Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 7 Fréttir Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir aö sér geðjist ekki að söluherferð gegn ÍE: Ráðherra getur ein- hliða sett ÍE ný skilyrði - ef hún semur um greiðslur til einstaklinga, segir lögfræðingur ráðuneytisins Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að sér geðjist ekki að þeim vinnu- brögðum að bjóða almenningi að selja fyrir hann aðgang ÍE að sjúkraskrám fVrir miðlægan gagnagrunn. Slíkt geti hreinlega stefnt visindarannsóknum í hættu. Varðandi afdráttarlausa yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins um að Is- lenskri erfðagreiningu sé ekki heimilt að greiða einstaklingum fyrir þátttöku í gagnagrunninum og ÍE hafi verið til- kynnt að komi til samninga um slíkar greiðslur geti slikt varðað sviptingu rekstrarleyfis, segir Eiríkur: „Ég held að málið liggi þaimig fyrir að ef heilbrigðisráðuneytið sýnir fram á með rökum að þetta hafi verið skil- yrði er þvi heimilt að rifta leyfinu ef þau skilyrði eru ekki lengur uppfyllt. Ég hef ekki séð leyfið en ef það er byggt á þessari forsendu þá getur hún verið brostin ef farið er að greiða fyrir að koma inn í grunninn," sagði Eirík- ur. Þá datt engum slíkt í hug! Guðríður Þorsteinsdóttir, skrifstofú- stjóri lögfræðideildar heilbrigðisráðu- neytisins, sagði við DV að í leyfi heil- brigðisráðherra til íslenskrar erfða- greiningar séu engin sérstök ákvæði um sölu einstaklinga á sjúkraskrám til ÍE: „Á þeim tíma sem leyfið var veitt datt engum nokkuð slikt í hug. Hins vegar kemur skýrt fram í reglu- gerð um gagna- grunn að ef upp komi sú staða að menn telji að setja eigi ný skilyrði þá er sú leið opin. Rekstrarleyfið er einhliða ákvörðun ráðherra. Samkvæmt því er heimild til að hann setji ný skilyrði hvað þetta varðar.“ Guðríður sagði jafhframt að ráðu- neytið telji að með hliðsjón af alþjóða- reglum sé óheimilt að greiða fyrir upp- lýsingar úr sjúkraskrám. Eiríkur Tómasson segir að sumar vísindarannsóknir séu arðbærar, aðr- ar ekki. „Mér sem fræðimanni geðjast ekki að þessari söluhugmynd í „prinsippinu". Hins vegar finnst mér þetta mál allt saman vera þess eðlis að ná verði víðtæku samkomulagi um það hvemig upplýsingar fari í gagna- grunninn - læknar sjúklingar og þeir sem reka þennan grunn. Mér finnst þetta því allt vera á réttri leið.“ Lyfjafyrirtæki greiöa fyrir „óþægindi" Valdimar Jó- hannesson bendir á það í bréfi að heilbrigðisráðuneytið tali gegn betri vitund þegar það heldur því fram að ekki sé heimilt að greiða fyrir sjúkra- skrár. 1 því sambandi vísar hann m.a. til fyrirtækjanna Delta hf., Lyfjaverslunar íslands hf. og Lyfia- þrófunar hf. - slík fyrirtæki greiði iðulega fyrir þátttöku í vísindarann- sóknum. Aðspurð um þetta atriði sagði Guðríður hjá heilbrigðisráðuneytinu að þar geri hún ráð fyrir að þar sé einungis verið að greiða einstakling- um fyrir vinnutap og ferðakostnað. Ekki þátttöku. Sturla Geirsson, forstjóri Lyfia- verslunar íslands, sagöi við DV í þessu sambandi: „Það sem er verið að meina þarna er að þegar virkun einstakra lyfia í fólki er rannsökuð hjá okkur eru fengnir sjálfboðaliðar til að prófa lyf- in. Þá er þeim greitt fyrir þau óþæg- indi og fyrirhöfn sem fólkið leggur á sig. Það er frekar litið svo á en að fólkið sé að þiggja laun. Ég held að það sé misskilningur að bera þetta saman," sagði Sturla. -Ótt Kuummiit: Eplalaust í kaupfélaginu - en nóg af bjór DV, Kuuminiit: Nokkur vöraskortur er farinn að gera vart við sig í kaupfélaginu, KNI, í Kuummiit á austurströnd Grænlands. Þegar DV var þar á ferð kom í ljós að epli og appelsínur era uppseldar og ekki von á sendingu fyrr en vorskipið kemur eftir að ísa leysir. Annar vöruskortur er einnig orðinn áberandi, svo sem sá að pip- arinn er uppseldur, sem og rafhlöð- ur. Það er fátt um fina drætti hvað varðar mjólkurvörar. Þrátt fyrir að vöraskortur sé þegar orðinn áber- andi er viðbúið að enn erfiðara verði um vik á vormánuðum en fyrsta skip kemur ekki fyrr en í maí eða júní þegar ísa leysir. í apríl á sein- asta ári var mikil óánægja vegna þess að bjórinn seldist upp. Þetta telja kaupfélagsmenn að komi ekki fyrir í ár þar sem síðasta skip flutti um 70 tonn af bjór til Kuummiit. Nógur bjór er því til í kaupfélaginu en engin epli. -rt Eiríkur Tómasson. Valdimar Jóhannesson. 1 www.evropa.is | Ford Ranger crew cab. XL.skr. 10/99, ek. 3 þús. km. Vel búinn bíll m/plasthúsi Verð kr. 2.490.000, áhvílandi hagstætt bilalán. Toyota Landcruiser VXdísil turbo.skr. 12/98, ek. 9 þús. km.rafdr. + leður. Verð kr. 3.580.000. Nissan Patrol GRdísil turbo, skr. ‘98, ek. 41 þús. km.allt rafdr., leður o.m.fl. Verð kr. 3.790.000, skipti möguleg á ódýrari. Subaru LegacyGL 2,0 Wagon, skr. 10/99, ek. 6 þús. km. Verð kr. 2.250.000, áhvílandi hagstætt bilalán. jVJsötuir/i sn|6 og ófæirö neð sölusýningu á nýjur/j og notuöu fjórlijólaclrifsbflum. EVRÓPA ,TAKN UM TRAUST Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.