á Rauðasandi, Rögn- valdssonar og Etilríður Sigmunds- dóttur. Móðir Sigriðar Eggertsdóttur var Halldóra Gisladóttir, b. í Króks- húsum á Rauðasandi, Bjamasonar, b. í Hænuvík í Patreksfirði, Sigurðsson- ar, b. í Raknadal og á Rauðasandi, Guðmundssonar. Móðir Halldóra Gisladóttur var Kristín Magnúsdótt- ir, húsmóðir á SeUátranesi og Hænu- vík, Magnússonar, b. í Stekkadal, Bjarnasonar. Móðir Kristinar Magn- úsdóttur var Guðrún Jónsdóttir, Jónssonar, b. í Stekkadal, og Guðrún- ar Jónsdóttur Sigmundur Hjálmarsson og Ingi- björg Einarsdóttir voru foreldrar Bjama, fóður Bessa leikara, og Eggert Eggertsson var faðir Sigurðar, foður Halldórs E., fyrrv. ráðherra. Þorbjörg, móðir Gisla Más, var dóttir Magnúsar, b. í Vetleifsholti í Ásahreppi og síðar verkamanns i Reykjavík, Stefánssonar, b. á Borg í Þykkvabæ, Magnússonar. Móðir Magnúsar í Vetleifsholti var Sesselja Magnúsdóttir. Móðir Þorbjargar var Anna Pétursdóttir, b. í Rimakoti, Magnússonar og Önnu Benediktsdóttur. Gisli tekur á móti gestum í Safn- aðarheimili Frikirkjunnar, Laufás- vegi 13, í dag milli 17.00 og 20.00. ísak Jóhann Ólafsson ísak Jóhann Ólafsson stöðvar- stjóri, Heiðargerði 11, Húsavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill íscik fæddist í Reykjavík og ólst upp þar og á Akureyri og i Sviþjóð. Hann varð stúdent frá MR 1973 og las þjóðhagfræði við háskólann í Kaupmannahöfn en lauk ekki námi. Eftir það starfaði hann í Lands- banka íslands, sem innkaupastjóri hjá Ofnasmiðjunni hf. og á árunum 1979-86 var hann skrifstofustjóri Vélstjórafélags íslands. ísak var bæjarstjóri á Siglufirði 1986-90, sveitarstjóri á Reyðarfirði 1990-98 og á Þórshöfn 1998-99. Hann og eiginkona hans tóku við rekstri söluskála Skeljungs á Húsavík haustið 1999 og starfrækja hann nú. ísak starfaði mikið að félagsmál- um í menntaskóla, hefur hann spil- að bridge, m.a. í juniorlandsliði ís- lands 1974 og á Evrópumóti í Kaup- mannahöfn. Hann hefur setið í stjómum fjölmargra fyrirtækja, s.s. Austmats hf., Snæfugls hf., Skipa- kletts hf., Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar hf., í stjórn Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi og í stjóm Hafnasambands sveitarfélaga. Fjölskylda Isak kvæntist 24.4. 1980 Jónu Ragnarsdóttur Scheving, f. 28.11. 1956, húsmóður. Hún er dóttir Ragn- ars Scheving og Þórannar Jónsdótt- ur. Dætur ísaks og Jónu era Sigrún, f. 5.4. 1981; Margrét Jódís, f. andvana 14.1. 1989; Gunnhildur Jódis, f. 28.5 1991, og íris KamUla, f. 23.11. 1994. Synir Isaks era Ólafur Rúnar, f. 23.1. 1973; Brynjólfúr, f. 6.3. 1973; Gunnar, f. 24.11. 1976. Systkini ísaks era Nanna, f. 26.6. 1952, hjúkranarfræðingur; Ragna, f. 20.9.1953, húsmóðir; Krist- ín, f. 22.8. 1956, lífeðlis- fræðingur; Helga, f. 7.1. 1961, hárgreiðslumeistari; Óskar, f. 3.8.1964, rafvirki. Foreldrar ísaks voru Ólafur Ólafsson, f. 13.1. 1924, d. 5.2. 1966, læknir, og Sigrún ísaksdóttir, f. 3.10. 1932, d. 6.6. 1978, hús- móðir. Ætt Ólafur var sonur Ólafs læknis Gunnarssonar, b. í Lóni í Viðvíkursveit Ólafssonar, alþm. að Ási í Hegranesi, Sigurðssonar. Móðir Gimnars var Sigurlaug Gunnarsdóttir, b. á Skíðastöðum, Gunnarssonar. Móðir Ólafs Gunn- arssonar var Guðný Jónsdóttir, prófasts i Reykholti, Þorvarðsson- ar og Guðríöar Skaftadóttur, dbrm. og smáskammtalæknis í Stöðlakoti í Reykjavík, Skaftason- ar. Móðir Ólafs Ólafssonar var Ragna, dóttir Gunn- ars Gunnarssonar, kaupmanns i Reykjavík, og Júlíönu Isafoldu Jónsdóttur. Sigrún, móðir ísaks, var dóttir Helgu Runólfs- dóttur úr Reykjavík og ísaks Kjartans, bifreið- arstjóra og b. á Bjargi á Seltjarnamesi, Vil- hjálmssonar, sjómanns í Knobsborg II á Seltjamamesi, Guðmundssonar, b. í Traðarholti I Flóa. Móðir ísaks Kjartans var Björg ísaksdótir, pósts í Móakoti í Flóa. ísak og Jóna taka á móti ættingj- um og vinum í Hreyfilshúsinu í kvöld kl. 20.00. ísak Jóhann Óiafsson. Guðmundur Einar Jónsson Guðmundur Einar Jónsson vinnslustjóri, Hraunbrún 35, Hafnar- firði, er fertugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Flateyri við Önundar- Qörð og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði 1974, stundaði nám við Fiskvinnsluskól- ann og lauk þaöan prófi sem fisktæknir 1981, og lauk við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1992. Guðmundur var háseti á togaran- um Gylli frá Flateyri sumarið 1977, verkstjóri á sumram í frystihúsi Hjálms hf. á Flateyri, Hraðfrysti- húsi Tálknafjarðar hf., íshúsfélagi Isfirðinga hf., Hraðfrystihúsi Pat- reksfjarðar hf. og Brynjólfi hf. í Njarðvík. Hann var verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar 1984r-85 og var leiðbeinandi við Fisk- vinnsluskólann 1985-89 samhliða námi. Guðmundur var sölu- maður frystra fiskafurða hjá G. Ingasyni hf. 1989-92, verkstjóri hjá Þór-Skerseyri 1992, leið- beinandi við Fiskvinnslu- skólann 1993-94 og hefur verið vinnslustjóri hjá Granda hf. frá ársbyrjun 1995. Guðmundur var endurskoðandi Fiskiðnar, fagfélags fiskiðnaöarins 1987-99, situr í stjóm önfirðingafé- lagsins í Reykjavík frá 1993, sat í nefnd um endurskipulagningu Fisk- vinnsluskólans 1995 og starfaði að verkefninu Robofish fyrir hönd Granda hf. 1996-98. Guðmundur var búsettur á Flat- eyri til 1980, í Reykjavík til 1991 og síðan í Hafnarfirði. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 29.7. 1989 Sesselju Gunnarsdóttur, f. 15.11. 1963, B. Ed. frá frá KHÍ og kennara við Víðistaðaskóla Hafnarfirði. Hún er dóttir Gunnars Snorra Gunnars- sonar, f. 4.10. 1929, d. 13.10. 1988, fiskmatsmanns á Patreksfiði og síð- an i Sandgerði, og Erlu Þorgerðar Ólafsdóttur, f. 12.4. 1937, hjúkrunar- fræðings á Patreksfirði, í Sandgerði en nú á Hrafnistu i Hafnarfirði. Böm Guðmundar og Sesselju eru Gunnar Snorri, f. 11.4.1983, verslun- arskólanemi; Gunnhildur Ósk, f. 16.1. 1991. Systkini Guðmundar eru Ingi- gerður, f. 13.1. 1955, hjúkrunarfræð- ingur; Stefán, f. 20.7.1957, viðskipta- fræðingur og fyrrv. sveitarstjóri i Dalabyggð; Hulda, f. 8.12. 1962, við- skiptafræðingur. Foreldrar Guðmundar: Jón Gunn- ar Stefánsson, f. 26.6. 1931, við- skiptafræðingur, fyrrv. fram- kvæmdastjóri á Flateyri, síðar bæj- arstjóri í Grindavík og nú bæjar- stjóri í Vesturbyggð, og Gunnhildur Guðmundsdóttir, f. 3.10. 1930, tísku- ráðgjafi. Ætt Foreldrar Jóns Gunnars: Stefán Jónsson, forstjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og k.h„ Ragnheiður Hulda Þórðardóttir húsfreyja. Foreldrar Gunnhildar: Guðmund- ur Einar Þorkelsson, matsveinn í Reykjavík, og k.h., Ingigerður Jóns- dóttir ræstitæknir. Guðmundur verður að heiman. Guömundur Einar Jónsson. Tll hamingju með afmælið 18. febrúai 90 ára Guðbjörg Bjömsdóttir, Laxagötu 4, Akureyri. 80 ára Grétar Símonarson, Seftjöm 6, Selfossi. Hörður Bjarnason, Stóra-Mástungu II, Selfoss. Sigmar Sigurðsson, Lyngheiði 27, Hveragerði. 75 ára Þóra Þorvaldsdóttir, Bólstaöarhlíð 41, Reykjavík. 70 ára Guðbjörg Jónsdóttir, Neðstaleiti 11, Reykjavík. Sigurveig Sigurgeirsdóttir, Þórunnarstræti 123, Akureyri. 60 ára Gunnar H. Stefánsson, Espigerði 4, Reykjavík. Helga Sigurgeirsdóttir, Smiðjugötu 7, ísafirði. 50 ára Bjamey Ingadóttir, Fálkakletti 7, Borgamesi. Einar Breiöfjörð Tómasson, Vallartröð 4, Kópavogi. Gunnar Kristinsson, Hlíðargerði 25, Reykjavík. Magnús Pálsson Sigurðsson, Lundarbrekku 16, Kópavogi. Sólborg Sumarliðadóttir, Grjótaseli 8, Reykjavík. 40 ára Andrea Maria Heiðberg, Helgafelli 2, Egilsstöðum. Elvar Ágústsson, Háseylu 31, Njarðvik. Guðjón Gunnar Ögmundsson, Leiðhömrum 33, Reykjavík. Inga Margrét Guðmundsdóttir, Reyrengi 10, Reykjavík. Jón Emil Halldórsson, Leynisbraut 4, Grindavík. Jónas Weicheng Huang, Gnoðarvogi 36, Reykjavík. Ketill Ingvar Tryggvason, Hallgilsstöðum, Akureyri. Logi Ragnarsson, Viðarási 22, Reykjavík. Ragnar Haraldsson, Sjávargrand 14a, Garðabæ. Sigurbjörg Inga Magnúsdóttir, Hátúni 10, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.