Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Side 11
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 11 DV Fréttir Tengi- og bremsubúnaður aftanívagna: Reglugerðum ekki framfylgt - segir Þórarinn Kristinsson og telur aö slysum eigi eftir aö fjölga á vegunum „Við erum aðilar að EES og eig- um að fara eftir stöðluðum reglu- gerðum EBE varðandi dráttarbeisli og bremsubúnað á kerrum," segir Þórarinn Kristinsson hjá Víkur- vögnum sem er mjög óhress með að reglum skuli ekki framfylgt. Þórarinn segir að þó hann hafi vissulega hagsmuna að gæta sem framleiðandi hjá Víkurvögnum þá snúist þetta mál fyrst og fremst um öryggi vegfarenda. Hann fullyrðir að veittar séu undanþágur varðandi amerísk bremsukerfi sem notuð eru m.a. í hestakerrur, fellihýsi og tjald- vagna. Þar sé um rafmagnskerfí að ræða sem þýði að hver sá bíll sem slíka kerru dregur verður að vera með sérbúnað sem tengdur er kerrunni. Af þessum sökum segir Þórarinn að ameríska kerfið sé Erlendur Baldursson. Samfélagsþj ónusta: Mikil eftir- spurn eftir af- brotamönnum Mikil eftirspum er eftir dæmdum sakamönnum sem inna af hendi samfélagsþjónustu í stað þess að sitja í fangelsi. Milli 70 og 80 ein- staklingar sinna nú samfélagsþjón- ustu og gætu þeir verið miklu fleiri þvi færri fá þá í vinnu en vilja. „Þessir menn starfa flestir hjá líknar- og iþróttafélögum og gera það utan venjulegs vinnutíma. Það er mikil eftirspurn eftir þessu, enda ekki ónýtt fyrir íþróttafélag að fá til dæmis smiö í vinnu yflr helgi fyrir ekki neitt,“ sagði Erlendur Baldurs- son hjá Fangelsismálastofnun. Allir þeir sem sinna samfélags- þjónustu í stað fangavistar hafa ver- ið dæmdir fyrir ítrekaðan ölvun- arakstur. Á meðan á afplánun þeirra í samfélagsþjónustu stendur mega þeir ekki neyta áfengis og strangt eftirlit er haft með störfum þeirra í þágu samfélagsins. Brjóti þeir bindindi eða mæti ekki til vinnu eru þeir umsvifalaust settir inn. ' -EIR 670 þúsund tonna hámarksafli Haustið 1999 var gerð bergmáls- mæling á stærð loðnustofnsins en sökum afleitra skilyrða var ákveðið að mæla að nýju nú í byijun árs. Var það gert nú i janúar og febrúar og hefur Hafrannsóknastofnun kynnt niðurstöðurnar. Samtals mældust tæplega 1.070 þúsund tonn af kynþroska loðnu austanlands í janúar og febrúar. Enda þótt stundum þyrfti að gera hlé á mælingum vegna veðurs var veður almennt þokkalegt og hafði ekki teljandi áhrif á mælingarnar. Miðað við að 400 þúsund tonn af loðnu hrygni hú í vor leggur Hafró því til að leyfilegur hámarksafli frá 10. febrúar til vertíðarloka verði 670 þúsund tonn. -hdm bannað í Evrópu. Þar séu reglurnar þær að nota eigi svokölluð „ýti- hemlakerfi" með sjálfstæðum bremsubúnaði sem þýðir að bremsukerfið virkar alltaf óháð því hvernig bíll er notaður til dráttar. „Menn hafa misst kerrur aftan úr bílum og þær þá lent á næsta bíl eða út í móa í stað þess að nauðhemla. Ég hef sjálfur komið að stórslysi vegna þessa. Þá eru menn að velta hestakerrum, t.d. vegna þess að snúninginn vantar á þessi amerísku kúlubeisli, og þá hefur það gerst að menn velta bílnum í leiðinni. Þetta er í miklum molum og þessum slys- um á eftir að fjölga." Engar undanþágur Lárus Sveinsson hjá Skráningar- stofunni fullyrðir að engar undan- þágur séu veittar á amerískum tengibúnaði hér á landi. Hann tekur undir að tengibúnaður sé þó ekki eins í Bandaríkjunum og Evrópu. Dráttarkúlan sé t.d. aðeins minni hjá bandarískum framleiðendum. Hann segir að skilyrðislaust verði að skipta um ef vagnar komi með þannig búnaði til landsins. Öðruvísi fái slikir vagnar ekki skráningu. Misbrestur eigi ekki að eiga sér stað varðandi þetta og við skoðun öku- tækja eru dráttarkúlur mældar. í sambandi við bremsubúnað seg- ir Lárus að í Evrópu séu notaðar ýtibremsur þar sem búnaður í beisl- inu stöðvar vagnana. í Ameríku nota menn rafmagn til að bremsa og er það þá tengt bílnum sem dregur. Hann segir þó rétt að amerisk raf- magnstengi passi ekki við þau evr- ópsku og þvi þurfi að skipta um tengla ef evópskir bílar eiga að draga þannig búna ameríska vagna. Vagnar sem framleiddir eru hér á landi eru hins vegar allir með evr- ópskum bremsubúnaði. -HKr. Kastari 1.895 h <í*l Halogenliós 4.950 kr. Eldhúsljós 2.395 kr. Eldhúsljós 1.995 kr. >M' m 25-55% afsláttur af ljósum Ljósakróna 9.995 kr. Garðljós 5.995 kr. Þú fiimur ljósið sem þú leitar að í ljósadeild Húsasmiðjimnar Skráðu þig í vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.