Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Page 23
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 < 27 Fréttir Bylting hjá skíðafólki í Skagafirði Viöar Sigurjónsson, fulltrúi ÍSÍ, viö vígslu skíöalyftunnar, Hermann Sig- tryggsson og frú frá Vetraríþróttamiöstöð íslands á Akureyri og gamli göngugarpurinn úr Fljótunum, Trausti Sveinsson. DV-myndir ÞÁ hald snerti. Hermann færði skíða- deild Tindastóls áletraðan skjöld frá Vetraríþróttamiðstöðinni í tilefni dagsins. Fulltrúar Skíðasambandsins, Eg- ill Jóhannsson formaður og Ásgeir Sverrisson stjórnarmaður, komu líka færandi hendi. Egill hafði orð á því í ávarpi sínu að fjöllin þarna í kring bæru það með sér að hér yrði gott að skíða og snjóinn skorti ekki. Þá yrði þess áreiðanlega ekki langt að bíða að Skagfirðingar létu að sér kveða í skíðaíþróttinni, enda sleipir í öðrum íþróttum og nefndi í því sambandi tvo af bestu íþróttamönn- um landsins, Eyjólf Sverrisson og Jón Arnar Magnússon. Páll Ragn- arsson, formaður Tindastóls, sagði í ávarpi sínu að hér væri stórt skref stigið í íþróttamálum Skagafjarðar og takmarki náð sem lengi hefði verið stefnt að. Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kölluðu á bætta mögu- leika til afþreyingar fólks, þar sem nú heyrði það sögunni til aö unnið væri myrkranna á mUli. Fólk hefði rýmri tíma til tómstunda en áður og sérstaklega væri það yfir veturinn sem afþreyingar væri þörf. Óskað eftir einingu um skíöasvæöið Páll vék að aðdraganda ákvarð- anatöku varðandi skíðasvæðið i sveitarstjórninni og sagðist virða þær skoðanir sem þar hefðu komið fram, en lét jafnframt í ljósi óskir um að eining yrði um skíðasvæðið nú þegar málið væri afgreitt. For- maður Tindastóls gat þess mikla sjálfboðaliðastarfs sem unnið var við uppsetningu skíðalyftunnar, og nefndi þar sérstaklega þá Viggó Jónsson, Gunnar Bjöm Rögnvalds- son og Steinar Pétursson, sem voru í fylkingarbrjósti við framkvæmd- ina, og einnig nefndi Páll til gamans þátt Sigurðar Kárasonar véla- manns, sem varði mestum hluta síns frítúrs á Málmeynni uppi á skíðasvæði og teldist áhugahópnum til að Sigurður yrði næst í landi í aprílmánuði. Gísli Gunnarsson, for- seti sveitarstjómar, flutt ávarp þar . sem hann lýsti yfir ánægju fulltrúa sveitarfélagins með hvernig til hefði tekist og óskaði skíðaáhugafólki til hamingju og alls hins besta i fram- tíðinni. Að lokinni athöfninni var öllum gestum boðið upp á kakó og kleinur í skíðaskálanum, sem greinilega verður fljótlega bam síns tíma, þar sem hann rúmar ekki nema um 30 manns þegar best læt- ur. Kostnaður við uppbyggingu skíðasvæðisins nemur í dag rúmum þrjátíu milljónum króna og hafa áætlanir staðist í meginatriðum. -ÞÁ - en hluti bæjarstjórnar óánægöur með fjárfestingu Skíðaáhugafólk í Skagafirði og nágrenni er í sjöunda himni með nýja skíðasvæðið sem opnað hefur verið í Tindastóli. Um 300 manns voru viðstaddir vígslu nýrrar skíða- lyftu og þann dag var vel á fjórða hundrað manns á skíðum í fjallinu. Fjölmennt hefur verið þá daga sem svæðið hefur verið opið og er þegar útlit fyrir að þetta nýja skíðasvæði eigi eftir að laða til sín marga, enda hefur með tilkomu þess orðið algjör bylting á aðstöðu til skíðaiðkunar á svæðinu. Skíðafólk frá Skagaströnd og Sigluflrði var meðal þeirra er fyrst renndu sér í nýju brekkunni sem Egill Jóhaimsson, formaður Skíða- sambands íslands, segir að sé annar tveggja bestu stórsvigsbakka lands- ins. manninn og veita fólki ómælda ánægju í framtíðinni, og gaman væri að fylgjast með skíðamótum á þessum stað því greinilega byði það upp á góða möguleika hvað móta- Ævintýralegur byggingarhraöi Margt góðra gesta var viðstatt vígslu skiðalyftunnar en hún er 1.200 metra löng, með um 250 metra fallhæð. Bygging hennar hefur gengið ævintýralega vel, en fram- kvæmdir hófust 20. desember. Hermann Sigtryggsson, fulltrúi Vetraríþróttamiðstöðvar íslands á Akureyri, var meðal gesta og lauk hann miklu lofsorði á aðstöðuna í Tindastóli og það framtak sem dug- mikil sveit heimafólks hefur unnið. Hermann sagði m.a. að ef hann hefði komiö á svæðið í desember þá hefði ekki þýtt að segja sér að það ætti að fara að reisa skíðalyftu, hvað þá að hún yrði reist á svo skömmum tima sem raun ber vitni. Hermann sagðist þess fullviss að skíðasvæðið í Tindastóli ætti eftir að ala af sér margan góðan skíða- Viggó Jónsson, formaöur framkvæmdanefndar, sem renndi sér fyrstur ásamt Helga Rafni Viggóssyni, syni sínum. Hlógu sig máttlausa aö Hellisbúanum í Neskaupstað: Vandamál kynjanna alls staðar þau sömu „Nú fer að síga á seinni hlutann," sagði hellisbúinn Bjarni Haukur Þórsson leikari sem er búinn að slá öll met í aðsókn að leikhúsi með ameríska eins manns verkinu sem Hallgrímur Helgason þýddi. Um 71 þúsund manns hafa séð verkið. Um daginn var Bjami í Hótel Eg- ilsbúð og snarfyllti húsið. Nærri 400 manns hlógu sig máttlausa enda fór hellisbúinn á kostum þetta kvöld. Eins og sjá má á myndinni lifir leik- arinn sig sterkt inn í hlutverk hins hrjáða karlmanns. „Þetta • var stórfin sýning, góð stemning og það er greinilegt að húmorinn er i lagi hjá Noröfirðing- um,“ sagði Bjami. Hann sagði að boð- skap hellisbúans væri tekið svipað úti á landi. þar sem hann hefur sýnt. og í Reykjavík. „Vandamál í samskiptum kynj- anna munu alls staðar vera þau sömu og era í sama hlutfalli í Neskaupstað og í höfuðborginni," sagði Bjarni Haukur. Hann segir alla spyrja hvort hann sé ekki orðinn leiður á hlut- verkinu. „Ég spyr á móti hvort Davíð Oddsson sé þá ekki orðinn leiður á að vera forsætisráðherra. Nei, nei, það er engin sýning eins, og ég hef gaman af þessu,“ sagði Bjami Haukur hellis- búi. Bjarni Haukur Þórs- son i mikilli sveíflu þar sem hann skil- greinir ýmsa veik- leika sterka kynsins. DV-mynd Reynir Neil ZD-DD 70 afsláttur af ljósiim Loftljós • Gylltur hringur • Hamrað gler 1.495 kr. 3^90- HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.